Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.06.1999, Blaðsíða 58
n. 58 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fj ölbrautaskóla N orðurlands slitið í 20. sinn Sauðárkróki - Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra á Sauðárkróki var slit- ið í tuttugasta sinn laugardaginn 22. maí í Iþróttahúsinu að viðstöddu fjöl- menni. I ræðu skólameistara, Jóns F. * Hjartarsonar, kom fram að skóla- hald hefði verið með hefðbundnum hætti, en við skólann stunduðu alls 527 nám á vetrinum, kennarar og stjórnendur voru 36 og starfsfólk skólans alls 60. Við athöfnina söng kór Fjöl- brautaskólans nokkur lög undir stjórn Hilmars Sverrissonar, ein- söng og tvísöng sungu Dagrún og Signý Leifsdætur og Jón Bjarnaon lék einleik á píanó. Nýjungar í skólastarfi Skólameistari gat um ýmsar nýj- ungar í skólastarfinu, og nefndi þar kennslu um gagnvirkan fjarfunda- búnað, en þessi þáttur í starfi skól- . ans hófst á vetrinum, í samvinnu við Byggðastofnun, Farskóla Norður- lands vestra, Hólaskóla, Iðnþróunar- félag Norðurlands vestra og Samtök sveitarfélaga á svæðinu. Sagði skóla- meistari að þessi fyrsta tilraun hefði gefið mjög góða raun, en byrjað var með kennslu í almennu meistara- skólanámi með 46 þátttakendum í öllum helstu þéttbýlisstöðum kjör- dæmisins og einnig hóf Farskólinn kennslu fyrir meðferðarfulltrúa um þennan fjarfundabúnað. Þá drap skólameistari á mjög aukin samskipti skólans við sambærilegar stofnanir erlendis, en þar bæri hæst samning við skóla í Köge, vinabæ Sauðárkróks, um gagnkvæm kenn- ara- og nemendaskipti á sviði iðn- og tæknimenntunar. Við Fjölbrautaskólann er starf- rækt skólaútvarp og hefur það frá árinu 1997 verið í samvinnu við skóla sem reka sína eigin útvarpsstöð í Hollandi, Spáni, Portúgal og Frakk- landi. Hafa skólamir, í tengslum við útvarpsstöðvarnar, unnið að gerð kennsluefnis og kynningarefnis sem miðlað er milli þátttakenda, en sam- skipti fara fram á ensku og frönsku. I byrjun árs 1998 var hafinn und- irbúningur að samkeppni um ný- byggingu fyrir heimavist skþlans, í samvinnu við Arkitektafélag Islands. Morgunblaðið/Björn Björnsson ÚTSKRIFTARHÓPUR Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Fram fór forval og voru sendar inn 19 umsóknir, en síðan voru valdai- þrjár stofur til að taka þátt í lokaðri samkeppni. Það var samdóma álit fimm manna dómnefndar, að allar tillögumar væm í háum gæðaflokki, framsetn- ing og frágangur aliur til fyrirmynd- ar, en einnig að tillaga Arkibúllunnar „hafi öllum tillögum betur náð fram þeim markmiðum sem sett voru í samkeppnislýsingu. Dómnefnd mæli því með útfærslu hennar“. Höfundar þessarar tillögu voru arkitektarnir Hólmfríður Jónsdóttir, sem er stúdent frá FNV, Hrefna B. Þorsteinsdóttir og Heba Hertervig. Sagði Jón að samkvæmt síðustu upp- lýsingum frá Framkvæmdasýslu rík- isins væri sveitarstjórn Skagafjarðar reiðubúin að ganga til samninga um hönnun fyrri áfanga hinnar nýju heimavistar og unnið væri að því að móta afstöðu ráðuneytis varðandi framhald hönnunarvinnunnar. Gott félagslíf Þá rakti skólameistari í stórum dráttum starfsemi á vegum nem- endafélagsins, sem hann sagði þrótt- mikla og mikilvæga í skólastarfinu, og þakkaði forseta félagsins og öðr- um þeim sem þar hefðu lagt hönd á plóg. Að lokum kvaddi skólameistari Jón F. Hjartarson útskriftamem- enduma, sem að þessu sinni em fleiri en nokkm sinni áður eða eitt hundrað. „Þið, ágætu nemendur, tilheyrið öll ykkar fjölskyldu, eruð hluti af heild, erað hluti af hóp með sam- kennd. Þið vitið hversu mikilvægt fyrir heildina er að félagsbönd séu sterk og þar er vináttan sterkasta fé- lagsbandið, sem stendur á granni kærleika, umhyggju og dyggðar," sagði skólameistari. Útskrift frá Menntaskólanum í Kópavogi Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi útskrifar nemendur Upplýsingatækn- in mikilvæg* Gísladóttir, Hjördís Þorsteinsdóttir og Sandra Fairbairn, stúdentar, og Hafliði Halldórsson, matreiðslunemi, auk Þorvalds Borgars Haukssonar, bakaranema. Hjördís og Sandra hlutu bókaverðlaun að auki. GLÆSILEGUR hópur útskriftarnema frá Menntaskólanum í Kópavogi. Mestu breytingar í sögu skólans MENNTASKÓLANUM í Kópavogi var slitið við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju fostudaginn 21. maí. Skólinn býður upp á