Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Samsetning væntanlegs gæsluliðs enn viðkvæmt mál _ ^ Friour i augsyn? Eftir að átök hafa staðið í tvo og hálfan mánuð virðist friður vera í augsýn í Kosovo-héraði í Júgóslavíu. Framvinda átakanna a Heistu skotmörk hverri mótspyrnu Köln, Skopje. Reuters, The Daily Telegraph. Búast við ein- ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) gæti hætt loftárásum á Jú- góslavíu strax á morgun ef júgóslavneskir ráðamenn og hem- aðarsérfræðingar bandalagsins ná samkomulagi um framkvæmd al- þjóðlegs friðarsamnings um Kosovo. Petta var haft eftir frönsk- um stjómarerindreka í gær. Friðaráætlunin, sem Milosevic og serbneska þingið hafa samþykkt, kveður á um að Serbar kalli frá Kosovo alla herlögreglumenn og varaherlið; landflótta Kosovobúar fái að snúa aftur til síns heima undir vernd alþjóðlegs gæsluliðs sem verði að stórum hluta skipað mönn- um frá NATO-ríkjum; og sjálfræði til handa Kosovo undir bráðabirgða- stjóm sem Sameinuðu þjóðimar skipi. Helsti vandinn við að koma sam- an ákvæðum friðarsáttmálans var að fá samþykki Rússa við þeim. Við- kvæmasta deiluefnið er samsetning alþjóðlega friðargæsluliðsins og tengsl þess við NATO. I drögum að ákvæðum friðarsamkomulagsins segir m.a. í neðanmálsgrein, að NATO líti svo á, að kjami friðar- gæsluliðs í Kosovo verði frá banda- lagsríkjum og lúti forráðum banda- lagsins. Hins vegar segir einnig, að rússneskar deildir gæsluliðsins muni ekki lúta forráðum NATO og „tengsl þeirra við alþjóðlega full- trúa muni stjómast af viðeigandi samkomulagi er fínna skuli síðar“. „Hallkvæmt umhverfí" Ef og þegar NATO hættir loft- árásum verður unnt að senda inn í Kosovo fyrstu friðargæslusveitim- ar, sem nefnast KFOR, er hafa ver- ið að safnast saman í nágrannarík- inu Makedóníu undanfama fjóra mánuði. Svo ætti að heita að sveitirnar færa inn í „hallkvæmt umhverfi" þar sem ekki myndi mæta þeim skipulögð andstaða serbneskra her- sveita. Engu að síður mega gæslu- liðarnir búast við mótstöðu á stöku stað, eða óvinsamlegu viðmóti serbneskra íbúa. Stór hluti af starfi gæsluliðanna verður að líkindum að finna fjöldagrafir og safna vísbend- ingum um stríðsglæpi. Einungis Bretar hafa fullskipu- lagt lið reiðubúið og því munu breskir NATO-liðar verða fjöl- mennir í hópi þeirra er fyrst halda inn í Kosovo. I febrúar samþykkti NATO að senda 28 þúsund manna lið, en því hefur verið fjölgað í 48 þúsund. Bretar era reiðubúnir að senda 19 þúsund menn, Frakkar sex þúsund og Bandaríkin og Kanada sjö þúsund. Fyrstu skref endurbyggingar Gæsluliðanna bíður einnig það verk að tryggja helstu samgöngu- æðina milli Makedóníu og Kosovo, veg sem liggur um þröngan dal, yfir sex brýr og um að minnsta kosti níu göng. Talið er víst að Serbar hafi komið fyrir jarðsprengjum í þeim öllum og mikið er í húfi að tryggja öraggar ferðir um þau. Er út úr dalnum kemur geta gæsluliðamir haldið til stærstu borganna í Kosovo, Prizren, Pec og Pristina. Þá þarf NATO að tryggja brottför serbneskra her- og lög- reglumanna samkvæmt tímaáætlun sem enn hefur ekki verið samin. Jú- góslavneska þingið samþykkti „skjóta og tafarlausa“ brottför en nákvæm útlistun hefur enn ekki verið gerð. Einnig bíður NATO-liðsins það verk, að sjá um fyrstu skrefin í end- urbyggingu héraðsins, þar sem flest er í rúst eftir að árásir NATO hafa staðið í 72 daga. UCK til vandræða? Það gæti sett strik í reikninginn, að liðsmenn Frelsishers Kosovo (UCK), eru albúnir þess að láta til sín taka um leið og serbneski herinn dregur sig til baka. Hefur herinn látið í ljósi efasemdir um ágæti frið- arsamkomulagsins, sem kveður á um að herinn skuli leggja niður vopn. „Við viljum ekki svo mikið sem ræða framtíð hers okkar íyrr en all- ur serbneskur her er farinn frá Kosovo," sagði fulltrúi hersins. „Og ■ 24.