Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ [JJT 7TI LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 33 B lAl UJ Agla Gunnarsdóttir. Hún er lyfja- fræðingur og er búsett í Danmörku. Hér fyrir miðri mynd, fimmta frá vinstri, er Guðrún Gunnarsdóttir. Guðrún er matvælafræðingur. Fjórða frá hægri er Helga Ottós- dóttir. Helga er hjúkrunarfræðing- ur. Helga var besta vinkona mín al- veg frá því í barnaskóla og fram að stúdentsprófi. Eg er hér þriðja frá hægri. Hér lengst til hægri í fremri röð er Anna Gulla Rúnarsdóttir. Hún er tískuhönnuður. Anna Gulla er dóttir Rúnars Bjamasonar, fyrr- verandi slökkviliðsstjóra í Reykja- vík.“ Ásta Möller er fædd í Reykjavík 12. janúar 1957, dóttir Agnars Möll- er, starfsmanns innheimtudeOdar Nýherja hf., og Leu Möller, sem um árabil vann hjá Eimskipafélagi Is- lands hf. Ásta er næstyngst fimm systkina. Ásta er gift Hauki Þór Haukssyni framkvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn á lífi. Ásta lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1976 og BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Há- skóla Islands árið 1980. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahús Reykjavíkur og verið kennari við námsbraut í hjúkrunar- fræði við HI. Hún var formaður Fé- lags hjúkrunarfræðinga frá 1989 til 1999, að hún var kjörin á alþingi. Þá var Ásta Möller í síðastliðnum mán- uði kjörin í stjórn Intemational Council for Nurses, AJþjóðasamtaka hjúkmnarfræðinga, og er Ásta fyrst íslenska hjúkranarfræðinga til að taka sæti í 15 manna stjórn samtak- anna í 100 ára sögu þeirra. Hún tek- ur sæti Norðurlanda og Austur-Evr- ópuþjóða í stjórninni. borðum við? Reuters Belgískt fiðurfé á meðan allt lék í lyndi. Hvað ✓ I Evrópu geisar nú heiftarleg umræða um heilnæmi matvæla eftir að upp komst að eitur- efni höfðu verið notuð í dýrafóður í Belgíu. Steingrfmur Sigur- geirsson veltir þessu fyrir sér. EFTIR því sem matvæla- framleiðsla ber meiri keim af iðnaðarframleiðslu en landbúnaðarframleiðslu eykst hættan á því að afurðir náttúr- unnar verði minna og minna nátt- úralegar. Hver veit í raun með hverju dýrin hafa verið fóðrað sem við leggjum okkur tO munns? Eða hvað hefur verið borið á akrana sem hveitið, gul- ræturnar eða kartöflumar hafa verið ræktaðar á? Hverju hefur verið sprautað á ávextina og græn- metið tO að auka geymsluþol þess og veija gegn óværa? Hefur kryddið verið geislað? Hefur verið krukkað í erfðavísa matvælanna? Þegar við veltum þessu fyrir okkur komumst við fljótt að því að við vitum í raun ýkja lítið um það sem við látum ofan í okkur. í Evrópu logar nú allt í deOum vegna þess að upp komst að krabba- meinsvaldandi eiturefni hefði fundist í belgískum kjúkOngum. Þetta hefur leitt til þess að enginn þorir að snæða neitt sem tengist belgísku fið- urfé, þar með talið majones, kökur og núðlur. Nú hefur komið í Ijós að dýrafóðrið sem eiturefnið barst úr var einnig notað af nautgriparækt- endum og svínabóndum. Bendir flest tO að mesta matvælahneyksli Evrópu frá kúariðumálinu sé í uppsiglingu. Þá á sér nú stað um allan heim mikil umræða um það hversu langt eigi að ganga í því að erfðabreyta matvælum. Stendur mörgum ekki á sama og bent hefur verið á að eng- inn veit í raun hver verði langtímaá- hrif þess að fara að