Morgunblaðið - 05.06.1999, Page 46

Morgunblaðið - 05.06.1999, Page 46
, 46 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Marteinn fædd- ist í Reykjavík 17. október 1923. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur fimmtudaginn 27. maí siðastliðinn. Foreldrar Mar- teins voru hjónin Sigurður Þorsteins- son kaupmaður, f. 5.9.1888 í Hafnar- firði, d. 2.11.1966, * og Sveinbjörg Hall- dóra Sumarlilja Marteinsdóttir, f. 12.5. 1894 í Traðar- koti í Reykjavík, d. 15.7.1963. Systkin Marteins voru: Ólafur Þ., f. 27.2.1921, d. 2.5.1987; Jarl, f. 27.4.1922; Sigurður, f. 7.12.1924; María, f. 24.11.1926; Lilja Árna, f. 15.8.1928; Þor- steinn, f. 26.3.1931. Hálfsystkin Marteins, sam- feðra: Hilmar Haukur, f. 15.1.1937, d. 23.11.1972; Gylfi f. 4.11.1942; Kristín Guðrún, f. 26.1.1949. Marteinn fór barn að aldri að Búrfelli í Grímsnesi til hjón- anna Páls Diðriks- sonar og Laufeyjar Böðvarsdóttur og ólst þar upp fram á unglingsárin er hann hélt til náms í Iðn- skóla Reykjavíkur í húsgagnasmíði og lauk námi árið 1948. Marteinn kvæntist 19. desember 1954 Þuríði Indriðadóttur frá Gilá í Vatnsdal, f. 8.6.1925, d. 25.8.1993, dóttir hjónanna Ind- riða Guðmundssonar, bónda og oddvita, og Kristínar Gísladótt- ur. Börn Marteins og Þuríðar eru: 1) Páll, f. 23.8.1954, börn: a) Kristrún Huld, f. 1978, b) Björg- vin Huldar, f. 1979; c) Marteinn Svanur, f. 1985; 2) Kristín Ind- íana, f. 24.6.1956, maður hennar er Hannes Sigurgeirsson, börn: a) Þuríður, f. 1982, b) Indriði, f. 1984; 3) Jakob Daði, f. 21.10.1958; 4) Laufey, f. 28.1.1960, d. 22.10.1995, sonur hennar er Auðun Ágúst, f.1990; 5) Einar, f. 20.10.1966, sambýliskona hans er Pálína Sif Gunnarsdóttir; 6) Þór, f. 5.11.1967, kona hans er Ýal- gerður Laufey Einarsdóttir, börn: a) Einar Jakob, f. 1994, b) Kolbrún Laufey, f. 1995, c) stúlkubarn, f. 1998. Sonur Þuríðar, Baldur Fjölnisson, f. 8.3.1951. Marteinn og Þuríður hófu bú- skap 1953 að Hátröð 7 í Kópa- vogi, byggðu síðar hús við Digranesveg og bjuggu þar til ársins 1957 er þau fluttu á föð- urarfleifð Þuríðar að Gilá í Vatnsdal. Með bústörfum stundaði Mar- teinn byggingavinnu og öðlað- ist síðar réttindi í húsasmíði. Hann var byggingareftirlits- maður í Austur-Húnavatnssýslu um árabil og leiðsögumaður veiðimanna í Vatnsdalsá. Mar- teinn réðst til starfa að Húna- völlum árið 1974 sem kennari og húsvörður og starfaði þar allttil ársins 1989. títför Marteins fer fram frá Búrfellskirkju í Grímsnesi í dag og hefst athöfnin klukkan 11. MARTEINN ÁGÚST SIG URÐSSON Elsku pabbi minn, nú hefur þú fengið hvfldina langþráðu, hvíldina sem þú varst búinn að þrá svo heitt. Þú varst svo einmana þegar mamma dó snögglega 1993. Síðar, eða árið 1995 þegar Laufey systir lést í bflslysi, varðst þú afar ósáttur við lífíð og tilveruna. Ósáttur við að hafa ekki fengið að fara þessa för sjálfur en aldrei hefur verið spurt um aldur þegar maðurinn með ljá- inner annars vegar. Eg vil þakka þér margt. I mínum m uppvexti varst þú sérstaklega dug- legur að hjálpa mér og mínum systkinum við alls konar smíðar, föndur og þess háttar. Þú kenndir mér að draga til stafs og lagðir mikla áherslu á góða skrift enda hafðir þú glæsilega og skýra