Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gísli Einarsson fæddist í Kjarn- holtum í Biskups- tungum 2. septem- ber 1932. Hann iést á heimili sínu, Kjarnholtum, 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Einar Gíslason, bóndi í Kjarnholtum, f. -v 1904, d. 1997, og Guðrún Ingimars- dóttir frá Efri- Reykjum í Biskups- tungum, f. 1905, d. 1981. Gísli var næstelstur sjö systkina. Systkini hans eru: Ingibjörg, kaupmaður, búsett í Kópavogi, Ingimar, starfsmað- ur við Nautastöð Búnaðarfé- lagsins á Hvanneyri, Guðrún, skrifstofumaður í Reykjavfk, Elínborg, húsfreyja í Reykjavík, Þóra Margrét, starfsmaður Ora, búsett í Kópavogi, og Magnús, hrossaræktarbóndi í Kjarnholtum. Hinn 25. mars 1956 kvæntist ' Gísli Ingibjörgu Jónsdóttur, f. 10. desember 1932, frá Skára- stöðum í Miðfirði. Foreldrar Ingibjargar voru Jón Sveinsson, f. 1892, d. 1976, og Jenný Guð- mundsdóttir, f. 1895, d. 1990. Gísli og Ingibjörg eignuðust fjögur börn: 1) Einar, f. 1955, umboðsmaður Olís og Heijólfs í Þorlákshöfn, kona hans er Sesselja Pétursdóttir, verslun- armaður, f. 1957. Þau eiga eina Hann Gísli oddviti er fallinn frá allt of fljótt, hann átti svo mikið eft- ir og við ætluðum svo margt að bralla í framtíðinni. Við ætluðum að semja saman viðtalsbók þar sem beislaður yrði allur fróðleikurinn um sveitarstjórnarstörf og fjallferð- ir sem Gísli bjó yflr. Við ætluðum líka að gera ýmislegt á hálendinu, hugmyndin var að staðsetja Gísla á afréttinum sem fjallkarl og leið- sögumann á sumrin. Hann talaði um að stofna ferðafélag fyrrverandi oddvita o.fl. o.fl. en þetta bíður betri tíma, nú er hann eflaust á öðrum fjöllum. Hann Gísli í Kjarnholtum var enginn venjulegur Gísli og við lítum t á það sem forréttindi að hafa fengið að kynnast honum og starfa náið með honum undanfarin ár. Morg- unkaffitímarnir í Aratungu eru okkur minnisstæðir, þar var margt rætt, gjarnan sveitarstjórnarmál, pólitík og fjallferðir. Hann fór líka með okkur í okkar fyrstu há- lendiskönnunarleiðangra í ýmsum erindagjörðum og sagði okkur endalausar sögur. Þótt Gísli væri slyngur pólitíkus og margt hægt af honum að læra á þeim sviðum var hann fyrst og fremst náttúrubarn. í huganum er minnisstæð mynd af honum í lopapeysunni og gúmmí- skónum í fjárhúsunum í Kjarnholt- um í miðjum sauðburði. Við fengum að fylgjast með og dáðumst að natni hans við skepnurnar. Fyrsta sem dóttir okkar sagði þegar hún heyrði um andlátið var: „Hver hugsar þá um kindurnar hans?“ Það var líka alveg sérstakur svipur sem færðist yfir hann um leið og hann var kominn inn fyrir afréttar- girðingu, þá var gjarnan staldrað við og lagið tekið. Við vorum miklu meira en vinnufélagar því strax átt- um við í Gísla tryggan vin, hann sagði gjarnan að við værum „frænkur". Um jólin var fastur lið- ur að hann kom með heimareykt hangiket og færði okkur í jólamat- inn. Börnunum fannst gaman að heimsækja hann og spjalla því hann ræddi við þau eins og fullorðið fólk. Hann sinnti opinberum erindum fyrir háa sem lága og það var sögu- leg stund þegar hann formlega opn- aði Útvarpsstöðina FM glundur Jyrir nemendur Reykholtsskóla og þjóðsöngurinn var spilaður í beinni útsendingu. dóttur, Guðlaugu, verslunarmann, f. 1977. Hennar sambýl- ismaður er Róbert Dan Bergmundsson, nemi í rafvirkjun, f. 1975 og eiga þau eina dóttur, Sesselíu Dan, f. 1998. 