Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GRENJAÐU bara ómyndin þín, þú færð ekkert að leika þér með dótið þitt.
Tuttugu punda
hængur úr Þverá
í Borgarfirði var opnuð í
gærmorgun og fór veiðiskapur vel
af stað. Sjö laxar voru dregnir á
land á fyrstu vaktinni, en sex
þeirra veiddust á sama veiðistaðn-
um, Kirkjustreng hjá Norðtungu.
Jón Ólafsson, einn af leigutökum
árinnar veiddi þar 20 punda hæng
á maðk og er það stærsti lax sum-
arsins til þessa. Boltalaxar af því
tagi eru nú að veiðast í hverri ánni
sem opnar af annarri, en áður voru
komnir 18 og 16 punda laxar úr
Laxá á Asum og Norðurá.
„Ég var svona hálftíma með
hann og vissi strax að hann var
stór, enda lagðist hann og ég gat
varla haggað honum. Svo fór hann
að gefa sig, en ég fór varlega.
Maður veit aldrei hvemig stendur
í þeim, en svo kom á daginn að
hann var þræltekinn. Þetta var 20
punda hængur, lúsugur, og hinn
fallegasti lax. Þó ekki minn
stærsti, því árið 1974 veiddi ég 28
punda fisk í Ölfusá," sagði Jón
Ólafsson, sem ásamt Sigurborgu
konu sinni veiddi 4 laxa í Kirkju-
streng. Hinir voru, 5, 12 og 12
pund.
Jón Ingvarsson veiddi 15 punda
hæng á sama stað, fyrr um morg-
uninn og vár það fyrsti laxinn úr
ánni í sumar. Laxinn tók rauða
Frances númer 8 og dró Jón eina
400 metra niður með á áður en
hann gaf sig. „Hann var erfiður.
Maður finnur það alltaf strax þeg-
ar stórir og erfiðir fískar eru ann-
ars vegar. Ég var klár á því hvað í
vændum var þegar ég setti í þenn-
an,“ sagði Jón að viðureign lokinni.
Jón fékk síðan annan lax, 12 punda
og missti þrjá, en hann notaði ein-
göngu flugu. Sjöunda lax morguns-
ins, 13 punda, veiddi Ingvar Vil-
JÓN Ingvarsson og Anna Sigtryggsdóttir með fyrsta Þverárlaxinn
1999, 15 punda hæng úr Kirkjustreng.
LAXINN kominn í háfinn og þá er að koma sér á þurrt.
hjálmsson í Klettsfljóti. Auk þess
var sett í fisk í Galta, en sá hafði
betur og slapp.
Vatn var gott í Þverá í gær, en
kalt og lofthiti var heldur ekki mik-
ill í dagsbyrjun í köldum norðan-
streng.
Veislan heldur áfram í dag, en
Blanda var opnuð í morgun. Á
mánudag er það svo Kjarrá.
Sjómanna- og hafnardagur sameinaðir
Hátíð hafsins
haldin 1
fyrsta sinn
UM ÞESSA helgi er
í fyrsta sinn hald-
in hátíð hafsins.
Hátíðin er samstarfsverk-
efni Sjómannadagsráðs,
Reykjavíkurborgar,
Reykjavíkurhafnar og Út-
vegsmannafélags Reykja-
víkur. Á hátíð hafsins er
hafnardeginum og sjó-
mannadeginum fagnað
sömu helgina. Dagurinn í
dag er tileinkaður hafnai’-
deginum en á morgun
verður sjómannadagurinn
haldinn hátíðlegur í 61.
sinn. Guðmundur Hall-
varðsson, formaður Sjó-
mannadagsráðs Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar,
var spurður um ástæðuna
fyrir því að hafnardagur-
inn og sjómannadagurinn
eru sameinaðir með þess-
um hætti.
„í fyrsta lagi hefur sjómanna-
dagurinn verið með hefðbundnum
hætti síðan 1938 og við höfum séð
á þessu 60 ára tímabili, bæði þeg-
ar sagan er lesin og síðustu tvo
áratugi, að áhugi fólks á sjó-
mannadeginum hefur gengið í
bylgjum og við töldum að það
væri rétt nú við þessi tímamót og
aldahvörf að gera breytingu á.
Eitt af meginmarkmiðum sjó-
mannafélaganna í Reykjavík og
Hafnarfirði var að minna á mikil-
vægi sjómannastéttarinnar, auk
þess að byggja heimili fyrir aldr-
aða sjómenn og sjómannsekkjur.
Við töldum að ef við færum ekki
nýjar leiðir, væri vandséð hvemig
við ættum að halda þessum mark-
miðum á lofti á komandi árum.“
- Hver er hugsunin á bak við
samstarfið við höfnina?
