Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÚSSAGULLIÐ Ykkur hefur hlotnast arfur, þetta var engin Moggalygi góði. Kirkjur kaþólskra og lútherskra líta eins á réttlætingu af trú Bannfæringar frá fyrri tíð falla niður FULLTRÚAR kirkjudeilda kaþ- ólskra og lútherskra hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu um réttlætingu af trú. Biskup Islands, Karl Sigurbjörnsson, segir þennan atburð merkilegan. Samkvæmt yfir- lýsingunni falli nú niður fordæming og bannfæring kirkjudeildanna hvorrar á annarri. Skrifað var undir samkomulagið í Ágsborg í Þýskalandi, þar sem Ags- borgarjátning kirkjunnar var lögð fram 1550, en það er játningargrund- völlur Lúthersku kirkjunnar og þetta gerðist á siðbótardaginn 31. október, daginn sem Marteinn Lúther lagði fram greinar sínar 95 og mótmælti þar aflátssölu kaþólsku kirkjunnar. Sá atburður hleypti af stað siðbótinni sem leiddi til klofnings kirkjunnar. „Það mikilvæga í þessari yfirlýsingu er að nú hafa kaþólska og lútherska kirkjan náð samkomulagi um að fella niður bannfæringar og fordæmingar gegn hvor annarri frá fyrri tíð og gilda þær því ekki lengur,“ segir biskup. „Fullti-úar kirkjudeildanna hafa unnið að þessu máli síðastliðin 30 ár og nú hefur þessi meginniður- staða náðst um merkingu hugtaksins réttlæting af trú. Það hefur verið gjá milli kaþólskrar og lútherskrar kirkju allt frá 16. öld þegar samtal vék fyrir bannfæringum og gagn- kvæmum fordæmingum." Hugsanlegt samkomulag um aðra þætti Biskup segir að nú hafí kirkju- deildirnar náð samkomulagi um merkingu hugtaksins réttlæting af trú. „Það var heróp siðbótarinnar. Hvað þetta merkir í munni lúthersku kirkjunnar og hvað það þýðir hjá hinni kaþólsku sem leggur einnig mikla áherslu á að verkin og helgun- in skipti líka miklu máli. Þarna hafa menn náð niðurstöðu um meginskiln- ing þótt orðfæri sé mismunandi. Að mínu mati merkir þetta að nú hafa þessar systurkirkjur meiri von til þess en áður að geta náð samkomu- lagi um aðra þætti sem þær hafa ekki verið sammála um. Þar get ég nefnt atriði eins og embætti kirkj- unnar, sakramentin, sérstaklega alt- arissakramentið og fleira. Það er von og fyrirbænarefni að sameiginleg yf- irlýsing opni nýjar dyr að frekari viðræðum, vaxandi skilningi og auk- inni einingu," segir Karl. I frétt frá Lútherska heimssam- bandinu, en í því eru 128 lútherskar kirkjur í 70 löndum, segir að sameig- inleg yfirlýsing þess og kaþólsku kirkjunnar sé friðarsamningur, lýs- ing á sameiginlegri vegferð kirkn- anna sem enn standi og að hann muni auka skilning kirknanna hvorr- ar á annarri og er þar m.a. verið að vitna til orða forseta Lútherska heimssambandsins, Christians Krauses biskups, og Edwards Cassidys kardinála, fulltrúa kaþ- ólsku kirkjunnar. Frábært verð 25mm og 50mm með og án borða Margir litir Ráðstefna sagnfræðinga í Reykholti Sýn á Is- landssöguna DAGANA 6. og 7. nóvember nk. verður haldin í Reykholti í Borgarfírði ráðstefna Sögufélags og Sagnfræ ðistofnunar Hóskóla Islands^ undir yfirskriftinni Islensk sagnfræði við árþús- undamót. Sýn sagn- fræðinga á Islandssög- una. Guðmundur Jóns- son lektor hefur, ásamt ritnefnd tímaritsins Sögu sem Sögufélagið gefur út, undirbúið þessa ráðstefnu. Hann var spurður hvað bæri hæst í umræðunum um íslenska sagnfræði við árþúsundamót? „Á þessari ráðstefnu munum við fjalla um það hvernig sagnfræðingar hafa stundað íslenska sögu og metum framlag þeirra til þekk- ingar og skilnings á íslenskri sögu og hvernig hún stendur núna á þessum tímamótum?" - Og hvernig stendur hún? „Það mun koma í ljós á ráð- stefnunni. Ég tel að sagnfræðin standi mjög vel, það er mikill áhugi á sagnfræði og fjöl- breytilegar rannsóknir stund- aðar innan hennar. Ég legg áherslu á að sagnfræðingar