Morgunblaðið - 08.12.1999, Page 72
t2 MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Forvitnilegar bækur
’Ar< sstetjrttKrg
, nSQR FISCHfS
Heimur
versnandi
ferst
„Ghostwritten“ er 436 blaðsíður og
fæst í Bóksölu stúdenta. Hún kostar
1.984 krónur.
FERÐALÖG, tilvistarkreppa,
Netið, náttúrudýrkun, kunnugleg
vörumerki og framandi nöfn eru
allt fyrirbæri sem bækur ungra
breskra rithöfunda hafa verið
gegnsósa af undanfarin ár. Eðli-
lega kannski. Þetta eru nútímabók-
:menntir með háu áhyggjuhrukk-
uðu enni. Lesendum er boðið að
slást í för með ringluðum tækni-
hippum sem reykja gras og éta
gras og virðast horfa á heiminn í
gegnum kviksjá. Oft reynast þess-
ar bækur ekkert annað en upp-
færðir rómansar þar sem búið er
að breyta einhleypa lækninum í
tölvufræðing og senda í ferðalag.
En stundum eru þær líka löðrandi
skemmtilegar eins og til dæmis
„The Beach“ eftir Alex Garland.
Skáldsagan „Ghostwritten" er
ein bókin í viðbót af þessu tagi en
svið hennar nær yfir Okinawa,
Mongólíu, Kína, England, Banda-
ríkin og fleiri lönd. Meðal þeirra
fjölmörgu persóna sem segja sög-
una eru gamalt tré, danskur bak-
pokaferðalangur, sál í leit að lík-
ama, tíbetsk veitingakona,
japanskur trúarleiðtogi, safnvörður
í Pétursborg, skoskur kjarneðlis-
fræðingur, útvarpsmaður í New
York og rússneskur mafíósi. Bókin
flakkar fram og aftur í tíma og höf-
undurinn leggur sig mjög fram við
að láta lesandann hafa fyrir henni.
Það tekst mjög vel því um leið og
sagan er undarleg og margbrotin,
kemur hún líka stöðugt á óvart.
Reyndar er spurning hvort hægt
sé að kalla „Ghostwritten" skáld-
sögu því flestir kaflanna gætu
staðið sjálfstætt sem smásögur. í
þverjum þeirra koma fram nýjar
aðalpersónur sem staddar eru í
öðru landi en persónurnar í kaflan-
um á undan. En kaflarnir tengjast
lauslega með þeim hætti að minnst
er á eitthvað sem hefur komið fyrir
áður eða á eftir að skýrast síðar.
Það er svo önnur spurning hvenær
tengdar smásögur byrja að skríða
saman í skáldsögu.
Að rekja stórkostlegan söguþráð
„Ghostwritten" í stuttu máli er ein-
hvernveginn jafn vonlaust og ætla
sér að útsetja sinfóníuverk upp á
nýtt fyrir Casio leikfangaorgel. En
'Ýneðal þess sem dúkkar upp í bók-
inni eru gasárásirnar í Japan, sál-
arkreppupælingar, samsæriskenn-
ingar, mongólskar þjóðsögur,
Persaflóastríðið og heimsendir.
„Ghostwritten" er fyrsta skáld-
saga þrítuga Englendingsins David
Mitchell sem býr í Hiroshima og
kennir meðfram skriftunum.
Huldar Breiðfjörð.
HVERNIG MANCHESTER UNITED EYÐILAGÐI LÍF MITT
Ævilöng barátta
við rauða di öfla
Colin Shindler er af gyðingaættum og
ólst upp í Manchester og gerðist
snemma aðdáandi fótboltaliðsins Man-
chester City. Dóra Ósk Halldórsdóttir
rakst á ævisögu hans og uppgötvaði
heim hins harða knattspyrnuaðdáanda.
AÐDAENDUR
breska knattspyrn-
liðsins Manchester
United eru fjölmargir
hér á landi og víst er
að það hnussar í
mörgum þeirra þegar
þeir sjá titil ævisögu
Colin Shindlers:
„Hvernig Manchester
United eyðilagði líf
mitt.“ Shindler gerir
ráð fyrir þeim við-
brögðum því í for-
mála bókarinnar er
að finna varnaðarorð
fyrir væntanlega les-
endur. Þar segir hann
að United-aðdáendur
skuli ekki einu sinni
reyna að lesa bókina, en ef þeir
þijóskist við þá beri hann alls enga
ábyrgð á viðbrögðum sem bókin
muni valda og ef til dómsmála
komi vegna ofbeldisglæpa lesenda
muni ekki vera hægt að benda á
bók hans fyrir rétti sem orsök reið-
ikastsins. Hann tryggir sig einnig
gegn slæmum dómum um bókina
sem vitaskuld er hægt að rekja
beint í herbúðir United, nema
hvað? Hann segir að aðdáendur
United sé hægt að finna í öllum
stéttum þjóðfélagsins. „Þeir brosa
kannski til þin í búðum, í biðröðum
og þú hittir þá jafnvel á for-
eldrafundum eða í
áhugamannaleikfé-
laginu. Hins vegar
muntu ekki finna þá
í Manchester."