2) Jón Ingi, f. 1959, veitingamaður í Reykjavík, hann á eina dóttur, Ingu Jöru, f. 1988. Sambýl- iskona Jóns er Hrönn Hafsteinsdóttir, veit- ingamaður í Reykja- vík, hún á tvo syni, Jón Inga, f. 1977, og Friðrik, f. 1984. 3) Gylfi, f. 1962, rekstrar- hagfræðingur í Reykjavík, kona hans er Oddný Mjöll Arnardóttir, f. 1970, lögfræðingur í Reykjavík. Þau eiga einn son, Gísla, f. 1995. 4) Jenný, f. 1969, nemi í þroska- þjálfun í Reykjavík. Sambýlis- maður hennar er Bjarni Bender Bjarnason, f. 1964, þau eiga eina dóttur, Heklu Bender, f. 1997. Að loknu fullnaðarprófi frá Reykholtsskóla í Biskupstung- um var Gísli tvo vetur, 1947 og 1948, við Iþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal, þriðja veturinn, 1949, var hann gegn- ingamaður hjá Sigurði. Vetur- inn 1951-1952 stundaði Gísli nám við Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan búfræðiprófi. Ár- in 1953-1955 var hann við nám við framhaldsdeild Bændaskól- ans á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðikandidat. Að Gísli var farsæll í starfi og menn leituðu gjarnan til hans um ráð bæði innan sveitar og utan. Hann var bú- inn að vera svo lengi oddviti að hann hélt heitinu oddvitinn á meðal manna þótt hann hefði látið af störf- um sl. vor og nýir menn tekið við. Við vitnum oft í hollráð Gísla sem hann gaf okkur þegar við komum fyrst til starfa, hann sagði að ómögulegt væri að gera öllum til hæfís og að óumdeildur maður væri ónýtur því hann væri ekki að gera neitt. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst Gísla og átt með honum ómetanlegar samverustundir. Ingu, Einari, Gylfa, Jóni Inga, Jennýju og fjölskyldum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ásborg og Jón í Aratungu. „Mér þykir vænt um þennan strák,“ segir blíðleg og svolítið hol karlmannsrödd um leið og ógn- arsver beljaki í lopapeysu tekur ut- an um pervisinn stráktappa í anorakk og hann gleymir því aldrei. Atvikið sem átti sér stað í réttunum fyrir röskum tveimur áratugum rifj- ast upp núna þegar þessi sami strákur reynir að stauta saman minningargrein um manninn í lopa- peysunni, manninn sem var óaðskilj- anlegur hluti af landslagi sveitarinn- ar með sína óborganlegu ístru, glaða sinni og sérstæða höfðingsbrag sem ekki byggðist á því að rigsa um rétt- irnar í rykfrakka og taka í hendurn- ar á höfðingjunum að sunnan heldur blanda geði við háa sem lága. Vafalítið hófust kynni okkar Gísla þegar við Gylfi sonur hans fórum að heimsækja hvor annan eftir skóla. Ég veit ekki hvort krakkar í Tung- unum gera þetta ennþá en þetta var algengt í þá daga. Við fengum leyfí hjá mömmu til að bjóða vini heim og hann kom með manni með skólabfln- um og fór síðan daginn eftir með skólabflnum. Þannig fékk ég nokkrum sinnum að koma í Kjarn- holt. Það var Inga sem hafði fyrir þessum óstýrilátu strákum sem hlupu upp um alla veggi í óútskýran- legri gleði yfir að vera til. Ég man óljóst eftir að sæðingamaðurinn Gísli í Kjamholtum hafi komið heim og sussað á okkur strákavitleysing- ana. Og þótt mér fyndist Gísli þegj- andalegur og allt að því þumbara- loknu námi vann Gísli hjá Bún- aðarfélagi Islands í Reykjavík til vors 1956 er þau hjón flutt- ust að Hólum þar sem Gísli var bústjóri fram á mitt ár 1957. Þá starfaði hann við nýstofn- aða Sæðingastöð í Laugardæl- um í eitt og hálft ár uns þau hjón fluttu vorið 1959 að Kjarnholtum þar sem Gísli síð- an bjó allt til síðasta dags. Jafnhliða bústörfum var Gísli sæðingamaður í Biskupstung- um, Grímsnesi og Laugardal til ársins 