Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ • 2ja hausa myndbandstæki • Scart tengi • Fullkomin fjarstýring • NTSC afspilun • Barnalæsing Þýskt gæðatæki • 28" Black FST myndlampi • Nicam Stereo 2 x 20 w • Sjálfvirk stöðvaleit » 29" Super Trinitron myndlampi • Nicam Stereo 2 x 20 W • 2 x Scart tengi ofl. ofl. Ferðageislaspilari með LCD skjá. Heyrnartól fylgja. ARS201A Stereo ferðatæki með kassettu og FM/AM útvarpi á BT verði! Öflug 1200 w Fimm filtera 0 PC STRIKE GÓÐIR PC leikir á ótrúlegu verði: DUNE 2000: Herkænskuleikurinn SIN: Geðveikur skotleikur. Dúndur pinni fyrir PC. Tveggja hnappa pinni sem hentar í alla hasarleikina. Armageddon er loksins komin á DVD. BT verð er betra verð! I Stylus Color 440 Flottur 15° skjár 366 Mhz Intel Pentium CeleronA 32 MB innra minni 4,3 GB Fujitsu diskur 8 MB Matrox Productiva skjákort 40 x Samsung geisladrif 16 bita BTC hljóðkort __________ Tveir 80 W hátalarar I 33,6 KB mótald \i\i 2ja mánaða internetáskrift ft^T Windows lyklaborð og mús 1 Windows 98 uppsett og á CD lekhylki • 720 pát. bls. á mín í svörtu. 2,5 bls. mín I lit. H !-■ Otrúlegt ] pakkaverði 36 bita litadýpt 600x1200 pát raunupplausn Allt sem þú þarft i myndvinnsluna: \ ? Öflug tölva, myndlesari og Ijósmyndaprentari Frábeer ' sumartilboð. ' Komdu i BT um helgina , og gerðu ótrúleg kaup! Opid laugardag 10:00-16:00 Opid sunnudag 13:00-17:00 BT Skeifunni BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444 BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020 Fréttir á Netinu <g> mbl.is -ALLTAF eiTTH\SA{3 NYTT MARGMIÐLUN Sviptingar á hraðlamarkaði neo pn- rir MIKLAR sviptingar eru á þrívídd- arhraðlamarkaði, fremstu framleið- endur dagsins í dag lenda á ösku- haug sögunnar á morgun þegar ný kort koma fram með nýja örgjörva og nýja tækni. 3Dfx hratt þrívíddar- bytingunni af stað með því að vera með rétta tækni á réttum tíma en uggði ekki að sér. Voodoo-kortin sem byggðu á sam- nefndum örgjörva frá 3Dfx ollu straum- hvörfum í þrívíddar- grafík fyrir al- menna tölvunot- endur á sínum tíma; kort frá ýmsum fram- leiðendum með Voodoo-gjörvum í voru hraðvirk og ódýr og skiluðu miklum myndgæðum. Aðrir fram- leiðendur áttu ekki svar við tækn- inni, ekki síst þegar 3Dfx-menn voru fyrstir á markað með þrí- víddar forritunarskil fyrir Quake. Keppinautarn- ir á þeim tíma voru helst S3, sem fram- leiddi útbreiddasta skjá- hraðall heims, nánast ein göngu sem örgjörva á móður- borði, og Matrox, sem framleiddi bestu tvívíddar- kortin. Pau fyr- irtæki áttuðu sig þó ekki á breyttum tímum og þegar þau heyktust á að senda frá sér almennileg þrívíddarkort misstu þau fótanna og hafa ekki náð sér al- veg enn. Fleiri eru og um hituna, nVidia, ATI og VideoLogic, svo nokkrir þeir helstu séu nefndir. Á eftir Voodoo-skjáhraðli 3Dfx kom Voodoo2, sem var enn hrað- virkara og hægt að tvöfalda hrað- ann með því að hliðtengja tvö Voodoo2-kort með svonefndum SLI-kapal. Með þessu sló 3Dfx flesta keppinauta sína út af laginu og hélt enn yfirburðastöðu sinni á markaðnum. Aðrir sátu þó ekki að- gerðalausir og nVidia var fyrst til að svara Voodoo2 með Riva TNT skjáhraðlinum. Gott TNT-kort var nánast jafn hraðvirkt og tvö Voodoo2 kort, kostaði minna og tók aðeins eina rauf, AGP-rauf, á meðal SLI-tengd Voodoo2 kort þurfa 2 PCI-brautir. Svar 3Dfx við þessú var ný gerð af Voodoo, Voodoo3, sem var þó langt í frá eins mikið stökk og 2-gerðin var framúr fyrstu gerð, hraðaaukningin er ekki nema 10-15% að sögn. Fyrir vikið má segja að 3Dfx hafi misst tökin á markaðnum; nýtt kort frá nVidia, TNT2, er það hraðvirkasta fyrir al- menna noktun í dag og ekki útlit fyrir að það breytist í bráð. 3Dfx missir af Iestinni Ýmsar skýringar eru á því hvers vegna 3Dfx hefur misst af