„Borgaryfirvöld hafa sagt í
gegnum tíðina:“Hvað væri höfuð-
borgin án hafnar?“ Höfnin er svo
nátengd því hvemig Reykjavík
breyttist úr bæ í borg, það er jú
vegna sjósóknar og flutninga. Við
höfum haldið upp á sérstakan sjó-
mannadag til að minna á mikil-
vægi sjómannastéttarinnar og
hafnaryfirvöld hafa haldið sér-
staka hafnardaga til að minna á
mikilvægi hafnarinnar. Auðvitað
eru mjög náin tengsl á milli þess-
ara tveggja daga. Við töldum að
með þessu samstarfi myndum við
tengja saman þessa mikilvægu
þætti í lífi íslendinga, sem em
undirstaða efnahagslegs sjálf-
stæðis, þ.e. sjávarútveg og sigl-
ingar annars vegar og hafnimar
hins vegar, en til þess að siglingar
geti gengið þurfum við góðar
hafnir.“
- Heldur þú að samstarfíð við
Reykjavíkurborg muni hjálpa til
við að gera hátíð hafsins að fóst-
um lið í tilverunni, sem muni lifa
inn í nýja öld?
„Já, eitt af því sem tengist
borginni er að við höf-
um orðið varir við að
erlendir ferðamenn
hafa mjög oft komið
niður að bryggju og
fylgst með hátíðahöld-
um dagsins. Þeir hafa líka komið
um borð í þau skip sem við höfum
haft til umráða á sjómannadaginn
og hafa siglt hér um sundin blá.
Eg veit að hótelin hafa verið að
kynna sjómannadaginn fyrir er-
lendum gestum sínum. Og síðast
en ekki síst viljum við að þessi
dagur verði rækilega skráður á
spjöld ferðaþjónustunnar. Sjó-
mannafélög Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar eiga aðild að Al-
þjóðaflutningaverkamannasam-
Guðmundur Hallvarðsson
► Guðmundur Hallvarðsson er
fæddur í Reykjavík 1942. Hann
starfaði á fiski- og kaupskipum
frá 1957 þegar hann byijaði
sem messagutti á Brúarfossi.
Hann lauk stýrimannsprófi frá
farmannadeild Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík 1966 og starfaði
sem stýrimaður á vitaskipinu
Árvakri frá 1965-1970. Frá
1972 var hann starfsmaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur og
gjaidkeri stjórnar. Hann var
formaður félagsins frá 1978-
1994. 1980-1987 vann Guð-
mundur á kaup- og fiskiskipum
sem háseti og stýrimaður. Hann
varð varaformaður í Sjómanna-
dagsráði 1985 og formaður
1993. Guðmundur hefúr verið
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
frá 1991. Hann er kvæntur
Hólmfríði Maríu Óladóttur hár-
greiðslumeistara og eiga þau
þijú böm.
Sjávarútvegur-
inn og hafnirn-
ar nátengd
bandinu og fulltrúar þess, sem
voru gestir okkar á sextíu ára af-
mæli sjómannadagsins í fyrra,
höfðu einmitt orð á því að einstakt
væri að hér væri haldinn hátíðleg-
ur sjómannadagur sem hefði ver-
ið við lýði síðan 1938. Það er að-
eins á tveim stöðum á jörðinni
sem haldinn er opinber hátíðis-
dagur sjómanna, þ.e. á íslandi og
Filippseyjum.“
- Um 3600 sjómenn hafa fanst
á þessari öld. Megum við ekki
vænta þess að sjómennskan verði
sjómönnum og þjóðinni léttbær-
ari á nýrri öld, með tilliti til auk-
ins öryggis?
„Við eygjum þá von að slysum
muni fækka. Það sést þegar á því
að dauðaslysum á sjó hefur fækk-
að verulega. Þegar skoðaðar eru
myndir frá 1938 og fram eftir ár-
um, þá var mjög algengt að það
væru 20-30 og jafnvel á fjórða tug
stjama í minningar-
fánanum sem við ber-
um inn í kirkju á sjó-
mannadagsmorgni í
minningarguðsþj ón-
ustu sem haldin hefur
verið í Dómkirkjunni en verður
nú haldin í Fríkirkjunni. En það
væri mikil gæfa þjóðarinnar ef
slysum fækkaði verulega og
dauðaslys hyrfu alfarið; því það er
engin smá fóm sem Islendingar
hafa þurft að færa í ljósi þess að
3600 manns hafa farist á þessari
öld við að sækja þjóðinni björg í
bú. Frá sjómannadeginum 1938
til þessa dags hafa farist 1346 sjó-
menn, þar af 380 í seinni heims-
styrjöldinni.