Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 554É UMRÆÐAN Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra í fjóra áratugi í GÆR voru liðin 40 ár síðan Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, var formlega stofnað. Sam- bandið er félagsskapur hreyfíhaml- aðra. Það voru kröftugir og fram- sæknir einstaklingar sem stofnuðu fyrstu félögin 1958 og ári síðar, þann 4. júní, Sjálfsbjörg, landssam- band fatlaðra. Þeir fundu þörf fyrir sameiginlegt afl til uppbyggingar á samtökum þar sem fatlaðir vinni sjálfir að sínum hagsmunamálum. Það er staðreynd að þeir sem hafa reynsluna vita oftast best hvar skórinn kreppir. Það eru mörg verkefnin sem Sjálfsbjörg hefur hlutast til um og í mörgum tilfellum haft forystu um. Eitt af þeim verkefnum, sem rædd aflað sér menntunar og fjárhags- legs viðurværis bæði fyrir sig og sína. Það getur verið erfítt fyrir ein- stakling að aðlaga sig nýjum að- stæðum eftir sjúkdóm eða slys, þar sem eftirköst verða varanleg fótl- un, bæði fyrir þann fatlaða og fjöl- skyldu hans. I því augnamiði að styrkja ein- staklingin til að öðlast sem inni- haldsríkast líf eftir þá bitru reynslu, hafa samtökin staðið fyrir fræðslustarfi m.a. fyrir nýfatlaða árlega. Auk þess hafa samtökin bæði ein og sér og í samstarfi við aðra haldið uppi margháttuðu fraeðslustarfi. I samvinnu við sjálboðaliðastarf Rauða kross Islands hafa samtökin komið af stað unglingastarfí. Markmiðið er að hvetja ungt fatlað fólk til dáða, efla sjálfstraust þess og veita því nokkra þekkingu í fé- lagsmálum. í upphafi setti Sjálfsbjörg sér markmiðsgrein sem enn er í fullu gildi. Þrátt fyrir að hún hafi breyst í tímanns rás er markmiðið það sama, en þar segir m.a: „Hlutverk Tímamót Frumkvöðlar Sjálfs- bjargar unnu stórkost- legt þrekvirki með byggingu Sjálfsbjarg- arhússins. Guðríður —9-------——------------- Olafsdóttir óskar sam- tökunum til hamingju með áfangann. sambandsins er að hafa forystu í baráttu fatlaðs fólks fyrir auknum réttindum og bættri aðstöðu í þjóð- félaginu." Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, eyðir miklum tíma í réttinda- gæslu fyrir sína félagsmenn og aðra fatlaða. Það er drjúgur tími sem fer í að leitast við að halda áunnum réttindum og fylgjast með"1 reglum og lagagreinum sem varða fatlaða. Þau eru mörg sporin sem forystumenn Sjálfsbjargar eiga á fund ráðamanna þjóðarinnar til að kynna sjónarmið sín fyrir bættum hag þessa þjóðfélagshóps. Oft bera þær ferðir nokkurn árangur. Það er ósk mín að þær beri frekari ár- angur í nánustu framtíð. Höfundur er stjómarformaður Sjálfsbjargarheimilisins og félags- málafulltrúi ÖBÍ. *>■ Þessi grein átti að birtast í Morg- unblaðinu í gær, en vegna mistaka misfórst það. Er höfundur beðinn velvirðingar á mistökunum. Guðríður Ólafsdóttir voru á stofnþingi Sjálfsbjargar 1959 var nauðsyn þess að byggja vinnu- og dvalarheimili fyrir fatl- aða. Hús sniðið við hæfi fólks í hjólastólum var þá óþekkt hugtak hérlendis og úrræði voru fá á þeim tíma a.m.k. fyrir hjólastólanotend- ur. Helst kom til greina fyrir ungt fatlað fólk að eiga sinn samastað á elliheimilum eða sjúkrahúsum. Fyrrum formaður samtakanna, Theodór A. Jónsson, sagði í setn- ingaræðu sinni á 10. þingi Sjálfs- bjargar 1968: „Eg minnist þess, er ég fyrir hálfum öðrum áratug (þá var Theodór 14 ára gamall) lá á sjúkrahúsi í Reykjavík.“ Hann hafði verið þar um nokkurn tíma til rannsóknar. „Einn morguninn var mér tilkynnt, að hér gæti ég ekki verið lengur og sama dag yrði ég fluttur á elliheimili. Er þangað kom var ég settur á fjögurra manna stofu. Stofufélaga mína hafði ellin leikið grátt og voru þeir allir rúm- liggjandi. Mér gekk illa að sofna þetta kvöld og ýmsar spurningar leituðu á hugann. - Atti þetta að verða heimili mitt allt lífið, aðgerð- arlaus, einskis að vænta, aðeins bíða - bíða hvers?“ Þessi orð Theodórs sýna best hvað frumkvöðlar Sjálfsbjargar unnu stórkostlegt þrekvirki með byggingu Sjálfsbjargarhússins, reknir áfram af brýnni nauðsyn, og vitneskjunni um erfiðar aðstæður hreyfihamlaðs fólks. Það var einnig aðdáunarvert hvernig almenningur í landinu brást við og lagði til fjár- muni að einum þriðja er mér óhætt að segja í þessa byggingu, með kaupum á happdrættismiðum og með beinum styrkjum á stundum. Þökk sé þeim. Nú hefur Sjálfsbjargarheimilið verið starfrækt í nær 26 ár. Þrátt fyrir miklar breytingar á aðgengi og að margir hreyfihamlaðir ein- staklingar geti búið víðsvegar úti í þjóðfélaginu er mikil þörf fyrir svona heimili þar sem einstakling- ar með erfiða líkamlega fötlun geta skapað sér samastað. Sjálfsbjörg tók fljótlega að sér að vera leiðandi afl í aðgengis- og ferlimálum. Á því sviði hefur verið unnið stórvirki þótt víða sé enn pottur brotinn. Sjálfsbjörg telur þennan málaflokk vera helstu und- irstöðu þess að hreyfihamlaðir geti verið eðlilegur hluti samfélagsins, Fatnaður Restar LAUGARDAGINN 5. JUNÍ jjJj - MEh. m 'j fj vSP Jan Davidson, fatahönnuöur sýnir nýju ifnuna frá CINTAMANI 1999 og 2000. SKÓSTOFAN DUNHAGA Lárus Gunnsteinsson, skósmiður gefur innsýn í uppbgggingu og notagildi gönguskóbúnaðar. FERÐAFELAGISLANDS Fulltrúar FÍ kynna sumardagskrá félagsins. 150 MANNA AFMÆLISTERTA B0RIN FRAM MEÐ LEPPIN DRYHKJUM 0G KEXIFRÁ KEXSMIÐJUNNI toppurinn/ v útÍÁ/Ut n SKEIFUNNI 6 • Sími 53 3 4450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.