1974. Gísli gegndi fjölmörgum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum á lífsleiðinni. Hann sat um skeið í stjórn Búnaðarfélags Biskups- tungna, í Hreppsnefnd Biskups- tungnahrepps í 32 ár, 1966-1998, og var oddviti hreppsnefndar og jafnframt starfandi sveitarsljóri í 24 ár, frá 1974-1998. Gísli var í sfjórn Sunnlenskra sveitarfélaga um hríð og gegndi jafnframt for- mennsku í þeim samtökum um tíma ásamt því að eiga sæti í Héraðsnefnd Árnessýslu um árabil. Gísli var mikill áhuga- maður um afréttar- og land- græðslumálefni og starfaði í stjórn Landgræðslufélags Bisk- upstungna til ársins 1998 og var skipaður í Skipulagsnefnd mið- hálendisins sem lauk störfum í byrjun árs 1999. Þá var Gísli ár- ið 1997 skipaður af umhverfís- ráðherra í Geysisnefnd. Gísli starfaði auk þess í fjöldamörg- um nefndum og sfjórnum á veg- um sveitarfélagsins á þessu tímabili. Útför Gísla fer fram frá Skál- holtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Haukadal. legur við fyrstu kynni þá skynjaði ég líka vel þessa ískrandi gleði bak- við augun og ístruna. Gísli Einarsson var höfðingi sinn- ar sveitar, ekki bara af því að vera oddviti hennar um áratugi og alls- ráðandi um hennar málefni. Miklu frekar af hinu að vera barn hennar alla ævi, trúr henni án þess að sveipa sig öðrum hugsjónum en þeim sem honum voru í blóð bornar. Þannig var allt hans æði áreynslu- laust og blátt áfram. Nú þegar hann er allur í fjárhúsgarðanum heima hjá sér með mélfötuna í fanginu gruna ég hann meira að segja um að hafa ekki reynt að verða langlífur eins og okkur er þó boðað af marg- földum krafti í dag. Enda varð það ekki elli kerling sem felldi þennan karl og víst að við sem eftir lifum hefðum viljað njóta samvistanna miklu lengur. En Kjarnholtabóndinn fékk fal- legt og þægilegt andlát, enda gæfu- maður allt sitt líf. Eitthvað þess háttar hraut af vörum fóður míns þegar ég sagði honum fréttirnar síð- astliðinn mánudag og fyrir Gísla gerðist það að við feðgar vorum innilega sammála sem kannski er ekki of oft. Það er sögð sú saga af forföður Gísla, Guðmundi Diðrikssyni frá Neðra-Dal, að hann hafi skipt á Laugarásnum og Kjarnholtum og gefið í milli. Hvað sem er hæft í því hafa Diðrikarnir síðan búið í Kjarn- holtum, Gísli var þriðji maður frá Guðmundi í beinan karllegg og undi sér hvergi betur en á þessari þúfu forfeðranna. Með Gísla í Kjarnholtum er ekki aðeins genginn héraðshöfðingi held- ur líka söng- og gleðimaður í sér- flokki. Þeim fer nú sem betur fer fækkandi sem telja drykkjuskap fólki til tekna en einnig í þeim efn- um var Gísli í Kjarnholtum í sér- flokki. I umræðu manna um Bakkus konung hef ég oft vitnað til þess að í Kjarnholtum væri að finna undan- tekningu frá þeirri reglu að mikil og hraustleg drykkja verði fólki að fótakefli í lífinu. Löngu eftir að óminnishegrinn hafði yfirtekið sál okkar alkanna og úthaldsminna fólk var gengið til náða stóð Gísli uppi í góðra vina hópi og söng næturlangt gamla fjallsöngva Tungnamanna, nýjustu dægurlögin eða kveðskap meistara Megasar. Aðdáun Gísla á Megasi var enn eitt dæmið um þá áreynslulausu ein- lægni sem einkenndi hann. Á síðasta ári lét Gísli af oddvitaembætti og Tungnamenn héldu honum af því til- efni veislu í Aratungu sem sótt var af nær öllum bæjum sveitarinnar. Þegar hæst stóð kom á sviðið leynig- estur kvöldsins, meistari Megas, og mörgum verður það ógleymanlegt að sjá þá syngja saman um Fatlafól