Morgunblaðið - 05.06.1999, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Skilorðsbundið
fangelsi fyrir
líkamsárás
KARLMAÐUR um þrítugt hefur í
Héraðsdómi Norðurlands eystra
verið dæmdur í 30 daga skilorðs-
bundið fangelsi og til greiðslu sakar-
kostnaðar en hann var kærður fyrir
líkamsárás.
Ákæra var gefin út á hendur
manninum fyrir að hafa aðfaranótt
31. janúar sl. slegið tæplega tvítuga
stúlku í andlitið en þau voru stödd
við bifreið við Þórsvöllinn á Akur-
eyri. Hlaut stúlkan nokkra áverka í
andliti eftir högg mannsins.
Maðurinn og stúlkan höfðu átt
samleið í bifreiðinni um götur bæjar-
ins og áttu þau í nokkru orðaskaki
og í framhaldi af því í ryskingum fyr-
ir utan bifreiðina. Staðhæfði maður-
inn að hann hefði hlotið skrámu á
eyra og mar á fótlegg af völdum
kæranda og hefði hann í framhaldi af
því slegið stúlkuna í andlitið.
Maðurinn viðurkenndi sakargiftir
fyrir dómi.
Lögmaður stúlkunnar gerði bóta-
ki’öfu fyrir hennar hönd að upphæð
alls 154 þúsund krónur, en henni var
vísað frá dómi.
w AKUREYRARBÆR
Eftirtaldar stöður kennara eru iausar
í grunnskólum Akureyrar skólaárið 1999-2000:
Allir grunnskólar Akureyrar eru einsetnir.
Brekkuskóli: Fjöldi nemenda er um 560 í 1.—10. bekk.
Kennara vantar í:
Almenna bekkjarkennslu á yngsta stigi, 1 stöðu.
Almenna bekkjarkennslu á miðstigi, 2 stöður.
íþróttakennslu stúlkna, 1 stöðu.
Tölvukennslu og umsjón með tölvukosti skólans, 1 stöðu.
Sérkennslu, 2-3 stöður.
Tónmenntakennslu, 1 stöðu.
Upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 462 2525
eða 899 3599.
Giljaskóli: Fjöldi nemenda er um 200 í 1 .-6. bekk og
í sérdeild.
Kennara vantar í:
Almenna bekkjarkennslu yngri barna í 1.-3. bekk.
Almenna bekkjarkennslu í 5. bekk.
Heimilisfræðikennslu, 50% stöðu.
Myndmenntakennslu, 67% stöðu.
íþróttakennslu, 80% stöðu.
Sérkennslu og stuðning við nemendur með þroskahömlun og
félags- og tilfinningalega örðugleika.
Bókasafnskennslu, 50% stöðu.
Einnig vantar kennara til að taka að sér fagstjórn með
tölvumálum skólans.
Upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 462 4820.
Glerárskóli: Fjöldi nemenda er um 470 í 1.—10. bekk.
Kennara vantar í:
Almenna bekkjarkennslu í 1. og 3. bekk, 2 stöður.
Sérkennslu og stuðning við fatlaða nemendur og nemendur
með dlfinningalega erfiðleika. Um er að ræða nokkrar stöður.
Upplýsingar veita skólastjórnendur í símum 461 2666,
462 1521 og 462 6175.
Síðuskóli: Fjöldi nemenda er um 570 í 1.—10. bekk.
Kennara vantar í:
Almenna bekkjarkennslu í 2. bekk.
Sérkennslu.
Tónmenntakennslu, 1 stöðu.
íþróttakennslu, hálfa stöðu.
Upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 462 2588.
Tónlistarkólinn á Akureyri:
Tónmenntakennara vantar í:
Forskólakennslu í 1. og 2. bekk í grunnskólum Akureyrar,
2 stöður.
Staða rafgítarkennara í Alþýðutónlistardeild.
Upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 462 1788
eða 462 2582.
Grunnskólar Akureyar auglýsa sameiginlega eftir fagstjórum/
kennsluráðgjöfum í:
Náttúrufræði, hálfa stöðu.
Upplýsingar veitir skólafulltrúi í síma 460 1400.
