Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 09.06.2000, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐÍÐ FRÉTTIR Sinntu þjóðþrifa- verkefnum Félagsdómur úrskurðar löndunarbann ólögmætt FÉLAGSDÓMUR úrskurðaði í gær að löndunarbannið, sem Ein- ing-Iðja beindi til félagsmanna sinna um að þeir lönduðu hvorki né ynnu afla úr 17 tilgreindum loðnu-, síldar- og kolmunnaveiðiskipum, hafi verið ólögmætt. Samtök atvinnulífsins stefndu sem fulltrúi ísfélags Vestmanna- eyja hf. Alþýðusambandi íslands sem fulltrúa Verkamannasambands íslands fyrir hönd Einingar-Iðju. Krafðist stefnandi þess að viður- kennt yrði með dómi að í löndunar- banninu, sem tilkynnt var ísfélagi Vestmannaeyja með bréfi 16. maí, fælist brot á ákvæðum kjarasamn- ings félagsins frá mars 1997 og væri það því ólögmætt. Einnig var þess krafist að viður- kennt yrði með dómi að löndun og vinnsla afla í fiskimjölsverksmiðju Isfélags Vestmannaeyja á Akureyri úr þeim 28 skipum sem tilgreind voru í bréfinu, og reyndar var seinna fækkað í 17, fæli ekki í sér brot gegn vinnustöðvun, sem þá var hafin hjá verkalýðsfélögum á Siglu- firði, Raufarhöfn, Vopnafirði, Seyð- isfirði, Norðfirði, Eskifirði og Hornafirði. I bréfinu var vísað til ákvæðis laga um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem segir að óheimilt sé að ganga inn í störf þeirra, sem í verk- falli séu. I dómsorðinu segir að vörn stefnda hafi fyrst og fremst verið byggð á almennum staðhæfingum um að útgerðir umræddra skipa væru að koma sér undan áhrifum verkfallsins með því að láta skipin landa annars staðar en hjá fiski- mjölsverksmiðjunum, sem verkfall- ið beindist gegn, og flyttu þannig verkefni verkfallsmanna annað. Lagði stefndi fram því til staðfest- ingar gögn um landanir fiskiskip- anna og vísaði auk þess almennt til eignarhalds og fastra viðskipta- samninga. Ekki einhlítt að skipin hafí að- eins landað á verkfallssvæðum „Þrátt fyrir það að framlögð gögn um landanir umræddra 17 fiskiskipa gefi almennt vísbendingu um að þau landi að jafnaði afla sín- um á verkfallssvæðunum sýna sömu gögn að það er engan veginn einhlítt," segir í niðurstöðum dóms- ins. „Þá eru, gegn mótmælum stefnanda, ósannaðar staðhæfingar stefnda um fasta viðskiptasamninga og áhrif eignarhalds á skipunum, en takmörkuð grein hefur verið gerð fyrir því hvernig eignarhaldi á þeim er háttað. Samkvæmt því verður að telja að stefndi hafi ekki sýnt fram á að grundvöllur hins umdeilda banns hafi að þessu leyti verið það traustur að á honum yrði byggt.“ Félagsdómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að stefnandi hefði ekki rökstutt síðari kröfu sína um að viðurkennt væri að löndun og vinnsla afla úr skipunum fæli ekki í sér verkfallsbrot og var þeirri kröfu vísað sjálfkrafa frá dómi. Var máls- kostnaður felldur niður. VETTVANGSÆFINGIN Samvörð- ur 2000 hefst í fyrramálið en hátt í fjórtán hundruð manns frá sjö löndum taka þátt í æfingunni, sem fjallar um björgun úr hafsnauð. Þátttökulöndin hafa í þessari viku verið að flytja til landsins ýmsan búnað sem notaður verður í æf- ingunni og m.a. eru komnar hing- að til lands tvær Chinook-þyrlur Bandaríkjahers í þessu skyni. Þyrlurnar, sem eru risavaxnar, komu í góðar þarfir í gær en þá voru þær nýttar til flutnings- verkefna fyrir Skógrækt ríkisins, Landgræðsluna, Náttúruvernd ríkisins og Vestur-Eyjafjalla- hrepp. Ljósmyndara Morgunblaðs- ins gafst tækifæri til að vera með í för þegar flugvélarnar fluttu efni í göngustíga og brýr inn í Þórsmörk, efni sem sjálfsagt kem- ur í góðar þarfir í útivistar- paradisinni í sumar. Verkfallsverðir Sleipnis stöðvuðu rútuferðir frá höfuðborgarsvæðinu Formaður Sleipnis býst við löngu verkfalli VERKFALLSVERÐIR Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis létu til sín taka á höfuðborgarsvæðinu í gær, en þá stöðvuðu þeir m.a. rútuferðir frá hótelum borgarinn- ar, samkvæmt Óskari Stefánssyni formanni félagsins. Verkfall Sleipnis hefur nú staðið yfir í rúman sólarhring og sagði Oskar útlitið vera nokkuð dökkt og deil- una komna í alvarlegan hnút. Hann sagðist allt eins gera ráð fyrir löngu verkfalli. Óskar sagði að nokkuð hefði borið á verkfallsbrotum í fyrrin- ótt en að þau hefðu að mestu leyti komið til vegna misskilnings bíl- stjóra. Hann sagði að eitthvað hefði verið um það að fyrirtæki hefðu sagt bílstjórum sínum að þeir mættu keyra þó svo að Sleipnir færi með samningamál þeirra. Hann sagði að