trúbadorinn að sunnan og gleðipinn- ann og náttúrubarnið Gísla í Kjam- holtum. Ingu í Kjarnholtum og börnum þeirra hjóna sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur um leið og ég þakka forsjóninni fyrir að hafa kynnst ógleymanlegum höfðingja. Bjarni Harðarson. Þögnin og treginn minna á þegar góður samferðamaður hefur runnið sitt æviskeið, horfið yfir mörkin sem liggja milli lífs og dauða. Minningin lifir, slóðin er rakin, þar sem markar til spora lifir mað- urinn áfram í verkum sínum. Þannig mun það verða um Gísla Einarsson, íyrrv. oddvita í Kjarn- holtum. Gísli átti góða æsku, for- eldrarnir, systkinin, afarnir og ömmurnar skópu þann menningar- heim sem var svo dýrmætur fýrir barnssálina. Þar voru góðar dyggðir í hávegum hafðar, vinnusemi, ráð- deild og félagsleg samskipti manna á meðal. Að loknu barnaskólanámi fór Gísli í Iþróttaskóla Sigurðar Greipssonar þar sem rétt var úr bognu baki og vöðvar stæltir og ekki man ég betur en hann hafi þótt allgóður glímu- maður. Ekki er ólíklegt að skóla- stjórinn hafi blásið honum í brjóst eitthverju af þeim eldmóði hugsjóna sinna sem efldi þor og kjark. Eftir þetta varð ljóst hvað verða vildi, hann hafði ákveðið að feta í fótspor feðranna og helga sig land- búnaði. Var nú stefnan tekin á bændaskóla þar sem hin margvís- legustu vísindi voru kennd og skoð- uð ofan í kjölinn, sem lauk með kandídatsprófi í búvísindum frá Hvanneyrarskóla. Nú var komið að því að Gísli gæti látið drauminn rætast, fór að búa með foreldrum sínum, kominn með konu sína, Ingibjörgu Jónsdóttur, sem upp frá því stóð sem klettur við hlið hans, uppörvaði og hvatti hann til dáða. Tungnamenn þakka fyrir þær byrðar sem hún varð að taka á sig vegna starfa hans fyrir sveitarfé- lagið auk þess að ala honum fjögur mannvænleg börn. Gísli var stór- tækur í fjárbúskap en hafði frjó- tæknisstörf í uppsveitum til styrktar búskapnum. Hann kom margsinnis á alla þá bæi þar sem kúabúskapur var. Alls staðar varð hann aufúsugestur, virt- ur og vel látinn. Það gerði trausta handtakið og hlýtt viðmót. Þetta var erfitt og slítandi starf, vegir afleitir og bflarnir ekki þægilegir. Og enn urðu kaflaskil í lífi Gísla, hann var kosinn í sveitarstjórn, að vísu sem óbreyttur liðsmaður undir farsælli stjórn þáverandi oddvita í átta ár. Þá var komið að því að hann yrði ókrýndur foringi Tungna- manna, oddviti sveitarinnar, það var ekkert vandalaust að setjast í stól forverans. Gísli hafði stuðning sveit- unganna og harðsnúið lið með sér í sveitarstjórn. Framkvæmdh-nar héldu áfram jafnt og þétt. Ef til vill hefur stundum verið djarft teflt fjár- hagslega, maður getur svo sannar- lega glaðst yfir þeim stórvirkjum sem unnin hafa verið til hagsbóta fyrir fólkið í sveitinni. Sveitarstjórnarmönnum í Bisk- upstungum hefur verið það vel ljóst að ef halda ætti í horfinu með búsetu yrði að sinna þörfum íbúanna. Þessu erilsama starfi gegndi hann í tutt- ugu og fjögur ár. Eftir því sem ég þekkti til var Gísli slyngur samningamaður við opinbera stjórnsýslu. Hann var svo sannarlega sáttagerðarmaður, rétt- sýnn og tillögugóður. Ég hygg að störf hans að félagsmálum sveitar- stjórnanna á Suðurlandi og einnig á landsvísu sýni það. Gísla verður minnst sem verðugs fulltrúa og foringja í náttúruvernd- armálum á afrétti Tungnamanna, GÍSLI EINARSSON unnið hefur verið stórvirki þar sem góð samvinna hefur verið við Land- græðslu rfldsins í fjölda ára. Hann