Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 1
131. TBL. 88. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Obuchi
borinn til
grafar
ÞÚSUNDIR syrgjenda söfnuðust
saman í Tókýó í Japan í gær þegar
Keizo Obuchi, fyrrverandi forsætis-
ráðherra landsins, var borinn til
grafar. Obuchi lézt 14. maí í kjölfar
heilablóðfalls. Hann var 62 ára.
Fulltrúi íslands við athöfnina var
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis-
ogtryggingamálaráðherra.
I eftirmælum var Obuchi hrósað
fyrir tryggð við land sitt og þátt
hans í að hefja Japan upp úr lang-
vinnum efnahagserfiðleikum.
Yoshiro Mori, forsætisráðherra
landsins og góður vinur Obuchis frá
því þeir voru námsmenn við Was-
eda-háskóla, sagði að Obuchi hefði
hvergi dregið af sér við að lyfta
Japan úr efnahagslægðinni. „Á
miðri leið að markmiði sínu hvarf
hann á braut án þess að fá að sjá
ávexti erfiðis síns.“
Útförin hófst með því að eigin-
kona Obuchis og sonur báru stórt
duftker með ösku hans til sam-
komuhússins í miðborg Tókýó, þar
sem syrgjendur sátu andspænis
mynd af forsætisráðherranum
fyrrverandi, sveipaðri svörtum
borða, yfir risandi sól japanska
þjóðfánans.
Frá því hann lézt hefur Obuchi
verið hrósað sem vinsælum leiðtoga
er kom á laggirnar opinberum út-
gjaldaáætlunum og umfangsmikilli
aðstoð við bankakerfið til þess að
draga efnahagslífið upp úr þeirri
lægð sem það hefur verið í um ára-
tugaskeið. Árangurinn af stefnu
Obuchis hefur orðið misjafn. Efna-
hagslífið er smám saman að rétta
úr kútnum, en framfarirnar hafa
verið ójafnar og ekki er enn ljóst
hvort Japanir nái fyllilega að sigr-
azt á efnahagsvandanum.
Skíða-
grímur
bannaðar
Amsterdam. Reuters.
NOTKUN á skíðagrímum og
ölvun á almannafæri er bönnuð
í Amsterdam frá því á hádegi í
dag. Sérstök lög hafa verið sett
í borginni í tilefni af Evrópu-
keppninni í fótbolta sem hefst á
morgun og munu þau gilda til 4.
júlí nk.
Lögbrjótar eiga á hættu að
vera sektaðir um 50 gyllini, eða
um 2.500 krónur, en samkvæmt
lögunum er einnig bannað að
standa á grindverkum og vega-
tálmum. Þá heimila lögin borg-
arstjóra Amsterdam að gera
breytingar á helstu umferðar-
leiðum borgarinnar. Þeir sem
síðan gerast sekir um kyn-
þáttafordóma eða streitast á
móti við handtöku verða sekt-
aðir um 50.000 kr., en ólögleg
sala á miðum á leiki kostar við-
komandi 37.000 kr. Evrópu-
keppnin er að þessu sinni hald-
in í bæði Hollandi og Belgíu.
Tvær japanskar konur fylgjast með útför Obuchis á stórum sjónvarps-
skjá í Sony Plaza-sýningarsalnum í Tókýó í gær.
Bandarflrin boða stefnubreytingu
Dregið verði
úr þvingunum
gegn N-Kóreu
Tdkýó, Seoul. Reuters, AP:
TALSMAÐUR Bills Clintons
Bandaríkjaforseta sagði í gær for-
setann senn tilkynna áætlun um að
draga úr efnahagsþvingunum gegn
Norður-Kóreu vegna batnandi sam-
skipta Norður-Kóreu við Suður-Kór-
eu og Japan að undanfíirnu.
P.J. Crowley, talsmaður forset-
ans, sagði á blaðamannafundi í
Tókýó í gær að Bandaríkjastjórn
hafi undanfarið leitað leiða til að
draga úr þvingununum en neitaði því
að ákvörðunin væri háð niðurstöðu
leiðtogafundar Kóreuríkjanna.
Þeir Kim Dae-jung, forseti S-Kór-
eu, og Kim Jong-il, forseti N-Kóreu,
munu hittast í fyrsta sinn á söguleg-
um leiðtogafundi í Pyongyang, höf-
uðborg N-Kóreu, 12.-14. þessa mán-
aðar. Miklar vonir eru bundnar við
að fundurinn bæti samskipti ríkj-
anna, sem enn eiga formlega í stríði.
Uppskerubrestur í N-Kóreu
Ríkisfréttastofa N-Kóreu greindi
frá því í gær að þurrkatíð og miklir
Höfðingjar á Ffdjí vílja sjálfsstjórnarrettindi
Krefjast aukinna
valda fyrir héruðin
Suva, Canberra. Reuters, AP.
ÆTTBÁLKAHÖFÐINGJAR í efna-
hagslega mikilvægum héruðum á
Fídjí-eyjum kröfðust þess í gær að
völd sín yrðu aukin og héruðin fengju
sjálfsstjórnarréttindi.
