Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 49
I-
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 49
i
í boðinu. Hann rétt svona hristi
þetta fram úr erminni eins og
margt annað sem mig vanhagaði
um. Mig vantaði að fá lánaðan klár í
viku og bar það undir Gísla og hann
sagði: Ætli það verði ekki að vera
að ég láni þér Litla-Jarp. Þarftu
ekki hnakk og beisli? Hann gaf og
veitti allt sem hann hafði færi á og
mest gaf hann af sjálfum sér. Án
þess að vita það sjálfur dreifði hann
molum hér og þar sem menn
hámuðu í sig og fengu aldrei nóg.
Ég er ekki búin að fá nóg en verð
héðan í frá að nærast á minningun-
um mikilsverðu.
Menn minnast góðra manna á há-
tíðlegum stundum og tyllidögum og
undan missi Gísla svíður sárt.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Við sendum ykkur öllum ættingj-
um og vinum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Gyða og Elsa.
Við sviplegt andlát Gísla Einars-
sonar, áður oddvita Biskupstungna-
hrepps, koma upp í hugann margar
minningar frá samstarfi okkar um
sveitastjórnarmál og þó sérstaklega
um sameiginleg málefni uppsveit-
anna sex í Amessýslu.
Samstarf hreppanna er ævafornt
- eða rúmlega 100 ára - en það
hófst með því að stofnað var læknis-
hérað og læknir settur í héraðið ár-
ið 1896. Hreppunum bar að sjá
lækninum fyrir embættisbústað og
fóru oddvitarnir með þau mál,
rekstur og uppbyggingu heilbrigðis-
þjónustu í héraðinu, allt til þess að
rekstrarforminu var breytt á síðari
árum.
Arið 1922 keyptu hrepparnir jörð-
ina Laugarás í Biskupstungum til að
setja þar niður læknisbústað og við
bættist rekstur jarðarinnar. Siðar
náði samstarfið til fleiri þátta svo
sem atvinnuppbyggingar í þessum
sveitum, eflingar byggðar í Laugar-
ási, reksturs embættis byggingarfull-
trúa og fleira, sem hér verður ekki
rakið. Samkomulag var gott í nefnd-
inni og málin leyst með samkomu-
lagi. Gísli var kosinn ritari, þegar
hann kom í nefndina, og gegndi því
starfi alla tíð. Hann skrifaði skýra
rithönd og átti létt með að færa til
bókar það sem oddvitanefndin ákvað.
Þegar stofnuð var heilsugæslustöð
í Laugarási árið 1974 var Gísli strax
kosinn í stjOm hennar og sat þar
alla sína oddvitatíð, eða í 24 ár. Jafn-
framt var hann ritari stjórnarinnar.
Gísli var mikill áhugamaður um upp-
byggingu heilbrigðisþjónustu í hér-
aðinu og átti stóran þátt í þróun
hennar, nú síðast byggingu glæsi-
legrar heilsugæslustöðvar í Laugar-
ási sem tekin var í gagnið árið 1997.
Annar meginþátturinn í störfum
oddvitanefndarinnar var umsjón og
rekstur jarðarinnar. Framsýnir
menn sáu snemma hina miklu
möguleika sem fólust í heita vatn-
inu og sóttust eftir landi og hita.
Árið 1940 fór oddvitanefndin að
leigja út lönd og síðar var komið á
hitaveitu. Byggðin efldist með mik-
illi gróðurhúsabyggð, þar sem
ræktaðar voru alls konar afurðir og
fögur blóm, en síðar þótti eðlilegra
að hreppsnefnd Biskupstungna-
hrepps tæki við rekstri jarðarinnar
úr höndum oddvitanefndarinnar.
Samningarnir voru flóknir og tóku
langan tíma en endupu með sam-
komulagi árið 1981. I þeim samn-
ingum sýndi Gísli hina góðu eigin-
leika sína, hélt fast á málum
hreppsins en var þó sanngjam -
enda fór svo að samningarnir voru
samþykktir einróma í hreppsnefnd-
unum. Og enn hefur byggðin í
Laugarási eflst, garðyrkjubændum
fjölgað, sumarhúsabyggð risið og
skipulögð hefur verið ný íbúðar-
húsabyggð.