hefur áreiðanlega fyllst stolti þegar hrjóstrugir melar urðu iðjagrænfr. Eitt var það sem Gísli hafði sér- staka ánægju af; fjallaferðir með góðum vinum vel ríðandi á kraft- miklum hestum. Alveg var sama hvort leitir voru fjölmennar eða fá- liðuð eftirleit. Þessi síhressi og káti vinur kom öllum til að syngja. Það var Guðsgjöf sem hann naut ríku- lega. Gísla er búinn legstaður í Hauka- dalskirkjugarði þar sem hann hafði lagt hug og hönd að margs konar at- höfnum, viðhaldi á kirkjunni og garðinum ásamt safnaðarsystkinum sínum. Það verður í minnum haft, þegar söfnuðurinn kom á hestum sínum einu sinni á sumri til guðs- þjónustu, þetta var gert nokkur sumur. Hinn fallegi Haukadalsskógur myndar umgjörð um staðinn, Beiná- in blátær, sem kemur undan Hauka- dalsheiðinni, hefur hjalað við klapp- irnar öldum saman rétt neðan við kirkjugarðinn. Ég veit svo að fuglar himinsins munu syngja Gísla fallega lofgjörðarsöngva. Samferðamenn drúpa höfði í þakklætis- og virðingarskyni vegna skyndilegrar brottkvaðningar Gísla af þessum heimi. Ljóst er að verk hans munu lifa. Ingibjörgu og fjölskyldunni send- um við innilegar samúðarkveðjur. Við hjónin kveðjum að lokum kæran vin. Björn Erlendsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaóar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Sumrinu mínu í Kjarnholti mun ég seint gleyma, en þetta er eitt mitt besta sumar sem ég hef upplifað, en það eru líka eflaust fáir sem hafa haft eins góðan vinnuveitanda og þú varst. Það er svo margt sem kemur upp í hugann, allt svo ljúfar minningar þegar ég hugsa um þig Gísli minn. Þú varst traustur vinur og tryggur og alltaf var hægt að leita til þín ef eitthvað bjátaði á því þú vildir allt fyrir mann gera. Það var alltaf stutt í hláturinn þegar við byrjuðum að spauga saman og þú sást alltaf björtu hliðarnar á lífinu. Þú varst hestamaður af guðsnáð og áttir margan góðan gæðinginn en það þótti mér ómetanlegt þegar þú lán- aðir mér hann Skjóna þinn og fæ ég þér seint fullþakkað. Það kemur svo margt upp í hug- ann þegar ég hugsa um þig sem ég ætla að eiga með sjálfri mér. Það er komið að kveðjustund. Það er komið að því að Gísli Einarsson sé kvaddur í hinsta sinn á þessari jörðu. Það er erfitt að kveðja mann eins og Gísla. Hann skilur of mikið eftir sig, hefur of djúp áhrif á þá sem fengu að deila með honum stund í þessu lífi. Það tekur tíma að jafna sig á því að þessi maður er á bak og burt. I sveitinni þar sem ná- lægðin við nágrannana er svo sterk verður missirinn mikill og tilfinnan- legur. I hvert skipti sem menn koma saman á mannamót finnst fyrir því ef einhvern vantar. Ég sit í Vesturbænum og hugsa um það hvers vegna í ósköpunum ég lét ekki verða af því oftar að heimsækja Gísla. Mér leið svo vel í návist hans og fannst svo gott að búa hjá þeim hjónum í Kjarnholt- um. Ég hugsa um kvöldið þegar Gísli bauð okkur stelpunum í mat og Halli kom úr Einholtinu og við átum dýrindis máltíð og drukkum vín og horfðum á fegurðarsam- keppni í sjónvarpinu. A eftir var spjallað, hlegið og sungið fram á morgun. Man að Gísli kallaði mig fuglabónda af því ég átti páfagauk sem orgaði hátt og skeit út um allt. Aldrei hafði Gísli orð á því að það væri ófriður af fuglinum né óþrifn- aður. Ég átti stórafmæli og Gísli eftirlét mér stóra húsið undir alls- herjar parti og eldaði meira að segja fyrir mig pottréttinn sem var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.