Morgunblaðið - 02.11.1999, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Rannsóknir á sviði félagsráð
gjafar og stjórnmálafræði
Margt bar á góma þegar sjö
konur kynntu rannsóknir
sínar á sviði félagsráðgjafar
á ráðstefnu um rannsóknir í
félagsvísindum í Odda á
laugardag. Þá voru kynntar
fjórar rannsóknir á sviði
stjórnmálafræði.
Erla Skúladdttir hlýddi
á mál fræðimannanna.
Steinunn
Hrafnsdóttir
Sigrún
Júlíusdóttir
Jón Ormur
Halldórsson
Baldur
Þórhallsson
FJALLAÐ var um fæðing-
arorlof og dagvist, stjórn-
endur í félagsþjónustu, fá-
tækt í Reykjavík, sameig-
inlega forsjá og breytta námsskip-
an í félagsráðgjafanámi við Háskóla
Islands. Guðný Björk Eydal lektor
fjallaði um fæðingarorlof og dag-
vist, íslenska fjölskyldustefnu í 50
ár og notaðist að hluta við niður-
stöður rannsókna sem unnar voru í
tengslum við doktorsritgerð hennar
um íslenska fjölskyldustefnu í 40
ár, 1944-1994.
Hún bar meðal annars saman
reglur um dagvist og fæðingaror-
lof á öllum Norðurlöndunum og
komst að þeirri niðurstöðu að lítill
opinber stuðningur sé fyrir for-
eldra barna yngi-i en 3 ára hér
miðað við hin löndin. Hér sé litið á
dagvist fyrst og fremst sem þjón-
ustu fyrir börnin en ekki mæðurn-
ar og lítil áhersla sé lögð á tengsl
við vinnumarkað og atvinnuþátt-
töku móður. Það greini Island
einnig frá hinum Norðurlöndunum
að dagvistarmál heyri undir
menntamálaráðuneyti og meginá-
hersla sé lögð á vistun hluta úr
degi fyrir 3-6 ára gömul börn.
Guðný rakti þróun laga og reglna
um fæðingarorlof á Islandi sem
hefur að hennar mati og í saman-
burði við hin Norðurlöndin verið
hæg. Hún sagði að há fæðingar-
tíðni á Islandi kynni að einhverju
leyti að skýra minni umræðu um
fæðingarorlof hér en á hinum
Norðurlöndunum, en þar hafi þjóð-
félagið brugðist við lækkandi fæð-
ingartíðni með því að „kaupa“
börn, þ.e. gera fólki auðveldara
fyrir að eignast börn. Þá megi
einnig rekja hluta skýringarinnar
á lægri útgjöldum íslenska ríkisins
til félagsmála en annarra Norður-
landa til sterkrar hægri stjórnar.
Guðný benti á að oftast hefði
stjórnarandstaðan knúið á um þær
breytingar sem orðið hafa til ríkari
réttar til fæðingarorlofs á Islandi.
Steinunn Hrafnsdóttir félags-
ráðgjafi kynnti rannsóknir er hún
vinnur nú að í tengslum við dokt-
orsverkefni sitt við háskólann í
Kent og ber heitið Stjórnendur í
félagsþjónustu á Islandi. Megintil-
gáta rannsóknarinnar er að kyn-
ferði varpi ljósi á ýmsa þætti í
vinnu stjórnenda í félagsþjónustu
á Islandi. Steinunn segii' fyrstu
niðurstöður benda til þess að kyn-
ferði geti varpað ljósi á ýmsa þætti
í vinnu í félagsþjónustu; þótt
margt sé líkt með konum og körl-
um í úrtakinu sé líka tilhneiging til
ákveðins munar.
Fátækt í
Reykjavík
Sigríður Jónsdóttii' félagsfræð-
ingur gerði grein fyrir rannsókn
sem gerð var á fátækt í Reykjavík
árið 1997. Spurningar voru lagðar
fyrir hóp Reykvíkinga sem notið
hafði félagslegrar aðstoðar um
nokkuð langan tíma og bentu niður-
stöður rannsóknarinnar til þess að
innan þess hóps ríkti meiri fátækt
en innan sambærilegra hópa í höf-
uðborgum hinna Norðurlandanna
en hliðstæðar rannsóknir voru
framkvæmdar þar. Fátækt fólks
var metin út frá því hvort það hefði
aðgang að því sem þykir eðlilegt og
sjálfsagt í þjóðfélaginu á hverjum
tíma.
