Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 5. JUNI1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hátíð hafs- -» ins hafín HÁTÍÐ hafsins hófst í gær með því að Guðmundur Hailvarðsson al- þingismaður hringdi inn daginn á Ingólfstorgi með gömlu skips- klukkunni úr síðutogaranum Ingólfi Arnarsyni. I ár eru hafnar- dagurinn og sjómannadagurinn sameinaðir í fyrsta sinn í hátíð hafsins. Dagurinn í dag verður helgaður hafnardeginum en á morgun verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. " ------------- Gjaldeyris- forðinn minnkar GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka Islands, sem er heildareign Seðla- bankans af erlendum gjaldeyri, minnkaði um 2,3 milljarða króna í maí og nam í lok mánaðarins 31,9 milljörðum króna. Frá ársbyrjun til loka maí jókst forðinn hins vegar um 2,2 milljarða. Gengi íslensku krónunnar, mælt v'--^hieð vísitölu gengisskráningar, lækk- aði um 0,4% í maí og Seðlabankinn seldi á millibankamarkaði með gjald- eyri 1,2 milljarða króna af gjaldeyri umfram það sem hann keypti. ■ Gjaldeyrisforðinn/22 Norsk Hydro ákvað fyrir nokkru að falast eftir minni eignarhluta Hluti af hagræð- ingu fyrirtækisins Fyrsta vöru- flutningaskipið til Kópavogs VÖRUFLUTNINGASKIP lagðist í fyrsta sinn að bakka í Kópavogs- höfn í gær til að skipa upp vörum. Þetta var danska skipið Birthe Boye sem er um 100 metra langt og um 2.000 tonn. Farmurinn var fellihýsi. Eitt skip af þessari stærð, og jafnvel allt að 120 metra langt, getur lagst að bakka í einu í Kópavogshöfn. Jóhannes Guð- mundsson, hafnarvörður, segir að von sé á öðru vöruflutningaskipi til hafnar 11. júm. „Þetta er framtíðarhöfn héma. Menn eru ánægðir með þá aðstöðu sem hér er. Það er verið að byggja hér stóra fóðurskemmu. Það er verið að stíga hér fyrstu skrefin og ætla má að það verði mikill tekjuauki að þessu fyrir Kópa- vogsbæ en fram að þessu hafa út- gjöldin verið heldur meiri en tekj- urnar meðan á uppbyggingunni hefur staðið,“ segir Jóhannes. „ÞAÐ hefur verið ljóst í nokkum tíma að ef ráðist yrði í byggingu nýs álvers við Reyðarfjörð yrði eignarhluti Norsk Hydro á bilinu 20-25%. Fyrir- tækið hefur verið að draga nokkuð saman seglin í ár til að hagræða í rekstri og sú ákvörðun að minnka eignarhluta þess í væntanlegu álveri er hluti af þeirri hagræðingu.“ Þetta sagði Tomas Knutzen, yfirmaður upplýsingadeildar Norsk Hydro, í samtali við Morgunblaðið í gær. Knutzen sagði það þegar hafa ver- ið ljóst, fyrir um það bil mánuði, þ.e. þegar nokkrir ráðamenn Norsk Hydro heimsóttu Island, að fyrir- tækið myndi falast eftir tiltölulega litlum eignarhluta. Hann sagði að þótt eignarhluti Norsk Hydro yrði tiltölulega lítill myndi fyrirtækið taka virkan þátt í tæknilegri og við- skiptalegri uppbyggingu álversins. Heildarfjárfestingar hjá Norsk Hydro á þessu ári nema um 114 milljörðum íslenskra króna en upp- haflega átti að fjárfesta fyrir um 133-143 milljarða á árinu, að sögn Knutzens. Þótt fyrirtækið sé að hag- ræða og minnka fjárfestingar segir Knutzen að það reyni eftir fremsta megni að ná fram viðskiptalegum markmiðum sínum. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í Morgun- blaðinu í gær að heildarkostnaður verkefnisins næmi um 30 milljörðum en að fjármögnun með eigið fé í ál- verinu yrði um 10 milljarðar og að hluti Norsk Hydro yrði því um 2,5 miUjarðar. Þetta þýðir að um 2% af heildarfj árfestingu Norsk Hydro á þessu ári færi í byggingu álvers á Reyðarfirði, yrði ákveðið að ráðast í byggingu þess. Að sögn Knutzens er bygging nýs álvers enn á umræðustigi en hann sagði að væntanlega myndi einhver niðurstaða fást í málið á fundi sem haldinn verður með væntanlegum aðstandendum nýs álvers seinna í mánuðinum. Sala Lands- símans þarf að ganga hratt STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra sagði á morgunverðarfundi Verslunarráðs, sem