Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
••
Othar Orn Petersen lögfræðingur Norbergs
AS í málinu vegna Eldborgar SH
Næst á dagskrá að
sækja bætur
NORSKA fyrirtækið Norberg AS
krafðist 3.153.000 norskra króna,
um 30 millj. króna, í skaðabætur
þegar fyrirtækið höfðaði mál gegn
félaginu K.G. vegna sölumeðferð-
ar á Eldborgu SH fyrir liðlega
tveimur árum. Sakarefninu var
skipt en í fyrradag viðurkenndi
Hæstiréttur að kaupsamningur
um skipið hefði komist á milli fyr-
irtækjanna. Næst á dagskrá hjá
Norberg er væntanlega að sækja
bætur, að sögn Othars Arnar Pet-
ersen lögfræðings sem sótti málið
fyrir Hæstarétti.
Dómsorð Hæstaréttar í fyrra-
dag var á þá leið að viðurkennt er
að kaupsamningur um skipið hafi
komist á milli Norberg og K.G. og
ber K.G. að greiða norska fyrir-
tækinu samtals eina milljón kr. í
málskostnað í héraði og fyrir
Hæstarétti. Othar Örn Petersen
sagði við Morgunblaðið í gær að
væntanlega væri ekki hægt að fá
skipið til baka en næsta skref yrði
að huga að bótum.
Skipið Eldborg SH var afskráð
hjá Siglingastofnun 9. maí 1997 en
skip má ekki taka af skrá nema
það sé kvaðalaust og í þessu tilfelli
fylgdi yfirlýsing frá sýslumannin-
um í Stykkishólmi þess efnis að
það væri veðbandalaust. Norska
fyrirtækið Robofisk AS í Molöy
samdi um kaup á skipinu daginn
áður og var kaupverðið 12 millj.
nkr. Tilboð Norberg sem málið
snerist um hljóðaði upp á 11,5
millj. nkr., um 107 milljónir króna.
„Mál okkar snerist um bætur en
sakarefninu var skipt, eins og kem-
ur fram í dómnum, og nú þarf að
fara að gera kröfur,“ sagði Othar
Öm. „Fyrir liggur að kominn var
bindandi kaupsamningur og ég
geri ráð fyrir að menn semji um
framhaldið.“
Enskur arkitekt hélt fyrirlestur um skipulagsmótun
*
Islending-
ar hugi
betur að
skipulagi
JOHN Thompson, enskur arkitekt,
sem flutti fyrirlestur um nýstárlega
aðferðafræði við skipulagsvinnu og
þéttbýlismótun í vikunni, segir að
vegna þeirrar miklu eftirspumar
sem sé á fasteignamarkaðnum hér á
landi, geri fólk litlar kröfur til
skipulagsmála, sem auðveldi mjög
arkitektum vinnu sína því þeir geti
nánast komist upp með hvað sem
er.
„Kannski er nú rétti tíminn fyrir
íslendinga að hugsa um gæði skipu-
lagsins," sagði Thompson. „Það sem
verið er að gera hér núna er okkur
ekki leyft að gera í Bretlandi leng-
ur, þ.e. okkur er ekki leyft að skipu-
leggja svæði eingöngu út frá nota-
gildi bifreiða, áherslurnar eru meira
í þá átt að gera hvert skipulags-
svæði að litlu samfélagi sem hefur
allt til alls.“
Sem flestir taki þátt í ferlinu
Thompson sagði að hann hefði
unnið með þessa aðferðafræði, sem
þekkt er undir nafninu ,Action
Planning“ bæði í Bretlandi og
Þýskalandi. Aðferðafræðin byggist
á því að hópur fólks, þ.e. embættis-
menn, stjómmálamenn, sérfræðing-
ar og almenningur, kemur saman til
að finna bestu heildarlausnina á
JOHN Thompson, enskur arkitekt, ásamt félögum í samtökunum Betri
byggð, en Thompson, sem er fyrir miðri mynd með hönd á töflu, hélt
fyrirlestur hér á landi um skipulagsmótun þéttbýlis.
skipulagi einhvers svæðis, en sam-
kvæmt hinni hefðbundnu aðferða-
fræði er almenningur t.d. ekki
beinn þátttakandi í ferlinu. Hann
sagði að það sem helst væri mark-
vert í hinni nýju aðferðafræði væri
að í henni væru t.d. almenningur og
aðrir hagsmunahópar með í ferlinu
frá upphafi, þ.e. með í að móta hug-
myndina og þar með skapaðist jafn-
vægi á milli mismunandi hagsmuna-
hópa um skipulagið.
