Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 56
^56 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 UMRÆÐA MORGUNBLAÐIÐ Hreyfing - holl fyrir hjartað Á fyrri hluta þessar- ar aldar var hjarta- sjúklingum ráðlagt að vera í algerri hvíld eft- ir hjartaáfall. Fyrstu 6-8 vikurnar voru sjúk- lingar rúmliggjandi og eftir það var áhersla lögð á að forðast allt líkamlegt álag. Á þess- um tíma var það veru- leg fotlun að fá kransæðasjúkdóm. Upp úr miðri öldinni fóru menn að gera sér grein fyrir slæmum áhrifum hreyfíngar- leysis og komið var fram með fyrstu end- urhæfíngaráætlunina fyrir sjúklinga eftir hjartaáfall. Hún byggðist á því að sjúklingar fengu að sitja í stól 1-2 klst. á dag. Mikið hefur breyst í endurhæfingu hjarta- sjúklinga frá þessum tíma og í dag Hjartasjúkdómar Fullyrða má, segir ______Ingveldur_____ Ingvarsdóttir, að hreyfíngarleysi sé einn stærsti áhættuþáttur kransæðasjúkdóma. er regluleg hreyfing mikilvægur 'þáttur í endurhæfingu þeirra. Er það fyrst og fremst vegna þeirra áhrifa sem hreyfing hefur á hjartað. Með því að hreyfa sig reglulega eykst þrek einstaklingsins. Það er vegna þess að hreyfingin styrkir hjartað, hjartsláttartíðni í hvíld og við áreynslu minnkar og við það verður minna álag á hjarta við dag- leg störf. Þetta hefur þau áhrif að hið daglega amstur reynir ekki eins mikið á einstaklinginn, hjartasjúk- lingur fær síður brjóstverki eða önnur einkenni frá hjarta við áreynslu. Með auknu þreki er minni þreyta eftir vinnudag- inn og afgangsorka fyr- ir frítíma og tómstund- ir. Regluleg hreyfing hefur einnig forvarn- argildi og er mikilvæg- ur þáttur heilbrigðs lífernis. Rannsókn sem skoðaði tengsl hreyf- ingar og tíðni kransæðasjúkdóma sýndi fram á að með aukinni hreyfingu minnkaði tíðni þeirra. Þeir sem brenna um 2.000 kcal. á viku í hreyfmgu eins og göngu, eða íþróttum, voru í 39% minni hættu á að fá hjartaáfall en kyrr- setumenn. Áhrif hreyfingar á áhættuþætti kransæðasjúkdóma Regluleg hreyfing hefur áhrif á ýmsa áhættuþætti kransæðasjúk- dóma. Helstu áhættuþættir sem við getum haft áhrif á, eru: hækkaðar blóðfitur, hækkaður blóðþrýstingur, offita og reykingar. Ef hlutfallið heildarblóðfita/góðar blóðfitur er 4, minnka líkur á hjartaáfalli hjá viðkomandi einstak- lingi. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á góðu blóðfitumar, gildi þeirra hækkar við reglulega hreyfingu. En hreyfing hefur lítil áhrif á slæmu blóðfitumar, þar þarf breytt matar- æði eða lyfjameðferð að koma til sögunnar. Með reglulegri hreyfingu náum við fram lækkun á blóðþrýstingi hjá þeim sem hafa of háan blóðþrýsting. Regluleg hreyfing er mikilvægur þáttur í baráttunni við aukakílóin. Þeim sem era of þungir er einnig hættara við því að fá sykursýki en hún er einn af áhættuþáttunum. Þeir sem hreyfa sig reglulega era líklegri til að taka upp heilbrigðari lífsstíl, t.d. breyta mataræði og hætta að reykja. Þannig tengist hreyfing á margvíslegan hátt við hina ýmsu áhættuþætti kransæða- sjúkdóma og fullyrða má að hreyf- Ingveldur Ingvarsdóttir Sumar- tilboð Salemi með setu og handlaug á fæti á aðeins 14.800 kr HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 ingarleysi er einn af stærstu áhættuþáttunum hvað þá varðar. Endurhæfing hjartasjúklinga Endurhæfingu hjartasjúklinga á Islandi er skipt niður í 3 stig. Fyrsta stig varir fyrstu 6-8 vikum- ar eftir hjartaáfall eða hjartaskurð- aðgerð. Á þessum tíma er hjartað að jafna sig eftir skurðaðgerðina eða hjartaáfallið og álag á einstak- linginn má því ekki vera mjög mik- ið. Þessi endurhæfing fer fram á bráðadeildum sjúkrahúsanna og göngudeildum í tengslum við sjúkrahúsin. Á öðra stigi fara sjúk- lingar yfirleitt í endurhæfingu á Reykjalund eða á HL-stöðina í Reykjavík, og tekur það um 4-8 vik- ur. Á þeim tíma má fara að auka álag á hjarta og hin eiginlega þol- þjálfun hefst. Miðað er að því að auka þrek einstaklingsins að því marki að hann geti orðið virkur þátttakandi í hinu daglega lífi aftur, einnig er veitt fræðsla um sjúkdóm- inn og hvernig hægt er að bregðast við