Morgunblaðið - 05.06.1999, Page 31

Morgunblaðið - 05.06.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 31 LISTIR Úr Ferðabók ^ Eggerts Olafssonar í Þjóðarbdk- hlöðunni UNDIR bláum sólarsali - Eg- gert Ólafsson skáld og náttúru- fræðingur 1726-1768, heitir sameiginleg sumarsýning Landsbókasafns íslands, Há- skólabókasafns og Þjóðminja- safns Islands, sem opnuð verð- ur í Þjóðarbókhlöðu í dag, laugardag. Sýndar verða frumgerðir og eftirtökur_ mynda úr Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Ferðabókin var eitt merkasta vísindarit sem samið hafði verið og birt á erlendri tungu um ísland og íslendinga. Hún var gefín út í Kaupmanna- höfn 1772, en síðar var hún þýdd á þýsku og gefin út 1774- 75, á frönsku 1802, og á ensku 1805. Fyrsta íslenska útgáfan er frá árinu 1943 og var endur- útgefin 1974. Allar þessar út- gáfur eru til í Landsbókasafni og eru til sýnis á sumarsýning- unni. Einnig eru sýndar dag- bækur Eggerts frá íslands- ferðinni og handrit að ljóðum hans sem varðveitt eru í hand- ritadeild Landsbókasafns og bækur úr þjóðdeild safnsins. Opnunartími safnsins er kl. 9-17 mánudaga til föstudaga, laugardaga frá 11-14. Sýningin stendur til 31. ágúst. Aukasýningar á Krákuhöll- inni FIMM aukasýningar verða á leikritinu Krákuhöllin eftir Einar Öm Gunnarsson í upp- færslu Nemendaleikhússins. Sýning verður þriðjudaginn 8. júní, miðvikudag 9. júní, mánu- daginn 14. júní, þriðjudaginn 15. júní og miðvikudaginn 16. júní, allar kl. 20 í húsnæði Leiklistarskóla íslands í Lind- arbæ. Utskriftamemar em Egill Heiðar Anton Pálsson, Hinrik Hoe Haraldsson, Jóhanna Vig- dís Arnardóttir, Laufey Brá Jónsdóttir, María Pálsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason og Stef- án Karl Stefánsson. Leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason. Operusmiðja Austurlands setur upp Töfraflautuna á Eiðum SJÁLFBOÐALIÐAR vinna við leikmynd og yngsta kynslóðin lætur ekki sitt eftir liggja. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson KEITH Reed, listrænn stjómandi uppfærslu Ópemstúdíós Austurlands á Töfraflautunni. Fólkið gerir draum- inn að veruleika ÆFINGAR og annar undirbúningur að uppfærsiu Ópemstúdíós Austurlands á Töfraflautunni eftir W.A. Mozart er að komast á lokastig. Frumsýningin verður á Eiðum 13. júm' og óperan verður flutt alls Qórum sinnum. Sýningin er liður í tónlistarhátíðinni Bjartar nætur í júm' en á henni verða flutt verk eftir Mozart en hátíðinni lýkur með flutningi Requiem í Egilsstaðakirkju 20. júm'. „Það er ótrúlegt að fólkið skuli gefa sér allan þennan tíma til að gera þennan draum minn að vemleika," sagði Keith Reed, listrænn stjómandi Töfraflautunnar, þegar blaðamenn litu við á æfíngu á Törfaflautunni í húsnæði Alþýðuskólans á Eiðum. Keith er ópemsöngvari og deildarstjóri við Tónlistarskóla Austur-Héraðs á Egilsstöðum. Hann á hugmyndina að stofnun Ópemstúdíósins og flutningi Töfraflautunnar og hefur unnið baki brotnu að því að hrinda henni í framkvæmd en sýningin á Eiðum verður fyrsta uppsetning ópem á landsbyggðinni. 100 manna hópur Þegar blaðamenn litu við á Eiðum kvöld eitt í vikunni var verið að smíða sviðsmynd og mála myndir á veggi salarins. Keith Reed var með nokkra söngvara á æfingu, fór bæði yfir sönginn og sviðsframkomuna. Hann sagði að 35 söngvarar lærðu þau sextán hlutverk sem em í Töfraflautunni, tveir lærðu hvert hlutverk. 