Þegar annar
stuðningsmaður Un-
ited á heimilinu las
bókina heyrðist
stundum blótað í hálf-
hljóðum yfír óvægnum
lýsingum Shindlers á
óvinaliðinu, en þó
heyrðist oftar hlátur yf-
ir lesningunni, enda var
bent á það að saga City-
aðdáenda væri náttúru-
lega í sjálfu sér harmsagafrá upp-
hafí til enda.
Hver myrti varamanninn?
I upphafi bókarinnar sést húmor
höfundar berlega þegar hann lýsir
atviki er gerðist árið 1961. Vinur
hans, Martyn Jones, kemur hlaup-
andi inn um dyrnar og æpir: „Þeir
hafa myrt Bobby Kennedy!"
Shindler skilur ekki hvers vegna í
ósköpunum nokkur hefur myrt
Kennedy sem vermir oftast vara-
mannabekkinn í Manchester City,
en rekur þó minni til leiks á móti
Chelsea þar sem Kennedy hafði
mark af City eftir misskilning við
markvörðinn Ken Mulhearn. Þá
hefðu nú margir í áhorfendastúk-
unum glaðir hjálpað til við að taka
í gikkinn! Þegar Shindler upp-
götvar að það er bandaríski þing-
maðurinn Robert Kennedy sem var
myrtur á hóteli í Los Angeles léttir
honum stórum. Hans maður,
Bobby Kennedy, getur þá vermt
bekkinn á komandi leiktíð. Þessi
stutta saga segir allt sem segja
þarf um áherslur knattspyrnuun-
nenda. Það er boltinn sem er upp-
Franskur fyrrverandi leikmaður United sýndi
kung-fu takta á leikvellinum og þurfti hér að
biðjast afsökunar á samruna ólíkra íþrótta.
haf og endir alls og heimsmálin
hrein smámál í samanburði.
Þessi sérstaka ævisaga lýsir
bernsku Shindlers í gyðingahverfi
í Manchester, háskólagöngu hans í
Cambridge, fyrsta ástarævintýr-
inu, og fylgir honum fram á full-
orðinsár þar sem hann starfar sem
rithöfundur og framleiðandi sjón-
varpsþátta fyrir BBC og í Holly-
wood. Munurinn á sögu Shindlers
og flestra annarra ævisagna er þó
sá að lifshlaupið er stöðugt tengt
við knattspyrnuvöllinn og slælegt
gengi Manchester City hefur áhrif
á __ alla söguna. Eins og gefur
að skilja eru léttustu
sprettir sögunnar á önd-
verðum áttunda ára-
tugnurn þegar Manchest-
er City varð
Englandsmeistari undir
stjórn Joe Mercer og
Malcolm Allison. En
Shindler lætur ekki
deigan síga þrátt fyrir
misjafnt gengi liðsins
og segir að stuðning-
ur við sitt lið sé ást-
ríða sem vart sé hægt
að lýsa með orðum
fyrir óinnvígðum í
heimi knattspyrnunnar, en
bókin sé þó hans tilraun til að út-
skýra hvernig annars skynsamir
menn geta misst ráð og rænu þeg-
ar fótbolti er annars vegar.
Vafasöm áhrif á óharðnaða sál
Margir United-aðdáendur
myndu eflaust segja frænda
Shindlers afar óheppilegan áhrifa-
vald á ómótaða barnssál, en hann
er einmitt maðurinn sem varð vald-
ur að því að Shindler fór að styðja
Manchester City aðeins íjögurra
ára að aldri. Samskiptunum við
frændann eru gerð góð skil í bók-
inni, en hann kynnir Shindler einn-
ig fyrir krikkett-íþróttinni sem
hefur einnig mikil áhrif á lífshlaup
hans þó ekki kveiki sú ástríða jafn
mikið bál og fótboltinn. Reyndar
súrna samskipti þeirra félaga síðar
á lífsleiðinni vegna fjölskyldumála
sem ekki eru útskýrð að fullu. Vin-
átta Shindlers við þrjá æskuvini
sína fær einnig talsvert pláss í bók-
inni og þá sérstaklega í bernsku-
köflunum. Vináttan helst þótt þeir
eigi sífellt færra sameiginlegt eftir
að fullorðinsárum er náð. Þegar
þeir hittast er þó alltaf eitt um-
Colin Shindler hefur mátt búa
við hálfrar aldar yfirgang af
hálfu rauðu djöflanna.
ræðuefni sem virkar: Fótboltinn.