-30. mars: Loftárásir NATO hefjast; stýriflaugum beint gegn hernaðarlegum skotmörkum og loftvarnarstöðvum. ■31. mars-6. apríl: Serbartaka þrjá bandaríska hermenn höndum; fyrstu árásirnar á Belgrad. ■ 7.-13. apríl: NATO gerir árás á lest, óbreyttir borgarar falla. ■ 14.-20. aprfl: NATO gerir árás á flótta- mannalest, rúmlega 70 falla. ■ 21 .-27. apríl: Árásir á stjórnstöðvar og sjónvarpsstöðvar í Belgrad. B 28. apríl-4. maí: NATO raeðst á fólks- flutningabíl á brú, óbreyttir borgarar falla; árásir valda rafmagnsleysi í Júgóslavíu; bandarísku hermennirnir látnir lausir; ESB setur olíusölubann á Júgóslavíu. ■5.-12. maí: Kínverska sendiráðið í Belgrad verðurfyrir stýriflaugaárás NATO, þrír falla; Júgóslavar hefja aðgerðir gegn NATO-ríkjum í Haag; friðaráætlun G-8 hópsins gerð. ■ 13.-19. maí: Allt að 100 óbreyttir borgarar falla í árás NATO á Korsia ■ 20.-26. maí: NATO eyðir olíu- og vatnsbirgðum í Júgóslavíu. HEIMILD: Fréttaskeyti, NATO við eram heldur ekki til viðræðu um afvopnun." Fulltrúar NATO viðurkenna að fjölmennur frelsisher sem vill ná fram hefndum á Serbum geti skap- að vandræði. Mannaforráð í frelsis- hemum era óljós og því ólíklegt að fullyrðingar yfirmanna um að her- inn muni sitja á sér hafi mikil áhrif á hermennina. Talið er líklegt að NATO-gæslu- liðar, er koma til Kosovo, muni hitta fyrir frelsishermenn og serbneskar hersveitir í hörðum bardögum þar sem hvoragur vill eða getur gefið UNGVEFWALAMp o S0 " t ASombor Km NoviSad RÚMENÍA A \ i ABelgrad 7 —\J JÚGÓSLAVÍA A f BOSNíA' Cacac Nis ■ 27. maí-2. júní: Forseti Júgóslavíu, Slobodan Milosevic, er ákærður fyrir stríðsglæpi; Júgóslavíustjórn lýsir vilja sínum til að fallast á friðaráætlun G-8 hópsins; Viktor Tsjernómyrdín, samninga- maður Rússa og Marti Ahtisaari.fulltrúi ESB, halda til Belgrad til viðræðna um áætlunina ■ 3. og 4. júní: Júgóslavíuþing og Milosevic samþykkja áætlunina; NATO heidur árásum áfram á meðan áætluninni er framfylgt. eftir. Reyni NATO að skakka leik- inn gæti það leitt til mannfalls í liði bandalagsins, en hafist NATO ekk- ert að gæti það tafið brottför serbneska hersins. Þá búast vestrænir hemaðarsér- fræðingar við því að brottflutningur serbneskra hersveita muni taka margar vikur, fremur en nokkra daga. Ein ástæðan er sú, að herinn hefur litlar birgðir af eldsneyti vegna þess að NATO hefur undan- farið lagt mikla áherslu á að eyða eldsneytisbirgðum og eldsneytis- hreinsistöðvum Júgóslava. Milosevic sakaður um uppgjöf og föðurlandssvik Hörðustu þjóðernissinnarnir í Serbíu hafa sakað Slobodan Milosevic um upp- gjöf og föðurlandssvik vegna þeirrar ákvörðunar hans að samþykkja áætlun- ina um frið í Kosovo. Friðarsamkomulag- ið gæti valdið honum verulegum vand- ræðum heima fyrir. ÞORRI stjómmálaleiðtoga Serba samþykkti áætlunina um frið í Kosovo og að sögn fréttaritara í Serbíu virðist hún einnig njóta mikils stuðnings meðal almennings í landinu. Margir Serbar spyrja þó hvers vegna þeir þurftu að þola hartnær tíu vikna loftárásir og hvort ekki hefði mátt ná friðarsam- komulagi fyrr. Hörðustu þjóðernissinnarnir hafa hins vegar mótmælt friðar- samkomulaginu og segja Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta hafa gerst sekan um föðurlandssvik með því að fallast á að hleypa er- lendum hersveitum inn í Kosovo. Þessir menn höfðu fylkt sér um Milosevic þegar hann kom fram sem leiðtogi serbneskra þjóðemis- sinna fyrir áratug. Fyrstu merkin um að friðaráætl- unin hefði valdið mikilli spennu meðal stjómmálamannanna í Belgrad komu í Ijós þegar frétta- mönnum var meinað að fylgjast með umræðu serbneska þingsins um málið. Fyrri fundum þess um Kosovo-málið hafði verið sjónvarp- að, t.a.m. þegar þingið hafnaði frið- arskilmálum NATO daginn áður en