áhættuþáttum. Þriðja stig er viðhaldsstig og varir það út lífið. Það er mikilvægt fyrir hjartasjúk- linginn að viðhalda því þreki sem búið er að byggja upp, breyta lífsstíl sínum ef þarf og hindra þannig að sjúkdómurinn versni. Forvarnagildi hreyfingar Það sem skiptir máli til að ná fram heilsubætandi áhrifum þjálfun- ar er hversu mikil orkueyðslan er í heild yfir vikuna. Við getum náð fram heilsusamlegum áhrifum hreyfingar með nokkram stuttum þjáífunartímum yfir daginn. Fyrir einstakling sem er með lítið þrek getur verið of erfitt að fara í klukku- tíma göngu. Til að fá fram heilsu- bætandi áhrif þjálfunar þarf ein- staklingur að brenna um það bil 700- 2000 kcal á viku í þjálfun. Þetta samsvarar t.d. röskri göngu í 30 mínútur eða meira á dag. Margir einstaklingar, sem era ekki vanir að hreyfa sig mikið, era ekki spenntir fyrir þjálfun sem krefst þess að þeir þreytist og svitni eftir þjálfunartím- ann. Þá getur verið hentugt að byrja með því að auka hreyfingu í daglega lífinu. Við eyðum jafn mörgum kcal á dag með því að fara margar stutt- ar ferðir yfir daginn (eins og t.d. að ganga stigana, ganga til vinnu, vinna í garðinum eða fara í kvöldgöngu) eins og að fara í miðlungs erfiðan leikfimitíma og það gefur okkur sömu heilsubætandi áhrifín. Ef gengið er rösklega í þessum ferðum, næst einnig að auka þrekið. Fyrir óþjálfaða einstaklinga og hjartasjúklinga er ganga sú þjálfun sem hentar flestum. Ef fólk er óvant að hreyfa sig er gott að byrja með stuttum göngum, t.d. 10-15 mínútur tvisvar til þrisvar á dag. Síðan er æskilegt að lengja gönguna daglega og takmarkið getur verið 30-40 mín- útna löng ganga, helst daglega. Þeg- ar þjálfað er, er best að ganga ró- lega í nokkrar mínútur til að leyfa líkamanum að hitna og liðkast. Síð- an á að ganga rösklega, þannig að við hitnum, finnum fyrir léttri mæði og léttum svita. Álagið á að vera þægilegt, okkur á að líða vel á með- an við þjálfum. í lok þjálfunar er gott að ganga hægar í nokkrar mín- útur til að hjartsláttur og blóðþrýst- ingur nái að lækka rólega. Það er mikilvægt að áreynslan í þjálfuninni sé þægileg. Mjög kröftug þjálfun getur gert meira ógagn en gagn fyr- ir þá sem era í slöku líkamlegu formi eða era með einhver sjúk- dómseinkenni. Meiri líkur era þá á álagseinkennum frá vöðvum og lið- um og einnig óæskilegum einkenn- um frá hjarta. Það að regluleg hreyfing sé holl era alls ekki ný vísindi. Því til stað- festingar vil ég enda á því að vitna í orð Hippókratesar, sem mælti eitt- hvað á þessa leið: „... ef við fáum hæfilega hreyf- ingu verðum við heilbrigðari, þroskumst betur og eldumst hægar, en ef við lifum kyrrsetulífi verður líkaminn viðkvæmari fyrir sjúkdóm- um, þroskast verr og eldist hraðar." Höfundur er yfírsjúkraþjálfari á endurhæfingardeild Landspítala og lektor við námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla fslands. KIRKJUSTARF Sjávarútvegsráðherra prédikar í sjómannamessu í Bústaðakirkju Á sjómannadaginn verðm- sjó- mannamessa í Bústaðakirkju kl. 11 árdegis. Ræðumaður verður Ámi M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Tveir sjómenn, þeir Birgir Guðjóns- son á Bæjarfélli og Steindór Ander- sen á Iðunni, annast bæna- og ritn- ingarlestra. I messunni verður flutt tónverk Sigfúsar Halldórssonar sem hann nefnir Þakkargjörð. Þetta tónverk samdi Sigfús og tileinkaði íslenskri sjómannastétt. Sigfús hefur samið margar perlur dægurlaga en í verk- um hans búa einnig sálmar og trúar- leg verk og era mörg þeirra tengd lífi og starfi íslenskra sjómanna. Organisti kirkjunnar, Guðni Þ. Guð- mundsson, hefur útsett tónverkið Þakkargjörð fyrir orgel og kór. Fyr- ir messu munu organisti og kór flytja nokkur laga Sigfúsar. Á undanfómum áram hefur mikill fjöldi fólks sótt sjómannamessur í Bústaðakirkju og sjómenn og aðrir í störfum tengdum sjómennsku og út- gerð flutt stóhæðu dagsins. Það er mikið gleðiefni að fá nú í prédikunar- stól á sjómannadegi nýjan sjávarút- vegsráðherra, þann mann er stýrir málefnum þeirra er hafsins vegu fara. Bústaðakirkja og söfnuður hennar áma íslenskum sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra heilla og blessunar Guðs og býður þau velkomin til sjó- mannamessunnar. