Morgunblaðið - 09.06.2000, Page 8

Morgunblaðið - 09.06.2000, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ; Hafrannsóknastofnun leggur til verulega skerðingu afla ur flestum nytjastofnum Stofnmat þorsks um 20% lægra en gert var ráð fyrir í fyrra Það sést svo greinilega á þessu línuriti að fiskveiðistjórnunarkerfi okkar er það langbesta í heimi. Það nánast eyðir stofnunum svo jafnt að varla skeikar prósentustigi. Listaverk gefíð til Viðeyjar VIÐEY barst fyrir nokkru að gjöf málverk af Magnúsi Stephensen konferensráði í Viðey. Myndin er gerð af málaranum Christian Al- brecht Jensen (1792-1870) og mál- uð í Kaupmannahöfn í maí 1826. Magnús segir frá þvf í Ferðarollu sinni að hann hafi setið fyrir hjá honum fjórum sinnum, tvo tíma hvert sinn Magnús var þá 63 ára. Myndin var síðast í eigu frú Guðrúnar Magnússon, ekkju Magnúsar V. Magnússonar am- bassadors, sem var dóttursonur Magnúsar Stephensen Iandshöfð- ingja. Frú Guðrún, sem lést í jan- úar sl„ ánafnaði Viðey myndina eftir sinn dag. Dætur hennar hafa nú afhent myndina, sem hefur verið sett á heiðursstað í bóka- stofunni í Viðey, en þar er einnig fallegur sófi sem talið er að Magnús hafi keypt í Kaupmanna- höfn sama vetur og myndin var máluð. Sófann gáfu á sinni tíð Ingibjörg og Stephan Stephensen kaupmaður í Verðandi en þau áttu Viðey í 44 ár. Morgunblaðið/Amaldur Málverkið af Magnúsi Stephensen sem gefið var. (fþú upplifir hvúd á nýjan hátt í LA-Z-BOY Bók um ofvirkni og misþroska Athyglisverðar niðurstöður BIRGIR - hvernig skólinn kemui- til móts við ofvirkan og misþroska dreng“ er tit- ill bókar eftir Margréti Þ. Jóelsdóttur sem var að koma út hjá Æskunni. Bók- in er hönnuð af Stephen Fairbairn en aðfaraorð skrifar Grétar L. Marinós- son dósent við KHI, þar sem hann segir m.a.: „Bæði lýsingin og niðurstöðumar em athyglisverðar og af eigin reynslu tel ég að þær geti átt við mun víðar... Ég fullyrði að þessi bók geti hjálpað íslenskum skóla- mönnum að skoða sjálfa sig í menntunarspeglinum." Bókin um Birgi byggist á mast- ersrannsókn Margrétar Jóelsdótt- ur, en hvers vegna gerði hún þessa rannsókn? „Ég taldi mjög brýnt að fjalla um þessi mál og reyna að varpa ljósi á erfiðleika ofvirkra og mis- þroska nemenda innan almenna grunnskólakerfisins, sem virðast raunai- fara vaxandi ár frá ári.“ - Um hvað fjallarrannsóknin? „Bókin fjallar um Birgi, 9 ára of- virkan og misþroska dreng sem á í miklum erfiðleikum. Byggt er á túlkandi rannsókn og skoðað náið hvernig skólinn, sem heildstæð eining, og nánasta umhverfi Birgis bregst við erfiðleikunum. Athugun fór fram á vettvangi og viðtöl voiu tekin við Birgi, móður hans og starfsfólk skóla og skóladagheimil- is. Rannsóknin er sett fram í formi frásagnar og því mjög aðgengileg. Erfiðleikar Birgis eru hér skoðaðir að hluta til í ljósi nýlegrar kenn- ingar Russel A. Barkley, prófess- ors í geðlækningum og taugasjúk- dómum við háskólann í Massachusetts. Kenningin byggist í aðalatriðum á því að vegna trufl- ana, sem verða á starfsemi í fram- heila ofvirkra einstaklinga, eigi þeir í erfiðleikum með að halda aft- ur af svörun við áreiti og hafi því ekki nægan tíma til að hugsa og yf- irvega áður en þeir framkvæma." -Hverjar voru helstu niður- stöður rannsóknarinnur? „Enginn sérgreinakennari nema íþróttakennarinn tók þátt í að athuga Birgi. Heildarsýn á örð- ugleika hans og hæfileika varð því takmörkuð og samhugur gat ekki skapast um þaríir Birgis. Hlutverk og ábyrgð starfsfólks var ekki nægilega skilgreind, tengsl og samræmingu vantaði og leiðir til að miðla þekkingu reyndust ekki vel. Kerfið á við svipaða erfiðleika að glíma með að samhæfa og við- halda upplýsingum, eins og kom fram í námi Birgis. Útkoman segir lítið til um hver hin raunverulega þekking er.