Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Islands Hrafnistumenn SÍÐASTI sjó- mannadagur þessarar aldar rennur nú senn upp. Af því tilefni er ástæða til að minnast mikilla afreka ís- lenskra sjómanna. Það var vegna dugnaðar og áræðis þeirra að á undrastuttum tíma tókst að byggja ís- ''*■ lenskt þjóðfélag upp úr örbirgð síðustu alda til meiri velsældar en íslensk þjóð hefur nokkru sinni séð fyrr. Við sem fædd erum um miðja öldina þekktum þessa menn og ólumst upp við sögumar þeirra. Afí minn Páll Pálsson frá Hnífsdal byrjaði sína sjómennsku á árabát- um fyrir aldamótin síðustu og sagði hann árabátatímabilið það erfíð- asta á sínum langa sjómannsferli. Róðurinn var mjög erfíður og sjó- mennimir svitnuðu mjög í þungum og óþjálum skinngallanum. Verst , ,var þó að ekkert skjól var um borð í bátunum í þá daga, aðeins brekán til að breiða yfir sig ef hlé gafst. Enginn var heldur maturinn, ein- ungis sýrakútur. Kuldi og vosbúð lagði því margan góðan sjómann- inn að velli langt fyrir aldur fram. Ævintýrið byrjar Fyrsta aflvélin sem kom í fiskibát á Islandi var sett í sexæringinn Stanley frá Isafirði haustið 1902. Þetta vora mestu tímamót í sögu íslenskrar báta- útgerðar fyrr og síðar og leið ekki langur tími áður en allir voru komnir með vél í sinn bát. Svo undarlegt sem það nú er, þá kom um leið skrínukostur- inn um borð í bátana. Faðir minn Páll Pálsson hóf sjómennsku sína hjá afa á um 7 tonna báti sem þótti stór bátur í þá daga með lúkar og lest. Ef aflinn var góður og lestin orðin full af fiski var lúkarinn fyllt- ur og mannskapurinn látinn liggja á fiskkösinni á leiðinni í land, slíkt var kappið. Faðir minn varð síðan skipstjóri á toguram og lærði ég mín fyrstu handtök til sjós hjá afa á trillunni og hjá fóður mínum um borð í togara. Togarajaxlar vora þeir sem þoldu hörkuna og þræl- dóminn á toguranum og létu sér Sjómannadagurinn * Islenskir sjómenn hafa alltaf verið fljótir að tileinka sér nýjungar, segir Kristján Pálsson, og laga sig að breyttum aðstæðum. ekkert fyrir brjósti brenna svo koma mætti með drekkhlaðið skip í land úr hverjum túr. Sægarpar koma og sægarpar fara, þær kyn- slóðir sem hófu ævintýrið er nú óð- um að safnast til feðranna, við sem tókum við þurfum að halda uppi merkinu. Það heldur áfram Aðstæðumar á seinni hluta þess- arar aldar era um flest ólíkar því sem þótti eðlilegt á fyrri hluta hennar. Nú er ekki frjálst hverjum þeim sem á skip að draga fisk úr sjó sér til viðurværis. Ofveiði og allt of stór fiskiskipafloti hefur ver- ið vandamál sem stjómvöld hafa markvisst reynt að vinna á með beinum og óbeinum aðgerðum. Kristján Pálsson ISLENSKT MAL HELGI Hallgrímsson náttúra- fræðingur segir meðal annars svo í bréfi: „Sömuleiðis vil ég þakka fyrir mörg gullkornin sem þú hefur ritað eða sett í þættina um íslenskt mál í Mogganum, sem ég les oftast þegar ég rekst á þá... Úr síðustu þáttunum minnist ég sérstaklega umfjöllunar þinnar um dróttkvæðin, sem var virki- lega áhugaverð, enda er þessi kvæðagrein öll hin merkasta, og henni er skammarlega lítið sinnt. Ég hef oft leitt hugann að því hvort ekki væri hægt að endur- vekja dróttkvæðin í einhverju