Morgunblaðið - 02.11.1999, Side 24

Morgunblaðið - 02.11.1999, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Nýtt Hannyrða- verslunin Mánagull HANNYRÐAVERSLUNIN Mánagull var opnuð nýlega í Glæsi- bæ. Megináhersla er lögð á hann- yrðir og föndurvörur, en verslunin hefur sérhæft sig í mynstram og vill bjóða upp á fjölbreytt úrval mynstra fyrir púða og myndir af ýmsum gerðum og stærðum, sem era tilbúin í pakkningum. Auk Vinna með tölvumús einhæf Fjölbreytt og innihaldsrík vinna gegn álagsmeiðslum dúka, viskustykkja og handklæða með kanti til að sauma í era ýmsar garn- og föndurvörar til sölu í versluninni ásamt munsturbókum fyrir útsaum, prjóna- og föndur- blöðum. Eigendur Mánagulls eru Helga Z. Gústafsdóttir og Gunnar Örn Gunnarsson. SPURT OG SVARAÐ Spurning: Era til reglur um merk- ingar um hvað á að vera í gúllasi? Svar: Hollustuvernd segir enga staðla eða reglur gilda um merk- ingar á kjöti í kjötreglugerð þeirri er gildir á Islandi. Bónus djús Spurning: Hvar er Bónus-djús- inn? Svar: Að sögn forráðamanna hjá Bónusi kemur djúsinn í verslanir Bónuss, Hagkaups og 10-11 á næstunni í nýjum og betri umbúð- um, en verður seldur á sama verði og hann hefur verið seldur á und- afarið. Tómar sultukrukkur dýrari en fullar Spurning: Af hverju eru tómar amerískar sultukrakkur dýrari í Húsasmiðjunni en fullar sultu- krakkur í matvöruverslunum? Svar:„Við keyptum inn sultu- krukkur frá Bandaríkjunum í mjög litlu magni. Há innflutningsgjöld leggjast á vörana sem hækka álagningu á smásöluvöru," sagði Anna Haraldsdóttir, innkaupast- jóri Húsasmiðjunnar, og bætti við að krukkurnar væra búnar en yrðu ekki pantaðar aftur þar sem þær væru einfaldlega of dýrar. Hvar er jarðarberjajógúrtið? Spurning: Hvers vegna er ekki til jarðarberjajógúrt í flöskum í Hagkaupi? Svar: Svokallað drykkjar-jarð- arberjarjógúrt er selt undir heitinu Tumajógúrt í verslunum Nýkaups og er væntanlegt í verslanir Hag- kaups. Að sögn starfsmanns Hag- kaups tók Nýkaup vörana fyrst í sölu og var eftirspurnin framar björtustu vonum og varð til þess að umbúðir sem framleiddai- era í Skandinavíu kláruðust á mjög skömmum tíma, en era nú komnar til landsins á ný og verið er að fylla á flöskumar sem koma í búðirnar í dag eða á morgun. VINNA við tölvuskjá er oft einhæf og ýmsir telja að henni fylgir nokk- ur heilsufarsleg áhætta. „Engir at- vinnusjúkdómar vegna skjávinnu era bættir af tryggingakerfinu hér á landi,“ segir Þórann Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari við atvinnusjúkdóma- deild Vinnueftirlits ríkisins. Þeir sem telja sig hafa orðið iyrir heils- utjóni vegna atvinnu sinnar verða að sækja mál sitt fyrir dómi. „Þessu er öðravísi farið í nágrannalöndum okkar þó að nú þurfi sterkari sann- anir en áður til að fá bætur.“ Þórunn segir að skjávinna hafi töluvert verið rædd á ráðstefnu um vinnuvemd sem hún sótti í Dan- mörku snemma í haust. Nokkuð hefur verið skrifað, á danskri vef- slóð, Ingerniören/net (www.ing.dk), um mál ungs verkfræðings er varð að hætta störfum vegna vöðva- verkja sem hann þjáist af. Telur hann verkina til komna vegna þess að tölvumúsin hans þurfti, vegna plássleysis, að vera í gluggakistu. Verkfræðingurinn hefur engar bæt- ur fengið á grandvelli þess að ekki þyki sannað að vinna með tölvumús geti valdið heilsuskaða. Danir eru nú að rannsaka hvort og þá hvaða samhengi sé milli sjúk- dóma og þess hversu lengi fólk situr við tölvuskjá. Er rannsóknin sam- starfsverkefni þriggja sjúkrahúsa og Tækniháskóla Danmerkur. Skjávinna rofin reglulega Að sögn Þórannar hafa menn ver- ið að reyna að skilgreina áhættuna Morgunblaðið/Asdís Best er ef fólk getur haft tölvumúsina til skiptis hægra og vinstra megin við lyklaborðið. sem hlýst af skjávinnu. „Vinnuað- staðan sem slík skiptir miklu máli en sá tími sem fólk