Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BJARNIPÁLL ÓSKARSSON + Bjarni Páll Óskarsson fæddist 9. nóvem- ber 1929. Foreldrar hans voru: Móðir; Guðrún Pálsdóttir, f. 9. janúar 1899 á Gili í Skarðshreppi, Skagafirði, d. 20. mars 1955, einka- dóttir Páls Þórðar- sonar, f. 15. októ- ber 1860, d. 10. febrúar 1955, og Ingu Gunnarsdótt- ur, f. 19. júlí 1860, d. 27. júní 1952. Faðir; Öskar Bjarni Stefáns- son, f. 1. mai 1901, d. 12. júlí 1989, fóstursonur Bjarna Jóns- sonar Drangeyjarformanns. Foreldrar Óskars voru Stefán Jónsson og Guðrún Guðmunds- dóttir, síðast búsett í Belling- ham í Washingtonfylki, þau Nú er lífsgöngu frænda míns Bjama Páls lokið eftir erfið veik- indi. Mannkostamaður er í dag kvaddur frá Sauðárkrókskirkju, hagleiksmaður, prúðmenni og ein- stakur vinur. Missir okkar allra er mikill, mestur þó eiginkonu hans. Hans er sárt saknað af öllum sem hann þekktu. Hann var ekki áber- andi í bæjarlífinu á Króknum en hann var einn þeirra fáu sem enn eftirlifðu af innfæddum Króksurum úr ytri bænum. Hann mundi vel Krókinn þegar Hjörtur Laxdal skar hár manna og skegg, Briem stund- aði verslunarstörf og Michaelsen fjölskyldan, Jón toppur var hrepp- stjóri og skólastjóri og Minna Bang sýndi fimleika og ballett í sýsluvik- unni sem síðar varð sæluvikan. Bjami Páll var í hjarta sínu mikill Skagfirðingur og dvaldi lengstan hluta ævi sinnar á Sauðárkróki þar sem hann undi sér best. Fjalla- hringinn, fjörðinn, eyjamar, eylend- ið, vötnin og sveitirnar þekkti hann manna best. Hann var mjög fróður um sögu héraðsins og sagði vel frá staðháttum og sérkennum þess og landkostum. Fyrr á árum gekk hann mikið um fjöll, lá úti um sum- fluttu vestur um haf 1903. Systur Bjarna Páls: Ragn- hildur Guðrún, f. 21. desember 1935, d. 31. maí 1991; Ingibjörg, f. 26. október 1924. Eiginkona Bjarna er Sólborg Júlíus- dóttir, f. 28. mars 1932. Foreldrar hennar: Júlíus Ein- arsson, f. 15. maí 1901, fórst 29. sept- ember 1941 með Pálma EA 536, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 25. júní 1912 á Ljósalandi í Vopnafirði, d. 6. apríl 1999. Bjarni Páll og Sólborg voru barnlaus. títför Bjama Páls fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. amætur, veiddi silung í fjallavötn- um og skaut rjúpur í afdölum á haustin. VeiðieðUð var í blóðinu, beint frá ættfóðumum Bjarna skyttu á Sjávarborg. Palli ólst upp í litlum bæ, kenndan við Bjama formann undir nöfunum á Króknum. Þar bjuggu þá foreldrar hans, systur, móðurafi og amma og fóstri fóður hans, Bjami Drangeyj- arformaður. Oft komu svo gestir framan úr sveit og frændfólk og hafði langa viðdvöl í Bjamabænum. Karlarnir þama á mölinni undir nöfunum vora bændur og sjómenn, hörkumenni og veiðimenn. Lífið snérist um sjómennsku, útræði og Drangeyjarferðir. Mikið var því rætt um veiðiskap í Bjamabænum og um byssur, fuglaveiði, fiskirí, sel- veiði og útiveraslark á opnum bát- um. Kjallarinn var hlaðinn veiðar- færam og amboðum, sjófatnaði og fuglaflekum. Palli frændi minn ólst upp í Skóg- argötunni á Sauðárkróki, hann nam gamlar sagnir við kné Páls afa síns af Kjamaættinni sem var fæddur 1860 og hlustaði á Bjarna formann frænda sinn útlista flekaveiði og eggjatöku í hrikalegu bergstáli t Frænka okkar, ABELÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra, Borganesi, áður til heimilis á Litluþúfu, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 31. maí. Útför hennar fer fram frá Fáskrúðarbakka- kirkju í dag, laugardaginn 5. júní, kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Inga Guðmundsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, ANNA DANÍELSDÓTTIR, Kirkjubraut 6A, Akranesi, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Júlíusson. t Faðir minn, BJÖRN I. BENEDIKTSSON, Skipasundi 50, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn 3. júní. Agnar Björnsson. Drangeyjar. Inga amma hans sauð graste og mamma hans Guðrún lék á hverjum vetri með leikfélaginu, hún spáði í bolla og spilaði á gítar. Óskar faðir hans stundaði fyrst sjó- inn með fóstra sínum, lærði beyki- iðn í síldarævintýrinu og starfaði svo við verkstjórn og síldar- og fisk- mat. Þeir gömlu í