eru farnir að skoða fortíðina með mjög ólíkum hætti frá því sem áður var. Það er einmitt við- fangsefni ráðstefnunnar að skoða hvernig mynd sagnfræð- inga af fortíðinni hefur breyst frá nítjándu öldinni og til sam- tímans. - Hvernig hefur hún breyst? „Grundvallarhugmyndir ís- lenskra sagnfræðinga hafa breyst mikið og með breyting- um sem verða á okkar samtíma berum við upp nýjar spurning- ar til sögunnar. Fyrir hundrað árum var auðvitað réttarsaga og stjómmálasagan í fyrirrúmi og það tengdist sjálfstæðisbar- áttu íslendinga á þeim tíma. Nú eru önnur viðfangsefni orðin áleitnari og sagnfræðin teygir sig í margar áttir, til menning- ar- og hugarfarssögu og til fé- lags- og hagsögu. Nú eru sagn- fræðingar mjög uppteknir af t.d. viðfangsefnum eins og sjálfsvitund og þjóðarvitund, hlut einstaklinga í sögunni en einnig stórum breytingum í fé- lags- og hagsögu. -Hvað álítur þú brýnast að rannsaka í sagnfræði? „Það eru mjög mörg brýn viðfangsefni og svo dæmi sé tekið af mínu sér- ___________ sviði er mér mjög hugstætt hvernig ís- land breyttist úr fá- tæku landbúnaðar- _____ þjóðfélagi í iðnvætt borgarsamfélag og hvaða áhrif þetta hafði á lífskjör þjóðarinn- ar. Annað efni er pólitískt og efnahagslegt inntak í stefnu þjóðfrelsismanna á nítjándu öld, en um það hefur verið nokkuð deilt hversu frjálslynd- ar og framfarasinnaðar okkar sjálfstæðiskempur voru í efna- hags- og félagsmálum." - Er komið inn á þessi efni á ráðstefnunni í Reykholti? „Já, það verður gert. Ég geri ráð fyrir því að Gunnar Karls- son muni fjalla þetta efni í fyrir- lestri sínum um myndun þjóð- ríkis á íslandi 1830 til 1944 og í Guðmundur Jónsson ► Guðmundur Jónsson fæddist 1955 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskóian- um við Tjörnina 1975, BA-prófi 1981 og eand. mag. prófi 1983 í sagnfræði, hvoru tveggja frá Háskóla íslands. Doktorsprófi í hagsögu lauk hann frá London School of Economics 1991. Hann hefur starfað sem kennari og nú er hann lektor í sagn- fræði við Háskóla ísiands. Guð- mundur er kvæntur Sæunni Kjartansdóttur sálgreini og eiga þau tvö börn, Hiidi og Tryggva. Islensk sagn- fræði við ár- þúsundamót erindi sem ég held um hagsögu á 19. og 20. öld. - Hvað verða mörg fram- söguerindi á ráðstefnunni? „Ellefu erindi verða flutt. Ingi Sigurðsson prófessor mun fjalla um þróun sagnfræðinnar frá miðöldum til samtímans, en að öðru leyti falla erindin í tvo flokka. Fimm sagnfræðingar munu fjalla um ákveðin tímabil; Jón Viðar Sigurðsson dósent um hámiðaldir fram um 1300, Helgi Þorláksson prófessor mun fjalla um síðmiðaldir 1300-1550, Gísli Gunnarsson prófessor ræðir um tímabilið 1550-1830, Gunnar Karlsson talar svo eins og fyrr sagði um tímabilið 1830-1944. Hins vegar eru þama sex erindi sem fjalla um ákveðnar greinar sagnfræðinnar; Margrét Guð- mundsdóttir sagnfræðingur tal- ar um kvennasögu, Loftur Gutt- ormsson prófessor fjallar um fé- lags- og fólksfjöldasögu, Guð- mundur Hálfdanarson dósent ræðir um menningar- og hugar- farssögu og svo eins og fyrr greinir er ég með erindi um hagsögu á 19. og 20. öld. Valur Ingimundarson sagn- fræðingur ætlar að segja frá sögu utan- ríkismála á tuttug- ustu öld og loks flyt- ur Friðrik G. Olgeirs- son sagnfræðingur erindi um byggðasögu. Fengnir verða um- sagnaraðilar og mikil áhersla lögð á umræður eftir hvert er- indi. Ég vil hvetja alla áhuga- menn um íslenska sögu til að mæta á ráðstefnuna í Reykholti, hlusta og segja sína skoðun. -Ef menn taka nú þessari hvatningu vel hvað geta þá margir komist að? „Eg held að hótelið í Reyk- holti taki að minnsta kosti sex- tíu manns en rétt er að skrá sig fyrirfram og það er gert á skrifstofu Sögufélags í Fischersundi í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.