formi. Þetta er svo sérstök og sér-íslensk hefð, að það ætti að vera sjálfsagt mál fyrir okkur ís- lendinga að halda henni við og endumýja hana af og til. Það myndu líklega allar þjóðir gera í okkar sporam, t.d. með því að efna til samkeppni um bestu framortu dróttkvæðin á nokk- urra ára fresti, og „dróttkvæða- þinga“, þar sem bestu kvæðin væra framflutt, og gömlu og góðu dróttkvæðin og vísurnar rifjaðar upp, fræðimenn fengnir til að útlista þau etc. Svo mætti efna til námskeiða í dróttkvæða- gerð, og þykist ég viss um að margir myndu sækja þau núna á þessum miklu námskeiðatímum. Auðvitað er dróttkvæðagerð fremur málfræðileg íþrótt en skáldskapur, en ég sé ekki að það skipti máli, og þegar best tekst til, er hægt að sameina þetta, eins og víða má finna dæmi um í einstökum vísum fombókmennt- anna. (Sbr. Brámánann).“ Umsjónarmaður þakkar Helga kærlega fyrir. I dróttkvæðum er víða mikil list, og ekki spillir að hafa við lestur þeirra góða leið- sögumenn, eins og Guðmund Finnbogason og Einar Ólaf Sveinsson. Víða er gullið torsótt í bergið, en þeim mun meira gam- an að ná því. ★ Þórann Skaptadóttir í Garða- bæ skrifar: „Takk fyrir þáttinn þinn sem ég les alltaf, þótt stundum sé hann helst til háfleygur fyrir mig. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1008. þáttur í þættinum 24/4 var talað um „tautologiu" og langar mig í því sambandi að nefna nokkuð sem ég heyrði í fréttum á Bylgjunni þann 26/4 og var endurtekið að minnsta kosti einu sinni: Fyrstur til að ríða á vaðið. Getur ekki sama máli gegnt um þetta? Annað langar mig líka til að nefna sem ég hef heyrt síendur- tekið í fréttum og líka lesið í Morgunblaðinu í sambandi við fréttir frá Júgóslavíu: Sprengjum var varpað á brú yfir Danube- fljót. Þessi kynslóð fréttamanna hefur líklega aldrei lært þá góðu vísu: I Dóná falla ísar og Inn, og er það slæmt. Bestu kveðjur.“ I bréfauka segir Þórann írá áhyggjum sínum af ýmissi mál- hnignun, svo sem hvarfi viðteng- ingarháttar, og orðrétt í lokin: „Mikið leiðist mér að heyra sí og æ að hitt og þetta sé mikil áskor- un.“ ★ Athugasemdir umsjónarmanns fyrir utan þakkir til bréfritara: 1) „Fyrstur til að ríða á vaðið“ er „tautologia", óþörf endurtekn- ing. Um þetta orðtak segir próf. Jón G. Friðjónsson: „ríða á vaðið (með e-ð) = verða fyrstur til að gera e-ð, eiga framkvæðið að e- u.“ Um frekari fróðleik vísast til bókar prófessors Jóns, Mergur málsins. 2) Á sú, sem við nefnum Dóná, á sér mismunandi nöfn á ýmsum tímum í ýmsum löndum. Dapur- legt er að fréttamenn skuli vera til sem ekki vita að áin heitir Danube hjá enskumælandi mönnum. Það heiti er komið úr latínu Danuvius. Sjá um þetta efni afar mikinn fróðleik í bók próf. Jóns Helgasonar: Kviður af Húnum og Gotum. Vísan kunna, sem bréfritari vitnar til, er höfð ofurlítið breyti- lega. Umsjónarmaður lærði hana svo í æsku: I Dóná falla Isar, Inn, einnig Drava og Sava. Theiss og Lech ég líka finn og læt svo Prút(t) í endirinn. Þetta era stikluvik og orðið endir beygt eins og menn um tíma fóra með orð af þeim stofni, svo sem hellir og læknir. (Kjart- an Jóhannsson frá Jaðri vildi breyta annarri braglínu, þótti hún lágkúraleg vegna orðsins „einnig“. Hann vildi hafa línuna: Ava, Drava og Sava. Þetta er óneitanlega myndarlegra, en fékk daufar undirtektir sannleik- ans vegna.) 