Bjarnabænum voru menn nítjándu aldar með síð bringuskegg og þeir höfðu alltaf átt nóg fyrir sig og sína, fyrirhyggju- samir og séðir í veiðiskap og öllum aðdrætti til heimilisins. Þar var alltaf til nógur matur og allir nutu góðs af því, nágrannar og vinir. Feðgarnir Óskar og Bjarni, for- maður í Bjarnabænum, höfðu vel í sig og á með veiðiskap og nokkram búskap. Húsakynnin voru ekki mik- il en traust. Góður bær á hlöðnum kjallara, með viðbyggðu fjósi og stórum kartöflugarði. Palli frændi ólst upp við traust efni, ekki mikil en öragg. Fólkið í Bjamabænum leyfði sér svolítinn munað, keypti snemma símtæki, grammófón, síðar útvarp og alltaf áttu þeir góðar byssur, karlamir. Svo átti fjölskyld- an stóran góðan bát, tún og feitar kýr og kindur. Palli frændi fór ekki langt að sækja sér iðnmenntun. Hann fór í læri í rafvirkjun hjá Þórði Sighvats sem bjó í næsta húsi og starfaði í mörg ár með Þórði og æskuvini sín- um, Bjössa Unnar, með félögunum í Rafsjá og síðast hjá Rafveitu Sauð- árkróks. Hugurinn stóð til frekara náms og Palli dvaldi um skeið þess vegna í Noregi við byggingu stórvirkjana en snéri heim þegar móðir hans lá fyrir dauðanum. Síðar aflaði hann sér viðbótarmenntunar í Vélskólan- um í Reykjavík. Starfsævi hans var farsæl, vinnu- félagamir margir og þeir minnast hans í dag sem hagleiksmanns og hins úrræðagóða fagmanns. Allt lék traustlega í höndum hans, vinna í málma og tré eða samsetning flók- inna leiðara fyrir háspenntan raf- straum ofan jarðar sem neðan. Hann kynnti sér ávallt nýjungar í rafmagnsfræðum, kunni öll þeirra flóknu lögmál og var um tíma kenn- ari í Iðnskóla Sauðárkróks. Engan hef ég þekkt sem svo létti- lega vann úr hverskonar bilunum véla og tækja. Ótrúlegt innsæi hafði hann að greina hvað þurfti að lag- færa til að gangverkið snérist á nýj- an leik. Hvergi var betra að leita að- stoðar en hjá Palla frænda með bil- aða hvellhettubyssu eða laskað reið- hjól. Allt lagfært með þolinmæði og af stakri vandvirkni. Nú þegar ég set þetta á blað rifjast upp mörg þau skipti er ég gekk í Bjarnabæinn með bilað dót. Allt var það lagað og endurbætt. Mér þykir nú sem mikið hafi reynt á langlundargeð hans þegar ég, drengurinn, suðaði í hon- um sí og æ með allskonar viðgerðir og nýsmíði. Hann sneið fyrir mig skjöld úr úrvals efni hverjum fylgdi svo sverð tálgað úr vöidum viði. Allt hans dót vildi ég fá að prafa og reyna, myndavélar, sjónaukann góða, reiknistokka og segulbands- tæki. Margt átti hann af bókum og blöðum sem ég fletti og skoðaði. Oft naut ég þess svo að fá að fara með í lengri og skemmri ökuferðir á jepp- anum upp í stíflu, út á Skaga eða út á Kjálka. Erfitt átti Palli með að neita mér um allt þetta og sýndi mér ætíð föðurlega umhyggju og einstaka frændsemi. Takk fyrir það allt frændi, alltof lítið hef ég fyrir þetta launað. Af geðslagi Palla frænda míns er það að segja að hann var íhugull, greindur, vel lesinn og varkár í tali. Hann átti til góða kímnigáfu, sagði vel frá og naut þess að spjalla og spyrja tíðinda. Forn fræði og sagnir voru honum hugleikin, atferli forn- kappa og landnámsmanna. Þær bækur kunni hann vel að meta og vitnaði oft til þeirra. Sérhver stund með honum var ánægjuleg og fræð- andi. Nú síðast fyrir aðeins tveimur vikum í ættfræðigrúski okkar á sjúkrastofunni á Landspítala flett- um við ættarskrám frá Bimi frænda og röktum ættir okkar ör- ugglega til Kjarna í Eyjafirði. Svo kíktum við á hitt blaðið frá Birni þar sem við eram tengdir Auði djúpúðgu, Magnúsi konungi ber- fætta og Jóni Loftssyni í Odda. Ekki leiddist okkur það! Palli frændi minn var gæfumaður í einkalífi sínu. Hann eignaðist góða eiginkonu, Sólborgu Júlíusdóttur frá Siglufirði. Með þeim voru góðar ástir og fullkomið traust og góður trúnaður í farsælu hjónabandi. Það var þeim báðum mikið gæfuspor er þau tóku upp sambúð og settu sam- an hlýlegt og fallegt heimili. Dætur Sólborgar, þær Brynja og Hrönn, bjuggu um nokkurra ára skeið í þeirra húsum og var sambýlið alltaf hið besta. Mikillar væntumþykju og hlýju gætti ávallt í öllum samskipt- um Palla og dætra Sólborgar og síð- ar maka þeirra og barna. Stór fjöl- skylda Sólborgar átti til fjölda