Umsóknum skal skilað til starfsmannadeildar í
Geislagötu 9 á eyðublöðum sem þar fást.
Umsóknarfrestur er til 16. júní 1999.
Starfsmannastjóri.
Olafur
sýnir á
Karólínu
Handverk ’99
að Hrafnagili
ÓLAFUR Sveinsson opnar mál-
verkasýningu á Kaffi Karólínu
í dag, laugardaginn 5. júní.
Ólafur útskrifaðist frá Mynd-
listarskólanum á Akureyri
1997 og var við nám í Finn-
Iandi eftir það. Hann hefur
sýnt víða hérlendis og í Dan-
mörku og einnig tekið þátt í
samsýningum.
Verkin á þessari sýningu eru
olíumálverk unnin á hör og
akrýlverk á striga og eru þau
gerð á síðustu þremur árum.
Sýningin er opin á af-
greiðslutíma Karólínu, frá kl.
11.30 til 1 alla daga og til kl. 3
á föstudögum og laugardögum.
Á sunnudögum er opnað kl. 14.
Sýningin stendur til 26. júní
næstkomandi.
HIN árlega handverkssýning á
Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit verð-
ur haldin dagana 12. til 15. ágúst
næstkomandi. Handverk ‘99 er
sölusýning handverksfólks sem
haldin er á vegum Eyjafjarðar-
sveitar og hefur þessi samkoma
handverksfólks nú fest sig í sessi
sem árviss viðburður í sveitarfé-
laginu.
Þetta er í sjöunda sinn sem
handverkssýning er haldin að
Hrafnagili. Mikil þróun hefur átt
sér stað á þessum árum í gæðum
og fjölbreytni handverks og hefur
sýningin með árunum einnig vaxið
að umfangi.
Þema sýningarinnar að þessu
sinni er íslenska tréð og munu
Skógræktarfélag ríkisins, Skóg-
ræktarfélag Eyfiyðinga og Félag
skógareigenda taka þátt í að gera
umgjörð sýningarinnar. Kynning-
ar og markaðssvið Skógræktar
ríkisins stendur fyrir úrvinnslu-
kynningu á útisvæði þar sem
einnig verður aðstaða fyrir selj-
endur. Alla dagana verður kaffi-
sala og grillveislur verða við úti-
tjald fyrir gesti jafnt sem hand-
verksfólk á svæðinu. Boðið verður
upp á afþreyingu og á laugardags-
kvöldi verður uppskeruhátíð
handverksfólks en öllum velkomið
að taka þátt.
Handverksfólk sem ætlar sér að
taka þátt í sýningunni er hvatt til
að skrá sig sem fyrst. Fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar er
Hreiðar Hreiðarsson í Vín, en þar
eru nánari upplýsingar veittar.
Kirkju-
starf
GLERÁRKIRKJA: Sjómanna-
dagsguðsþjónusta í kirkjunni
kl. 11 á morgun, sunnudag.
Þórólfur Ingvarsson flytur hug-
leiðingu. Anna Júlíana Þórólfs-
dóttir syngur einsöng. Sjómenn
aðstoða. Að lokinni guðsþjón-
ustu verður blómsveigur lagður
að minnisvarða um týnda og
drukknaða sjómenn við Glerár-
kirkju.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Almenn samkoma kl. 20 á
sunnudagskvöld. Flóamarkaður
alla föstudaga frá kl. 10 til 18 í
húsakynnum hersins á Hvanna-
völlum 10.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Bænastund í dag, laugardag,
kl. 20 til 21. Sunnudagaskóli
fjölskyldunnar kl. 11.30 á morg-
un, sunnudag. Biblíukennsla
íyrir alla aldurshópa. G. Theo-
dór Birgisson sér um kennsl-
una. Léttur hádegisverður á
vægu verði kl. 12.30. Vakninga-
samkoma sama dag kl. 16.30. G.
Theodór Birgisson predikar.
Mikill og líflegur söngur og fyr-
irbæn. Bamapössun íyrir börn
yngri en 6 ára.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Messa í dag, laugardag, kl. 18
og á morgun, sunnudag, kl. 11 í
kirkjunni við Eyrarlandsveg
26.