Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 68
' 68 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Faðir og sonur Persónuleiki (Karakter)________________ II r a m a ★★vá Framleiðandi: Laurens Geels. Leik- stjórn og handrit: Mike Van Diem. Byggt á skáldsögu Ferdinand Bor- dewijk. Kvikmyndataka: Rogier Stoffers. Aðalhlutverk: Jan Decleir, Fedja Van Huet og Betty Schurmaan. (105 mín.) Holland. Skífan, maí 1999. Bönnuð innan 16 ára. í ÞESSARI hollensku kvikmynd, sem byggð er á sígildri skáldsögu eftir kunnan hollenskan höfund, segir frá átökum metnaðarfulls ungs manns og föður hans. Piltur- inn hefur alist upp í fátækt hjá móður sinni eftir að hún afneitaði föður drengsins sem er valdamikill og harðbrjósta auð- Kvikmynd þessi vann til Óskarsverðlauna sem besta erlenda ■ myndin árið 1997. Þrátt íyrir þá við- urkenningu getur hún ekki beinlínis talist meistaraverk. Sagan, sem minnir um margt á skáldskap Dic- kens, lýsir tilraunum piltsins til að hefja sig upp fyrir stéttarstöðu sína. Samskipti persónanna eiga jafn- framt að einkennast af sjúklegum metnaði og öfgafullum skapgerðum, en einhvern veginn gengur þetta allt saman fyrir sig án þess að vekja nein stórkostleg hughrif. En utan við það er kvikmyndin áhugaverð samskiptasaga sem bundin er í ! vandaða umgjörð Heiða Jðhannsdóttir FOLK I FRÉTTUM DMX og DJ Matthews á Kaffi Thomsen Verða þeir í jakkafötum með bindi? FÉLAGARNIR DJ Matthews og Edward Upton sem kallar sig DMX Krew léku á Kaffi Thomsen í gær- kvöldi og spila aftur í kvöld. „Ég vissi ekki að við yrðum að spila tvisvar á sama staðnum," segii- DMX. „Það verður dálítið skrýtið." Ekki furða að honum fínnist það dálítið furðulegt því félagarnir eru vanir því að vera á ferð og flugi í spilamennsku og sjald- an á sama staðnum tvö kvöld í röð. „Ég spila rafmagnaða tónlist," seg- ir DMX. „Ef fólk þekkir tónlist mína frá Rephlex [útgáfufyrirtækinu] þá er það ekki tónlistin sem ég leik hér. Ég ætla ekki að fara út í popptónlist- ina heldur leggja áherslu á danstón- list. Það verður dansað. Þetta verða ekki tónleikar heldur dansstemmn- ing.“ Hvað er í plötustaflanum? „Ég veit ekki hvað ég spila því ég er ekki með plötustaflann," segir DJ Matthews og yppir öxlum. „Ég pakka þeim alltaf niður kvöldið áður og þegar ég mæti á staðinn man ég aldrei hvaða plötur eru í bunkanum. Stundum kemur líka fyrir að ég flokki þær kvöldið áður og setji svo rangan bunka í töskuna. En ég er með mikið af nýjum plötum frá Rephlex, nokkrar eldri og líka allt aðrar piötur.“ DMX kom einnig til landsins um jólin og segist hafa skemmt sér vel. „Ég hitti Björk sem var mjög vina- leg, varð virkilega drukkinn, dansaði mik- ið, fór til Akureyrar þar sem ég spilaði fyrir um það bil sex stúlkur, kynntist heitum hver- um og snjó, spilaði með Einari Erni á Kaffi Thomsen, og fór aftur heim.“ En hvað ætla þeir að gera af sér í þetta skiptið? „Ég veit það ekki,“ svarar DMX en þeir félagar verða hér fram á þriðjudagsmorgun. „Kannski keyrum við út í sveit og slökum á. Það er víst enginn snjór núna.