situr við tölvuna skiptir ekki minna máli,“ segir hún og leggur áherslu á mál sitt. Miklu máli skiptir einnig að fá starfsfólk og atvinnuveitendur til að huga að fjölbreytni vinnunnar, „vegna þess að þá fær fólk tækifæri til að þrosk- ast í starfi og nota það sem í því býr og atvinnuveitandinn eignast verð- mætara starfsfólk sem kann og veit meira,“ segir hún enn fremur og bætir við að með því móti minnki lík- ur á að einhæfar hreyfingar valdi verkjum og heilsutjóni. Um þessi mál er m.a. fjallað í reglugerð um skjávinnu nr. 498 frá 1994 en þar segir að skipuleggja skuli vinnu starfsmanna á þann hátt að dagleg skjávinna sé rofin reglu- lega með hléum eða vinnu af öðra tagi. Reglumar ná til þeirra starfs- manna sem vinna umtalsverðan hluta vinnu sinnar við tölvu en það hefur verið túlkað sem tveir tímar á dag eða lengur við tölvuna, að sögn Þórunnar. Reglugerðina er hægt að nálgast á Netinu með þvi að slá inn slóðina: www.ver.is. Vinnuvemd í skólum Best væri, segir Þórunn, ef kennt væri um vinnuvemd í skólum þann- ig að fólk átti sig strax á að það þarf að hugsa um þessa hluti. „Þetta snýst nefnilega líka um að fólk end- ist í starfi," segir hún. Samkvæmt sömu reglum er at- vinnuveitendum skylt að sjá til þess að gerð sé úttekt á vinnuaðstæðum vinnustaða. Meta þarf líkamlegt álag vegna vinnunnar, andlegt álag sem og álag á sjón. Uttekt og mat á vinnuaðstæðum er oft gert í sam- vinnu við fagaðila t.d. sjúkraþjálfara eða iðjuþjálfa. Vinnueftirlitinu ber hins vegar að fylgjast með því að skyldum atvinnurekenda, sem fram koma í reglunum, sé fullnægt. Launþegum er auk þess heimilt að hafa samband við eftirlitið ef þeim þykir að þessum ákvæðum sé ekki iylgt. „Atvinnuveitendur hafa líka skyldur til að upplýsa starfsfólk sitt um þá áhættu sem fylgir starfinu," bendir Þórunn á og segir að þeir eigi einnig að sjá til þess að starfsfólk fái tíma til að læra á nýjar vinnuað- stæður. Þar með talið er hvemig skuli vinna við tölvuna. „Við leggjum mesta áherslu á fyr- irkomulag vinnunnar, að hún sé fjöl- breytt og innihaldsrík. Tölvuvinna er einhæf og músavinna ekki síst. Við ráðleggjum fólki t.d. að skiptast á að nota hægri og vinstri hönd á músina. Ef músin er vinstra megin er handleggurinn nær líkamanum en ef hún er höfð hægra megin við lyklaborðið. Þá verðui' líka minni snúningur í öxlinni og stuðningur- inn undir framhandlegginn er meiri.“ Þá segir Þórann að varast verði að láta þunga hvfla á úlnliðn- um en á því svæði liggja taugar og æðar utarlega og langvarandi þrýst- ingur getur valdið óþægindum. „Fólk verður hlusta á þau skila- boð sem líkaminn gefur og læra að túlka þau,“ segir hún enn fremur og minnir á að allt mæli með því að fólk standi reglulega upp frá tölvuvinnu og hvfli sig í svolitla stund. I því sambandi minnir hún á að fyrir utan það hversu einhæf músarvinna og önnur skjávinna geti verið séu aug- un alltaf í nærvinnu þegar setið er við skjáinn. Gott sé fyrir augun að hvíla þau með því að horfa af og til á fjarlæga hluti. „Best væri ef kröftum væri sem mest beint að forvörnum," segir hún, „hafa vinnuaðstæður góðar, vinnuna fjölbreytta og fólk vel upp- lýst um hvað beri að varast." MÖGNUÐ NÝJUNG í BlOflex segulmeðferð hefur slegið í gegn í Danmörku og er nú fáanleg á íslandi. Um er að ræða segulþynnur í 5 stærðum sem festar eru á líkamann með húðvænum plástri. l l SCANDINAVIA Kynningar þessa viku frá kl. ) Dæmi þar sem BlOflex seculþynnan hefur sýnt frabær áhrif • Höfuðverkur • Hnakki • Axlir • Tennisolnbogi • Bakverkir • Liðaverkir • Þursabit • Hné • Æðahnútar • Ökklar Lb LYFJA í dag þriðjud. Lyfja, Lágmúla 5 - S. 533 2300 Miðvikud. 3.nóv. Lyfia, Setbergi - Hafnarfirði S. 555 2306 Fimmtud. 4.nóv. Lyfja, Hamraborg - Kópavogi S. 5540102

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.