Morgunblaðið - 08.12.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 08.12.1999, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Astra Zen- eca sker nið- ur í Svíþjóð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SAMRUNI sænska lyfjafyrirtækis- ins Astra og hins breska Zeneca í fyrra er nú farinn að segja til sín Svíþjóðarmegin. I vikunni voru birt- ar samlegðar- og niðurskurðaráætl- anir rannsóknar- og þróunarsviðs fyrirtækisins, sem bitna á 450 af 4.000 starfsmönnum þessa sviðs í Svíþjóð. Um leið hafa heyrst von- brigðaraddir um að fyrri fyrirheit um öflugt starf í Svíþjóð standist ekki og Svíar megi nú sjá á eftir enn einu fyrirtæki sínu út fyrir land- steinana. Ætlun Astra Zeneca er að ná sam- legðaráhrifum upp á 1,1 milljarð Bandaríkjadala, meðal annars með því að skera niður sex þúsund störf í fyrirtækinu. Endurskipulagning rannsóknar- og þróunarsviðs, þar sem alls tíu þúsund manns vinna, miðar að því að fækka störfum þar um þúsund. Af þeim eru 450 í Sví- þjóð, þar sem Zeneca er með rann- sóknarstöðar á fjórum stöðum, en mestur verður samdrátturinn í Lundi, þar sem 200 stöður verða lagðar niður. Claes Wilhelmsson yf- irmaður rannsókna hjá Astra Zen- eca segir að fyrirtækið leitist við að verða alþjóðafyrirtæki, sem einbeiti sér að einstökum tegundum sjúk- dóma. í stað þess að vera með sams konar rannsóknir á allt að fimm stöðum verði staðirnir ekki fleiri en tveir. Til að ná því og koma í veg fyr- ir tvíverknað þurfi að færa til og leggja niður störf. Aðgerðin nú er liður í því. I Svenska Dagbladet í vikunni er bent á að þegar Astra og Zeneca hafi runnið saman hafi það valdið sænskum áhyggjum að höfuðstöðv- arnar yrðu fluttar til London. A móti hafi hins vegar verið bent á að það væri aðeins smáatriði, því þunga- miðja rannsóknar og þróunar yrði í Svíþjóð og þetta svið ætti að stækka. Ráðstöfunin nú sýni hins vegar að líklega fari fyrir Astra Zeneca eins og ABB á sínum tíma. Fyrirtækið vaxi og verði alþjóðlegt, en flytjist í raun í meginatriðum frá Svíþjóð. Tekst að verja góð- ærið? SAMTÖK atvinnulífsins halda morgunverðarfund á Hótel Sögu, Sunnusal, á fimmtudag, morgun, frá 8:15 til 10:00. Spurt verður hvort takist að verja góðærið í komandi kjarasamn- ingum, hvernig samkeppnishæfni ís- lensks atvinnulífs verði best tryggð og hver reynsla grannþjóðanna sé af gerð kjarasamninga að undanförnu. Bent er á mikilvægi þess að kostn- aðarþróun innanlands sé í takt við viðskiptalöndin. Öðruvísi sé ekki hægt að verja hlut þeirra fyrirtækja sem búa við alþjóðlega samkeppni. Frummælendur eru þrír: Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðn- aðarins, kynnir könnun sem gerð var meðal fyrirtækja um það hvaða áhrif þenslan hefur á rekstrargrundvöll innlendra fyrirtækja í erlendri samkeppni. Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífs- ins, fjallar um „Norsku leiðina", samstöðu atvinnurekenda og laun- þega um samkeppnisstöðu, atvinnu- stigog lífskjör. Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur fjallar um kjarasamn- inga í umhverfi frjálsra fjármagns- flutninga. ----------------- Afkomuviðvörun hjá Þormóði ramma - Sæbergi Búist við betri af- komu ÞORMÓÐUR rammi - Sæberg hf. hefur sent frá sér afkomuviðvörun, þar sem fram kemur að ljóst sé að af- koma félagsins af reglulegri starf- semi fyrir skatta á árinu 1999 muni verða betri en ráð var fyrir gert í rekstraráætlun sem lögð var fyrir semasta aðalfund félagsins. I rekstraráætluninni kemur fram að gert var ráð fyrir að hagnaður af reglulegri starfsemi 237,3 milljónir króna og endanlegur hagnaður yrði sama tala. Gert var ráð fyrir að rekstrartekj- ur félagsins yrðu 3.452,8 milljónir króna, þar af yrði söluverðmæti framleiðslu 1.157,8 milljónir og afla- verðmæti skipa 2.761,1 milljón króna en frá drægist afli til eigin vinnslu sem gert var ráð fyrir að næmi 466,1 milljón króna. Samkvæmt áætluninni var gert ráð fyrir að rekstrargjöld yrðu sam- tals 2.705,5 milljónir króna og af- skriftir og fjármagnsgjöld yrðu 510,0 milljónir króna. Norðurljós kaupa hlut í Framtíðar- miðlun NORÐURLJÓS hafa keypt rúman helming hlutafjár í Framtíðarmiðlun hf. sem rekur PoppTíví. Sjónvarpsstöðin PoppTíví hóf út- sendingar 18. september sl. PoppTí- ví sendir út innlend og erlend tónlist- armyndbönd allan sólarhringinn, með sérstaka áherslu á innlend tón- listarmjmdbönd. Útsendingar stöðv- arinnar nást á örbylgjukerfi ís- lenska útvarpsfélagsins og á Breiðbandi Landssímans. Hjá fyrir- tækinu starfa tíu manns og fram- kvæmdastjóri er Jón Jarl Þorgríms- son. Ekki eru fyrirhugaðar neinar breytingar á rekstri PoppTíví að svo stöddu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.