Að sögn Thompson eru arkitekt-
ar, sem unnið hafa að skipulagsmál-
um á Bretlandi margir að súpa
seyðið af vinnuaðferðum fyrri tíma,
því með tímanum hefur komið í Ijós
að oft hefur ríkt mikil skammsýni í
skipulagsmálum. Hann sagði að það
fyrsta sem hann gerði í dag þegar
hann tækist á við nýtt verkefni væri
að tala við eins marga og mögulegt
væri og síðan væri mótað sldpulag,
sem aftur væri borið undir alla þá
sem talað hefði verið við og þannig
væri skipulagið smám saman unnið
þar til heildarlausnin liti dagsins
Ijós.
Thompson var hér á landi í boði
samtakanna Betri byggð, sem hafa
óskað eftir samstarfi við sveitarfé-
lög, íyrirtæki, fagfélög og aðra
hagsmunaaðila á höfuðborgarsvæð-
inu um framkvæmd skipulagshelga.
Skólaslit Menntaskólans í Reykjavik
Morgunblaðið/Golli
AÐ sögn Ragnheiðar Torfadóttur rektors MR er það höfuðatriði fyrir
hvern skóla að hafa góða kennara sem fá góða nemendur því þá verða
unnin námsafrek sem varpa ljóma á skólann.
Einkunnir allra
hæstu nemendanna
óvenjuháar
f RÆÐU Ragnheiðar Torfadóttur
rektors Menntaskólans í Reykja-
vrk við skólaslit skólans í fyrradag
kom m.a. fram að nemendur skól-
ans urðu til sóma í mörgum grein-
um utan skólans sem innan.
Auk þess sem lið MR vann sigur
í Spumingakeppni framhaldsskól-
anna 6. árið í röð í vor, keppti
skáksveit skólans fyrir íslands
hönd á Norðurlandamóti fram-
haldsskólasveita í skák og fór með
sigur af hólmi. Þá lentu tólf nem-
endur skólans í 16 efstu sætunum
í Stærðfræðikeppni framhalds-
skólanna og dúx ársins, Jóel Karl
Friðriksson varð í fyrsta sæti í
Eðlisfræðikeppni framhaldsskól-
anna, en hann mun ásamt þremur
skólafélögum sínum, keppa á
Ólympíuleikunum í eðlisfræði á
Italíu í sumar.
Jóel Karl var einnig í sigurliði
skólans í Hugvísi, vísindakeppni
ungs fólks á Islandi og mun liðið
keppa í Grikklandi í haust.
Þá hlaut Bima Þórarinsdóttir í
6. bekk MR fyrstu verðlaun í
ljóðaflutningi sem Félag frönsku-
kennara og franska sendiráðið
efndu til á síðasta skólaári og
Katrín Þórarinsdóttir í 5. bekk
varð hlutskörpust í ritgerðasam-
keppni sem Alliance Francaise og
Orangina gengust fyrir.
98 nemendur með
fyrstu einkunn
í MR brautskráðust 211 stúd-
entar frá skólanum og dreifðust
einkunnir þannig að 7 nemendur
fengu ágætiseinkunn, 98 nemend-
ur hlutu fyrstu einkunn, 80 nem-
endur aðra einkunn og 26 þriðju
einkunn. Eins og fram hefur kom-
ið hlaut dúx stúdentsárgangs skól-
ans, Jóel Karl Friðriksson hæstu
einkunn sem gefin hefúr verið í
153 ára sögu skólans eða 9,88 í að-
aleinkunn.
Að sögn Ragnheiðar Torfadótt-
ur rektors er það höfuðatriði fyrir
hvem skóla að hafa góða kennara
sem fá góða nemendur því þá
verða unnin námsafrek sem varpa
ljóma á skólann. Hún segir að-
spurð að því hvort það hafi legið í
loftinu að met Gylfa Zoega, sem
fékk 9,68 á stúdentsprófi árið
1983 yrði slegið í vor, að ekki
hefði komið á óvart að Jóel Karl
hefði fengið hærri einkunn á sínu
stúdentsprófi.
