Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 67
Tónlist í miðbænum
á miðvikudögum
MARGAR af helstu hljómsveitum
landsins munu spila á útitónleikum
á Ingólfstorgi í sumar. Tónleikamir
verða klukkan fímm á miðvikudög-
um og stefnt er að því að hljóðrita
þá og senda út á Rás á sunnudög-
um. Hitt húsið, Rás 2 og TAL
standa fyrir viðburðunum en síðast-
liðinn miðvikudag voru samningar
undirritaðir milli þeirra og viðkom-
andi hljómsveita á Rex.
Blaðamaður ræddi við nokkra
hlutaðeigandi sem allir voru sam-
mála um að hér væri um verðugt
framtak fyrir íslenskt tónlistarlíf að
ræða.
Evrópumarkaður í augsýn
Yfirumsjónarmaður tónleikanna,
Ingvi R. Ingvason, sagði fyrirhug-
aða tónleika vera afsprengi síðdeg-
istónleika Hins hússins sem lengi
hafa verið á dagskrá klukkan fímm
á föstudögum. Hann segir samstarf
Hins hússins og Rásar 2 hafa komið
til á síðasta ári og nú í sumar verði
það útfært og „heitari" hljómsveitir
fengnar til liðs.
Að sögn Tómasar Tómassonar,
upptökustjóra tónleikanna, verður
allt kapp lagt á að hafa upptökumar
vandaðar og verður efnið hljóð-
blandað áður en það fer í útsend-
ingu. Hann segir að Rás 2 muni
reyna að koma upptökunum á fram-
færi á Evrópumarkaði í gegnum
samtök útvarpsstöðva EBU sem
stöðin sé aðili að.
Aðspurður um ástæður fyrir
tímasetningunni sagði Tómas að á
miðvikudögum séu meðlimir hljóm-
sveita hvorki uppteknir né hljóð-
kerfi í notkun annars staðar. Einnig
væri þessi tími oft fremur daufur og
því gaman að skapa „miðvikudag í
miðbænum". Að sögn Tómasar hef-
ur ekki staðið á jákvæðum við-
brögðum og segir hann þau framar
björtustu vonum.
Ánægðir
tónlistarmenn
TAL er stærsti styrktaraðili tón-
leikanna og aðspurð sagðist ína
Björnsdóttir, markaðsfulltrúi TAL,
fyrirtækið vilja leggja sitt af mörk-
um til eflingar íslensku tónlistarlífi
sem hefur verið stefna þess til
þessa. Menningarsjóður FÍH veitir
einnig ríflegt framlag.
Daníel Frostason í hljómsveit-
inni Maus sagði hér um feikigott
framtak að ræða og fagnaði því
hversu mikil áhersla verði á upp-
tökugæði. Þeir Páll Sveinbjörnsson
og Þröstur Óskarsson í hljómsveit-
inni Súrefni voru á sama máli og
héldu að tónleikarnir ættu eftir að
vekja mikla athygli. Umboðsmaður
þeirra Páll Eyjólfsson sagðist
ánægður með að sjá hlutina unna
vel alla leið en það hafi oft vantað
herslumuninn hingað til. Hann
benti á þann kost að böndin fengju
tækifæri á erlendum markaði og
ríflega greiðslu sem að hans sögn
mun vera nýbreytni.
Samkvæmt umsjónarmönnum
tónleikanna gætu einhverjir tón-
leikanna farið fram á sviðsbíl sem
keyrður yrði á valda staði í borg-
inni. A hverjum tónleikum koma
fram tvær hljómsveitir og spila í um
30 mínútur hvor. Fyrstu tónleikam-
ir verða 9. júní næstkomandi en þá
munu Sól dögg og Ensími stíga á
stokk.
VII) undirrihm
Þröstur Elvar ÍÚ”lnin8'a» frá vinstri: Stefán^^'laðiðÆ^dórKoibeíns
________________________ lel Frostason úr Maus.
ÍA[&turflaCinn
Smiðjuvegi 14, iKppavogi, sími 587 6080
I kvöld
og laugardagskvöld
leikur hljómsveitin
Gammel dansk
Lifandi tónlist fyrir lifandi fólk - Opið frá kl. 22—3
FÓLK í FRÉTTUM
TAL-tónleikar Hins hússins og Rásar 2
MYNDBÖND
*
Obyggða-
blús
í óbyggðum
(Outside Ozona)___
Vegamynd
Framleiðendur: Carol Kottenbrook og
Scott Einbinder. Leikstjóri og hand-
ritshöfundur: J.S. Cardone. Kvik-
myndataka: Irek Hartowl. Aðalhlut-
verk: Robert Forster, Kevin Pollack,
Sheryl Fenn og Penelope Ann Miller.
(99 mín.) Bandaríkin. Skífan, maí
1999. Bönnuð innan 16 ára.
MENN og konur af ýmsum stétt-
um aka um þjóðveginn í óbyggðun-
um rétt utan við Ozona, Oklahoma.
Sá eini sem situr
kyiT er útvarps-
maðurinn Dix, sem
spilar tregafullan
blús tU að ylja öku-
mönnum í nætur-
myrkrinu. Meðal
þeirra sem eru á
ferð í nági’enninu
er raðmorðingi
nokkur og þótt
fæstir vildu verða á vegi hans verða
örlögin ekki auðveldlega umflúin.
Þessi mynd er dálítið sérstök,
bæði hvað atburðarás varðar og
hvemig hún vinnur úr hinu sívinsæla
raðmorðingjaþema. Myndin fjallar
nefnilega meira um líf og tUvera
hinna ólíku persóna sögunnar en
morðmálið. Morðinginn verður frek-
ar eins konar tákn fyrir þær ógnir
sem bíða ferðalangsins ef hann tekur
eina ranga beygju á lífsleiðinni.
Þannig tekst vel til með persónu-
sköpun og uppbyggingu á ísmeygi-
legu andrúmsloftinu en söguþráður-
inn rétt sleppur með það að vera
gjaldgengur.
Heiða Jóhannsdóttir
^ Columbia
“ Sportswear Company©
Það gengur stundum mikið á, þú þarft að vaða ár,
klífa kletta, hljóla stíga.
Þess vegna framleiðum við sportfatnað sem er
þægilegur, virkar vel og er alltaf klár í slaginn.
Sportfatnaður okkar er hannaður með grófa notkun
í huga og á ekki að gefast upp á undan þér.
ÆFINGAR - UTIVIST - BOMULL
-------- Skeikinni 19 - S. 5681717 -
* KM*
Kvennahlaup ÍSÍ
Stelpur, allar meö, laugardaginn 19. júní