lestinni, /2VIDIA helst vitanlega sú að fyrirtækið hef- ur ekki haldið í við tæknina. Þannig er ekki almennilegur AGP-stuðn- ingur í örgjörvasettinu, nokkuð sem skipti ekki máli framan af, þar sem fátt kallaði á APG á annað borð, en æ meira máh eftir því sem tækninni fleygir fram. Einnig er ókostur að kortin ráða ekki nema við 16-bita lit sem gef- ur eðlilega minni myndgæði. Hr aðvirkasta kortið á almennum markaði í dag er TNT2. TNT2 heit- ir svo til að undirstrika að það er byggt á TNT-hraðlinum sem náði talsverðri hylli. Það er þó sitthvað breytt, hraðvirkara minni og meira af því, talsvert hærri tiftíðni og svo má telja. Að öllu jöfnu ætla þeir sem um hafa fjallað að hraðaukningin sé frá 50 upp í 70% og jafnvel rneiri. Þó hér hafi verið fjallað um skjá- hraðlana sem slíka geta þeir birst á kortum frá mörg- UJa framleiðend- um. Þannig voru algengustu Voodoo-kortin á mark- aði hér sennilega Diamond Monster og Creative Graphics Blaster. Svo er því einnig háttað með TNT-hrað- alinn, það örgjörvasett er til frá mörgum framleiðendum, til að mynda Creative með 3D Blaster, Diamond með Viper, Hercules með Dynamite og svo má telja. 3Dfx fór aftur á móti þá leið að kaupa korta- framleiðanda, STB, og taka upp á þvi að framleiða eigin kort. Fyrir vikið lenti fyrirtækið í erfiðleikum með dreifingu á Evrópumarkaði og hefur ekki gengið sem skyldi vestan hafs. Svar við því hefur verið að selja tölvuframleiðendum kort til að setja í vélar sínar, sérstaklega í Evrópu, og ef til vill verður það til þess að kortin verði útbreiddari er virtist í fyrstu. í Ijósi hinnar hörðu samkeppni á markaðnum er ekki auðvelt að velja sér skjákort. TNT2 er besti hraðall- inn, en Voodoo3 3500 er einnig mjög góður. Fleiri eru um hituna, kort með Savageá frá S3 eru góð og einnig kort með PoverVR hraðli frá VideoLogic, en það íyrirtæki hefur nánast helst úr lestinni vegna anna við smíði á hraðli í Dreamcast- leikjatölvu Sega. Nokkra framleið- endur til viðbótar má tína til, en einnig skiptir miklu máli hvemig kortaframleiðendur setja saman skjákort sín, hversu mikið minni er á kortinu og hvaða hraði er á því og svo má telja. Hvað með Glide? EITT af því helsta sem 3Dfx hefur haft framyfir aðra skjáhraðlafram- leiðendur og reyndar það sem reið baggamuninn varðandi Quake- stuðninginn, er forritunarskil sem kallast Ghde. Aðrir hafa ekki boðið upp á Glide-stuðning, enda staðall í eigu 3Dfx, en það kann að vera að breytast. Á Netinu má víða fínna það sem kallast Glide Wrapper, sem er eins- konar Glide-hermir og gerir kleift að keyra Glide-leiki á kortum sem ekki styðja staðalinn. Þannig er til að mynda hægt að keyra N64- herminn UltraHLE á nánast hvaða skjákorti sem er, en hann er gerður fyrir Glide-stuðning eingöngu. Þetta hefur þann ókost helstan að vinnsla verður eðlilega hægari, en Creative kynnti á dögunum svar við því, hugbúnað sem íyrirtækið kallar Unified og er sérsaminn til að veita TNT-kortum Glide stuðning. I fréttatilkynningu frá Creative kemur fram að Unified, sem komið er í beta-útgáfu, felur í sér hugbún- aðarlag sem túlkar jafnharðan öll Glide-tengd köll í viðkomandi leik eða hugbúnaði og snýr í Direct3D forritunarskil. Einnig er í Unified stuðningur við sitthvað sem mönn- um þótti vanta í Glide en TNT-kort ráða hæglega við. Að sögn Creative- manna er það gert til þess að þeir forritarar sem kjósa að nota Glide geti nýtt sér viðbætumar ef leik- andinn er með TNT-kort í vél sinni. Eins og getið er er Unified enn í betaútgáfu en væntanlegur er stuðningur við ýmislegt eins og lesa má á slóðinni www.creati- ve.com/unifled. Þar geta eigendur TNT-skjákorta frá Creative einnig sótt sér betaútgáfuna sér að kostn- aðarlausu. | I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.