Morgunblaðið - 05.06.1999, Side 4

Morgunblaðið - 05.06.1999, Side 4
4 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RALF og Steffí ásamt Sina Wolf, dóttur Roland Morgunblaðið/Jim Smart og Githi Wolf, sem búa í húsbíl á tjaldstæðinu. ANJA og Lars eru Danir en komu til landsins frá Færeyjum þar sem þau dveljast um tíma. og karríi. Þá fannst mér ég kynn- ast iandinu. Við keyptum okkur líka bita af reyktum laxi. Svo opnuðum við umbúðirnar og þá gaus upp svo þung brunalykt að ég hélt að þetta hefði verið dreg- ið upp úr einhverjum brunarúst- um og rétt nartaði í laxinn. Dag- inn eftir tók ég hann svo úr um- búðunum og lét hann standa í klukkutíma áður en ég borðaði hann og þá var bragðið ekki jafn- sterkt. Heima hjá okkur fáum við líka lax en hann er miklu léttari, íslendingar eru greinilega hrifn- ir af þungu bragði; bragðmiklum mat.“ Roiand segir að fjölskyldan hafí viljað koma hingað á þessum árs- tíma, í skólafríi barnaima, fremur en um hásumarið á háannatíma ferðaþjónustunnar. „Sundlaugin hér er líka nýstárleg fyrir okkur, sérstaklega krakkana. Heima er venjulega svona 22 gráðu heitt vatn í svona laug. Það munar miklu þegar vatnið er orðið 33 gráðu heitt.“ Hann sagði að veðrið væri nokkurn veginn eins og þau hefðu búist við. „Hér erum við í 9 stiga hita og það hefur rignt svolítið. Heima í Þýskalandi er móðir nu'n í 30 stiga hita. Hún þarf að vökva garðinn sinn þrisvar á dag.“ Rúturnar fara alltaf til Reykjavíkur Anja og Lars eru frá Danmörku en komu frá Færeyjum þar sem þau hafa verið í nokkra mánuði. Lars, er kennaranemi og í æfínga- kennslu á eyjunum. Þau voru á leið aftur tií Færeyja í gær loks- ins þegar sumar var komið í loftið í Reykjavík. Þau gistu fjórar næt- ur í Reykjavík, voru nótt á Þing- völlum, og við Gullfoss og Geysi og svo framvegis. Þau sögðust hæstánægð að öllu leyti með ferð- ina en þó höfðu þau ekki komist yfir eins stóran hluta landsins og þau höfðu vonast til, m.a. af því að eftir hverja ferð sneri rútan aftur við til Reykjavíkur og möguleikar á að ferðast milli staða á landsbyggðinni voru ekki nægilega miklir. „Ég vildi gjarn- an sjá meira og við töluðum um að koma aftur og hafa þá bíl og ferðast á milli. Mig langar t.d. að fara í Skaftafell. Eg hef heyrt að það sé fallegt þar,“ sagði Anja. Hvað halda þau að verði sterkast í endurminningunni um Islandsferðina. „Fyrir mig verður það jarðfræðiminjarnar, Atlants- hafshryggurinn á Þingvöllum, Geysissvæðið og fleira „ sagði Lars, „ég á líka eftir að tala um það sem kennari." Fyrstu sumar- gestirnir mættir í Laugardal UM ÞAÐ bil 10 tjöld eru komin á tjaldstæðið í Laugardal og þar er alþjóðlegt samfélag fyrstu ferða- manna sumarsins hér á landi. Ralf er þýskur og er í sinni átt- undu Islandsferð, kom fyrst sum- arið 1993. Nú eru um þrjár vikur síðan hann kom til landsins með bíl sinn og mótorhjól í fyrstu fetju sumarsins en kona hans, Steffí, kom til landsins með flugi á fimmtudag. - Af hveiju kemur þú alltaf aft- ur og aftur, Ralf? „Jú, það er t.d. landið, náttúran og fólkið; það er vingjarnlegt og alltaf tilbúið að hjálpa manni ef eitthvað kemur upp á.“ Hann tekur undir að hér sé rýmra um mann en í miðju Þýskalandi og svo er loftið heil- næmt og frísklegt. Vinmargur Ralf hefur áður komið með ferðamannahópa en er nú einn með konu sinni. Hann ferðast um á eigin pallbíl og á pallinum eru tvö mótorhjól sem hann notar í dagsferðir út og suður. A leiðinni til Reykjavíkur ók hann suður með landinu og skilaði m.a. af sér vini, sem ætlar að vinna á bónda- bæ í sumar. Það kemur á daginn að Ralf er vinmargur maður hér á landi, og á leiðinni norður í feij- una ætlar hann að nota tækifærið og koma við hjá íslenskum og þýskum vinum. Hann er búinn að vera á Ijaldstæðinu í Laugardal í um viku og hefur ferðast víðs vegar um landið á mótorhjóli eftir sima numer ÚRVAL UTSYN 5854000 FERÐASKRIFSTOFA ÍSIANDS RÁÐSTEFNUR 585 4400 að hann kom suður, t.d. til Mý- vatns, um Reykjanes, Geysi og Gullfoss, Elliðaárdalinn og Heið- mörk. „Eina vandamálið við Island er lögreglan og mótorhjól. Þeir hafa mikinn áhuga á mótorhjólum og mega ekki sjá mótorhjól án þess að horfa stíft á mann, snúa sér við og spá í hvort maður sé að aka of hratt.