Morgunblaðið - 08.12.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 13
Formaður Læknafélags Islands telur óheppilegt að Is-
lensk erfðagreining auki hlut sinn í Gagnalind
Hefur í för með
sér aukaverkanir
FORMAÐUR Læknafélags íslands
telur að sú gerð íslenskrar erfða-
gi-einingar að kaupa aukinn hlut í
hugbúnaðarfyrirtækinu Gagnalind
kunni að hafa í för með sér auka-
verkanir. ÍE hefur að undanförnu
aukið hlut sinn í fyrirtækinu úr um
20% í yfir 55% en Gagnalind hefur
sérhæft sig í sjúkraskrárkerfum fyr-
ir heilbrigðiskerfið.
„Þetta hefur ekki beinar afleiðing-
ar í þá átt að Islensk erfðagreining
nái tangarhaldi á upplýsingum, sem
eru í sjúkraskrám heilbrigðisstofn-
ana, enda er meðferð þeirra í
ákveðnum farvegi sem lög mæla fyr-
ir um,“ sagði Sigurbjörn Sveinsson,
formaður Læknafélags íslands.
Hann segir að hins vegar geti þetta
haft aukaverkanii' í för með sér:
„Þær felast annars vegar í því að
rekstraraðili gagnagrunns á heil-
brigðissviði getur haft bein áhrif á
gerð hugbúnaðarins sem á að sjá um
sjúkraskrár landsmanna en þær eru
að sjálfsögðu fyrst og fremst haldnar
í þágu sjúklingsins," segir Sigur-
björn. „I annan stað getur eignar-
aðilinn haft áhrif á þjónustu hugbún-
aðarfyrirtækisins við einstakar
heilbrigðisstofnanir. Meðal annars
þær sem ekki vilja semja um afhend-
ingu gagna úr sjúkraskrám í gagna-
grunninn eða aðeins með takmörk-
unum sem leyfishafinn sættir sig
ekki við.“
Foi-maður Læknafélagsins benti
og á að Gagnalind væi'i í reynd ein-
okunarfyrirtæki og rökstuddi það.
„Það er útilokað fyrir nokkurn aðila
að keppa við Gagnalind eða þróa
hugbúnað fyrh- sjúkraskrár sem
geta keppt við búnað þeirra. Það er
vegna þess að Gagnalind hefur verið
SIF Konráðsdóttir, lögmaður stúlk-
unnar sem kærði föður sinn fyrir
kynferðisofbeldi, hefur kært Jón
Steinar Gunnlaugsson, lögmann föð-
urins, fyrir Lögmannafélagi fslands.
Fjallað hefur verið um málið hjá
úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins
og hefur Jón Steinar þriggja vikna
falið verkið af heilbrigðisráðuneyt-
inu sem sér um nánast alla heilbrigð-
isþjónstu landsmanna.
Þess vegna finnst mér þetta mjög
óheppileg staða og mjög óskynsa-
mleg gerð af hálfu íslenskrar erfða-
greiningar þar sem hún gæti komið
öðrum markmiðum hennar í upp-
nám. Af þeim sökum hef ég dregið þá
ályktun að hún hafi eitthvað annað á
prjónunum,“ sagði formaður LÍ að
lokum.
frest til að svara kærunni og leggja
fram gögn vegna málsins. Málið
verður að því loknu tekið fyrir hjá
úrskurðarnefndinni.
Lögmannafélagið veitir ekki upp-
lýsingar um kæruefni Sifjar fyrr en
niðurstaða úrskurðarnefndar liggur
fyrir.
Kærður til fé-
lags lögmanna
Athugasemd frá höfundum að skýrslu Landsvirkjunar
Össuri svarað
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Birni
Jóhanni Björnssyni, Helga Bjarna-
syni, Sigurði Þórðarsyni og Sigur-
jóni Páli Isakssyni, en þeir eru höf-
undar að skýrslu Landsvirkjunar,
Fljótsdalsvirkjim. Umhveríi og um-
hverfísáhrif.
„Össur Skarphéðinsson alþingis-
maður sakar Landsvirkjun í gi-ein í
Morgunblaðinu í gær um að leggja
fyrir Alþingi rangar upplýsingar í
skýrslu sinni, Fljótsdalsvirkjun, um-
hverfi og umhverfisáhrif. UndiiTÍt-
aðir höfundar skýrslunnar vilja hér
með freista þess að leiðrétta þessi
orð þingmannsins.
Rannsóknir á gróðurfari
I upphafi er rétt að vekja athygli á
því að skýrsla Landsvirkjunar um
umhverfisáhrif virkjunarinnar er
ekki rannsóknarskýrsla heldur eru
þar saman dregnar helstu niður-
stöður rannsókna, sem gerðar hafa
verið á undanförnum áratugum.