Höfðingjarnir eru andvígir upp-
reisnannönnum, sem réðust inn í
þinghús landsins fyrir þremur vikum,
tóku forsætisráðherrann og 30 aðra
ráðamenn í gíslingu og sögðust hafa
tekið völdin í sínar hendur. Ekkert
benti til þess í gær að gíslunum yrði
sleppt á næstunni og neita yfirmenn
hersins að semja við uppreisnarmenn.
Höfðingjamir eru frá fimm héruð-
um í vesturhluta stærstu eyju Fídjí,
Viti Levu, þar sem flestar sykur-
reyrsplantekrur landsins og margir
ferðamannastaðir eru. Þeir telja sig
ekki hafa næg pólitísk áhrif í höfuð-
borginni Suva, sem er í suðaustur-
hluta eyjunnar, miðað við höfðingja
austurhlutans.
Höfðingjamir lýstu ekki yfir sjálf-
stæði héraðanna en sögðu að þau ættu
að fara með stjóm eigin mála. Þeir
sögðust einnig hafa stofnað nýtt ráð
sem ætti að taka við hlutverki höfð-
ingjaráðs, sem hefur haft mikil menn-
ingarleg og pólitísk áhrif á eyjunum,
meðal annars átt fulltrúa í efri deild
þingsins og ráðið miklu um skipun
forseta landsins.
Óttast er að myndi vesturhéruð Viti
Levu eigin stjóm kunni fleiri hémð að
fylgja í kjölfarið sem gæti orðið til
þess að ríkið leystist upp.
Reuters
Erlendir borgarar safnast saman á strönd í Honiara, höfuðborg
Salómonseyja, og bíða eftir því að verða fluttir í ástralskt herskip sem á
að flytja þá til Ástralíu vegna átakanna á eyjunum.
Blóðug átök á Salómonseyjum
Blóðug átök hafa blossað upp í
grannríkinu Salómonseyjum þar sem
uppreisnarmenn tóku forsætisráð-
herrann í gíslingu og reyndu að taka
völdin í sínar hendur. Utanríkisráð-
herra Nýja-Sjálands sagði í gær að
forsætisráðherra eyjanna væri í stofu-
fangelsi þótt uppreisnarmennimir
hefðu samþykkt að láta hann lausan
gegn því að hann kæmi fyrir þingið til
að það gæti greitt atkvæði um hvort
hann ætti að láta af embætti.
hitar undanfarið hefðu hijáð lands-
menn og ástandið valdi þvi að upp-
skerubrestur sé fyrirsjáanlegur. Til-
kynningin kemur rúmri viku fyrir
leiðtogafundinn þar sem talið er að
forsetar ríkjanna muni ræða fjár-
hagsaðstoð S-Kóreu til handa grann-
ríkinu. N-Kórea hefur undanfarin ár
reitt sig á erlenda matvælaaðstoð
vegna erfiðleika í landbúnaðariðnaði.
Andrew Nori, leiðtogi uppreisnar-
mannanna, léði máls á því að þeir
hættu árásum á andstæðinga sína,
sem hafa kostað allt að hundrað
manns lífið, meðan sendinefnd frá
Samveldislöndunum reyndi að stilla
til friðar á eyjunum.
Hundruð útlendinga, aðallega kon-
ur og böm, vom í gær flutt í ástralskt
herskip nálægt höfuðborginni Honi-
ara. Ráðgert er að skipið sigli með allt
að 800 útlendinga til Ástralíu í dag.
1.300 útlendingar búa á Salómonseyj-
um, þar af um 700 Ástralar.
Evrópski seðlabank-
inn hækkar vexti
Evran
dregur
á dollar-
ann
Frankfurt, Bcrlín. AP, AFP.
EVRÓPSKI seðlabankinn
hækkaði í gær vexti um hálft
prósentustig og varð það til
þess að gengi evrunnar hækk-
aði einnig. Evran fór í tæplega
0,97 gagnvart dollara en lækk-
aði á ný er leið á daginn og var
0,955 er markaðir voru lokaðir.
Var vaxtahækkunin hálfu meiri
en við hafði verið búist.
Wim Duisenberg, yfirmaður
Evrópska seðlabankans, sagði
er hann tilkynnti vaxtahækk-
unina, úr 3,75% í 4,25%, að hún
hefði verið nauðsynleg til að
halda aftur af verðbólgunni.
Tilgangurinn hefði ekki verið
að styrkja gengi evrunnar, sem
Duisenberg kvað vanmetna, og
ekki endurspegla jákvæða
efnahagsþróun í Evrópu.
Fjórmálasérfræðingar segja,
að hækkunin á gengi evrunnar
að undanförnu stafi af áhyggj-
um af þróuninni í Bandaríkjun-
um en þarlendar hagtöiur, sem
birtar vom sl. þriðjudag, og
ýmis önnur teikn benda til, að
farið sé að draga úr hagvextin-
um. Óttast sumir að koma
kunni til „harðrar lendingar" í
bandarísku efnahagslífi.
Michael Schubert, hagfræð-
ingur hjá Commerzbank, sagði
í gær, að hagvöxtur í Evrópu-
sambandsríkjunum væri að
aukast en líklega færi hann
minnkandi vestan hafs. Spáði
hann því, að evran myndi ná
dollaranum fyrr en búist hefði
verið við.
MORGUNBLAÐH) 9. JÚNÍ 2000
6909C
090000