Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 66
66 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens AFHVERJU VEIFAR HANN ÖLLUM ÖNGUM ? 1 ÖRU66T6RIP! ^ // // /^ / 7 /ofóc oj /£/ 1 1 9 ^ Odia S^vtoOT. Inc. * 1 l°\) / Q’O All Rights Reserved Grettir Hundalíf HANN JJLLI VAR At) SMIJA VERÖND t SARÐINUM OKKAR JA, EN HVERNIG 6EN6UR ME{> LITLU TJÖRNrNA í 6ARBINUM YKKAR ? \ NÚ, VIÉ> HÖFUM VERIÐ ) MJÖ6 UPPTEKIN, EN 1 ÞETTA ER At> KOMA Hún hefur verið ,að koma' í síðustu þrjú ár ! Ljóska Þetta er ekki list. Það er vegna þess að Þú tekur of Það eru engin likamieg Þetta er bara krass þú ert alltaf að reka þig mikið pláss. takmörk í list. út um allt. f olnbogann á mér. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Til þjónustu reiðubúin fyrir gróðasjónarmið Frá Jóni K. Guðbergssyni: SÚ UNDARLEGA uppákoma sem nýverið var sett á svið í versluninni Nýkaup hlýtur að vekja spurningar um hvort að gróðasjónarmið hafi yfirbugað virðingu þeirra sem reka verslunina fyiir landslögum og þeir séu hættir að sjást fyrir í auglýs- ingamennskunni. Islensk lög banna áfengisauglýs- ingar, en þessi herferð hjá Nýkaup virkar eins og stór áfengisauglýsing. Það vekur furðu að nokkur skuli leggja nafn sitt við uppákomu af þessu tagi. Fyrirtæki á borð við Nýkaup ætti að vera vant að virð- ingu sinni til að skilja hversu óvið- eigandi það er að athafna sig á gráu svæði varðandi lög og reglugerðir eða reyna að fara í kringum reglur einungis af því maður er ekki sáttur við þær. Það er heldur ekki virðing- arvert að segja ósatt eða fara í kringum sannleikann þegar maður veit betur og auðvelt er að ná í rétt- ar upplýsingar. Það er ekki gott að gleyma sér í sjálfdekri og stundar- ávinningi ef það kemur niður á börn- unum okkar og framtíðinni. Heildaráfengisneysla íslendinga hefur aukist og nálgast að vera sú sama og hjá öðrum sem lifa við svip- að frjálsræði hvað áfengislöggjöf varðar. Umfangsmikil meðferðar- starfsemi, góð meðferðarúrræði og bindindi margra stórdrykkjumanna síðustu árin hefur komið í veg fyrir að við næðum nágrannalöndum í drykkjuskap. I frétt frá uppákomu þessari er vitnað orðrétt í fréttavef visir.is: „Nú fer verulegur hluti íslendinga reglulega utan þar sem neysluhætt- ir á áfengi eru allt aðrir. I kjölfarið hefur vínmenning íslendinga tekið stakkaskiptum, neysla almennings á léttu víni og bjór hefur aukist um leið og neysla á sterku áfengi hefur dregist saman.“ Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að áfengisneysla hefur stór aukist hér á landi undanfarin ár og var þó áfengisvandinn ærinn fyr- ir. Þegar skoðaðar eru tölur frá Hagstofu Islands kemur í ljós að rauðvínssala jókst um 27% á síðasta ári, koníakssala um 22% og bjórsala um 11%. Samtals drukku Islending- ar 13,9 milljónir lítra af áfengi árið 1998 og slógu þar öll sín fyrri met í áfengisneyslu. Það er ljóst að áfeng- isvandinn hér er ærinn þó margt hafi áunnist síðustu árin í baráttunni við þennan vanda. Aukið aðgengi að áfengi, áfengisauglýsingar og áfeng- isdýrkun bætir ekki þennan vanda. Óg nú hefur þvaga þingmanna rokið upp til handa og fóta til að styðja þá stétt manna sem helst þarf á stuðningi að halda, eða hitt þó heldur, íslensku kaupmannastétt- ina. Um ræðir þvögu þingmanna sem gjarnan hafa hamrað á því að hún vildi jöfnuð og réttlæti, og að hún væri andsnúin þeim sem safna auð með augun rauð er aðra brauðið vantar. Stakk nú úlfurinn hausnum óvart undan sauðargærunni þegar hann tók undir kröfu þeirra sem hafa gróðann fyrir Guð. Þessi þvaga ætti heldur að vinna í anda Jóns heitins Baldvinssonar sem hélt vöku sinni betur en flestir alþingismenn þegar Spánverjar þvinguðu okkur til að flytja inn léttvín. Vonandi eiga þessar hugmyndir þvögunnar ekki mikinn stuðning á alþingi. Vonandi eru þar flestir með óskerta dóms- greind. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólar 6, Reykjavík. Opið bréf til Og’mundar Jónassonar Frá Böðvari Böðvarssyni: ÉG LAS grein þína, Ögmundur, í Morgunblaðinu hinn 4. des. 1999 um þá vá sem spilakassar hafa á heimili í landinu. Þú kallar þessa kassa „vítis- vélar“ og er það réttnefni því að keðjuverkun af völdum þessara spilavíta er alveg skelfilega mikil, það verður aldrei vitað með vissu hve margar fjölskyldur hafa farið for- görðum af völdum þessa. En nú er það svo, Ögmundur, með þessa fíkn sem aðra, að menn hafa misjafnlega góða stjóm á lífi sínu, sumir virðast sterkari og komast betur frá þessu meðan aðrii’ aðrir sökkva æ dýpra í hyldýpið og þá oft og tíðum búnir að veðsetja allt í topp hjá sér til að geta haldið hildarleiknum áfram. Þegar þeir peningar eru á þrotum hefst sú keðjuverkun sem ég nefndi hér að framan. Og hver skyldi hún þá vera? Jú, bankinn lánar ekki meira og hvað er þá til ráða, fyrir þetta nánast gjaldþrota fólk, konur og karia. Það er þá oft komið í bullandi vanskil og því úr vöndu að ráða. Bankarnir eru farnir að knýja dyra og þá er sjálfs- vitund þessa fólks oftar en ekki í molum. Þá hefst annars konar spila- mennska, þ.e.a.s. að spila með ætt- ingja og vini, og spilafíklunum nán- ast hrint inn um dyrnar hjá fólki með oftar en ekki skelfilegum afleiðing- um. Það dugar fólki skammt að segja þegar skaðinn er skeður að það sé mikil ábyrgð að skrifa uppá fyrir aðra, slík orð í eyru fólks er hreinasti dónaskapur og ekki sæmandi virtum bankastjórum að láta slíkt sér um munn fara, vitandi í langan tíma í hvert stefndi hjá viðkomandi skuld- urum. Ég fer nú að ljúka þessu, Ög- mundur, en tvær spurningar til þín í lokin. 1. Getur þú séð eitthvert rétt- læti í því að einstaklingur geti rakað til sín 45-50 milljónum með ekkert sýnilegt á bak við sig, það eru mörg dæmi um slíkt og þykir bara hið fín- asta mál í kerfinu. 2. Að maður sem verið hefur í gjaldþrotaskiptum síð- an í vor og engan endi ætlar að taka skuli geta keypt sér 200 fm. raðhús á sama tíma? Ég styð ykkur heilshugar í þessu, burt með spilakassana, réttlátara þjóðfélag og gangi ykkur vel í bar- áttunni. BÖÐVAR BÖÐVARSSON, Suðurvangi 14, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.