3) Umsjónarmanni leiðist líka, þegar enska orðið challenge er þýtt með áskoran. I Erni og Ör- lygi stendur: „spennandi, stork- andi eða ögrandi viðfangsefni“, og era þetta góðir kostir, eins og við er að búast, þar sem Jóhann S. Hannesson var að verki. ★ Vilfríður vestan kvað: Guðmundur reyndi að koma illu áleiðis, aldrei var stefna hans rangsett eða hjáleiðis, og ef fjandskaps varð vart, svo að færi i hart, komst skandalinn samt áfram skáleiðis. Nafnið Birgit(ta) er til í svo mörgum gerðum að miklum vanda veldur, einkum vegna víxl- unar (metatese) á ir og ri nær upphafi nafns. Nafnið er írskt að upprana, líklega Brigit í fornri tíð. Það merkti „hin háa, mikla". Það var latínað Brigida, sem sjá má af gömlu íslensku kvæði, Heilagra meyja drápu: Sóma vann í sínum dæmum signað fljóð er Skotland tignar; Brígíða hélt frá bemskudægri, blóm greinanda, meydóm hreinum. Svo fór að nafn þetta varð Birgitta á Norðurlöndum, eink- um dýrkuð í Svíþjóð, stundum stytt í Birte og vildi þá raglast saman við Birtu. Dagur heilagrar Birgittu er 1. febrúar. Aukagreinar þessa nafns eru til dæmis Bríet og Brit. í þjóð- skránni okkar 1989 voru 164 Birgittur og 23 Bríetar. ★ Stungið í vasa: Hvað er „lausnamiðuð fjölskyldumeðferð- arstofnun"? Þróunin stefnir nú hraðbyri í það að fiskiskip þjóðarinnar era að flokkast í tvo hópa þ.e. hátækni- og nútímavædd fullvinnsluskip og vel útbúnar trillur. Tæknin í sjávarát- veginum og þá sérstaklega í fisk- vinnslugeiranum er að verða sú að í framtíðinni munu fískvinnslumar að mestu verða mannlausar. Það er krafa markaðarins og krafa fólks- ins í landinu á hendur sjávarátveg- inum, að hámarks arðsemi í grein- inni verði náð. Með fslenskum sjómönnum Hlutverk stjórnvalda í byrjun næstu aldar verður því að ná sátt við þjóðina um aðferðir til að ná þessum markmiðum fyrir komandi kynslóðir. Það er vandasamt hlut- verk en um leið ánægjulegt því ekkert getui- gefið sönnum Islend- ingi meiri gleði en að eiga þátt í að leiða þjóð sína til betra lífs. Nokk- ur meginmarkmið verða að vera í þeirri sáttargjörð sem þarf að ná og ber þar fyrst að nefna bætta umgengni um fiskimiðin. Sjálfsagt og eðlilegt þjónustugjald fyrir að- gang að fiskimiðunum verður að koma en um leið hlýtur útgerðin að gera þá kröfu að hámörkun arð- seminar verði í þeirra höndum og miðstýring aflögð. Islenskir sjó- menn hafa alltaf verið fljótir að til- einka sér nýjungar og laga sig að breyttum aðstæðum. Ég efast ekki um það í eina minútu að þegar þeirra hagur og þjóðarinnar fer saman er lausnin nær en margan grunar. Islenskir sjómenn, til hamingju með sjómannadaginn! Höfundur er alþingismaður. Ljdð eða kon- septbókverk í MORGUNBLAÐINU mið- vikudaginn 2. júní var ritfregn eftir Þröst Helgason um nýútkomið Tímarit Máls og menningar þar sem vikið er með nokkram þjósti að grein eftir mig í Tímaritinu sem hafði að geyma vangaveltur um minningargreinar og ljóðlist. Eins og fram kemur hjá Þresti er þar byggt á spjalli sem ég flutti nýlega