krukka í sköp- unarverk náttúrunnar. Stöðugt fleiri sækja í lífræna framleiðslu af þessum sökum, enda er hún ekki bara heilnæmari heldur yfirleitt einnig bragðmeiri og betri. Á Bretlandi eykst sala lífrænna af- urða um 30% árlega en er þó enn einungis 2% af heildarmarkaðnum. Sem betur fer er íslensk landbúnað- arframleiðsla líklega einhver sú heilbrigðasta í Evrópu. Við göngum yfirleitt út frá því sem vísu án þess kannski að vita mikið um það. Af hverju gera framleiðendur ekki meira úr þessu? Þegar við kaupum lambakjöt vitum við ekki hvaðan af landinu það kemur. Við getum keypt „hamingjuegg" en ekki „ham- ingjukjúklinga". Hver verður fyrst- ur til að bjóða upp á „free range“ kjúklinga hér á landi? Líklega væri það beittasta vopn innlendra fram- leiðenda gegn þeirri erlendu sam- keppni, sem óhjákvæmilega mun skella á mjög fljótlega, að gera neytendur sér meðvitandi um við hvaða aðstæður matvælin hafa verið ræktuð. Sælkerinn Skilaboð draumsins DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson Vitund í vatni. SKILABOÐ draumsins eru skýr en túlkunarboð hans era reikul sem þangið í huga margra. Sú firring sem felst í skeytingarleysi um tákn samtímans og tilveru, setur flæði tímans í óskilgreinda hræra og fátt verður áþreifanlegt eða áhugavert af því sem skiptir raunveralega máli. Selsemgull flýtur ofan á en gildi sekkur. Eitt sinn þótti það prýði að fylgja straumum samtímans og vera upplýstur, en nú svamla menn að baki „auknu flæði upplýsinga" til að losna undan stimplum fávísi og heimsku. I þessu hafi sinnuleysis flýtur draumurinn sem á kork- tappa og fylgist með, ekkert mar- ar hjá án skoðunar og ekkert haggar staðfestu hans að fiska allt upp um hag mannsins og miðla honum á hverri nóttu. Þessi baugjuvakt draumsins er opin öll- um, allar nætur eru fullar en flestar rifna í draumfórum og menn glata feng sínum sökum skorts á einbeitni og íhugun. Að skoða hugmynd getur falið í sér að horfa á konu á laugarbakka renna hönd í gegnum hár sitt og hrista svo makkann áður en hún stingur sér. Athugun getur verið að horfa á karl draga inn magann á leiðinni úr sturtuklefanum í laugina. Einbeitni felst svo í því að átta sig á duldu tali þessara einstaklinga um tilfinningar og þarfir. Draumurinn safnar svona myndum í sögur um þínar þarfir, þínar langanir og íhugun um ásta- líf þitt. „Engill“ sendir draum Mér fannst ég vera á leiðinni í brúðkaup foreldra minna (en þau eru gift og hafa verið það í mörg ár). Eg var mjög sein í brúðkaupið því foreldrar mínir höfðu gleymt að láta mig vita að þau ætluðu að gifta sig aftur og ég var bara ný- búin að frétta það. Ég var hálfsár út í þau. Ég kem inn í kirkjuna og sé aftan á mömmu þar sem hún er að fara að ganga inn kirkjugólfið. Hún er í síðum rósótt- um kjól og með barða- stóran stráhatt. Hún lítur við þegar ég kem inn og segir eitthvað við mig. (Ég man ekki alveg hvað það var en ég held að hún hafi verið að afsaka að hún hafi ekki látið mig vita, hún hafi bara gleymt því.) Pabbi stendur við altarið og ég sest niður framar- lega í kirkjunni (það voru ekkert margir í kirkjunni en samt nokkrir). Þá sé ég hver það er sem er að leiða mömmu upp að altarinu. Það er bróðir hans pabba og ég furða mig á því að það sé hann. (Þeir pabbi eru mjög ósáttir og hafa ekki