“ - Áttu þér uppáhaldsstað á Is- landi? „Það eru margir staðir. Fyrst dettur mér í hug staður skammt frá Seljalandsfossi þar sem er tjaldstæði og sundlaug. Það er fallegur staður," segir Ralf. Roland Wolf er hér með eigin- konu sinni og tveimur börnum. Þetta er fyrsta Islandsferð hans og hann kom til landsins á fimmtudaginn í síðustu viku en fer heim á mánudag. „Það hefur verið draumur minn að koma til íslands síðan 1977. Þá kom vinur minn hingað með skátunum. Hann sagði mér að Island væri land þar sem maður gæti gengið í hvítri skyrtu í viku án þess að það sæist á henni svartur blettur, af því að loftið væri svo tært. Það Iand langaði mig strax að sjá,“ sagði hann. Reykjavík hefur verið nokkurs konar miðstöð á ferð fjölskyld- unnar um landið, en hún hefúr húsbíl á leigu og hefúr farið á helstu ferðamannastaði, svo sem Geysi, Gullfoss og Þórsmörk en Iíka verið á ferð utan alfaraleiðar í félagsskap hins hagvana íslands- fara og nágranna þeirra á tjald- stæðinu, Ralf. „Hvar sem maður er staddur, held ég að það séu alltaf einhverjir staðir sem er nauðsynlegt að sjá til þess raun- verulega að skilja og sjá landið. í París er t.d. Eiffel-turninn slíkur staður," segir hann. Reyktur lax og fískibollur í dós En það er ekki bara landslagið og náttúran sem kallar á athygli Wolf-Qölskyldunnar. „Við höfum kynnst ungri stúlku, sem hefur búið hér um tíma og er að giftast Islendingi. Hún hefur sagt okkur ýmislegt fróðlegt um lífíð hér, fólkið og venjur og viðhorf fslend- inga. Ég vil ekki bara sjá sögu- staðina og minnismerkin heldur fá á tilfínninguna hvernig er að lifa hér og búa; hvernig kaupa ís- lendingar inn, hvað borðar venju- legur maður. í gær keyptum við okkur t.d. rauða niðursuðudós með fiski- bollum. Það voru bara íslenskar leiðbeiningar og á tjaldstæðinu í Þórsmörk fór ég að spyrja fólk hvernig ætti að útbúa þetta. Fyrst var hópur íslendinga að grínast með okkur og sagði að þetta borðaði ekki nokkur maður en svo sögðu þau mér að þetta væri mikið borðað af almenningi hér á landi og að það væri gott að elda þetta með hrísgrjónum # \ • F ERÐASKR1FSTOFA ISIANDS VIÐSKIPTAFEREMR 585 4400 FERÐASKRIFSTQFA ÍSIANDS INNANLANDSDEILD 585 4300 Framkvæmdastjóri FÍB um breytingar á tryggingariðgjöldum Getum alltaf far- ið í útboð á ný RUNÓLFUR Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, segir að félagið eigi þess alltaf kost að leita hag- stæðustu tilboða í ökutækjatrygg- ingar fyrir félagsmenn sína með nýjum útboðum á markaðinum. FIB trygging hóf starfsemi sína 1996 í samstarfí við IBEX-Lloyd’s í London að undangengnu útboði. Ekki hafa enn borist upplýsingar frá Lloyd’s um hækkun iðgjalda FÍB-trygginga í kjölfar gildistöku nýju skaðabótalaganna. Aðspurður útilokar Runólfur ekki að leitað verði hagstæðustu kosta fyrir félagsmenn FÍB á trygginga- markaðinum ef Lloyd’s hækkar ið- gjöldin jafnmikið og stóru trygg- ingafélögin hér á landi hafa gert, en þau hafa tilkynnt 32-40% hækkanir iðgjalda af ökutækjatryggingum. í sterkari stöðu nú en 1996 „Við teljum okkur vera með ákveðna aðferð til að hafa áhrif á markaðinn í gegnum samkeppni," sagði Runólfur. Hann sagði að fé- lagið væri í mun sterkari stöðu í dag en 1996 þegar útboð bílatrygginga fór fyrst fram, þar sem það væri nú með um 6.000 vátryggingartaka á sínum vegum og sá stofn færi stækkandi. „Þannig að ef til þess kæmi á hverjum tíma, höfum við þessa aðlögunarhæfni að geta farið út í útboð á ný,“ sagði hann. „Við erum að vinna að hagsmun- um okkar félaga og bifreiðaeigenda í heild sinni vegna þess að lækkunin 1996 hefur haft áhrif á allan mark- aðinn. Við notum ekki önnur ráð en þau sem standa til boða í þessu markaðsumhverfí. Við trúum því að traustasta vopn neytenda í þessu stríði sé eðlileg samkeppni þar sem leikreglum samkeppninnar er fylgt og menn eru ekki með nein bola- brögð,“ bætti Runólfur við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.