rit- hönd svo af bar. Þú kenndir mér að meta góðar bækur og fara vel með þær. Nú á ég allar bækur sem mér voru gefnar frá því ég var smá- stelpa. Ég vil þakka þér sérstaklega hvað þú reyndist bömunum mínum, Þuríði og Indriða, vel alla tíð. Þú barst hag þeirra svo sannarlega fyr- ir brjósti. Hjálpaðir þeim alloft við nám og gafst aldrei upp við að fletta bókunum þínum ef þau vantaði ein- , hveijar upplýsingar varðandi námið. Ef þú varst syðra og okkur vant- aði að vita um skrúfu eða bók gast þú ætíð sagt mér gegnum síma hvar þetta eða hitt væri. í annarri hillu að sunnan, trúlega hilla þrjú ofan frá, sennilega bók sjö eða átta. Eða skrúfukassi í neðstu hillunni í hom- herberginu við hliðina á naglapakka með smánöglum í. Aldrei brást þú í þessum efnum enda alltaf með hlut- ina á vísum stað og sjónminnið í lagi. Þú varst mjög kröfuharður við sjálfan þig, tókst aldrei að þér verk nema að geta skilað því fullkomnu. Handlagni þín er víða þekkt og ekki að ástæðulausu. Þú gerðir kröfur til okkar systkinanna um að gera hlut- ina vel ef við á annað borð tækjum verkefni að okkur. Þetta er mikið rétt og þér að þakka ásamt mömmu sem var ekki síður vandvirk og gerði kröfur til sjálfrar síns. Elsku pabbi, Kði þér vel á nýjum slóðum. Takk íyrir allt. Þín dóttir, Kristín Indíana. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. >*. Einirfaraenaðrirkomaídag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir sitja við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðmundsson) 1 Elsku Matti, er ég kom til þín kvöldið áður en þú fórst datt mér ekki í hug að ég ætti ekki eftir að sjá þig oftar, kannski vildi ég bara ekki meðtaka það. Þetta kvöld langaði mig til að hrista þig til og segja þér að láta ekki svona, að vera græta mig og tala lítið sem ekkert við mig, því mig langaði svo að spjalla. En svona getur eig- ingimin verið því ég veit að þetta varst þú búinn að þrá lengi, ég hélt bara að ég hefði meiri tíma. Þau voru ekki ófá skiptin sem ég sat hjá þér fyrir norðan og við flett- um ættfræðibókunum þínum því þær áttir þú margar og verður gott að geta gluggað í þær seinna meir. Mikið var gaman hjá okkur er við tókum í spil en ansi gátuð þið feðg- ar oft pirrað mig með óþarfa spjalli um spilin sem þið voruð með á hendi. Þó græddi ég á því. Alltaf varstu að gauka einhverju gömlu dóti að mér því þú vissir áhuga minn á því liðna og ég á eftir að varðveita þessa muni handa öðrum kynslóðum og sögunum sem þeim fylgja. Það verður skrýtið að koma norður og sjá þig ekki sitja í hom- inu þínu en ég veit að þú munt vera þar og fylgjast með okkur. Verst þykir mér að þú skyldir ekki fá að kynnast ófæddu barnabami þínu en við Einar sjáum til þess að það fái að heyra um afa sinn á Gilá. Þegar ljóst varð hvert stefndi tók ég utan um þig og sagði þér hversu vænt mér þætti um þig. Þá sagðir þú að það væri ekki seinna vænna en ég sá að þér þótti gott að heyra þetta. Það er alltaf jafn erfítt að segja „mér þykir vænt um þig“ þó svo að maður hugsi það. Því ætla ég að þakka þér fyrir samveruna og Matti minn, mér þykir vænt um þig- Þín Pálína Elsku afi, við ólumst upp með þér og ömmu Þuríði nánast öll okk- ar ár og era þau okkur