Morgunblaðið - 05.06.1999, Side 52

Morgunblaðið - 05.06.1999, Side 52
•^52 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Listamanna- hverfí í V esturbæ HÖFUÐBORGIN teygir sig um holt og hæðir um þessar mundir. Svo eru bæjarhveríí, sem taka litl- um breytingum, en standa þó fyrir sínu, sé betur að gáð. A þriðja ára- tug aldarinnar, sem nú er senn á enda, var hafist handa um smíði húsa á Sólvöllum. Gárungamir skopuðust að gatnagerð á þessu svæði. Heiti eins og Séstvallagata, Finnstvallagata og Ervallagata hljómuðu oft í eyrum. Á svæðinu vestan við Suðurgötukirkjugarðinn reis fjöldi sambyggðra húsa. Svo fór um það bil er þau höfðu öll ris- ið af grunni, að í ljós kom að þama var risið bæjarhverfi, sem jafn- aðist á við heilt þorp á landsbyggðinni. Ljós- vallagata, Hringbraut, Brávallagata, Blóm- vaUagata, Ásvallagata. Húsin sem risu við þessar götur tengdust svo úr varð sameigin- legt afmarkað hverfi. Þegar nánar er gætt að íbúum kemur í ljós að fjöldi listamanna býr í þessu hverfi. Ekkert annað bæjarhverfi getur teflt fram sambærilegum fjölda listamanna í ýmsum greinum. Skáld, rithöfundar, listmálarar, 'hljómlistamenn. Hyggjum nánar að því. Séra Sveinn Víkingur var þjóð- kunnur. Bar þar margt til. Á náms- áram sínum vakti hann athygli vegna þrætumála er urðu í kjölfar „drengsmálsins", sem svo var kall- að. Gamanbragur, sem háskóla- stúdentar kváðu og fjallaði um at- burði þá sem hæst bar er fóstur- sonur Ólafs Friðrikssonar var handtekinn og síðar vísað úr landi. Sveinn Víkingur var borinn þeim sökum af guðfræðingnum séra Ingimar Jónssyni að hann hefði átt þátt í „Píslarþönkum“, sem var skopstæling stúdentanna á Passíu- .^sálmum Hallgríms Péturssonar. Sveinn Víkingur bar af sér kveð- skapinn, en lýsti því síðan í ævi- söguþáttum að skuggi atburðanna hefði fylgt sér ævina alla. Sveinn var liðsmaður „hvítu hersveitarinn- ar“, sem var flokkur Jóhanns skip- herra Jónssonar er tók hús á Ólafi Friðrikssyni í nóvember 1921. Séra Sveinn Víkingur var snjall hagyrðingur. Hann kvað m.a. er hópur kvenna umkringdi hann og gerðust sumar frúrnar svo nær- göngular að honum þótti nóg um: Virkilega við mér brá ogvarlaþolamátti, þegar þær fóru að þreifa á * því sem konan átti. Jakob Thorarensen rithöfundur bjó í húsi sínu nr. 10 við Ljósvalla- götu. Þórbergur Þórðarson gekk oft hjá húsi Jakobs. Þar hlýddi hann hugfanginn á söng fuglanna. „Mín músík er þögnin og söngur snjótittlingsins í trjánum í garðin- um hans Jakobs Thor. Eg hef aldrei verið svo vel settur í lífinu að eiga hríslu handa snjótittlingi til að syngja í. Ég hef orðið að standa . fyrir utan annarra manna garða til ^að njóta þeirrar skemmtunar. Nú vill Fríða (Fríða Knudsen) eyði- leggja þetta fyrir mér, eins og vant er, og segir að snjótittlingar syngi aldrei í trjám, heldur á steinum og klöppum. En Finnur (Guðmunds- son fuglafræðingur), sem allt veit um fugla, nema tal hrafnsins, segir <jgð það komi fyrir, að snjótittlingar sitji í trjám og þeir geti alveg eins sungið í þeim.