Það vekur athygli að þegar svar-
endur voru spurðir að því hvort
þeir teldu sig fátæka var Reykjavík
eina borgin þar sem færri töldu sig
fátæka en mældust fátækir í rann-
sókninni. Sigríður upplýsti að til
stæði að halda rannsókninni áfram
og kanna hvað orðið hefði um þá
sem þátt tóku í rannsókninni fyrir
tveimur árum.
Fimm ára reynsla
af sameiginlegri forsjá
Sigrún Júlíusdóttir dósent og
Nanna K. Sigurðardóttir félagsráð-
gjafi kynntu rannsókn sem þær
vinna að á reynslu og viðhorfum
fráskilinna foreldra á sameiginlegri
forsjá sem varð valkostur fyrir
fimm árum. Meirihluti þeirra sem
þátt tóku í rannsókninni er ánægð-
ur með reynsluna af hinni sameig-
inlegu forsjá. Hlutfallslega fleiri
feður eru þó ánægðir en mæður.
Niðurstöður rannsóknarinnar
benda til þess að á flestum sviðum
hafi staðan á milli feðra og mæðra
jafnast út í samanburði við fyrri
rannsókn um barnafjölskyldur.
Tengsl barna, sem búa við sameig-
inlega forsjá, við afa sína og ömmur
virðast einnig betri. Þá bendir
rannsóknin til þess að heilsufar og
líðan barna og foreldra sem búa við
fyrirkomulagið sé betra og
neyslumunstur öðruvísi. I rann-
sókninni kemur fram að algengt
virðist vera að foreldrar geri sér
óraunhæfar hugmyndir um þýð-
ingu sameiginlegrar forsjár og hafi
miklar væntingar til hennar. Fáir
foreldrar virðast til að mynda eiga
von á að fyrirkomulagið leiði til
samkeppni þeirra á milli eða að oft-
ar verði tilefni tO samskipta milli
þeirra en ella.
Sigi'ún Júlíusdóttir kynnti einnig
ásamt Guðrúnu Þorsteinsdóttur fé-
lagsráðgjafa niðurstöður
matskönnunar í tengslum við
breytta námsskipan í félagsráð-
gjafanámi við Háskóla Islands.
Rannsóknir á sviði
stj órnmálafræði
Fjórar rannsóknir á sviði stjórn-
málafræði voru líka kynntar á laug-
ardag. Jón Ormur Halldórsson
stjórnmálafræðingur fjallaði um
rætur efnahags- og stjórn-
málakreppu Indónesíu, Baldur Þór-
hallsson stjórnmálafræðingur
ræddi um starfshætti smáríkja í
Evrópusambandinu, Stefanía
Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur
ræddi áhrK Evrópusamrunans á
samskipti aðila _ íslenska vinnu-
markaðarins og Arelía Guðmunds-
dóttir lektor fjallaði um umbreyt-
ingu vinnumarkaðar á Islandi und-
anfarinn áratug.
Rætur hrunsins liggja víða
Jón Ormur Halldórsson komst að
þeirri niðurstöðu í rannsóknum sín-
um á rótum hrunsins í Indónesíu í
fyrra að rætur stjórnmálakrepp-
unnar hefðu verið efnahagslegar og
rætur efnahagski'eppunnar stjórn-
málalegar. Stjórnmála- og efnahag-
skreppan kom sérfræðingum á
sviði hag- og stjórnmálafræði í
opna skjöldu á sínum tíma.
Rannsókn Jóns Orms byggðist á
athugun á þróun ríkisvalds í
Indónesíu, rannsóknum á langtíma-
þróun stéttaskiptingar í landinu,
skoðun á hópamyndun í kringum
trúarleg og menningarleg
„identitet" og athugun á áhrifum al-
þjóðlegrar eftirspurnar á aðgangi
að indónesíska hagkerfinu. Athug-
unin leiddi í ljós efnahagslegar, póli-
tískar og menningarlegar ástæður
fyrir styrk Suharto-stjórnarinnar
um langa hríð og ástæðurnar fyrii'
því að ekki varð tU trúverðugur val-
kostur í stjórnmálum, sem gat ógn-
að stjórninni, þar til hún hrundi af
efnahagslegum ástæðum. Þá leiddi
hún í ljós pólitískar og efnahagsleg-
ar ástæður fyrir styrk hersins í
indónesískum stjórnmálum, hvemig
grunnurinn undir Suharto-stjóm-
inni tók að molna fyrir fáeinum ár-
um án þess að menn tækju yfirleitt
sérstaklega eftir því og hvers vegna
efnahagskerfið var í hættu með að
hrynja um leið og trú á pólitískan
styrk helstu valdhafa minnkaði.
