Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Nýir gaffallyftarar Mitshubishi 1,5 t. bensín-dísel dkr. 94.000,- Mitshubishi 2,5 t. bensín-dísel dkr. 115.000,- Sími: (Danmörk) 0045 66 184120. Fax: 0045 66180640. garðhönnuður veitir góð ráð í verslun Skút uvogi, laugardaginn 5. Júní frá kl. 10-14. HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 Stanislas Bohic ÚR VERiNU Framkvæmdastjóri Rauðsíðu segir atvinnuleysi blasa við „Skuldir á við andvirði kvótalítils smábáts“ STARFSFÓLK þriggja fískvinnslu- fyrirtækja Rauðsíðu ehf. á Vest- fjörðum fékk ekki greidd vikulaun sín í gær og á því inni tveggja vikna laun hjá fyrirtækinu. Lokið var við að vinna það hráefni sem til var í fyrirtækjunum um hádegi í gær og hefur starfsfólki verið tilkynnt að ekki verði unnið eftir helgi vegna hráefnisskorts. Pví hefur ekki verið sagt upp störfum en framkvæmda- stjóri fyrirtækisins segir atvinnu- leysi hinsvegar blasa við fjölda fólks á Vestfjörðum, bregðist Byggða- stofnun ekki skjótt við varðandi af- greiðslu gefins lánsloforðs. Rauðsíða ehf. hefur einkum komið að vinnslu á svokölluðum Rússafíski og er stærsta einstaka atvinnufyrir- tækið á Vestfjörðum en þar vinna rúmlega 200 manns. Þar af vinna um 100 manns hjá Rauðsíðu ehf. á Þing- eyri, um 50 manns vinna hjá Bolfiski í Bolungarvík og um 60 manns hjá Rauðfeldi ehf. á Bíldudal. Þá er Rauðhamar ehf. á Tálknafirði eitt af dótturfélögum Rauðsíðu ehf. en þar hefur ekki farið fram vinnsla um nokkurt skeið. Skiptar skoðanir um veitingu lánsins Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu segir Ketill Helgason, framkvæmdastjóri Rauðsíðu, áframhaldandi rekstur fyrirtækis- ins velta á um 100 milljóna króna láni sem vilyrði hafi fengist fyrir hjá Byggðastofnun. Stjórn Byggða- stofnunar hefur þegar samþykkt að veita Rauðsíðu ehf. lán með tiltekn- um skilyrðum sem Ketill segir fyrir- tækið þegar hafa uppfyllt. Það sé því nú aðeins í höndum forstjóra stofnunarinnar að veita lánið. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins eru mjög skiptar skoðanir um hvort stofnunin skuli veita lánið. Eftir því sem næst verður komist felast skil- yrði Byggðastofnunar einkum í að samið verði við lánardrottna um skuldbreytingar, að eigið fé fyrir- tækisins verði aukið og sýnt verði fram á að fyrirtækið verði þá komið í rekstrarhæft ástand. Ketill segir mikilvægt að ákvörð- un liggi fyrii’ sem fyrst. „Hér blasir við atvinnuleysi hjá á þriðja hundrað manns í þremur sjávarplássum ef að Byggðastofnun bregst ekki skjótt við varðandi afgreiðslu gefins lánsloforðs. Við höfum enn ekki ákveðið hvort starfsfólkinu verði sagt upp en við bíðum eftir við- brögðum frá forstjóra Byggðastofn- unar. Hvað tefur skal ég ekki segja til um því heildarskuldir fyrirtækj- anna fjögurra, að Rauðhamri ehf. á Tálknafirði meðtöldum, eru varla á við andvirði kvótalítils smábáts," segir Ketill. Ekki úrkula vonar Einar K. Guðfinnsson, alþingis- maður og stjórnaiTnaður Byggða- stofnunar, segir málið mjög alvar- legt, enda sé hér um að tefla stærsta einstaka atvinnufyrirtæki Vest- fjarða með ríflega 200 starfsmenn. Málið snerti atvinnulíf þriggja byggðarlaga og staðan hafi því mikil áhrif á afkomu starfsfólks, þjónustu- aðila og fleiri sem eigi mikið undir farsælum lyktum málsins. „Eg hef beitt mér fyrir því við stjórn Byggðastofnunar að þetta fyrirtæki fengi fjárhagslega fyrirgreiðslu til að lækka hjá sér greiðslubyrði og koma rekstrinum í viðunnandi horf. Eg er ekki úrkula vonar um að það takist. Að öðrum kosti verða menn að leita annarra úrræða. Það gæti hinsvegar orðið mjög erfitt að finna aðrar leiðir og þess vegna tel ég að skynsamlegast væri að byggja upp þá starfsemi sem fyrir er hjá þessu fyrirtæki og hjálpa því út úr vand- ræðunum," segir Einar. Betri afkoma fyrstu þrjá mánuðina Sighvatur Björgvinsson, alþingis- maður, segir tiltölulega stutt síðan mikið atvinnuleysi ríkti á Þingeyri, enda hafi allur kvóti farið úr pláss- inu. Rauðsíðu hafi tekist að útvega fólkinu atvinnu sem sé af hinu góða. Sér sé hinsvegar ekki kunnugt um stöðu fyrirtækisins. „Byggðastofnun hefur lofað fjárhagslegri fyrir- greiðslu gegn ákveðnum skilyrðum. Að uppfylltum þessum skilyrðum sé ég enga ástæðu til annars en að veita fyrirtækinu lán. Mér skilst ennfremur að í bráðabirgðauppgjöri fyrstu þriggja mánaða ársins komi í ljós betri afkoma en á síðasta ári þegar fyririækið var rekið með tapi,“ segir Sighvatur. og Ferðafélags Islands verður á morgun Við bjóðum alla velkomna til þátttöku í Esjudegi 1999 sem hefst kl. 11:00 á bílastæðinu utan við Mógilsá með lúðrablæstri og stuttri athöfn. Þaðan verður lagt af stað og gengnar þrjár leiðir sem liggja mishátt upp í Esjuna. Fararstjórarfrá FÍ verða með öllum hópunum. Ein leiðin er um skógræktina á Mógilsá undir leiðsögn starfsfólks rannsóknarstöðvarinnar þar. Sú næsta er hringleið sem liggur upp í mitt fjall. Þaðan er mjög gott útsýni. Þriðja leiðin liggur alveg upp á Þverfellshorn. Félagar í Flugbjörgunarsveitinni verða til aðstoðar eftir þörfum en annars ætti enginn að þurfa að láta þreytuna yfirbuga sig því í upphafi göngu verður útdeilt Leppin orkugeli sem sér mönnum fyrir orku alla leiðina. Aú íjumju JuJíjmij Jjui)i0 Ujjjj á Mm - - ■ , '-■ •: ■- riJiJiijyyyjg o<j •■.'•::■■.■■■' ' LyjjjjJij dj'u'ii-wmim spron W SPARISIÓDUR KiYKJAVlKUK l SPARISJÓDUR .... 0B NÁGKSHNIS www.spron.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.