Morgunblaðið - 09.06.2000, Page 44

Morgunblaðið - 09.06.2000, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN i i * s Lesskimun I - Akvörðun menntamálaráðherra um að grunnskólabörnum verði gefínn kostur á að gangast undir lesskimun til að kanna líkur á lesblindu hefur skapað frjóar um- ræður. Gunnar Hersveinn var á málþingi menntamálaráðuneytis um lestrarörðugleika. Lesblinda nemenda (skil)greind • Lesblindir geta kennt öðrum nýjar leiðir og aðferðir til að læra. Morgunblaðið/Jim Smart • Einelti vegna lestrarörðugleika fylgdi dreng inn í menntaskóla. s IFJÁRLÖGUM ársins 2000 er menntamálaráðuneytinu ákveðið fjármagn vegna lesskimunarverkefna í grunn- og framhaldsskólum,“ sagði Björn Bjarnason mennta- málaráðherra þegar hann setti málþing um lesskimun og lestrar- örðugleika 6. júní. „Tel ég mjög brýnt að nýta þetta fé til að hefja sem fyrst lesskimun í grunnskól- um. Er heilladrýgst að ganga til samninga við þá aðila sem eru langt komnir við að þróa nothæf mælitæki með það að markmiði að unnt sé að nýta skimunartækin strax í haust.“ Björn sagði einnig: „Þegar við ræðum hin mikilvægu mál sem hér eru á dagskrá skulum við strengja þess heit að finna sem best úrræði til að sinna lesblind- um nemendum í íslenska skóla- kerfinu. Við skulum árétta hið skýra markmið okkar að allir nemendur fái tækifæri til að blómstra á eigin forsendum.“ Yfir þrjúhundruð kennarar, for- eldrar og aðrir áhugamenn um leshömlun sóttu málþingið og fylltu salinn að Borgartúni 6. I ljós kom að sérkennarar og náms- ráðgjafar voru í góðum meiri- hluta. Á málþinginu var farið yfir við- amikið efni: 1) Skilgreiningar á dyslexíu, dæmi: Sértækir náms- erfiðleikar samkvæmt ICD-10 eru sértækar þroskaraskanir á náms- hæfni og er dyslexía undirkafli raskana á sálarþroska: Sértæk lesröskun, sértæk stöfunarröskun og sérstæk röskun á reiknihæfni. Nefnt var að dyslexían birtist iðu- lega í óvæntum námsörðugleikum. Fram kom ólík afstaða til dyslexíu t.d. eftir því hvort sjónarhornið væri út frá læknisfræði eða kenns- lufræði. Jörgen Pind prófessor, Jónas Halldórsson sálfræðingur og Rannveig Lund forstöðumaður Lestrarmiðstöðvar fjölluðu m.a. um þessar skilgreiningar. 2) Úrræði vegna dyslexíu. Þar Þóra Kristinsdóttir, Jörgen Pind og ungi maðurinn er Jón Sverrir Friðriksson sem sagði frá reynslu sinni. kom m.a. fram að Guðmundur Kristmundsson og Þóra Kristins- dóttir í Kennaraháskóla íslands hafa þýtt og staðfært norskt lesskimunarpróf, og að líkur eru á að menntamálaráðuneytið gangi til samninga við þau um notkun þess í grunnskólum. Prófin heita „Kartlegging av leseferdighet.“ Ingibjörg Símonardóttir og Jó- hanna Einarsdóttir talmeinafræð- ingar sögðu frá rannsóknum sín- um á hljóð- og málvitund 5-6 ára bama. Niðurstöður benda til að hægt sé að finna böm í áhættu- hópum vegna dyslexíu strax á leikskólaaldri og hefja fyrirbyggj- andi starf. Sigríður Tr.yggvadóttir leik- skólakennari sagði frá markvissri málörvun í leikskólum í Garðabæ og mikilvægi þess að mæta böm- um á þeirra eigin forsendum til að koma í veg fyrir hugsanlega erfið- leika. Guðrún