þessi mis- skilningur hefði verið leiðréttur í mesta bróðerni. Nýr fundur hefur ekkiverið boðaður Verkfall Sleipnis nær til um 160 manns. Ferðir Almenningsvagna frá Kópavogi, Garðabæ, Hafnar- firði og Bessastaðahreppi liggja niðri, sem og ferðir flugrútunnar til Keflavíkur og sérleyfisferðir frá Reykjavík og út á land. Varðandi samningamálin sagði Óskar að þau væru nú í höndum sáttasemjara og að ekki væri búið að boða nýjan fund. Hann sagði að Sleipnir hefði lagt fram tilboð til Samtaka atvinnulífsins seint í fyrrakvöld, þar sem kröfurnar um byrjunarlaun hefðu verið lækkaðar og boðið upp á lengri samningstíma. Höfða skaðabótamál á hendur Sleipni Jón Pálsson, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, sagði að verkfallsverðir Sleipnis hefðu í gærmorgun stöðvað vinnu bíl- stjóra úr öðrum félögum. „Við lítum á þetta sem ólögleg- ar aðgerðir,“ sagði Jón og bætti því við að samið hefði verið við öll félög önnur en Sleipni og því væri akstur manna úr öðrum félögum ekki ólöglegur. Jón sagði að óskað hefði verið eftir lögregluskýrslu í einhverj- um þessara tilvika og að vænta mætti þess að höfðað yrði skaða- bótamál á hendur Sleipni. Hann sagði að það sama hefði verið uppi á teningnum í verkfallinu 1995 og að Sleipnismenn hefðu tapað því skaðabótamáli. Jón sagði að þó að það væri vissulega staðreynd að samninga- nefnd Sleipnis hefði slegið af launakröfum sínum þá væri hún að krefjast 50% launahækkunar strax við gildistöku nýs samn- ings, en áður hefði hún farið fram á 130% hækkun. Hann sagði að þótt samninganefnd Sleipnis hefði boðið lengri samningstíma réttlætti það ekki kröfuna um 50% launahækkun. Morgunblaðið/Þorkell Sjómannasamband fslands og Vélstjórafélag fslands Farið verði eftir tillögum Hafrannsóknastofnunar SJÓMANNASAMBAND íslands og Vélstjórafélag íslands hafa lagt til við sjávarútvegsráðherra að farið verði eftir tillögum fiskifræðinga Hafrann- sóknastofnunar varðandi hámarks- afla á næsta fiskveiðiári. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir að ekki eigi að víkja frá ráðgjöfinni og ráðherra hafi verið greint frá þeirri afstöðu sambandsins í gær. „Við gerðum honum líka grein fyrir því að við hefðum mjög miklar áhyggjur af þessari niðursveiflu sem kemur fram hjá vísindamönnunum, en við teljum að ástæðan að hluta til geti verið framsalsrétturinn í fiskveiðistjómun- arkerfinu. Við höfum stutt aflamarks- kerfið sem slíkt en höfum margsinnis bent á að framsalið og gríðarlega hátt leiguverð á veiðiheimildum leiði til þess að menn séu í sumum tilvikum neyddir til að koma að landi með það verðmikinn fisk að hann borgi heim- ildimar. Hugsanlega henda menn fiski þess vegna og það getur ruglað mat vísindamannanna.“ Hann segir að Sjómannasamband- ið hafi skorað á ráðherra að beita sér fyrir að eftirlit með hugsanlegu brottkasti yrði gert virkt og málið skoðað rældlega. „Við ásökum engan en mesta hættan á að þetta gerist er hjá þeim sem eiga litlar eða engar veiðiheimildir. Hins vegar styðjum við vísindamennina meðan við fáum ekki betri upplýsingar, en við emm reiðubúnir að víkja frá þeim um leið og við fáum efnisleg rök um annað.“ Einu rannsóknirnar Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags íslands, segir að fara eigi eftir tillögum fiskifræðinganna því ekki sé við aðrar rannsóknir að styðjast. „Það hefur enginn sýnt fram á að rann- sóknir fiskifræðinganna séu rangar,“ segir hann. Helgi bætír við að málið hafi farið fyrir Alþjóða hafrannsókna- ráðið og þijár erlendar sjálfstæðar stofnanir hafi það til skoðunar. „Þetta er því ekki aðferðafræði sem þeir hafa fundið upp eða standa einir að.“ Að sögn Helga voru þetta skilaboð Vélstjórafélagsins á fundi með ráð- herra en hann segist einnig óttast að það sé minna af fiski í sjónum en meira. Hann byggi skoðun sína á samanburði Hafrannsóknastofnunar á afladagbókum skipanna milli ára auk mikilla breytinga varðandi veið- arfæri, staðsetningu og fleira. „Ég er hræddur um að þetta komi ekki inn í ráðgjöfina auk þess sem mjög fá skip fiska lítið vegna þess að þekkingin á miðunum verður stöðugt almennari.“ Sérblöð í dag ífloronnblnbií) BÍÓBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM Með Morgun- blaðinu í dag er dreift blaði frá Úrval-Útsýn, „VISA-ferðir, haust 2000.“ Sex fatlaðir keppa i Sydney B/1 Baldur sækir á Rúnar í rallinu/B4 Fylgstu meö nýjustu fréttum www.mbl.ls
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.