Ég hef hér drepið á afmarkaða
þætti í störfum Gísla sem oddvita og
þá sem varða samstarf okkar sér-
staklega og ég þekki af raun. I því
efni var hann góður fulltrúi sveitar
sinnar, vann að málum með rökum
og festu, en alltaf var nú stutt í
glettnina hjá Gísla. Eru mér minnis-
stæðar hinar glöðu stundir áður fyrr
þegar slappað var af að loknum
vinnudegi á sveitarstjórnaþingum.
Það þótti sjálfsagt að við oddvitar
uppsveitanna, og reyndar fleiri því
að Gísli var svo vinsæll, kæmum
saman í herbergi hans og Ingu til
gleðskapar. Gísli átti alitaf nóg í
glasi og var óspar á það, var hrókur
alls fagnaðar og lék á als oddi. Það
var spjallað og sungið og Gísli var
sjálfkjörinn forsöngvari. Og það var
sama hvort sungin voru ættjarðar-
ljóð eða slagarar, eldri og yngri, allt
kunni Gísli. Minni hans var með
ólíkindum, og má segja að hann hafi
venð lifandi tölva.
Ég þakka Gísla allar góðu stund-
irnar og kveð hann með söknuði.
Ingu og bömunum sendi ég samúð-
arkveðjur.
Jón Eirfksson.
Það er vor í lofti, fuglamir syngja,
jörðin grænkar og sauðburði er að
mestu lokið. Við þessar aðstæður
kvaddi Gísli í Kjarnholtum þetta líf
á þeim stað sem honum var svo kær,
heima í Kjarnholtum í fjárhúsinu að
sýsla við lambfé.
Gísli var mikið náttúmbarn og
góður bóndi og þótt atvikin höguðu
því þannig að starfsvettvangm’ hans
væri við félagsmál og opinþer störf
slitnuðu aldrei tengslin við bústörfin.
Sérstakan áhuga hafði Gísli á
fjallferðum og afréttarmálum enda
hafði hann víðtæka þekkingu á há-
lendinu og kom sú þekking sér vel
þegar hann var fulltrúi Ámesinga í
skipulagsnefnd um miðhálendi Is-
lands. Gísli var öflugur málsvari
sveitarfélaganna og bar mjög fyrir
brjósti að ekki væri gengið á þeirra
hlut með yfirráð og stjórnsýslu.
Gísli var í hreppsnefnd Biskups-
tungnahrepps frá 1966 og oddviti frá
1974. Það var í sveitarstjórnarmál-
unum sem samstarf okkar Gísla
hófst og varð mjög náið og ánægju-
legt. Þegar afskipti mín af þeim mál-
um hófust var Gísli orðinn reyndur
og ómetanlegt fyrir nýliðann að
ganga til hans í smiðju.
Samstarf uppsveitanna fór að þró-
ast á þessum ámm og var Gísla mjög
umhugað um að efla það samstarf og
styrkja þannig hinar dreifðu byggðir
sem mjög eiga undir högg að sækja.
Gísli var ákaflega farsæll og virtur í
sínum störfum að sveitarstjómar-
málum. Á vettvangi samstarfs sveit-
arfélag var hann gjaman kosinn til
forystu og ævinlega leitað til hans
um lausn vandasamra mála. Hann
var ráðagóður og rökfastur og til-
gangslítið að deila við hann með
hæpinn málstað. Það sópaði að Gísla
hvar sem hann fór og forystuhæfi-
leikarnir leyndu sér ekki.
Gísli var mikill fjör- og gleðimað-
ur. Em ógleymanlegar stundirnar
sem við áttum saman þegar tóm
gafst til eftir langar og stundum
leiðinlegar fundasetur. Þá var Gísli
ævinlega í forystu að koma af stað
fjöri og glensi. Hann var söngmaður
góður og fáir sem ég þekki kunnu
annan eins fjölda af lögum og text-
um. Breytti engu hvort sungin vom
ættjarðarljóð eða slagarar, alltaf var
Gísli á heimavelli.
Margar ferðir og fundahöld em
mér minnisstæð sem ekki verða
gerð frekari skil en mesta gleði sá
ég í augum hans þegar ég ferðaðist
með honum um fjöllin að meta gróð-
ur og beitarþol. Staldrað var við og
tekinn nestisbiti, heimareykt hangi-
kjöt af vænum sauð.
Það em forréttindi að fá að kynn-
ast og starfa náið með manni eins og
Gísla. Sveitarhöfðingi er fallinn frá
en minningin lifir um heilsteyptan
mann sem lagði metnað sinn í að
vinna sem mest gagn sínu sveitarfé-
lagi og rækja af alúð þau störf sem
honum var trúað fyrir.