Sigríður Þórarinsdóttir, sérkennari og Kristín Björk Jó- hannsdóttir, þroskaþjálfi og kenn- ari í Sandvíkurskóla á Selfossi, sögðu frá námsefni sem þær hafa útbúið og mun bráðlega verða gef- ið út. Markmið þess er að jafna eðlilegan þroskamun og örva þroska nemenda til að takast á við formlegt nám og standa sig í fé- lagslegu samspili. Fjölnir Ásbjömsson kennari í Iðnskólanum í Reykjavík varpaði ljósi á tvenns konar (lestrar)hópa: a) Nemendur sem era óvanir miklum lestri og lenda því í vand- ræðum í lesgreinum. b) Nemend- ur sem eiga í alvarlegum lestrar- vanda/era með dyslexíu. Fyrri hópnum duga einföld úrræði. Hinn þarf á víðtækari úrræðum að halda; hljóðbókum, tilhliðranum við prófatöku og verkefnaskil, lengri tíma, skrifhjálp ofl. 3) Reynslusögur af sambandi skólakerfis og nemenda með dys- lexíu og frá því er sagt hér í ann- arri grein. Á menntasíðu verður síðar greint frá erindi Rósu Eggerts- dóttur, Rannsóknastofnun Há- skólans á Akureyri, um stöðu lestrarmála, þarfir nemenda, þekkingu kennara og skipulagt skólastarf. Bráðlega verður hægt að nálgast efni málþingsins á heimasíðu menntamálaráðuneytis. Niðurstöður máiþings I lok málþingsins gerðu Anna Kristín Sigurðardóttir, deild- arsljóri hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, og Trausti Þor- steinsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar HA, samantekt og drógu lærdóma: ; ■' ■ ■' " ;■ ► 1. Nauðsynlegt er að koma sér saman um íslenska skU- greiningu á dyslexiu. ► 2. íslenskar rannsóknir á þessu sviði þarf að auka og efla. ► 3. Fleiri og betri próf þarf til að greina vandann, bæði fyrir hópa og einstaklinga. ► 4. Brúaþarf bilið milli gremingar og kennslu. ► 5. Styrkjaþarf fyrirbyggj- andi starf í leikskólum og gnmnskólum, þvi hægt er að greina böm í áhættuhópa fyrr en áður var talið. ► 6. Efla þarf og bæta þekk- ingu kennara á dyslexíu. Einnig að breyta kennsluhátt- um í skólastofum. Auka þarf ráðgjöf til kennara. Bekkjar- kennarar þurfa að vera með á nótunum. ► 7. Auka þarf væntingar til lestrarhæfni. En í (jós kom að 250 orð á mfnútu telst gott á Islandi en slakt í nokkmm öðmm löndum. ► 8. Stórauka þarf ráðgjöf til nemenda, t.d. með námstækni og námsráðgjöf. ► 9. Lesblindir geta kennt öðmm nýjar leiðir og snjallar aðferðir til að læra. ► Það kom skýrt fram á mál- þinginu að best væri að dys- Iexíu-nemar væm sem sjaldn- ast teknir út úr bekknum sinum. Best væri að vinna að málunum innan bckkjar. Á málþinginu um lesskimun j—v sögðu nokkrir reynslusögur úr skólakerfinu. Jón Sverrir O Friðriksson norðanmaður fékk ekki greiningu eða með- jjy ferð vegna dyslexíu sem hann >—^ sannarlega er með. Hann hélt sig vera aftarlega á mer- inni í grannskóla og missti áhugann á námi í framhalds- skóla. Hann þurfti að lesa ^ upphátt í tímum bæði á ís- ry-j lensku og erlendum tungu- ö málum, en það reyndist hon- Ph um erfitt. „Ég varð afhuga námi, og var feginn frelsinu á vor- in,“ sagði hann. Freyr sagði að hann hefði ekki fengið greiningu á dyslexíunni iyrr en hann var kominn í framhalds- skóla. „Það varð einskonar opin- beran fyrir