ógleyman- leg. Fyrstu árin okkar bjuggum við öll í gamla húsinu heima á Gilá. Síð- ar byggðuð þið amma lítið hús á túninu fyrir ofan okkur. Mörg eig- um við sporin milli húsanna, fyrstu árin í pössun, síðan til að nema fró- leik. Aldrei komum við að tómu húsinu hjá ykkur. Þú áttir mikið bókasafn og þar var hægt að fletta upp á hverju sem var og varst þú ólatur að fletta upp hinu og þessu í sambandi við skóla- nám okkar. Alltaf áttir þú pappír, liti, skæri og lím þegar okkur datt í hug að mála eða föndra. Amma pijónaði á okkur peysur og sokka og hringlaði við pottana, þú gluggaðir í bækurnar þínar og skaust að okkur nammi annað slagið. Þetta vora góðir dagar. Eftir að amma lést reyndum við að vera dugleg að labba yfir til þín í „afahús“ með póstinn þinn og heita máltíð einu sinni á dag sem mamma okkar eldaði. Þú varst duglegur að elda og bjóða okkur í pylsuveislu eða fískibollur sem þú hafðir mikið dálæti á. Nú hefur þú fengið hvfldina og ert kominn til ömmu og Laufeyjar frænku. Elsku afí, líði þér vel. Þín afabörn, Þuríður og Indriði. Hinn 27. maí í byrjun sjöttu viku sumars kom kallið, Matti minn. Þegar litið er til baka hlaðast upp minningar um vera mína í sveitinni hjá Marteini og konu hans, Þuríði, en hún var móðursystir mín og fékk ég að vera í sveit hjá þeim í sjö sumur. I dag finnst mér það hafa verið forréttindi að hafa fengið að vera í sveit á sumrin og það hjá svona góðu fólki. Þuríður lést haustið 1993 og var það mikill miss- ir fyrir okkur og ekki síst fyrir Martein og böm þeirra því að þau hjónin vora mjög samrýnd. I sjöttu viku sumars er sauðburðurinn langt kominn eða búinn á flestum bæjum. Ég, lítil stelpa í Bamaskól- anum í Kópavogi, átti erfítt með að bíða eftir að skólanum lyki á vorin og fékk oftast að fara þegar síðustu prófin vora búin. Það var ekki beðið eftir skólaslitum því tilhlökkunin að fara í sveitina var svo mikil og á haustin fór ég oft ekki suður fyrr en eftir réttir. Oftast fór ég með Norðurleiðarútunni og man ég hvað mér fannst alltaf langt til ykk- ar. Hvalfjörðurinn óendanlega langur og hugsaði ég oft um það hvað leiðin yrði styttri ef það væri brú yfir Hvalfjörðinn en það hvarfl- aði aldrei að mér þá að það ættu eftir að koma göng undir Hvalfjörð- inn. Þegar ég kom loks norður var sauðburðurinn oftast í fullum gangi og ekki vildi ég missa af því. Eða að sjá þegar kýmar voru settar út í fyrsta skipti á vorin, það var alltaf svo mikil tilhlökkun hjá okkur ki-ökkunum. Matti og Gógó (en það voru þau kölluð) voru samhent hjón, fjárhúsið var þeirra beggja, hvort heldur var í sauðburðinum, við marka lömbin eða rýja rollurnar og í fjósið fóra þau alltaf saman. Ég hafði mjög gaman af að fara í fjósið með þeim og mátti ég mjólka handa kisunni sem alltaf var í fjós- inu. En fyrstu árin mín í sveitínni var torffjós og fannst mér alltaf svo hlýtt og notalegt að koma í það. Þeg- ar nýja fjósið kom var söknuður að gamla fjósinu. Enn þann dag í dag sækist ég helst eftír að fá að fara í fjósið af öllu ef ég fer á sveitabæ. Ég verð að minnast aðeins á mat- artímana. Þegar Gógó var búin að setja matinn á borðið tók Matti við að skammta okkur krökkunum. Þegar það var fískur sá Matti um að