Einkenni starfshátta smærri
ríkja Evrópusambandsins
Baldur Þórhallsson fjallaði um
það hvernig stjórnsýsla smærri
ríkja í Evrópusambandinu vinnur
innan stofnana sambandsins, Bald-
ur dró þá ályktun af rannsóknum
sínum að stærð og einkenni stjórn-
kerfis séu mikilvæg breyta sem
þarf að skoða þegar reynt er að
greina hegðun ríkja í ákvarðana-
tökuferli Evrópusambandsins.
I rannsóknum sínum komst
Baldur að þeirri niðurstöðu að með-
al helstu einkenna starfshátta smá-
ríkja séu óformleg samskipti,
sveigjanleiki, svigrúm starfsmanna
til eigin ákvarðana og forgangsröð-
un málefna. Þá reyna smærri ríkin
að ná fram markmiðum sínum inn-
an framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins.
Breyttar aðstæður á
vinnumarkaði
Stefanía Óskarsdóttii' ræddi um
áhrif samrunans í Evrópu á sam-
skipti aðila íslenska vinnumarkaðai’-
ins; heildarsamtaka launþega, at-
vinnurekenda og fulltrúa hins opin-
bera. Fram til 1990 segir hún að
stjómvöld hafi að mestu framfylgt
íslenskri kjai'astefnu einhliða en frá
þeim tíma hafi íslensk kjarastefna
verið mótuð og henni framfylgt að
mestu í samráði við aðila vinnu-
markaðarins. Stefanía komst að
þeirri niðurstöðu að aukin markaðs-
og alþjóðavæðing hafi haft mikil
áhrif á þróun íslensks efnahagslífs
og stjómun þess, ytri aðstæður hafi
í vaxandi mæli takmarkað mögu-
leika stjómvalda til þess að fara aðr-
ar leiðir en helstu samkeppnislönd í
Evrópu. Stefanía segir Evrópusam-
mnann hafa stutt við þróun samráðs
við aðila vinnumarkaðarins. ASÍ og
VSÍ hafi með aðild íslands að evr-
ópska efnahagssvæðinu styrkt stöðu
sína við stefnumótun í efnahags- og
félagsmálum á íslandi. Arelía Guð-
mundsdóttir greindi frá rannsókn-
um sem hún vinnur að í tengslum
við doktorsritgerð sína um umbreyt-
ingu á íslenskum vinnumarkaði á ár-
unum 1987 til 1995. Hún benti meðal
annars á að ýmsar breytingar hefðu
orðið í fyrirtækjum með breyttu
ytra umhverfi, sveigjanleiki hefði
aukist. Þátttaka starfsmanna hefði
til að mynda aukist, þeh- tækju nú
þátt í gæðastarfi, teymisvinnu o.fl.
Þá væri innra skipulag fyi-h-tækja
breytt. Árelía vakti einnig athygli á
breyttu viðhorfi verkalýðshreyfing-
arinnar til sjálfrar sín, markaðsvæð-
ing hefði átt sér stað. Hún benti líka
á að við þyrftum nú meira en áður
að taka ábyrgð á okkar eigin starfs-
frama, mikilvægt væri íyrir starfs-
menn að viðhalda atvinnuhæfni
sinni. í hnotskurn mynduðu íslensk-
ir starfsmenn orðið ólíkt samband
við vinnuveitendur sína en áður.
Sögur af
fátæku fólki
NÚ NÝLEGA kom út bókin
Pálsætt undan Jökli eftir Óskar
Guðmundsson. Pálsætt er kennd
við Pál Kristjánsson sem fæddist
árið 1856 í Þrengslabúð á Hellnum
á Snæfellsnesi. Páll lagði gjörva
hönd á margt þrátt fyrir erfiðar
aðstæður og basl mestan hluta ævi
sinnar. Hann var kennari, hokur-
bóndi, skáld og verslunarmaður og
frá honum eru miklar ættir komn-
ar. Páll andaðist í Ólafsvík árið
1921. Bók Óskar skiptist í tvo
hluta, fyrri hlutinn nefnist Ævir
og aldafar og hinn síðari Niðjatal
Páls Kristjánssonar. Frásögnin er
fleyguð sagnfræðilegum upplýs-
ingum og þáttum af mönnum og
málefnum.