Ég þakka Gísla allar samvem-
stundirnar í leik og starfi og kveð
með djúpum söknuði.
Við Hanna sendum Ingu og böm-
um ásamt fjölskyldum innilegar
samúðarkveðjur.
Loftur Þorsteinsson,
Haukholtum.
• Fleiri minningargreinar um Gfsla
Einarsson bíða birtingar og munu
birtast ( blaðinu næstu daga.
MINNINGAR
GUÐMUNDA
ÓLAFSDÓTTIR
+ Guðmunda
Ólafsdóttir
fæddist á Þorvalds-
eyri í Austur-Eyja-
fjallahreppi 2. októ-
ber 1907. Hún lést á
Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 29. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Ólafúr Páls-
son frá Svínhaga á
RangárvöIIum,
bóndi á Þorvalds-
ejri, og Sigríður
Olafsdóttir frá
Lágafelli í Austur-
Landeyjum. Guðmunda var elst
fjögurra systkina sem öll eru
látin, en þau voru Ingibjörg, f.
1910, Eggert, f. 1913, og Vil-
borg, f. 1915. Einnig ólust upp á
heimilinu Sigurður Sveinsson
frá Leirum og Unnur Ólafsdótt-
ir frá Álftarhóli.
Hinn 25. september 1928 gift-
ist Guðmunda eftirlifandi eigin-
manni sínum fsleifi Ingvarssyni
frá Klömbru í Austur-Eyjafjalla-
hreppi, f. 27. mars 1905. For-
eldrar hans voru Ingvar Pálsson
og Kristbjörg Jónsdóttir. Guð-
„T0 em þeir, sem eiga lítið og
gefa það allt. Þetta em þeir, sem
trúa á lífið og nægtir lífsins, og
þeirra sjóður verður aldrei tómur.
Til em þeir, sem gleðjast, þegar
þeir gefa, og gleðin er laun þeirra.
Til em þeir, sem þjást þegar þeir
gefa, og þjáningin er skím þeirra.
Til em þeir, sem gefa og þekkja
hvorki þjáningu þess né gleði og em
sér ekki meðvitandi um dyggð sína.
Þeir gefa eins og blómið í garðinum,
sem andar ilmi sínum út í loftið.
Með verkum þeirra talar guð til
mannanna, og út úr augum þeirra
munda og ísleifur
bjuggu allan sinn
búskap í Vest-
mannaeyjum. Böm
þeirra eru: 1) Ást-
þór Eydal, f. 9. júlí
1933, kvæntur Ester
Zóphoníasdóttur frá
Læknesstöðum á
Langanesi, f. 26.
október 1935. Böm
þeirra eru: a) Ásta
Guðmunda, skrif-
stofumaður, f. 7.
mars 1955. Hún á
tvö börn. b) Óli Rún-
ar, framkvæmda-
stjóri, f. 13. janúar 1957, kvænt-
ur Önnu Maríu Snorradóttur og
eiga þau fjögur böm. c) ísleifur,
vélvirki, f. 26. mars 1958,
kvæntur Sigrúnu Ólöfu Sigurð-
ardóttur og eiga þau fjóra syni.
d) Friðrik Bergþór, rafvirki, f.
23. september 1962, kvæntur
Guðrúnu Eylínu Magnúsdóttur
og eiga þau tvo syni. 2) Dreng-
ur, andvana fæddur 1937.
Útför Guðmundu fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag og hefst athöfnin klukkan
14.
lýsir bros hans jörðinni." (Kahlil Gi-
bran.)
Þannig var ömmu Guðmundu
best lýst og hennar viðbót við
þessa miklu andans speki var, að
hún vissi jafnframt hvenær mest
þörf var á að gefa. Okkur systkin-
unum á Ásaveginum og einu
bamabömunum, var strax í
bemsku ljóst að amma var nokk-
urs konar óþrjótandi nægtabrann-
ur. Til hennar og afa var hægt að
leita þegar ekki fengúst nógu
margar krónm- hjá mömmu til þess
að kaupa eitthvað í þrjúbíóinu á
sunnudögum. Og alltaf var eitthvað
í töskunni hjá ömmu handa litlum
munnum þegar amma kom í heim-
sókn á Ásaveginn. Jólin vora líka
komin þegar amma og afi komu á
aðfangadagskvöld. Þannig var
amma í bamslegu minni í rauninni
tákn gleði og tilhlökkunar og alls
þess sem gott var.
