Morgunblaðið - 05.06.1999, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 27
ERLENT
Vaxandi ótti í Belgíu vegna eiturefnamengaðra matvæla og nánast öll matvara sögð varasöm
Brussel. Reuters.
Banna sölu á kjöti
og mjólkurvörum
BANN var lagt við sölu á svína-
kjöti, nautakjöti og mjólkurvörum í
Belgíu í gær, vegna gruns um dí-
oxínmengun. Nánast öll matvara í
landinu hefur verið lýst varasöm
eða jafnvel óhæf til neyslu. Jean-
Luc Dehaene, forsætisráðherra
Belgíu, flýtti heimför sinni af leið-
togafundi Evrópusambandsins í
gær til að halda neyðarfund með
landbúnaðar- og heilbrigðisráð-
herrum landsins.
Sala á eggjum og kjúklingum
var bönnuð í Belgíu fyrir viku, en í
gær var svo lagt bann við sölu
hverskyns afurða sem innihalda
mjólk, svínakjöt og nautakjöt, eftir
að í ljós kom að eiturefnið díoxín,
sem er krabbameinsvaldandi,
fannst einnig í þessum afurðum.
Bannið nær meðal annars til sölu á
pasta, majónesi, kæfum og ýmis
konar kexi og kökum.
Grikkir og Hollendingar bættust
í gær í hóp landa sem lýst hafa yfír
banni á allan innflutning á belgísk-
um landbúnaðarafurðum. Austur-
ríki hyggst banna innflutning á
kjöti og mjólkurvörum frá Belgíu
og Bretar ætla að eyða öllum
svína- og nautakjötsafurðum það-
an. I Hong Kong hefur einnig verið
fyrirskipað að belgískar vörur
verði teknar úr hillum verslana.
Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins hefur lýst yfir banni á
sölu kjúklinga, svínakjöts og
mjólkurvara frá um það bil eitt
þúsund belgískum framleiðendum,
sem notuðu mengað fóður. Útflytj-
endur munu þurfa að framvísa
skírteini um að afurðir þeirra inni-
haldi ekki díoxín.
ESB gagnrýnir viðbrögð
Bandaríkjastjórnar
Bandaríkjastjóm tilkynnti á
fimmtudag um bann á innflutningi
svínakjöts og kjúklinga frá Evr-
ópusambandinu. Landbúnaðar-
ráðuneyti Bandaríkjanna hefur
fyrirskipað rannsókn á öllum inn-
flutningi þessara afurða frá því í
janúar, til að unnt verði að meta
hvort frekari aðgerða sé þörf.
Framkvæmdastjórn ESB hefur
gagnrýnt viðbrögð Bandaríkja-
stjómar, og segir þau harðari en
efni standi til. Þá hafa Bandaríkja-
menn verið sakaðir um að nota
máhð sem átyllu í viðskiptastríðinu
við Evrópusambandið. Talsmaður
framkvæmdastjómar ESB varði í
gær matvælalöggjöf sambandsins,
en lagði áherslu áað væri reglunum
ekki framíylgt væm lögin einskis
virði.
Eykur á vantraust
neytenda
Sérfræðingar telja að erfitt sé að
meta áhrif málsins, en fjármálaráð-
herra Belgíu sagðist í gær telja að
það muni valda miklu efna-
hagstjóni. Sagði hann að málið
væri mjög viðkvæmt, bæði frá heil-
ANC nálægt
markinu
Jóhannesarborg. Reuters.
AFRÍSKA þjóðarráðið (ANC)
fékk u.þ.b. tvo þriðju atkvæð-
anna í kosningunum í Suður-
Afríku á miðvikudag, sam-
kvæmt síðustu bráðabirgða-
tölum í gærkvöldi. Enn var
óljóst hvort hann fengi tvo
þriðju þingsætanna, sem
myndi gera honum kleift að
breyta stjórnarskránni án
stuðnings annarra flokka.
Þegar 97% atkvæðanna
höfðu verið talin var ANC
með 66,5% fylgi. Sérfræðing-
ar sögðu að ANC myndi þurfa
allt að 70% atkvæðanna til að
fá tvo þriðju þingsætanna.
Lýðræðisflokkurinn var
næststærstur með 9,64%
fylgi, þá Inkatha-frelsisflokk-
urinn með 8,3% og Nýi þjóð-
arflokkurinn með 6,93%.
brigðissjónarmiði og af efnahagsá-
stæðum. Belgískir fjölmiðlar leiddu
í gær getum að því að tjónið myndi
nema um 30 milljörðum belgískra
franka, eða tæplega 60 milljörðum
íslenskra króna.
Nokkrir tugir nautakjötsfram-
leiðenda í Frakklandi voru látnir
einangra bú sín í gær, vegna ótta
um að þar hafi verið notað mengað
fóður frá Belgíu. Fyrr í vikunni
voru að minnsta kosti 80 kjúklinga-
bú einangruð, og er málið til rann-
sóknar í franska landbúnaðarráðu-
neytinu.
Dagblöð í Evrópu sögðu í gær að
málið hefði enn aukið á vantraust
neytenda á hollustu matvæla, eftir
umræðurnar undanfarin ár um
kúariðu og notkun hormóna og
fúkkalyfja við kjötframleiðslu.
Mörg blöð sökuðu Evrópusam-
bandið um slælegt eftirlit og hæg
viðbrögð.
Málið kom upp fyrir rúmri viku,
þegar belgísk sjónvarpsstöð skýrði
frá því að notuð væri feiti sem inni-
héldi eiturefnið díoxín við fram-
leiðslu kjúklingafóðurs. Díoxín
myndast við framleiðslu skordýra
og arfaeiturs, og er talið vera
krabbameinsvaldandi.
Heilbrigðisráðherra og landbún-
aðarráðherra Belgíu sögðu af sér á
þriðjudag, eftir að í ljós kom að
þeir höfðu vitað af vandanum í
mánuð án þess að gera ráðstafanir
til að banna sölu mengaðra mat-
væla og vara neytendur við. Tveir
starfsmenn fyrirtækisins sem
framleiddi fóðrið hafa verið hand-
teknir og eiga yfir höfði sér ákæru
um svik.
Alvöru Suzuki jeppi
á verði smábíls!
Flottur í bæ, seigur á fjöllum
Suzuki Jimny er sterkbyggöur og öflugur sportjeppi,
byggður á sjálfstæðri grind og með hátt og lágt drif. Það
er sama hvort þú ætlar með vinina í fjallaferð eða á
rúntinn niður í bæ, Jimny er rétti bíllinn!
1.399.000,- beinskiptur
1.519.000,- sjálfskiptur
$ SUZUKI
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sfmi 462 63 00. Egilsstaðir:
Bfla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sfmi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bflagarður ehf., Grænagarði,
slmi 456 30 95. Keflavík: BG bllakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrfsmýri 5, simi 482 37 00.
Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 2617.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasída: www.suzukibilar.is