„Þetta er fyrsta verk mitt af
þessum toga,“ segir Óskar Guð-
mundsson aðspurður um tilurð
bókarinnar. „Ástæða þess að ég
hóf að skrifa bókina er sjálfsagt sá
landlægi áhugi sem hér ríkir á
ættfræði og þjóðlegum fróðleik.
Ég hef lengi verið áhugamaður um
þjóðlegan fróðleik, ættfræði og
sagnfræði. Annars vegar er þetta
saga eins manns Páls Kristjánsson-
ar, og hins vegar og ekki síður,
saga fátæks fólks á síðustu öld og
fram á þessa sem nú er að líða.
Páll var baslmaður og ólst upp við
ömurlegar aðstæður. Hann missti
föður sinn á unga aldri og ólst upp
við kröpp kjör. Páll eignaðist
aldrei nein óðul og festi hvergi
rætur á bletti sem hægt væri að
kenna hann við. Hann bjó aldrei
lengur en fimm ár í sama húsi, en
ól mestan sinn aldur undir Jökli.
Páll var smábóndi, tómthúsmaður,
kennari og erfiðismaður eftir því
sem heilsan leyfði, far-
lama fyrir aldur fram
og náði ekki sérlega
háum aldri. En á sinni
tíð var hann vel þekkt-
ur á Snæfellsnesi og
það fóru af honum
sögur.“
Og sagan sem rakin
er í bókinni er fyrst og
fremst saga þessa
manns?
„Þetta er Einsaga
sem svo er kölluð,
saga eins manns og
móður hans í Iciðinni.
Ég fylgi lífi hans frá
ári til árs og birti efni
sem varpar ljósi á lífíð
undir Jökli á þessum árum. Þarna
kemur fleira fram en snertir þau
tvö beinlínis. Byggðin undir Jökli
var afar einangruð í upphafi þess-
arar aldar. Þar munaði mest um
hafnleysið sem þarna var og erfíð-
ar samgöngur á landi. Landshlut-
inn var á eftir í margvíslegu tilliti.
Bæði hvað varðaði avinnulíf og
menningu. Þetta verk mitt er
nokkuð langur vegur frá mínum
fyrri ritstörfum og kemur úr
annarri átt en það sem
ég hef verið að vinna
að til þessa. Þetta
byrjaði sem tóm-
stundagaman, en nú
orðið hef ég nokkra
atvinnu af ýmsu fræði-
legu grúski. Meðan ég
vann að bókinni lagði
ég stund á rannsóknir
á söfnum, og hef verið
að athuga eitt og ann-
að sem fróðlegt væri
að skoða nánar. Það
eru ótrúlega margir
sem festa yndi við
þjóðleg fræði þegar
þeir taka að kynna sér
þau. Ef til vill er þetta
svar við ys og þys nútimans! Það
er andleg næring að vinna að
svona fræðum, bæði við ritun og
lestur. Þetta er gefandi samtal við
fortfðina. Menn ættu að huga að
rótum sfnum og grafast fyrir um
fortíðina af kappi. Því ef okkur
auðnast að þekkja fortíðina vel,
aukum við líkur okkar á bjartari
framtíð.“
í Öndverðarnesi þjuggu löngum
Guðrún Jónsdóttir, móðir Páls
Kristjánssonar, og ástmaður
hennar og barnsfaðir, Andrés
Jónsson. Sérkennilegt bréf hefi ég
fundið sem snertir þetta fólk. Það
er frá Andrési sambýlismanni
Guðrúnar, orðrétt og stafrétt
svohljóðandi:
eyðraði oddviti
Þareð bæði að ég er slæmur í
fótum og síðan við fundustum lagð-
ist Guðrún og liggur enn í rúminu
verð jeg að fá Sigríði Magnúsdóttir
til að fynna þig uppá það sem við töl-
uðum umm og eru mín vina samleg
tilmæli til þín að gjöra sem greiðast
fyrir með það og líka ef mögulegt
væri að jeg þirfti ekki að gera fleiri
ferðir enn þessa - jeg þarf ekki að
taka því fram að þú sjáir umm að
það verði í sem þjenan legustum
munum (þar Guðrún liggur og við
erum bæði vökvunar laus og kaffi
laus í þuru húsi) því ég veit að þú
gjörir það uppá það besta sem þjer
er mögulegt enda treisti jeg þjer til
hins besta í þessu ofanskrifuðu
vinsamlegast
Ondverðamesi 13. febrúar 1887
Andrjes Jónsson
Brot úr Pálsætt undan Jökli
Óskar
Guðmundsson