“í(Bréf til Maju.) Pétur Pétursson Jakob var mikilvirkur rithöfund- ur. Gaf út fjölda bóka. Geymdi upp- lag sumra þeirra í geymslu sinni. Drengir, sem bjuggu í nágrenni skáldsins og efndu til íþrótta- keppni, kapphlaups, eða annarra slíkra íþrótta vildu gjaman veita verðlaun fyrir bestan árangur. Kom þeim þá til hugar að veita ein- hverja bók skáldsins í verðlaun. Fyrir valinu varð ritsafn í rauðu bandi. Önnur verðlaun vora svo sama bók í bláu bandi. Síðar komust piltarnir að raun um að sú bláa var fágætari, var þá breytt um verðlaunaröð og sú bláa hafin í fyrsta sæti. Jakob var svipmikill og vakti hvarvetna eft- irtekt með skegg sitt sítt og sérstakt. Ég minnist bóka hans margra er ég las á unglingsáram mér til ánægju. Dóttir Jakobs og eiginmaður hennar, Gunnar Sigurðsson flugvallarstjóri, hafa lengi sett svip á Ljós- vallagötu og nágrenni á daglegum gönguferðum sínum. Jakob skáld leigði stundum út herbergi í húsi sínu. Númi Þor- bergsson kveðst eitt sinn hafa tek- ið herbergi á leigu í húsi hans. Númi, sem kunnur er fyrir dægur- lagatexta sína, vann oft til verð- launa í samkeppni um texta við dægurlög. Um hagmælsku Núma var Jakobi ókunnugt er leigjandinn Númi leitaði ásjár hjá húseigand- anum Jakobi. Númi vann við bygg- ingu Háskólans á Melunum austan Suðurgötu. Kreppa var og pen- ingaleysi. Númi ber að dyram skáldsins og ber fram ósk um að mega draga greiðslu húsaleigu um sinn. Biður skáldið líða sig um greiðslu fram í næsta mánuð a.m.k. Jakob segir: Geturðu kastað fram vísu? Það má reyna, segir Númi. Hús Jakobs stendur vestan megin Ljósvallagötu. Handan götunnar er kirkjugarðurinn. Númi segir: I vesturbænum virðist mér vísust leið til glötunar. Allir dauðir eru hér öðrumegin götunnar. Jakob lét sér vel líka. Eitt sinn er Númi vann til verð- launa í samkeppni um dægurlög er flytja átti í útvarp hringdi Helgi Hjörvar til Núma og bað hann breyta texta í verðlaunalaginu „Nú liggur vel á mér“. Númi hafði kveð- ið um Stínu, „Þar sá hún Stjána, slóttugan slána“. Það fannst Helga ekki við hæfi. Bað Núma að breyta textanum. Númi fór að ráði Helga. Ingibjörg Smith söng því:... „Þá sá hún Stjána, það vakti þrána“. Fleiri ljóðskáld leigðu í húsi Jak- obs. Jón frá Ljárskógum, bassa- söngvari MA-kvartettsins, sem hreif útvarpshlustendur með blæ- fógram söng sínum, bjó um skeið þar í húsi. Um þær mundir mun Jón hafa kveðið ljóð sitt: Kom vomótt og syng þitt bam í blund. Hve blítt þitt vögguljóð og hlý þín mund- ég þrái þig. Breið þú húmsins mjúku vemdarvængi væra nótt, yfir mig. Guðmundur J. Guðmundsson og kona hans Elín Torfadóttir bjuggu í húsinu númer 12. Þangað kemur Einar Olgeirsson „guðfaðir“ Guð- mundar jaka á pólitískri breiðgötu stéttabaráttunnar og knýr dyra. . ; w • _ LJÓSVALLAGATA, Ásvallagata og umhverfi EUiheimilisins Grundar. [ i - —-* i~ - -'12. ^ *** B ^ W Guðmundur hafði aflað sér vin- sælda, raunar má segja aðdáunar vegna djarfmannlegrar framgöngu í verkfallsátökum. Einar Olgeirs- son fylgdist vel með framgöngu ungra manna. Kvaddi þá gjarnan til liðveislu ef hann taldi tryggt að þeir lytu flokksaga. „Þú ert kominn í stjórn Dagsbrúnar og kannske ertu efnilegur - og betri skóla en svona framboð færðu ekki - en það er ekkert verið að bjóða þér þing- sæti.