Upphaf markvissra gróðurrann-
sókna á Eyjabakkasvæðinu telst
vei'a árið 1975 með rannsóknum
Hjörleifs Guttormssonar o.fl., en áð-
ur höfðu Steindór Steindórsson og P.
Falk stundað þar rannsóknir sumrin
1935-1937. Árið 1976 vann Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins að
gróðurkortagerð á svæðinu og á ár-
unum 1975-1979 var unnið að við-
amiklum rannsóknum á fyrirhuguð-
um virkjunai'svæðum Jökulsár í
Fljótsdal og Jökulsár á Brú. Samtals
voru famir sjö rannsóknarleiðan-
grar um svæðið á þessum árum, þar
af tveir um Eyjabakkasvæðið. I
skýi-slu Hjörleifs Guttormssonar o.
fl. (1981) segir: „Rannsóknir á Eyja-
bakkasvæðinu vom mun ítarlegri og
gerð betri skil en á öðrum svæðum. I
nágrenni Eyjabakkasvæðisins voru
gerðai' viðbótarrannsóknir á gróðri á
árunum 1992-94 vegna hugsanlegra
veitumannvirkja. Ofangreindar
rannsóknir og úrvinnsla þeirra voru
skipulagðar og unnar af færustu
sérfræðingum."
Á árinu 1998 fól Landsvirkjun
Ágústi H. Bjarnasyni að vinna að
skýrslu um gróðurfar á virkjunar-
svæðinu í ljósi fyrri kannana til að fá
yfirsýn yfir eldri rannsóknir og fylla
þar í ef þörf væri talin á. Ágúst fór
víða um virkjunarsvæðið og var
skýrsla hans um rannsóknirnar gef-
in út í mars 1999.1 hana er margoft
vitnað í skýrslunni um umhverfis-
áhrif Fljótsdalsvirkjunar og hennar
getið í heimildum. Þó svo að Ágúst
hafi ekki sökum vatnavaxta komist
út í Þóriseyjar, þá fór hann um lón-
stæðið vestan Jökulsár, alveg frá
stíflustæði og inn undir jökul. Hann
kannaði gróður á Hafursárufs, í
Snæfellsnesi, undir Hálsi og í Þjófa-
gilsflóa til samanburðar við eldri at-
huganir. Skýrsla hans ber nafnið
Flóra og gi'óður á fyrirhuguðu virkj-
unarsvæði upp af Fljótsdal í ljósi
fyrri kannana. Þar er m.a. skilmerki-
lega greint frá fyrri gróðurrann-
sóknum á svæðinu, og kemur fram
að flóra svæðisins er talin vel þekkt.
Rannsóknir á dýralíil
Össur heldur því fram að rann-
sóknir á dýralífi hafi staðið yfir í 3
sumur árin 1979-1981 auk parts úr
degi á sumri hverju og vísar þar í
bréf Náttúrufræðistofnunar til um-
hverfísnefndar Alþingis. Hér er
einnig ekki rétt með farið.
Ái'ið 1968 kannaði Arnþór Garðar-
sson prófessor svæðið frá Snæfelli
og í Grágæsadal og fann þá einungis
smáhópa af heiðagæsum. Árið 1971
kostaði Orkustofnun talningu á
heiðagæs á hugsanlegum fellistöðv-
um hér á landi þar á meðal Fljóts-
dalsheiði og á Eyjabökkum. Heiða-
gæsir í fjaðrafelli á Eyjabökkum
hafa verið taldai' með flugtalningu
frá árinu 1979. Landsvirkjun kostaði
flugtalningu á hugsanlegum fellist-
öðvum heiðagæsa á öllu landinu árið
1992 og annaðist Náttúrufræðistofn-
un þá talningu. Sú skýrsla er enn í
vinnslu og sýnir það öðra fremur að
úrvinnsla rannsókna getur tekið
langan tíma þó svo að vettvangsr-
annsóknir taki stuttan tíma og ætti
þingmanninum að vera kunnugt um
slíkt.
Allviðamiklar rannsóknir vora
gerðar á hreindýrastofninum og
beitilöndum þeirra á áranum 1978-
1982 á vegum Orkustofnunar og
Náttúrafræðistofnunar og vora nið-
urstöður þeirra birtar í þremur
skýrslum 1983. Frá þeim tíma hefur
verið fylgst með stofninum með
reglubundinni flugtalningu á vegum
Veiðistjóraembættisins m.a. vegna
ákvörðunar um veiði úr stofninum.
