Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 73*
FÓLK í FRÉTTUM
Friðrik Karlsson gefur úr Hugar Ró
Liggur næst
hjartanu
FRIÐRIK Karlsson gítarleikari gaf
nýlega út sína þriðju slökunarplötu
og nefist hún Hugar-Ró. Áður hefur
hann gefið út Lífsins fljót og „Into
the Light“.
„Ég hafði ekki hugmynd um
hvernig viðtökurnar yrðu þegar ég
gerði fyrstu slökunarplötuna, en hún
gekk ótrúlega vel. Þessi tónlist er
ekki háð tískubylgjum, hún er
frekar tímalaus eins og klassísk
tónlist og diskarnir hafa báðir verið
að seljast jafnt og þétt frá útgáfu,“
segir Friðrik og glottir þegar hann
ljóstrar því upp að 70% kaupenda
séu konur. „Eg fékk tölvupóst frá
konu sem hlustar mikið á tónlistina
mína, og þegar hún var að eiga barn
um daginn var aðalmálið hjá henni að
tónlistin mín væri spiluð á meðan.
Annars eru karlarnir mikið að sækja
í sig veðrið og það er mjög per-
sónubundið við hvaða aðstæður fólk
hlustar á tónlistina. Þetta er mikið
notað í hvers konai’ meðferðum, eins
og nuddi, og ég veit líka um tann-
lækni sem leikur þessa tónlist á stof-
unni hjá sér og mér finnst það mjög
ánægjulegt. Viðskiptafólk spilar
diskinn til að slaka á þegar það kem-
ur heim eftir erilsaman dag, eins og
sannaðist þegar ég gaf bankastjór-
anum mínum í Englandi eintak af
Hugar-Ró. Hann hringdi í mig strax
daginn eftir og pantaði 50 diska því
hann vildi að allir starfsmennirnir í
útibúinu hans ættu svona disk.“
Tónlist hefur áhrif á okkur
- Þarf að kunna að hugleiða til að
nota diskana?
„Nei, því hvort sem okkur líkar
betur eða verr, hefur öll tónlist áhrif
á okkur. Tónlistin mín kallar fram af-
slappað og róandi ástand til að auka
vellíðan. Ef fólk kýs að ganga lengra
en að slappa af, hugleiða eða jafnvel
kalla fram ákveðnar breytingar í lífí
sínu, þá má líka nota tónlistina í það.“
- Hvað varð um Mezzforte hræð-
inginn?
„Ég sem reyndar þannig tónlist
ennþá, og gerði nýlega disk með
enskum píanóleikar sem er í Mezzof-
orte stíl, ef svo á segja, svona-
„smooth“ djass. Sem gítarleikari er
ég í einni og sömu vikunni að gera
kántrýplötu, spila undir í lagi með
José Carreras eða Boyzone. Þannig
að ég er alltaf að vinna við mjög ólík-
ar tónlistastefnur og finnst það mjög
gaman, en þetta er sú tónlist sem
liggur næst hjartanu í dag. Ég hef
mikið verið ð stúdera málefni sem
tengjast hugleiðslu og jóga, og er að
læra NLP fræði, eða Neuro Lingu-
istic Programing; skemmtileg fræði
sem kenna manni að nýta betur þá
eiginleika og þann kraft sem maður
hefur til að bæta sig og losa sig við
heftandi öfl eins og streytu, lítið
sjálfstraust, fælni og vonda ávana.
Þetta veitir manni nýjar lausnir og
hæfileika til að takast á við mótlæti,
og það getur fleytt manni langt í lífs-
ins ólgusjó. Þetta er á vissan hátt
sálfræði nema að þessi aðferð er
fljótvirkari. Allt snýst þetta um að
verða betri maður. Mér finnst við-
horfið til nýaldarfræða vera að
Morgunblaðið/Jim Smart
Konunum í Baðhúsinu fannst tónarnir hans
Friðriks ljúfir og afslappandi.
Friðrik við gosbrunninn
í Baðhúsinu.
Kári Eyþórsson hjá Skóla lífsins og Ragna
Margrét Norðdahl ræða málin.
breytast mikið. Erlendis eru bæði
sálfræðingar og læknar mikið að
kynna sér t.d. þessi NLP fræði, og ég
er viss um að þau eigi eftir að hafa
áhrif á öll lækna- og sálfræðivísindi í
framtíðinni."
- Er Hugar-Ró ólík hinum plötun-
um?
„Mér finnst hún besta platan til
þessa. Ég sem tónlistina sem lög þótt
hver hljómur vari mun lengur en í
hefðbundari tónlist. Ég hef inngang,
melódíur, viðlög. Formið er svipað
en ég teygi á því.“
- Spilað á gítíir?
„Ég nota tölvu mikið, nokkra
hljóðgerfla, en gítarinn er aðalatriðið
og rafmagnssítar líka sem ég hef
miklar mætur á. Svo nota ég líka
náttúruhljóð til að kalla fram viss
áhrif.“
- Af hverju hélstu útgáfutónleik-
ana í fíaðhúsinu?
,,Auk þess sem Linda selur tónlist-
ina mína, finnst mér staður þessarar
tónlistar vera þar sem fólk er að láta
sér líða vel og er að gera eitthvað fyr-
ir sjálft sig. Og ég valdi mér besta
staðinn í húsinu; við gosbrunninn."
- Hvort mun tónlistin eða mann-
tæktarmálin eiga stærri sess í lífí
þínu í framtíðinni?
„Að sjálfsögðu verð ég alltaf í tón-
listinni, en þar sem ég hef mikinn
áhuga á mannræktarmálum, hef ég í
samvinnu við vin minn Kára Eyþórs-
son stofnað nýja skóla á íslandi sem
heitir Skóli lífsins. Við höfum þegar
haldið eitt námskeið, og mörg önnur
eru á dagskrá, og mun ég útvega
kennara erlendis frá. Þetta verða
námskeið fyrir fólk sem vill ná meiri
árangri í lífinu hvort sem þar er ?
starfi eða einkalífinu.“
S K I P
NATTURAN ÞIG MALI?
IBtllBfgÍI
jt ~
I
, ,-S-
■ ..
mur - þiálpaöo *''•
Tíminn «ósUum vib efúr
Vegna mikd nl starfa.
SÍálfb0S»HsU^ll8#
Frekari upp'ysin&
Umhverfisvinir um allt land eru nú í
kapphlaupi við tímann. Ef þér finnst að
stjórnvöld eigi að fara að lögum og að
fyrirhugaðar framkvæmdir á Eyjabökkum
skuli í lögformlegt umhverfismat þá
segir þu þinn hug best með því að
hringja í síma 595 5500 eða skrá nafn
þitt á netinu umhverfisvinir.is. Einnig
liggja undirskriftalistar frammi víða um land.
Láttu þína skoðun um framtfðar ástand
umhverfismála á Islandi í Ijós.
imÉ&r
*** WW
't*%drHÍrÍ'
SKRAÐU PIG
MEÐ EINU SÍMTALI
595 5500
umhverfisvinii
umhvertisvinir(a)mmedia.is
Síðumúla 34 • sími 533 1180’ fax 533 1181' www.umhverfisvinir.is
UMHVERFIS
vinir