ára vísan náttstað á heimili þeirra og gott atlæti og naut Palli þess að vera þátttakandi í þeirri góðu við- kynningu. Þegar Palli og Sólborg höfðu stofnað sitt heimili bauð Palli föður sínum þar til dvalar í tveimur stórum íveruherbergjum í kjallar- anum. Þar bjó hann svo til fjölda ára í öraggu skjóli þeirra hjóna og við frábæran aðbúnað. Það var því aldrei langt á milli þeirra feðganna og má segja að þann tíma sem báðir bjuggu á Sauðárkróki, bjuggu þeir ávallt undir sama þaki. Fyrir nokkrum áram greindist Palli með krabbamein. Fyrst í stað gætti þess ekki á heilsu hans en svo dró af honum og síðasta ár var hon- um ekki þrautalaust. Hann tók endalokunum með mikilli karl- mennsku, skipulagði og mælti fyrir um marga hluti að sér gengnum. Hann sagði við mig síðast í stuttri ökuferð upp á spítala fyrir tveimur vikum að ég ætti að muna að bú- staðurinn í Hjaltadalnum væri nú fyrir allt fólkið sitt, í báðum fjöl- skyldum. Trén era að koma undan fönninni, það verður skjólgott þarna í sumar. Það er gluggi uppi á lofti tilbúinn til að setja í stafninn til að lofta út af svefnloftinu, sagði hann. Nú er þessari vegferð lokið, heil- steyptur góður Skagfirðingur, Bjarni Páll Óskarsson, er genginn til betri heima eftir erfið veikindi síðustu mánuði. Hans er nú sárt saknað, samfylgdin með honum var lærdómsrík. Góður guð geymi þig, Bjarni Páll, og góða minningu um starf þitt og líf með okkur sem eftir lifum. BjarniD. Jónsson. Elsku Palli. Eg var bara lítil stelpa þegar þið mamma kynntust og þú gekkst mér í föðurstað. Mér er það ógleyman- leg stund þegar við fluttum í fallega húsið okkar á Víðigrandinni. Við Brynja systir klipum hvor aðra til að vera vissar um að þetta væri ekki draumur. Þama bjuggum við, fjöl- skyldan sem þér var svo mikils virði. Þú sagðir alltaf þegar eitthvað kom upp á: „Fjölskyldan stendur saman og við komumst í gegnum þetta og allt verður gott.“ Þið mamma vorað mér svo góð þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, hana Þórunni Elfu. Þú hafðir svo gaman af henni og varst svo góður við hana. Svo varst þú svo hjálpsamur og ráðagóður þegar við Röggi byggðum húsið okkar. Þú varst trausti kletturinn sem alltaf varst til staðar þegar á þurfti að halda. Allar þínar ákvarðanir vora skynsamleg- ar og réttar. Ég er viss um þú varst ánægður með að bömin mín, Þór- unn, Rakel og Brynjar Páll, kölluðu þig Palla afa, og ekki fannst þér síð- ur gaman af langafabörnunum. Yngsta bamið hennar Þórunnar var svo skírt í höfuðið á þér, Bjarni Páll, og þú kallaðir hann alltaf litla höfð- ingjann. Þú hvattir mig til að læra meira og sagðir: „Hrönn mín, það er um að gera að læra meira og ná sér í einhver réttindi." Með þessum örfáu orðum mínum langar mig til að þakka fyrir það að þú komst inn í líf okkar og þar verð- ur þú alltaf. Élsku mamma, ég veit að þú saknar Palla mikið, þrautum hans og þjáningum er nú lokið og barátt- unni við hinn illvíga sjúkdóm. Núna stöndum við saman öll og styðjum mömmu eins og þú vildir og uppfyll- um þínar hinstu óskir. Mig langar að vitna í Ijóðið hans Davíðs Stefánssonar, Höfðingi smiðjunnar: Hann tignar þau lög, sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið efþúsundirgerðueins. Hinsta kveðja, t Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GÍSLA EINARSSONAR, Kjarnholtum, Biskupstungum, fer fram frá Skálholtskirkiu í dag, laugardaginn 5. júní, kl. 14.00. Jarðsett verður í Haukadal. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Landgræðslu- félag Biskupstungna. Ingibjörg Jónsdóttir, Einar Gíslason, Sesselja Pétursdóttir, Jón Ingi Gíslason, Hrönn Hafsteinsdóttir, Gylfi Gíslason, Oddný M. Arnardóttir, Jenný Gísladóttir, Bjarni Bender Bjarnason, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda faðir, afi og langafi, HAUKUR HALLGRÍMSSON málarameistarl, Kirkjusandi 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu daginn 7. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Ásta Jenný Guðlaugsdóttir, Marta Hauksdóttir, Brandur Gíslason, Halla Hauksdóttir, Baldur J. Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. Hrönn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.