Frá árinu 1993 hefur Landsvii'kjun
að eigin framkvæði látið telja
hreindýr á Vesturöræfum, nú síð-
ustu árin að vorlagi og tvisvar að
sumarlagi. Haustið 1993 vora
hreindýr einnig talin á Eyjabakka-
svæðinu. Merkjafræðistofa Háskól-
ans hefur annast þessa talningu.
Annað
í blaðagreininni fullyi'ðir Össur að
„Landsvirkjun hafi talið meirihluta
Alþingis trú um að það sé í lagi að
sökkva Eyjabökkum því niðurstöður
áratuga langra rannsókna sýni að
það sé verjandi frá vísindalegu sjón-
armiði."
I skýrslu Landsvirkjunar er tekið
fram að ekki liggi fyrir óyggjandi
svör um það hvaða áhrif myndun
Eyjabakkalóns hafí á dýralíf. Hvergi
er í skýrslunni minnst á að vísinda-
legar rannsóknir sýni að í lagi sé að
sökkva Eyjabökkum. Skýrsluhöf-
undar harma þessi skrif Össurar
Skarphéðinssonar sem hljóta að
vera gerð gegn betri vitund."
Bókin
MIKILVÆGUSTU
TUNGUMÁL JARÐAR
svarar:
Hvert er einfaldasta
tungumál heims?
www.tunga.is
Yfirlýsing lög-
reglu vegna Espi-
gerðismálsins
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
sent frá sér eftirfarandi yfirlýs-
ingu:
„Vegna fréttaflutnings af máli
sem til rannsóknar er hjá lög-
reglunni í Reykjavík er varðar lát
aldraðrar konu á heimili hennar í
Espigerði 4 sl. föstudag vill lög-
reglan taka eftirfarandi fram:
Við rannókn málsins hefur
ekkert komið fram um að brotist
hafi verið inn í íbúð gömlu kon-
unnar áður en atvikið átti sér
stað. Þá hefur ekkert komið fram
um að tilgangur meints geranda
hafi verið að ræna hana áður. en
henni var veittur áverki sá er
leiddi til dauða hennar.
Vegna umfjöllunar um þetta
mál er það tekið fram að engin
tengsl eru á milli þess og breyt-
inga á fíkniefnamarkaðnum s.s.
minnkandi framboðs og verð-
hækkana.
Meintur gerandi hefur ekki
komið við sögu fíkniefnabrota hjá
lögreglunni á þessu ári.
Á árinu hefur verið tilkynnt
um eitt innbrot í íbúð í Espigerði
4, þ.e. í marsmánuði sl. Lög-
reglan handtók þrjá menn í fram-
haldi af því. Meintur gerandi nú
var ekki einn af þeim. Niðurstaða
DNA-sýnis, er tekið var á vett-
vangi og sent var til Noregs til
greiningar, bendir til þess að
einn hinna handteknu hafi verið
þar á vettvangi. Hann hefur verið
í varðhaldi um sinn. Málið bíður
nú ákæra.
Rannsókn þessa máls heldur
áfrarn."
SH leggur Sæmark niður
STJÓRNENDUR Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna hafa lagt niður
rekstur Sæmarks ehf. og auglýst hús-
næði fyrirtækisins við Aðalstræti til
sölu.
Sæmark starfaði að mestu sem
milligönguaðili í kaupum á fiski frá
framleiðendum sem ekki vora svo-
kallaðir SH-framleiðendur, en jafn-
framt starfaði fyrirtækið í útflutningi
á ferskum fiski með flugi.
Að sögn Gunnars Svavarssonar,
forstjóra SH, hefur einn af fyrrver-
andi starfsmönnum Sæmarks tekið
þann þátt yfir og rekur það áfram.
Aðrir rekstrarþættir vora í sjálfu
sér aflagðir þegar SH tók upp bein
viðskipti milli markaðsfyrirtækj-
anna erlendis og íslenskra framleið-
enda, samkvæmt endurskipulag-
ningaráætlunum fyrirtækisins.
Þegar ákvörðun var tekin um að
leggja Sæmark niður störfuðu 8
manns þar, en voru fleiri áður.
RERTTI PALMROTH®
%r. 14.900
‘Eftiið í stývéíunum er
vatnsfráfirincíandi og
potir regn, snjó, saít og
kuíáa.
<Pœgi[egt að prífa, ein
strokg með röíqim ffút og
stígvétin verðagíjáandi
fafíeg.
Svíargar tegundir aftiinum
vinscefu finnsku stigvétiim-
einnig pessirgötuspór.
%r. 12300
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
DOMUS MEDICA
viö Snorrabraut - Reykjavík
Símí 551 8519
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINGLAN
Kringlunni 8-12 • Reykjavík
Sími 568 9212