35 manna hljómsveit leikur tónlistina og 30 manns til viðbótar vinna að sýningunni, þannig að alls vinna við hana um 100 manns. Fólkið vinnur í sjálfboðavinnu. Söngvaramir em flestir búsettir á Austurlandi, gjarnan fólk sem hefúr verið í söngnámi en hefur vantað verkefni til að fást við. Fá þurfti fólk lengra að í einstaka hlutverk. Hljómlistarmennimir koma af öllu landinu. Undirbúningur hefúr staðið frá því í haust og æfingar hófust um áramót. Keith sagði að stjórnendur Óperustúdíósins hefðu verið að skoða húsnæði á ýmsum stöðum, meðal annars á Egilsstöðum, þegar hugmyndin um Eiðar kom fram. Öllum hafi fundist það skemmtilegasti staðurinn. „Fólkið kemur frá ýmsum stöðum og það vilja allir hafa sýningarnar hjá sér. Mér fannst fólk strax tengjast vel hérna og þetta hefur gengið vel. Við getum unnið saman þótt við komum frá mismunandi stöðum, það er tónlistinni að þakka,“ sagði Keith Reed. Um 170 gestir komast í salinn og vonast Keith til að Nýjar bækur • YDD er Ijóðabók eftir Þórarin Eldjárn. Þetta er 2. útgáfa bókar, sem kom fyrst út 1984. Ydd kemur út í ritröðinni Ljóðasafn Helgafells. Ydd var fyrsta Ijóðabók Þórarins með órímuðum ljóðum og vakti mikla athygli á sínum tíma. Hér sýndi Þórarinn á sér nýja hlið sem ljóðskáld en framan af ferli sínum orti hann rímað, undir hefðbundnum Óperustúdíóið geti fengið þar framtfðaraðstöðu. Mozart-vika á Austurlandi Þótt mikið sé unnið í sjálfboðavinnu kostar óperusýnhig mikla peninga. Kristján B. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Óperustúdíós Austurlands, kvaðst vonast til að endar næðu saman. Tekist hafi að fá stuðning opinberra aðila og einkaaðila. Keith nefndi einnig ómetanlegan stuðning frá Islensku óperunni, sem lánar búninga, og tónlistarskólunum. Miðasala er hafin á Töfraflautuna og aðra viðburði Mozart-vikunnar. Miðarnir eru seldir í útibúum Landsbanka íslands. Auk fjögurra sýninga á Töfraflautunni og flutnings Requiem í Egilsstaðakirkju verða tveir Mozart-tónleikar. Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari verða með tónleika í Egilsstaðakirkju 14. júm' og Gerrit Schuil og Stefán Höskuldsson flautuleikari verða með tónleika í Egilsbúð í Neskaupstað 17. júm'. háttum. Yrkisefnin eru af fjölbreyttu tagi, skáldið skoð- ar umhverfi sitt, mannlífið og sög- una. Stíllinn er yddaður, ljóðin stutt en skörp. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 56 bls., prentuð í Odda. Kápu hannaði Wilfried Bullerjahn. Verð 1.980 kr. Konur með eld í hjarta __________TONLIST______________ Digraneskirkja KÓRTÓNLEIKAR Kvennakór Reykjavíkur söng íslensk og erlend lög; einsöngvari var Sigrún Hjálmtýsdóttir; pfanóleik- ari Þórhildur Björnsdóttir og stjórnandi Sigrún Þorgeirsdóttir. Fimmtudagskvöld kl. 20.30. í NÆSTU viku heldur Kvennakór Reykjavíkur í tónleikaferð til Bandaríkjanna. Þar mun kórinn syngja í nokkrum borgum á austurströndinni, meðal annars í Boston, Baltimore, New York og Was- hington. Á tónleikum í Digraneskirkju á fimmtu- dagskvöld gat að heyra þá tónlist sem kórinn syng- ur í Ameríkureisunni, íslensk þjóðlög og nýrri kór- lög, útlend þjóðlög og fleira. Einsöngvari kórsins var Sigrún Hjálmtýsdóttir, Þórhildur Björnsdóttir lék á píanó og stjómandi var Sigrún Þorgeirsdóttir, sem nú hefur verið aðalstjómandi kórsins tvö síð- ustu ár. Það er Ijóst að Kvennakór