„Jóel Karl hefúr verið dúx öll
skólaár sín héma og hann er ein-
stakur," segir Ragnheiður.
Hún segir að þróunin í einkunn-
um stúdentsárganga liðinna ára
einkennist ekki af því að þær fari
beinlínis hækkandi frá ári til árs,
en hitt sé annað mál að í vor séu
einkunnir allra hæstu nemend-
anna óvenjuháar. Þrír efstu nem-
endumir komu úr stærð-
fræðideild, allir piltar. Semidúx í
vor er Hilmir Ásgeirsson með 9,66
í einkunn og þriðji er Tryggvi
Þorgeirsson með 9,58. Tvær stúlk-
ur vom meðal fímm efstu á stúd-
entsprófi, þær Guðný Stella
Guðnadóttir með 9,47 í einkunn en
Guðný Stella dúxaði jafnframt af
náttúmfræðideild, og Helga Mar-
grét Skúladóttir með 9,14 í ein-
kunn.
„I fyrra vom fimm nemendur
með ágætiseinkunn á stúdents-
prófi og vora það allt stúlkur með
einkunnir frá 9,02 til 9,52,“ bendir
Ragnheiður á til samanburðar.
Segir hún að lokum að skólinn
muni áfram reyna rælq'a sem best
það hlutverk sitt að gera nemend-
ur sína færa um að stunda fræði-
legt nám í háskóla og veita þeim
almenna menntun.
Kópavogur
Símakerfí heilsu-
gæslunnar að
komast í lag
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi frá starfsfólki
Heilsugæslunnar í Kópavogi.
„NY heilsugæslustöð hefur
verið opnuð í Kópavogi og eru
þær þá orðnar tvær, sú gamla í
Fannborg og nýja við Haga-
smára í Smárahvammslandi.
Sameiginlegt símakerfi er og var
það talið verða öllum til þæginda.
Miklir byrjunarörðugleikar hafa
hins vegar komið í ljós og erfitt
að ná sambandi öllum til mikilla
leiðinda.
Tæknimálin hafa reynst
flóknari en ætlað var og gamlar
símalínur hafa ekki annað flutn-
ingsgetu þrátt fyrir gefin lof-
orð. Verið er að vinna að málun-
um og áætlað að ljúka nauðsyn-
legum breytingum innan 10
daga. Þangað til er fólk beðið að
sýna biðlund og okkur starfs-
fólkinu finnst þetta afar leiðin-
legt og viljum við biðja alla við-
komandi afsökunar þótt málið
sé vegna utanaðkomandi mis-
taka. Með von um bætt sam-
skipti og betri þjónustu sem
allra fyrst.“
Kvenréttindafélag Islands
Morgunblaðið/Kriatinn Ingvarsson
SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra tekur við blómvendi úr hendi Áslaugar Dóru Eyjólfsdótt-
ur, formanns Kvenréttindafélags íslands. — ÁSLAUG Dóra og Hólmfríður Svemsdóttir, varaformaður félags-
ins, afhentu einnig Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra, blómvönd.
Færir nýjum kvenráðherrum blóm
KVENRÉTTINDAFÉLAG ís-
lands hefur ávallt fært nýjum
kvenráðherram blóm er þær
taka við ráðherradómi og var
engin undantekning frá þeirri
venju nú þegar þær Sólveig Pét-
ursdóttir og Siv Friðleifsdóttir
tóku við embætti; Sólveig í dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu og Siv
í umhverfisráðuneytinu. Hólm-
fríður Sveinsdóttir, varaformað-
ur Kvenréttindafélags íslands,
segir að félagið sé með blóma-
gjöfinni að fagna því að konur
taki við ráðherrastólum og tekur
hún fram að sérstakt ánægjuefni
sé að þrjár konur skuli vera ráð-
herrar í ríkisstjórn. Auk Sólveig-
ar og Sivjar er Ingibjörg Pálma-
dóttir áfram heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra. Er það í
fyrsta sinn í sögu lýðveldisins
sem þrjár konur sitja samtímis í
ríkisstjórn íslands.