loftárásimar hófust. Vojislav Seselj Vuk Draskovic Hóta að ganga úr stjóminni Þingið samþykkti friðaráætlun- ina með 136 atkvæðum gegn 74 og að sögn þingmanna var hart deilt á fundinum. Allir þingmenn næst- stærsta flokksins, Róttæka flokks- ins, greiddu atkvæði gegn áætlun- inni. Leiðtogi flokksins, Vojislav Ses- elj, aðstoðarforsætisráðherra Ser- bíu, lýsti friðarsamkomulaginu sem „uppgjöf' af hálfu júgóslavneskra stjómvalda og sagði flokk sinn ætla að ganga úr stjóm Milosevic ef hersveitum NATO yrði leyft að fara inn í Kosovo. Seselj hefur ým- ist verið harður andstæðingur eða einn af mikilvægustu bandamönn- um júgóslavneska forsetans. Vuk Draskovic, sem var rekinn Reuters SLOBODAN Milosevic Júgóslavíuforseti hlýðir á sendimenn Evrópusambandsins og Rússa á fundi þeirra í Belgrad í fyrradag úr embætti aðstoðarforsætisráð- herra Júgóslavíu nýlega, og flokk- ur hans studdu hins vegar friðar- áætluna. Hann hvatti til þess að stokkað yrði upp í ríkisstjómum Serbíu og Júgóslavíu til að koma á umbótum og stuðla að þjóðarsátt. „Við megum engan tíma missa,“ sagði Draskovic. „Við megum ekki stjóma landinu á þann hátt sem gert hefur verið til þessa. Við þurfum nýja stefnu og nýtt fólk. Ég hygg að Milosevic styðji þessa afstöðu.“ Nokkrir frétta- skýrendur túlk- uðu þessi ummæli sem vísbendingu um að flokkur Draskovic vildi ganga í serbnesku stjómina. í henni era meðal annars Sósíalistaflokkur Milosevic og flokkur eiginkonu hans, sem er mjög áhrifamikil í serbneskum stjómmálum. RBC-útvarpið hafði hins vegar eftir Milan Panic, fyrrverandi for- sætisráðherra Jú- góslavíu, að Dra- skovic væri sá leiðtogi sem and- stæðingar Milos- evic gætu fylkt sér um. Panic lýsti forsetamun sem stríðsglæpa- manni, sem hefði lagt efnahag landsins í rúst með ofbeldisstefnu sinni, og spáði því að Serbar myndu aðstoða við að leiða hann fyrir stríðglæpadómstól Samein- uðu þjóðanna. Krefjast afsagnar Milosevic Borgarabandalag Serbíu, sem aðhyllist lýðræði, krafðist þess að Milosevic segði af sér. Talsmaður bandalagsins sagði að skilmálar friðarsamkomulagsins væru alveg eins og úrslitakostirnir sem NATO setti Serbum áður en loft- árásirnar hófust 24. mars. Milos- evic bæri ábyrgð á því að hundruð saklausra borgara hefðu fallið í árásunum því hann hefði getað af- stýrt þeim. Lýðræðisflokkurinn, sem er einnig andvígur Milosevic, fagnaði ákvörðun forsetans en lýsti öllu Kosovo-málinu sem „miklu óláni“. „Var nauðsynlegt að ganga í gegn- um 70 daga sprengjuárásir áður en stjómvöld samþykktu það sem allir venjulegir menn vissu frá upphafi að yrði að samþykkja." Hvað vakti fyrir forsetanum? Margir Serbar velta því nú íyrir sér hvað vakti fyrir Milosevic þeg- ar hann ákvað að verða loks við kröfum NATO. Ein kenningin er að hann hafi látið undan þrýstingi áhrifamikilla kaupsýslumanna, sem telji að loftárásirnar séu fam- ar að skaða efnahag Júgóslavíu um of. Aðrir röktu sinnaskipti forset- ans til eiginkonu hans, Mira Mar- kovic. Líklegra þykir þó að Milosevic hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann geti komið fram sem bjarg- vættur Serba með því að stöðva „grimmdarverk“ NATO og tryggja um leið að Kosovo verði áfram hluti af Serbíu. Embættismenn í Belgrad sögðu að mjög mikilvægt hefði verið fyrir Milosevic að þingið samþykkti frið- aráætlunina til að hann gæti sýnt að hann starfaði í samræmi við vilja þjóðarinnar. Fjölmiðlar undir stjóm Sósí- alistaflokksins lýstu friðarsam- komulaginu sem siðferðilegum sigri júgóslavneskra ráðamanna og sögðu það enga uppgjöf af þeirra hálfu. Ríkisfjölmiðlamir treystu sér þó ekki til að birta friðaráætl- unina í heild til að gera almenningi kleift að meta hvort hún jafngilti uppgjöf eða sigri fyrir Serba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.