Shindler viðurkennir að stuðn-
ing sinn við Manehester City megi
að mörgu leyti líkja við raunir
Jobs. Hann segir bók sína vera
„angistarkvein manns sem hefur
þjáðst í þögn árin í gegn vegna
óheyrilegs hroka United-aðdá-
enda“. Hann segist hafa séð of mik-
ið af húmorsleysi skoska þjálfarans
og kung-fu tilburða fyrrverandi
fransks leikmanns liðsins til að
geta setið þegjandi lengur. Ekki er
þó þar með sagt að aðdáendur
Manchester United geti ekki haft
gaman af þessu glettnislega
harmakveini Schindlers því saga
skuggaliðs Manchester-borgar
hlýtur óhjákvæmilega að varpa
nokkrum ljóma á það lið sem veld-
ur skugganum, nefnilega Man-
chester United. Áhangendur ann-
arra fótboltaliða, eins og
Lundúnaliðanna Arsenal og Tott-
enham eða Liverpool-Iiðsins munu
eflaust hafa gaman af því að lesa
um lifshlaup Schindlers enda er
fótboltinn í heiðurshlutverki.
Hálfrar aldar sögu Manehester-
liðanna eru gerð góð skil sem ætti
að gleðja alla áhangendur liðanna í
norðri. Fyrir þá illkvittnu eru síð-
an allföst skot á rauðu djöflana,
sem sakir stöðu sinnar í úrvals-
deildinni, eiga ekkert gott skilið að
mati stuðningsmanna annarra liða.
Þrátt fyrir að Shindler geti
aldrei útskýrt fyllilega fyrir leik-
mönnum hvernig fótboltaástríðan
nær þvflíkum tökum á mönnum og
raun ber vitni, tekst honum að lýsa
mjög vel þeirri gleði og þeirri sorg
sem fylgir því að halda statt og
stöðugt með sínu liði. Eins og hann
segir í eftirorðum bókar sinnar;
„samningur um yfirlýstan stuðning
við ákveðið fótboltalið ... er
kannski ekki mikils virði á pappír,
en í hugum milljóna manna er það
jafn bindandi samningur og sá sem
skráður er með eigin blóði.“
—— --— --
Forvitnilegar bækur
Off
Stelumst
til að lesa
Stelumst til að lesa
„Adrian Mole: The Capuccino
Years.“ Höfundur: Sue Townsend.
Skáldsaga, 391 bls.
Michael Joseph, London, 1999.
FORVITNIN rak mig áfram. Það
er eitthvað svo ómótstæðilegt við að
mega lesa dagbók annarra. Gægjast
inn í sál þeirra. Venjulega er það
bannað og ekki gert nema af óþokk-
um. En hér leyfist okkur að lesa án
þess að vera að gera eitthvað rangt
- eigandi dagbókarinnar er aðeins
skáldsagnapersóna. Því verður samt
ekki neitað að smávegis skömmu-
stutilfinning fylgir lestrinum.
Það eykur enn meira á ánægjuna
þegar dagbókareigandinn er gamall
kunningi. Adrian Mole ættu margir
að þekkja, enda eru liðin um 15 ár
síðan fyrsta dagbók hans birtist á
prenti. Og greyið er ennþá að. Okk-
ur til mikillar gleði er hann ekki vax-
inn upp úr dagbókarskrifum. Hann
stendur á þrítugu og hefur ennþá
áhyggjur af unglingabólum.
Og nú er hann þar að auki að fá
skalla. Hann er svo umkomulaus
þessi vesalingur. Það heppnast
aldrei neitt hjá honum. Hann stend-
ur í þeirri stöðugu trú að hann sé
hinn mesti ritsnillingur, en fær samt
skáldsögu sína hvergi gefna út.
Hann íhugar jafnvel að senda hand-
ritið til íslenskra útgefenda! Mis-
heppnaður rithöfundur, ómögulegur
eiginmaður og faðii-, og drumbsleg-
ur sem sjónvarpsstjarna - Adrian
Mole er á allan hátt vonlaus. Honum
sjálfum finnst hann hinsvegar líkj-
ast persónu í franskri bíómynd...
Hann er algjörlega óþolandi sögu-
hetja, en um leið svo aumur og
brjóstumkennanlegur. Þessi nýjasta
dagbók hans, sem hinar fyrri, er
kostuleg. Nú er hann er fullorðinn,
svo áherslurnar hafa breyst, en
fyndnin heldur sér óskert. Adrian
Mole er samur við sig og skánar
ekkert með aldrinum. Nú skulum
við bara vona að enginn lesi okkar
eigin dagbækur - ætli þær séu
nokkuð skárri?
Silja Björk Baldursdóttir.
Shindler
kanu ekki
að meta
þessa
sendingu
frá Skotl-
andi inn í
markteig
þeirra
United-
manna.