“ Ekki gróðafyrirtæki Rephlex-útgáfufyrirtækið þykir framsækið, - hver er stefna fyrirtæk- isins? „Framsækið?" segir DMX. „Jú, ætli það ekki. Það er í eigu tveggja náunga frá Comwall, annar þeirra er Aphex Twin. Stefnan er að gefa út áhugaverða tónlist. Hún þarf ekki að vera teknó, aðeins forvitnileg, eitthvað nýtt.“ „Plötur sem okkur myndi langa til að kaupa ef við sæjum þær úti í búð,“ segir DJ Matthew. „Við þurfum ekki að fá demó-upptökur og kafa ofan í það hvort við græðum 6 milljónir á útgáfunni. Við gerum bara nokkur eintök og dreifum til vina okkar. Ef þeim líkar tónlistin þá er það gott mál, ef ekki þá Iíkar okkur tónlistin svo það skiptir ekki máli.“ „Við rekum ekki útgáfuna með gróðasjónarmið í fyrirrúmi,“ segir DMX. Það eru skrýtin viðskipti, seg- ir blaðamaður. „Ég er ekki viss um það,“ segir DJ Matthews. „Við fáum allir eitthvað í gogginn og þak yfir höfuðið," bætir DMX við. „Við fáum að ferðast og skemmta okkur og það er það sem við viljum fá út úr lífínu. Ef ég hefði 6 milljónir og þyrfti að mæta í skrifstofúvinnu væri ég óhamingjusamur. En þar sem ég á svolítið af peningum þarf ég ekki að ganga í jakkafötum eða mæta á skrif- stofu, aldrei nokkmrn tíma.“ Sniðinn úr Miami Vice DMX lítur í kringum sig á ritstjóm Morgunblaðsins og bætir við: „Þetta er það næsta sem ég hef komist skrifstofu í langan tíma.“ „Ég vai- að hugsa um að mæta í jakkafötum í vinnuna um daginn, bara til að sjá svipinn á fólki,“ segir DJ Matthews. „Úm daginn fór ég fínt út að borða með foreldrum mín- um og þurfti að mæta skikkanlega til fara. Ég fór í einu jakkafótin sem ég átti og sprakk úr hlátri þegar ég skoðaði sjálfan mig í spegli. Ég var eins og sniðinn úr Miami Vice.“ „Ég hef ekki sett upp bindi síðan ég hætti í skóla,“ segir DMX og hlær. „Málið er,“ heldur DJ Matthews áfram, „að við erum lukkulegir með það sem við emm að fást við.“ „Ef allir fylgdu sannfæringu sinni og gerðu það sem þá langaði til þá gengi allt betur,“ segir D J Matthews. Hon- um verður litið á Morgunblaðið á borðinu fyrir framan sig, bendir á mynd af leiðtogum Ku Klux Klan og segir brosandi: „Fyrir utan fólk eins og þetta.“ Þið verðið þá ekki í jakkafötum um helgina. „Ég held ekki,“ svarar DMX. „Það yrði þá bara í gamni. Persónulega kann ég best við mig í hvítu.“ Honum verður litið á myndina í blaðinu og bætii- við: „Ekki þó lök- um.“ /TIGfe v. rj -J-iV V <-J ÍJJvsJA-fM'fAJiASi J JJJi VAJIJ V Stiga Bio-Chip kurlari 1400W Stiga Turbo sláttuvéi með grashirðipoka | Góð fyrir heimili Stiga rafmagnsorf 450W Stiga Tornado i sláttuvéi mefi drifi Fyrir sumarbústaða- eigendur, baejarfélög og stofnanir Stiga Ts rafmagns- * limgerfiisklíppur 360W Stiga EL33 rafmagns- sláttuvél 1000W Fyrir litla garöa Stiga Garden aksturssláttuvél Einstök fyrir sumarbústaöaeigendur og stofnanir. Stiga mosatætari 325W Sölustaöir um allt land VETRARSOL HAMRABORG 1-3, NORÐANMEGIN • KÓPAVOGI • SÍMI 564 1864 • FAX 564 1894 Vattjakkarnir komnir aftur Pantanir óskast sóttar. Nýjar sumarvörur frá WOLSEYog BARBOUR BRESKA BÚÐIN Laugavegi 54. Sími 552 2535. r ; IXIýkomið mikið ú og fallegum herraskóm Bí HAPPY St. 41-46. Verð frá kr. 6.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.