fór fram í gær, að sala Landssímans þyrfti að ganga hratt fyrir sig. Fundurinn bar yfir- skriftina „Samkeppni og einkavæð- ing á fjarskiptamarkaði". „Það var sett inn i stjórnarsátt- málann að sala Landssímans skyldi undirbúin og við verðum svo að sjá hversu hratt það gengur. En ég hef þá trú að sala Landssímans þurfi að ganga hratt og þá verða menn að leggja þann skilning í þau orð sem hentar hverjum og einum,“ sagði hann í svari við fyrirspurn Vilhjálms Egilssonar, alþingismanns og for- manns Verslunarráðs. ■ Einkavæðing Landssímans/22 Mokafli af úthafskarfa hefur borist á land af Reykjaneshrygg Hluturinn rúmlega ein milljón eftir 22 daga SJÓMANNADAGURINN er á morgun, sunnudag, en hátíðahöld vegna hans hefjast víðast hvar í dag. Fiskiskipafloti landsmanna hefur á undanförnum dögum streymt inn til hafnar því sam- kvæmt lögum verða öll fiskiskip að _vera í höfn fyrir hádegi í dag. ^Þannig hefur þúsundum tonna af úthafskarfa verið landað á síðustu dögum því veiðar á Reykjanes- hrygg hafa gengið mjög vel undan- famar vikur. Flestir togaramir hafa landað fullfermi af karfa síðustu daga og ekkert lát virðist vera á aflabrögð- um á Reykjaneshrygg. Islendingar "^íiga 45 þúsund tonna úthafskarfa- kvóta á þessu ári og hafa mörg skip- anna þegar veitt upp í kvóta sinn. Engu að síður má búast við að fjöl- mörg skip haldi rakleiðis á út- hafskarfamiðin á ný strax eftir helgi. Mesta veiðin hefur verið vel innan 200 mílna landhelgislínu ís- lands og segja skipstjómarmenn karfann ólíkan þeim sem veiðist ut- an línunnar. Þeir segja að um tvo stofna sé að ræða og að ekki ætti að draga karfann sem veiðist svo langt innan línunnar frá út- hafskarfakvótanum. Hásetahluturinn 1.100-1.200 þúsund Frystitogarinn Vigri RE frá Reykjavík er eitt þeirra skipa sem hafa gert það gott á úthafinu síð- ustu vikur. Skipið er væntanlegt til hafnar í Reykjavík í dag með sem svarar 1.200 tonna afla að verðmæti um 93 milljónir króna, eftir aðeins 22 daga á veiðum. Ætla má að há- setahlutur veiðiferðarinnar sé 1.100-1.200 þúsund krónur. Erla Friðgeirsdóttir, fyrrverandi út- varpskona og núverandi skipverji á Vigra RE, var að vonum ánægð með aflann þegar Morgunblaðið heyrði í henni í gær. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Það em allar lestar fullar af fiski enda kassamir orðnir rúmlega 31 þúsund talsins. Það hefur verið stanslaus vinna all- an tímann. Vinnslugeta skipsins er um 60 tonn á sólarhring og hún hef- ur verið fullnýtt. Hér um borð em menn því þreyttir en ánægðir og hlakka til að komast heim á sjó- mannadagsballið.11 Erla kvaðst vera nýbyrjuð til sjós og sagði að það hefði komið sér á óvart hversu skemmtileg vinnan væri. Hún hefur til þessa verið að- stoðarmaður kokksins en segist fara sem háseti í næsta túr. „Ég ákvað að breyta til 'og bauðst þessi vinna á sjónum. Ég sló til og sé ekki eftir því. Þetta er alveg frá- bært þegar vel gengur og aðstaðan hér um borð er heldur ekki til að kvarta yfir. Ég er eina konan um borð með 26 körlum. Þeir hafa ver- ið ljúfir sem lömb, greyin litlu, alltaf nýrakaðir og vel lyktandi," sagði Erla og hló. Rauðsíða ehf. Atvinnu- leysi blas- ir við STARFSFÓLK þriggja fisk- vinnslufyrirtækja Rauðsíðu ehf. á Vestfjörðum, rúmlega 200 manns, fékk ekki greidd vikulaun sín í gær og á því inni tveggja vikna laun hjá fyrir- tækinu. Lokið var við að vinna það hráefni sem til var í fyrir- tækjunum um hádegi í gær og hefur starfsfólki verið tilkynnt að ekki verði unnið eftir helgi vegna hráefnisskorts. Því hef- ur ekki verið sagt upp störfum en Ketill Helgason, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir atvinnuleysi hinsvegar blasa við fjölda fólks á Vest- fjörðum, bregðist Byggða- stofnun ekki skjótt við varð- andi afgreiðslu gefins lánslof- orðs. ■ Skuldir á við/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.