og leggur Þröstur einkum út af ummælum sem þar vora viðhöfð en rötuðu ekki inn í end- anlega gerð spjallsins, enda um að ræða aukaatriði í aukasetn- ingu. Ummælin vörðuðu hins vegar Morgun- blaðið j sem virðist nægja Þresti til að gera þau aðal- efni greinar sinnar, svo að ritfregn um nýtt TMM snýst að megin- Gagnrýni Þótt Morgunblaðið sé vissulega stórt og vandað og ágætt blað á íslenska vísu, segir Guðmundur Andri Thorsson, verður það að una því að fjallað sé um skrif þess án þess að blaðamenn rjúki upp til handa og fóta og fari að tala um „upphlaup“. stofni um orð sem þar er hvergi að finna. I hinu munnlega spjalli mínu lagði ég örlítið út af fleygum um- mælum Steins Steinars þess efnis að hið hefðbundna ljóðform væri loksins dautt. Ég vék að því að fyr- ir síðustu jól hefði Hallgrímur Helgason gefið út Ljóðmæli þar sem gömlum reglum um háttbund- inn brag, rím og stuðla, er vand- lega fylgt samkvæmt nokkuð há- væra prógrammi skáldsins sem maður skyldi ætla að hefði ekki farið framhjá mörgum þeim sem fylgjast að staðaldri með íslenskri bókmenntaumræðu - þeirrar bók- ar hefði hins vegar að engu verið getið í stórri yfirlitsgrein í blaðinu um ljóðabækur ársins. Af þessu dró ég í spjalli mínu þá ályktun að á Morgunblaðinu væri ekki litið á Ljóðmæli Hallgríms Helgasonar sem ljóðabók. Og ég gekk skrefinu lengra og lék mér að þeirri hugmynd að svo væri komið að texti með rími og stuðlum og háttbundinni hrynj- andi sé almennt ekki talinn vera ljóð. Þetta kann að hafa verið sagt af nokkurri léttúð en mér þykir gæta viðkvæmni þeg- ar slík athugasemd er kölluð heiftarleg árás eins og Þröstur gerir. Þótt Morgunblaðið sé vissulega stórt og vandað og ágætt blað á íslenska vísu verður það að una því að fjallað sé um skrif þess án þess að blaðamenn rjúki upp til handa og fóta og fari að tala um „upphlaup". Ég get heldur með engu móti fallist á að vangaveltur minar um stöðu ljóðlistar á okkar dögum séu eins og „myndskeið úr kalda stríðinu" svo notað sé orða- lag Þrastar. Maður þarf ekki að koma úr þeirri veröld þótt maður vogi sér að víkja að skrifum Morg- unblaðsins. Viðbrögð Þrastar era mér óskiljanleg, einkum í ljósi þess að athugasemd mín um við- tökur Morgunblaðsmanna á Ljóð- mælum Hallgríms var augljóslega hárrétt. Til marks um það era alveg óvart andmæli Þrastar. Þar segir hann frá ritdómi Geirs Svanssonar í Morgunblaðinu um téða bók sem birtist að því er mig minnir á að- fangadag jóla - en Þröstur allt að því krefst þess að ég hafi ekki lesið þann ritdóm. Því miður get ég ekki orðið við þeirri kröfu. Eg man vel eftir þessum dómi. Hann orkaði á mig eins og blaðið hefði sent sinn helsta sérfræðing til að aftengja sprengju. Nú er rétt að rifja upp athuga- semd mína: hún var á þá leið að Morgunblaðið hefði ekki fjallað um Ljóðmæli Hallgríms Helgasonar sem ljóðabók. Þröstur segir um rit- dóm Geirs Svanssonar að þar hafi bók Hallgríms verið „lesin á afar frjóan hátt sem „klassískt" póst- módernískt hugtaka- eða konsept- bókverk, sem listaverk með af- stöðu (attitúd) gagnvart samtíma- bókmenntum." Guðmundur Andri Thorsson Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.