talast við í þrjú ár.) Ég hugsa að þeir séu kannski búnir að sættast en það hafi bara gleymst að segja mér frá því. Svo fer brúðkaupið fram og mér finnst við allt í einu vera komin heim til okkar (þar sem ég ólst upp, við fluttum fyrir tveimur árum) eftir brúðkaupið og þar eigi að vera smábrúðkaups- veisla. Pabbi situr í sófanum í sjónvarpsherberginu og ég var á leiðinni til hans að spyrja hann hvort þeir (bræðurnir) hefðu sæst. Þá kemur bróðir hans pabba á undan og réttir honum höndina og ætlar að óska honum til hamingju með brúðkaupið en pabbi tekur ekki í höndina á honum heldur kýlir hann. Þá vissi ég að þeir voru enn ósáttir. Ég reiðist pabba og segi við hann að þetta hafi nú verið óþarfi, hann (bróðir hans pabba) hafi bara ætlað að óska honum til hamingju. Síðan finnst mér ég vera komin inn í herbergi og ég er að tala við mömmu. Ég spurði hana afhverju hún hefði eiginlega gift sig í þess- um kjól (þeim rósótta) hefði hún bara talað við mig áður hefði ég getað lánað henni hvítan kjól sem ég á. Ég var hálfsár yfir því að hún hafði ekki talað við mig áður því ef hún hefði gert það þá hefði hún getað gift sig í hvíta kjólnum og mér fannst eins og þá hefði allt verið betra. Ráðning Á þessum draumi eru tvær hlið- ar. Sú fyrri snýr að þér og áhyggj- um þínum vegna ósættis í fjöl- skyldunni. Þetta ósætti hefur nei- kvæð áhrif á þig og hamlar þér í lífinu. Þær hömlur stoppa þig oft af (þú varst sein í brúðkaupið og ekki látin vita) og þú velur leiðir sem þú mundir ekki velja (vildir mömmu þína í hvítum kjól en ekki rósóttum) ef allt væri með felldu. Hin hliðin er að móðir þín er mjög opin fyrir (var í rósóttum kjól og með barðastóran hatt) að koma á sáttum en kann ekki eða getur ekki fundið réttu leiðina. Draum- urinn gefur í skyn að þá leið munir þú rata fyrir hana með því að tjá hug þinn og líðan í málinu. Þar með hefjist ferli breytinga og allra hagur vænkist. Þar sem faðir þinn virðist mikill prinsipmaður, sýnist mér að vopnin á hann séu prinsip, allavega gefur kjaftshöggið í skyn að svo sé. Draumur „Margrétar“ Mig langar að fá ráðningu á draumi, sem var á þá leið að ég var stödd inni í undirfatabúð og var að máta brjóstahaldara. Það átti að fara að loka búðinni og kon- urnar sem unnu þar sögðu að þær væra að fara heim en ég mætti bara hafa það eins og ég vildi og finna mér brjóstahaldara. Svo fann ég einn rauðan, ægilega góðan og út af því að enginn var inni í búð- inni ákvað ég bara að stela þessum og kuðlaði þeim gamla sama við þann rauða nýja ofan í tösku og fór út úr búðinni. Ráðning Undirföt í draumi spegla oftar en ekki innri vilja dreymandans og það sem er næst honum tilfinn- ingalega. Draumur þinn talar um opinn vilja (stödd í undirfatabúð) þinn til náinna tengsla við aðra og þörf þína fyrir ást (að finna brjóstahaldara). En sú löngun og þörf (rauði brjóstahaldarinn sem þú stelur) getur breyst í stolnar stundir og glataðar langanir, vand- ir þú ekki vilja þinn til verksins. •Þeir lesendur sem viljn fá draunin sma birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaði Kringlunni 1 103 Reykjavík Einnig má senda bréfin á netfang: krifri(a>xnet.is Mazda Demeo verð fra 1.215.000 1.295.000 Mazda 626 verð frá 2.010.000 u- g$p.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.