Reykjavíkur er í upp- sveiflu, og auðheyrt að ýmislegt hefur áunnist í því að efta og bæta hljóm kórsins. Kórinn er mjög stór, - eða um 70 konur, og það hefur bæði kosti og galla. Það er engin smá vinna að halda saman svona stór- um hópi og fá hann til að syngja „einum rómi“ ef svo má segja. Á hinn bóginn hlýtur hvert frávik frá því að valda minni röskun í svona stórum hóp. Kómum er skipt í fjórar raddir, fyrsta og annan sópran og fyrsta og annan alt. Jafnvægi milli raddanna er gott, - og fyrsti sópran mátulega mikið fyrirferðameiri en hinar raddimar. Með örfáum undantekningum syngur kórinn klukkuhreint. Það sem helst mætti finna að söng kórsins er að raddimar syngja of h'tið út; hljóma ekki nóg miðað við þennan fjölda - þær halda of mikið aftur af sér, era of hógværar. Nokkr- ar loðnar og óöruggar innkomur hefðu átt að vera óþarfar þar sem kórinn virtist kunna eftiisskrána mjög vel. Þama vantar herslumun, þótt mjög mikið hafi áunnist. Með sama dug og atorku, verður kór- hljómurinn smám saman fyllri, hljómmeiri og ör- uggari, allt tekur þetta tíma og endalausa vinnu. Kvennakór Reykjavíkur hefur á síðustu misser- um náð að byggja upp sterkan prófQ, með fjöl- breyttu eftiisvali sem spannar allt frá einfóldum þjóðlögum til viðameiri, andlegra tónverka, og frá verkum meistaranna til dægurlaga og léttrar tón- listar. Það sem mestu skáptir þó er að söngur kórs- ins er ákaflega músíkalskur, og auðheyrt að túlkun hvers lags er úthugsuð og að unnið er markvisst að því að hugmyndir að músíkalskri útfærslu lifni í söngnum. Fjölbreytt og viðamikil eftiisskrá kórsins reis hæst í þjóðlegum lögum og þjóðlögum, bæði þeim íslensku og þeim ensku og amerísku. Gráglettnu vísumar í útsetningu Áma Harðarsonar á laginu Tíminn hður, trúðu mér voru vel sungnar, með kerskni og léttleika. Velska lagið All through the night var afar fallega flutt, og sömuleiðis Scar- borough Fair í óvenju góðri útsetningu. Einsöngur Sigrúnar Hjálmtýsdóttur þar var virkilega fínn, - og ekki var hún síðri í ensku og amerísku þjóðlögun- um sem hún söng ein með píanóleikaranum. Diddú hefur orðið sér út um veralega amerískan framburð sem hún beitti fimlega í amerísku vögguvísunni um Litlu hestana, og ekki ættu Ameríkanamir að velkj- ast í vafa um upprana þess lags. Síðustu tvö lögin á efnisskránni, Shenandoah og minstrel söngurinn Ching-A-Ring Chaw vora glæsileg í flutningi Kvennakórs Reykjavíkur. Nýtt íslenskt lag var frumflutt á tónleikunum, bamagæla eftir Ólaf Ax- elsson við ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur. Lagið sver sig í ætt íslenskra kórlaga og var prýðilega sungið af kómum. Það var mildð klappað fyrir Kvennakómum, ein- söngvaranum, píanóleikaranum og kórstjóranum í tónleikalok og mikil stemmning í salnum. í aukalög- unum, sem vora dægurlög úr bíómyndum, náði kór- inn sér á flug, lét vaða, kastaði af sér öllum fjötrum og söng af ólgandi gleði og innileik og með eld í þjarta. Bergþóra Jónsdóttir bómull f HREYSH Full búð af bómullarfatnaði á fínu verði kr. 1.790 kr. 495 kr. 1.990 kr. 990 kr. 990 Stuttbuxur kr. 1.490 Buxur kr. 1.990 Barnapeysa kr. 1.490 Barnabuxur kr. 1.490 RUSSELL ATMLETIC • I E K IX E E S OPIÐ laugard. kl. 10-16 sunnud. kl. 12-16 HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL --Skeifúnni 19 - S. 568 1717- í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.