hefðbundið bók- nám til stúdentsprófs og verknám á sviði hótel- og matvælagreina, auk • fjölbreytts náms í ferðagreinum. Á þessu vori útskrifuðust 208 nemar frá skólanum; 72 stúdentar, 35 iðn- nemar, 8 nemar af skrifstofubraut, 34 leiðsögumenn, 38 ferðafræðinem- ar, 14 matsveinar og 7 meistarar úr meistaraskóla hótel- og matvæla- greina. Skólinn átti 25 ára afmæli á skóla- árinu. Margrét Friðriksdóttir, skóla- meistari, greindi frá því að hann hefði á þessum tíma sífellt tekið að sér fleiri verkefni en breytingarnar hafi orðið örastar á þessum áratug. MK hefur þróast úr grónum bók- " námsskóla í öflugan bók- og verk- námsskóla þar sem aðstaða til kennslu og náms er með því besta sem gerist. 1300 nemendur stunda nú nám á 22 mismunandi brautum skólans, en tvær nýjar leiðir bættust við í haust er kennsla hófst á heimil- isbraut og nýrri grunndeild hótel- og matvælagreina. • Margrét nefndi ýmis verkefni sem unnið var að á skólaárinu; námsráðgjafar og kennarar unnu t.d. ötullega að ýmiss konar for- vörnum, hópur nemenda undir stjórn Neil McMahon, enskukenn- ara, sigraði í alþjóðlegri mynd- bandakeppni á vegum Evrópuráðs- ins og Þorvaldur Borgar Hauksson, bakaranemi, sigraði í Evrópukeppni hótel- og ferðamálaskóla. Þá beitti skólinn sér fyrir stærðfræðikeppni í samvinnu við fræðsluskrifstofu Kópavogs og grunnskólana í bæn- um og hélt ráðstefnu um upplýs- ingatækni í skólastarfi fyrir tilstuðl- an menntamálaráðuneytis og Skýrslutæknifélags íslands. Stofn- uð vora Hollvinasamtök Mennta- skólans í Kópavogi og sjóður til heiðurs Ingólfi A. Þorkelssyni, fyrr- verandi skólameistara. Margrét talaði um mikilvægi þess að þeir sem starfa í skólum sjái til þess að fram fari stöðug þróun innan þeirra, íhaldssemi víki fyrir nýrri hugsun. Skólameistari lauk ræðu sinni með því að hvetja fólk til að vera á varðbergi og tryggja stöðu ís- lenskrar tungu í upplýsingaþjóðfé- lagi framtíðarinnar. Eftirtaldir nemendur hlutu viður- kenningar úr Viðurkenningarsjóði MK við útskriftina: Bryndís K. BRAUTSKRÁNING fór fram frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi fostudaginn 21. maí. Að þessu sinni útskrifaðist 61 nemandi af 14 brautum, þar af 42 með stúdents- próf. Hörður 0. Helgason aðstoðar- skólameistari flutti yfirlit yfir helstu viðburði vorannar. I máli hans kom m.a. fran| að vinna í tengslum við upplýsingatækni verður sífellt viða- meiri í skólastarfinu. Vandað hefur verið til heimasíðu skólans og er hún nú í senn lifandi og öflugur upplýs- ingamiðill. Skólinn hlaut nýverið styrk úr þróunarsjóði menntamála- ráðuneytisins til að þróa þverfagleg- an áfanga um Vesturland þar sem jarðfræði, þjóðlegum fróðleik og upplýsingatækni verður fléttað sam- an. Hörður gat einnig um samstarfs- verkefni á vegum Evrópusambands- ins sem skólinn er aðili að. Þar er fjallað um hvemig best sé að standa að skólagöngu nemenda með sér- þarfir. Margar viðurkenningar voru veittar fyrir framúrskarandi náms- árangur. Sigríður Víðis Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir bestan ár- angur á stúdentsprófi, en auk henn- ar hlutu Helgi Hafsteinsson, Elín Elísabet Jörgensen og Svanur Dan Svansson sérstakar viðurkenningar. Gísli Gíslason, bæjarstjóri Aki'a- ness, afhenti námsstyrk Akranes- kaupstaðar en hann hlaut að þessu sinni Sigríður Helgadóttir, sem lauk stúdentsprófi frá skólanum á síðustu önn. Sigríður Víðis Jónsdóttir flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og rifjaði upp skólagönguna, kvaddi skólann og þakkaði kennurum og öðra starfsfólki fyrir samveruna á liðnum árum. Þórir Ólafsson skólameistari ávarpaði útskriftarnemendur í lok athafnarinnar og ámaði þeim heilla á merkum tímamótum. I máli sínu vék Þórir að gildi menntunar og minnti á að menntun er viðfangsefni sem var- ir svo lengi sem ævin endist. Hann hvatti útskriftarnemendur til að huga að sönnum gildum lífsins og rækta sjálfa sig. Að lokum þakkaði Þórir hópnum fyrir samveruna og óskaði honum góðrar framtíðar. Martha Ricart nýstúdent lék á pí- anó við athöfnina og Andrea K. Guð- mundsdóttir, Berglind Jóhannes- dóttir og Rósa G. Sveinsdóttir, nem- endur við skólann, léku saman á þverflautu. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson ÚTSKRIFTARHÓPURINN ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.