“ Þetta sagði Einar Olgeirsson í heimsókn sinni á Ljósvallagötu 12 er hann hugðist senda Guðmund J. í framboð á Snæfellsnesi. Það var árið 1953. Guðmundi var veitt náin athygli af nágrönnum á Ljósvallagötu. Ekkert annað bæjar- hverfi, segir Pétur Pétursson, getur teflt fram sambærilegum fjölda listamanna í ýmsum greinum. Sumum þótti hann vera morgun- svæfur. Ymsir staðhæfðu að hann brygði ekki blundi fyrr en að löngu liðnu hádegi. Gárungamir sögðu að Guðmundur færi ekki á fætur fyrr en allir sem „svæfu“ handan göt- unnar væra löngu „upprisnir". Hvað sem þessum „sögnurn" líð- ur var Guðmundur maður til þess að rísa undir hverskyns flimtingum og lét ekki eiga hjá sér. Minnis- stæð verður frásögn hans af ferð til Póllands. Ómar Valdimarsson blaðamaður skráði skemmtilegan þátt um gistingu í Varsjá. Farar- stjóri íslensku sendinefndarinnar var Kjartan Ólafsson, sem síðar varð ritstjóri Þjóðviljans, þingmað- iu-, tengdasonur biskups og sagn- fræðingur. Fararstjórar og kommisarar sögðu bara: „Eftir þessu striki skiptum við. Karlmenn hægra megin. Kvenfólk vinstra megin.“ Þegar ljóst varð að hjón áttu ekki að sofa í sama herbergi varð kurr í hópi gesta. Kjartan Ólafsson var allur af vilja gerðrn- að ráða fram úr þeim vanda. Skaut á fundi með pólskum foringjum. Kom með svör þeirra: „Við höfum hér ákaflega gott og stórt herbergi og höfðum hugsað að hjón, hvert par, gætu fengið það til afnota eins og hálf- tíma á sólarhring." Kjartan mun hafa ráðið af svipbrigðum á andliti Jakans, að þeim Elínu Torfadóttur og eiginmanni hennar þættu naumt skammtaðir samfundir. Kjartan brá við hart og flutti dagskrártil- ’ ! ' í : ■ lögu á stundinni: „Guðmundur, að sjálfsögðu væri hægt að hliðra til með sérstök hjón í svona allt að þrjú korter.“ Það vora fleiri en Sigurjón á Álfafossi, sem gátu sagt: Næsti hálftími þrjúkorter. Guðmundur G. Hagalín rithöf- undur, einn afkastamesti höfundur samtíðarinnar, bjó um skeið í húsi við Ljósvallagötu. Guðmundur kom víða við sögu. Hann mun, eins og Sveinn Víkingur hafa átt þátt í „Píslarþönkum", skopstælingu þeirri er fyrr var getið. „Höfund- ur“ Píslarþankanna, Jónatan Páls- son revisor, var hugarsmíð Haga- líns, að sögn hans. Guðmundur lét jafnan skurka fyrir skáladyram í pólitískum afskiptum, hvort sem hann ritstýrði íhaldsmálgagni aust- ur á Fjörðum og kvað bolsa norður og niður, eða lofsöng rauða fánann í ljóði ungra jafnaðarmanna, „fán- ann rauða látum boða fögnuð jafnt um fjörð og dal“. Guðmundur Hagalín var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristín, dóttir Jóns alþingismanns á Hvanná og systir Jóns tónskálds er samdi lagið um Selju litlu. Þórbergur Þórðarson góðkunningi Hagalíns heimsótti hjónin er þau vora búsett í Voss í Noregi. Þórbergur minntist henn- ar. „Hún er smávaxin, hýrleit og glaðlynd. Kristín tók mér forkunn- ar vel. Hún hélt fimm mínútur í höndina á mér af undran yfir því að ég skyldi nú vera kominn." Þeg- ar Hagalín bjó á Ljósvallagötu var hann kvæntur öðra sinni. Sú kona var Unnur. Guðmundur Hagalín undi sér hvergi betur en á ræðupalli. Þá brá hann sér í líki vestfirskra garpa. Hafði hvers manns rödd og takta. Hreif áheyrendur með leiftrandi