“ - Fékk skólinn upplýsingar um að Birgir hefði verið greindur of- virkur? „Nei, skólinn fékk ekki upplýs- ingar um að Birgir hafði verið greindur ofvirkur 4 ára. Móðir hans sem var einstæð hafði e.t.v. ekki verið sátt við greininguna. Það drðst síðan að fara með Birgi til læknis þar til hann var tíu ára. Þá var hann einnig greind- ur með alvarlegar hegðunarti-uflanir og andfélagslega hegðun. Rannsóknin leiddi í Ijós athyglis- verða og mismunandi hegðun Birgis eftir aðstæðum. Sálfræðing- ur greindi Birgi í sjö ára bekk og veitti góða aðstoð, en staðfestingu um ofvirkni þurfti að fá frá lækni. Birgir er vel greindur en hann seg- ist vera eftir á í námi og sjálfs- myndin er léleg. Snemma lenti hann í slagtogi með miklu eldri Margrét Þ. Jóelsdóttir ► Margrét Jóelsdóttir fæddist árið 1944 á fsafirði. Hún lauk prófi frá Kennaraskóla Islands árið 1964, BA-prófi í myndlist frá Bath Academy of Art og Brighton College of Art í Eng- landi 1970, BA-prófi í sérk- ennslu við Kennaraháskóla Is- lands 1990, námsráðgjöf við Háskóla íslands 1991 og MA- prófi við KHÍ 1997. Margrét kenndi lengst af við Fossvogs- skóla sem umsjónar- og sér- greinakennari eða í 15 ár. Við Dalbrautarskóla hefur hún starfað í átta ár við kennslu og ráðgjöf. Hún hefur verið starf- andi myndlistarmaður frá 1967 og tekur nú þátt í sýningu FÍM í Ljósafossvirkjun ásamt eigin- manni sínum Stephen Fairbairn. Þau hjón eiga tvær dætur. Byggja þarf upp traust upplýsinga- flæði strákum sem sýndu andfélagslega hegðun. Foreldrar voru hræddir við að láta börn sín umgangast Birgi og móðir hans var orðin ör- væntingarfull. Ekki hafði tekist að fá liðveislu fyrir Birgi þótt skólinn hefði ítrekað beiðni sína. Sálfræð- ingur vissi ekki að hegðun Birgis hafði versnað innan skólans. Um- sjónarkennari leitaði til skóla- stjórnenda og hegðun Birgis batn- aði úti í frímínútum. Bekkurinn fékk frið við vinnu sína en Birgir vann mjög takmarkað. Vegna fárra sérkennslutíma var ákveðið að aðstoða Birgi utan bekkjar og fór honum mikið fram þar.“ -Hvað fínnst þér að eigi að leggja áherslu á í framtíðinni í svona tilvikum? „Það þarf að sýna fyrirhyggju og koma almennt á góðri greiningu allra bama fyrh- skólaaldur þar sem fræðsla og stuðningur við for- eldra kemur í eðlilegu framhaldi af greiningu. Verðandi foreldrar þyrftu einnig að fá upplýsingar um ofvirkni og misþroska. Auka þarf aðstoðina, úrræðin þurfa að vera fleiri og fólk í aðstæðum Birgis og móður hans verður að eiga sér málsvara. Útskýra þarf aðstæður fyrir bekkjai'félögum og foreldrum þeirra. Byggja þarf upp hagnýta þekkingu, traust upplýsingaflæði og ráðgjafarstarf í samvinnu við aðrar stofnanir. Safna þarf upplýs- ingum í gagnabanka og heildarsýn þarf að fást yfir þarfir nemandans innan skólans. Athugun á styrkleikaþáttum ____^ nemenda, hæfileikum og áhugasviði er fyrir- byggjandi. Því hætta er á að erfið- leikar oívirka nemandans verði meira ræddir en hæfileikar hans og jákvæðir þættir í persónuleika hans. Sjálfsmynd, félagsleg staða í hópnum og velgengni í skóla eru grundvallarþættir. Sérkennsla og ráðgjöf þyrfti að spanna vítt svið til að mæta alhliða þörfum þessara nemenda.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.