hreinsa hann fyrir okkur, hvort heldur það var þverskorin ýsa eða silungur sem var alloft. Matti fór stundum í veiði og man ég sérstak- lega eftir einni ferðinni en þá kom hann með svo mikið af silungi heim. Við krakkarnir fórum með Gógó niður að Gilá til að slægja hann og fannst mér þetta vera mörg þúsund stykki. Þessi sumur sem ég var í sveit hjá þér, Matti minn, era mér ógleymanleg og finnst mér ég vera komin heim þegar ég kem á Gilá. Það hefur ekki liðið það sumar að ég hafi ekki komið í heimsókn í sveitina til ykkar og alltaf var tekið vel á móti mér, Einari og drengjun- um okkar. Matti lærði húsgagnasmíði á sín- um yngri áram og var hann mjög handlaginn við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Mattí hafði þá fal- legustu rithönd sem ég hef séð af karlmanni. Helsta áhugamál hans var að lesa bækur og þá helst ætt- fræðibækur. Hann átti mikið og fróðlegt bókasafn. Ég var að vinna á skjalasafni þegar Matti kom eitt sinn til mín í heimsókn og bauð ég honum að koma með mér í vinnuna. Þáði hann það og sá ég hvað hann naut þess að skoða og lesa bækum- ar sem vora frá áranum 1910-1950, allar handskrifaðar. Við höfum oft rætt það síðan hvað hann hafði gaman af þessu. Alltaf bað hann að heilsa vinnuveitanda mínum þegar við minntumst þessa tíma. Við Matti áttum auðvelt með að ræða málin og sjá spaugilegu hliðarnar á tilveranni. Ég get skrifað mikið meira en læt staðar numið hér. Ég vil þakka þér fyrir öll okkar góðu kynni, Matti minn. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér af eiginkonu þinni og dótt- ur. Megi algóður Guð geyma ykkur. Börnum Marteins og fjölskyldum þeirra, svo og systkinum hans og þeirra fjölskyldum, vinum og öðr- um ættingjum sendum við Einar okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að vera með þeim um framtíð alla. Kristín Sveinsdóttir og fjölskylda. Marteinn Ágúst Sigurðsson, fyrrum bóndi á Gilá í Vatnsdal, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir nokkurra ára veikindi. Hann fæddist í Reykjavík 17. október 1923, sonur hjónanna Liþ'u Mar- teinsdóttur og Sigurðar Þorsteins- sonar. Þar ólst hann upp til 7 ára aldurs í stóram systkinahópi. Þá missti móðir hans heilsuna um ára- bil og varð það til þess að Marteinn kom á heimili foreldra minna að Búrfelli í Grímsnesi og átti þar at- hvarf meira og minna sín uppvaxt- arár. Hann hélt þó alltaf miklum og góðum tengslum við foreldra sína og systkin og var systir hans María einnig nokkur sumur á Búrfelli. Eins og margir ungir menn á stríðsáranum hélt Marteinn suður til Reykjavíkur og fór í Bretavinn- una tíl að afla sér fjár. En hugur hans stefndi til náms, enda ágætum gáfum gæddur. Hann hóf nám í húsgagnasmíði um tvítugt og lauk því með sóma. Hann var mikill hag- leiksmaður og smiður góður. Hann hafði mjög fallega rithönd og var flinkur við útskurð og teikningar. Hann vann síðan við húsgagna- smíðar í nokkur ár. Alltaf var tryggð hans mikil við foreldra mína og okkur systkinin og austur að Búrfelli lá leiðin alltaf er færi gafst frá námi og vinnu. En hamingja Marteins og mesta lán í lífinu var er hann kynntist konu sinni, Þuríði Indriðadóttur, Gógó, fallegri og afburðamyndar- legri stúlku frá