Amma ólst upp við ekki ósvipuð
kjör og flestir sem fæddir era í upp-
hafi þessarar aldar þótt hún hafi
komið frá stóra fyrirmyndarheimili.
Mikið þurfti í þá daga að hafa fyrir
hlutunum til þess að sjá sér og sín-
um farborða. Hún var alin upp við
þá lífsspeki að vinnan og iðjusemin
væri dyggð, hún var vön mikilli
vinnu, hafði mikið kapp og var alla
tíð annáluð fyrir dugnað. Hún var
sérlega handlagin eins og hún átti
kyn til, mikilvirk í hannyrðum og
eftir hana liggja mörg listaverk.
Amma hafði mikinn metnað fyr-
ir hönd okkar systldnanna. Vildi að
við gengjum menntaveginn. Hjá
henni var lagður grannurinn að
minni menntun, hjá ömmu lærði
ég að lesa eftir að hafa fallið á inn-
tökuprófi í stöfunardeild Barna-
skóla Vestmannaeyja. Hún fylgdi
mér allan minn menntaferil. Deildi
með mér gleði og sorgum og vai'
sérlega næm á það að finna þegar
lítið var orðið í buddunni hjá okkur
Maju á háskólaáranum. Hún deildi
með okkur ellistyrknum til þess að
kljúfa námskostnaðinn og hún
hefði gefið allt sem hún átti, hefð-
um við beðið.
Hér áttu blómsveig
bundinn af elsku,
blíðri þökk
og blikandi tárum.
Hann fólnar ei
en fagur geymist
í hjörtum allra
ástvina þinna.
(H. Loftsdóttir.)
Blessuð sé minning hennar
ömmu.
ÓIi Rúnar.
Birting af-
mælis- og
minningar-
greina
MORGUNBLAÐIÐ tekur af-
mælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Greinunum er veitt viðtaka á rit-
stjóm blaðsins í Kringlunni 1,
Reykjavík, og á skrifstofu blaðs-
ins í Kaupvangsstræti 1, Akur-
eyri. Þá er enn fremur unnt að
senda greinamar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is) — vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi. Um hvern
látinn einstakling birtist ein
uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama
einstakling takmarkast við eina
örk, A-4, miðað við meðallínubil
og hæfilega línulengd, - eða
2.200 slög (um 25 dálksenti-
metra í blaðinu). Tilvitnanir í
sálma eða ljóð takmarkast við
eitt til þrjú erindi. Greinarhöf-
undar era beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gild-
ir sú regla, að aðeins era birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og
eldra. Hins vegar era birtar af-
mælisfréttir ásamt mynd í Dag-
bók um fólk sem er 50 ára eða
eldra. Mikil áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskling-
ur fylgi útprentuninni. Það eykur
öryggi í textameðferð og kemur í
veg fyrir tvíverknað. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-
skráa sem í daglegu tali era
nefndar DOS-textaskrár. Þá era
ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect einnig auðveld í úr-
vinnslu.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR,
Fossá í Kjós,
lést á Landspítalanum föstudaginn 4. júní.
Dóra Þórhallsdóttir, Heimir Steinsson,
Ásbjörg Þórhallsdóttir, Kristbjörn Reynisson,
Þórhallur Heimisson, Ingileif Malmberg,
Arnþrúður Heimisdóttir, Þorlákur Sigurbjörnsson,
Selma Hrund, Sandra Ósk, Sara Rut,
Dóra Erla, Rakel og Hlín.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, fósturmóðir,
amma og langamma,
HÓLMFRÍÐUR JÓHANNA
ÞORBJÖRNSDÓTTIR,
Lyngbrekku 7,
Kópavogi,
lést á Landakoti fimmtudaginn 3. júní.
Ólöf H. Sveinsdóttir, Stefán Stefánsson,
Jófríður Ragnarsdóttir,
barnabörn og iangömmubörn
+
Innilegt þakklæti fyrir auðsýndan hlýhug og
samúð við andlát og útför systur okkar,
GUÐRÚNAR INGÓLFSDÓTTUR
frá Fornusöndum,
Vestur-Eyjafjaiiahreppi.
Sérstakar þakkir til kvenfélagsins Eyglóar og
annarra sveitunga hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Systkini hinnar látnu.
I