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur. Sj ómannadagurinn í Grafar- vogskirkju GUÐSÞJÓNUSTA verður í Grafar- vogskirkju á sjómannadaginn kl. 11 árdegis. Sjómenn munu taka virkan þátt í guðsþjónustunni, lesa ritning- arlestra og Einar Pálmi Matthíasson flytur hugvekju. I fjarveru kórs Grafarvogskirkju, sem er í tónleikaferð á Italíu, munu eldri félagar í Karlakór Reykjavík- ur syngja við guðsþjónustuna, undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar org- anista. Undirleik annast Bjami Þ. Jónatansson. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Að kvöldi sjómannadagsins verða tónleikar Kvennakórs Reykjavíkur, stjórnandi Sigrún Þorgeirsdóttir, einsöngvarar er Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Þórhildur Björnsdóttir pí- anóleikari annast undirleik. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.30. Grafarvogskirkja. S Vorferðalag Oháða safnaðarins ÁRVISSA vorkvöldferðalag Kvenfé- lags Óháða safnaðarins verður mánudagskvöldið 7. júní. Keyrt verður að Garði og Utskálakirkja skoðuð undir leiðsögn Reynis Sveinssonar. Kaffi verður drukkið í Virkinu í Sandgerði. Þetta verður skemmtilegt ævintýri. Farið verður stundvíslega kl. 20 frá Kirkjubæ (safnaðarheimili). Þátttaka tilkynnist til Esterar í síma 553 0409 eða Hall- dóra í síma 566 6549. Takið með ykk- ur vini og vandamenn. Allir vel- komnir. Safnaðar- og fjöl- skylduhátíð í Hallgrímskirkju SAFNAÐAR- og fjölskylduhátíð verður sunnudaginn 6. júní í Hall- grímskirkju. Hátíðin hefst kl. II með fjölskylduguðsþjónustu á Hallgríms- torgi. Klukknaspil mun hljóma frá turni kirkjunnar. Blásarakvartett leikur. Bama- og unglingakór Hall- grímskirkju og Mótettukór Hall- grímskirkju syngja og prestar kirkj- unnar þjóna. Eftir stutta útiguðsþjónustu (ef veður leyfir) verður grillað undir kirkjuveggnum og farið í leiki með börnunum. Kaffi verður í safnaðar- heimilinu. Eftir stutt kaffi- og mat- arhlé verður tónlistarflutningur í kirkjunni undir stjórn Harðar Áskelssonar. Safnaðardagur sem þessi er nýj- ung í safnaðarstarfi Hallgríms- kirkju, en það er efnt til hans til að efla safnaðarvitund safnaðarins og til þess að fólk fái gott tækifæri til að hittast, tala saman og eiga góða stund í og við kirkjuna. Hallgríms- torgið setur mikinn svip á umhverfi kirkjunnar og er tilvalið svæði til að safnast saman á og eiga tilbeiðslu- og gleðistund. Að kveldi sama dags kl. 20 hefst Kirkjulistahátíð Hallgrímsldrkju með afar áhugaverðri dagskrá, en hún mun standa frá 6. júní til 29. ágúst. Sumartími Sel- tj arnarneskirkj u I SUMAR verða messur í Seltjarn- ameskirkju kl. 20 á sunnudagskvöld- um. Við ætlum að eiga notalegar kvöldstundir saman í lofgjörð og bæn. Nú gefst fólki kostur á því að njóta helgarinnar með fjölskyldunni og vinum og ljúka góðri helgi með því að koma saman til guðsþjónustu á sunnudagskvöldi. Er ósk okkar og von að þessi tími reynist sem flestum góður og við hlökkum til að sjá ykk- ur sem allra flest. Með sumarkveðju. Starfsfólk Seltjarnarneskirkju. Heimsókn og hjónanámskeið í Krossinum FERN Nelson frá Bandaríkjunum verður gestur í Krossinum við Hh'ða- smára í Kópavogi á samkomu á sunnudaginn kl. 16.30. Fern Nelson er eftirsóttur og áhugaverður biblíu- kennari sem allir hafa gaman af að fræðast af. Krossinn gengst fyrir hjónanám- skeiði í húsakynnum sínum við Hlíð- arsmára 7.-9. júní. Námskeiðið verð- ur mánudags-, þriðjudags- og mið- vikudagskvöld frá kl. 20.22. Kennari á námskeiðinu verður Fem Nelson frá Bandaríkjunum. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Keflavíkurkirkja. Helgistund fyrir Inner-Wheel konur kl. 16. Umsjón Lilja Hallgrímsdóttir, djákni. Einar Öm Einarsson leikur á orgel. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Vitnisburðarsamkoma kl. 14 í hönd- um Ingigerðar og Egils. Þri: Bæna- stund kl. 20.30. Mið: Samverastund unglinga kl. 20.30. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.