Gilá í Vatnsdal. Þau giftu sig 1954 og stofnuðu heimili í Kópavogi. Árið 1957 tóku ungu hjónin við búskap á Gilá er Indriði faðir Gógóar hætti búskap. Þar var lítill húsakostur og tóku nú við annasöm ár við uppbyggingu húsa og búrekstur. Þar kunni Marteinn að sjálfsögðu vel til verka með sína smíðakunnáttu og vandvirkni en kona hans var honum stoð og stytta og saman unnu þau að búskapnum og uppeldi bamanna sem urðu sex og fyrir átti Gógó einn son, Baldur, sem Marteinn gekk í fóðurstað. Tvö barnanna létu þau heita í höfuð for- eldra minna, Pál og Laufeyju. Jörð- in Gilá er landlítil og bar ekki stórt bú. Þau vora þvi mörg aukastörfin sem unnin vora utan heimilisins til þess að afla tekna. Þegar þau höfðu komið sér upp fallegu húsi tóku þau mörg börn úr Reykjavík til sumar- dvalar. Má nærri geta að mikið annríki var á þessu stóra heimili. Myndarskapur Gógóar var annál- aður en Marteinn tók líka mikinn þátt í öllu heimilishaldi með henni og vora þau mjög samhent. Um 17 ára skeið var Húnavallaskóli þeirra annað heimfli á vetram en þar unnu þau bæði, hún sem matráðskona en Marteinn við kennslu og viðhald. Marteinn unni konu sinni og börn- um mjög mikið og áttum við oft löng símtöl þar sem hann fræddi okkur um hagi þeirra og störf og var stoltur af. Þótt Marteinn hafi átt heima í Vatnsdalnum í yfir 40 ár var hugur hans mikið sunnan heiða og fann ég oft að hann saknaði æskustöðvanna og foreldra minna á Búrfelli. Hann varð fyrir því mikla áfalli að missa konu sína 1993 og síðan yndislega dóttur sína, Laufeyju, í bflslysi nokkru síðar. Einnig ástkæra tengdadóttur, Hrefnu, eftir mjög erfið veikindi. Þetta vora erfiðir tímar og fengu mjög á hann en þá naut hann góðrar umhyggju Krist- ínar dóttur sinnar og fjölskyldu hennar sem hafði tekið við búi á Gilá. Gógó og Matti, eins og hann var oftast kallaður, höfðu flutt í lítið íbúðarhús sem hann hafði reist í túnfætinum og þar hugðust þau eiga saman góða daga. Þau ár urðu alltof fá, aðeins fjögur, en eins og áður sagði lést Gógó snögglega 1993, aðeins 68 ára að aldri. Marteinn var afar fróðleiksfús og mikfll bókasafnari. Hann var vel lesinn, sérstaklega í sögu lands og þjóðar. Bækumar hans urðu hon- um óþrjótandi afþreying í einsemd- inni síðustu árin. Bömin hans og systkin vora honum áfram stoð og styrkur. Marteinn var hlédrægur maður og barst ekki á. Hann gat verið glettinn og spaugsamur. Hann var trygglyndur og hringdi oft til mín og systkma minna. Hug- urinn var mikið heima á Búrfeli, enda kona hans jarðsett þar og þangað liggur síðasta leiðin hans til hinstu hvflu. Ég kom til hans á Sjúkrahús Reykjavíkur daginn fyr- ir andlát hans. Þá var hann farinn að kröftum en andinn og kímnin vora söm og áður. „Það er ekki langt í ferðina austur fyrir fjall,“ sagði hann og spaugaði sem frískur maður. Ég hafði orð á sálarþreki hans. „Ja, það er stutt eftir þegar húmorinn er farinn,“ sagði hann. En ég átti ekki von á því að það yrði svona stutt. Við systkinin á Búrfelli þökkum honum samfylgdina og biðjum börnum hans og fjölskyldum þeirra guðs blessunar. Ólöf Pálsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitíetrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.