fjöri. Gráglettinn gat hann verið í uppátækjum sínum við atkvæða- smölun. Fræg er sagan er hann studdi að því að koma Vilmundi lækni á þing, en fella Jón Auðun Jónsson. Jón Auðun sat jafnan í neðri deild á þingi. Hagalín fann Jóni það til foráttu og lét sem hann hefði setið eftir í bekk og ekki náð því að færast ofar. Mér er minnisstætt hve Hagalín tók því vel og brá við skjótt er ég heimsótti þau hjón hann og Unni og bað Hagalín taka þátt í að skrifa kafla framhaldssögu í dagskrár- þætti í útvarpinu. Það var „Sagan af mínum manni“. Á Alþýðusambandsþingum var Hagalín jafnan hinn kátasti og hvergi meira fjör en við það borð er hann sat. Er hann sótti sam- komur í Ingólfskaffi í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu gerði hann sér margsinnis. erindi ef kvennaþröng stóð við afgreiðsluborð í fata- geymslu. Gekk hann þá þröngt, eins og sagt var í fomsögum, eink- um ef blómarósir klæddust silki- kjólum og biðu afgreiðslu í fríðum flokki. Ofeigur Jónsson innheimtumað- ur hjá Marteini Einarssyni kaup- manni er minnisstæður maður mörgum öldraðum Reykvíkingum. Traustur og öraggur gekk hann götur bæjarins með skjalatösku undir hendi sér. Þar vora geymdir reikningar írá húsbónda hans, Marteini Einarssyni. Marteinn var bróðir Kristins kaupmanns. Þeir versluðu báðir við Laugaveginn. Af einstakri samviskusemi vann Ófeigur að innheimtu reikninga. Ymsir skuldunautar reyndust hon- um þó erfiðir viðfangs. Morten Ottesen starfsmaður Kreppulána- sjóðs og nafnkunnur revíuhöfund- ur mun þó eiga metið í kyrrstæðri skuldastöðu hjá Marteini eða „nei- kvæðri“ stöðu eins og nú er sagt. Morten hafði keypt sér forkunnar vandaðan vetrarfrakka, silkifóðr- aðan, svellþykkan og hlýlegan til þess að verjast næðingnum og frosthörku. Fékk hann frakkann fúslega færðan til skuldar. Hóf nú Ófeigur innheimtuferðir. Tryggvi bróðir minn var starfsmaður Kreppulánasjóðsins, vinur Mar- teins og náinn samstarfsmaður. Hann sagði mér söguna er hann lá sjúklingur á stofú Hvítabandsins. Ófeigur framvísar reikningi Marteins þar sem frakkinn góði er færður til skuldar. Morten svarar jafnan: Komdu á morgun. Ófeigur kveður kurteislega. Gefur ekki um svar Mortens en kemur viku síðar og fær sama svar. Segir nú ekki frekar af samskiptum þeirra Mor- tens og Ófeigs fyrr en tvö ár era liðin frá því að frakkinn er færður til skuldar i viðskiptabók Marteins Einarssonar. Þá gengur Ófeigur enn á fund Mortens. Framvísar reikningnum og segir: Jæja Mort- en. Enn er ég kominn með reikn- inginn. Hvað segirðu nú? Morten svarar: Ég segi enn og aftur, komdu á morgun, eða heldur þú kannske að ég sé einn af þeim sem segi eitt í dag og annað á morgun. Ófeigur bjó á Brávallagötu 6. Hann var góður granni hverjum þeim er var honum samtíma. Ein innheimtusaga kemur enn í hugann. Ásgeir bróðir minn mun hafa keypt sér frakka hjá Marteini. Borgað lítið í fyrstu. Ófeigur hóf innheimtuferðir. Ásgeir bjó þá á Framnesvegi 8 í húsi, sem Jón Ax- el bróðir okkar hafði keypt. Ásgeir mun hafa granað komu Ófeigs og læst útidyram á bíslagi hússins. Ófeigur knúði dyra án árangurs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.