mig. Ég var sem sagt ekki latur og afleitur námsmaður." Hann segir það gott að skólafólk skuli vera að vakna til lífsins. Enskukennari Freys í Verk- menntaskólanum á Akureyri var honum sérlega hjálplegur og opn- aði strax umræðuna um dyslexíu í tímum. Freyr þurfti ekki lengur að kveljast við að lesa upphátt í tím- um. Hann fékk lengri tíma til að taka prófin og að hlusta á spurn- ingarnar á snældum, og var nú sleppt við að lesa upphátt Hann viðurkennir að vissulega loki dyslexían einhverjum dyrum fyrir sér, en mikilvægast sé að glíma við þetta af kunnáttu. „Lærðu að Iesa“ Freyr Hermannsson er stúdent í stærðfræðideild Háskóla Islands, sem einnig var greindur seint með dyslexíu. Hann ólst upp bæði í Sví- þjóð og Bandaríkjunum en flutti heim með foreldram sínum á ungl- Stinga höfðinu ofan í klósettið eða fylla vitin af tóbaki ingsáram. Hann var árið 1991 í unglingaskóla og setning bekkjar- félaga hans í tíma greyptist í minn- ið: „Lærðu að lesa“ - eftir upp- lestur hans í tíma. Freyr var greindur lesblindur árið 1994 þegar hann stundaði nám í MR. Hann var svo lánsamur að njóta aðstoðar Ragnheiðar Briem íslenskukennara sem lést í mars sl., en hún vann með dyslexíunem- endum í MR. „Ragnheiður sat með mér í hverri viku, hjálpaði mér og byggði mig upp,“ segir Freyr sem kynntist helstu aðferðunum til að glíma við vandann; litaspjöldum, hljóðsnældum o.fl. Hann fékk svo undanþágu vegna íslenskuprófsins. Freyr sýndi sérstaka hæfileika í stærðfræði og kennari hans upp- götvaði að þessi nemandi gat leyst dæmin með öðram hætti en aðrir. Þar birtast einmitt sérstakir hæfi- leikar dyslexíu-nemenda til að finna nýjar lausnir og fara nýjar leiðir. Freyr benti á að af fimmtán framkvöðlum sem Apple-fyrirtæk- ið notaði í auglýsingum til að leggja áherslu á sérstöðu sína væra sjö með dyslexíu. Fyrirmynd hans þar er Albert Einstein. Freyr gerði sérstakan samning við námsráðgjafa í HI um úrræði vegna náms síns í stærðfræði við skólann og hefur það gengið átaka- laust að fylgja honum eftir. Hann festi kaup á góðri fartölvu og notar hljóðbækur á geisladiskum og tal- gervil. Freyr nefndi að þótt sér hefði gengið allt í haginn í HI vissi hann um dæmi þar sem dyslexíu-stúd- entar gengju á veggi, t.d. í lækna- deildinni. Sótt hafði verið um und- anþágu fyrir nemanda með dyslexíu til að taka fyrstu prófin sín í deildinni með öðrum hætti en krossaprófum. Það er prófform sem er sérlega óþægilegt fyrir hann vegna dyslexíunnar. Jafnrétt- isnefnd HI aðstoðaði þennan nem- anda en læknadeildin neitaði hon- um um annað form en krossapróf með þeim orðum að „allir yrðu að sitja við sama borð“. Settir afarkostir í einelti Magdalena Sigurðardóttir for- eldri sagði frá reynslu sinni með börnin sín í skólakerfinu. Elsti son- ur hennar var greindur með alvar- lega dyslexíu, en ekki fyrr en í framhaldsskóla. Yngsta dóttir hennar var hins vegar greind snemma á skólagöngunni og fær gott viðmót. Sonur Magdalenu hóf skóla- gönguna árið 1981 og kom iðulega syngjandi heim til sín en lestrar- kunnáttan lét á sér standa og þeg- ar hann var tíu ára reyndu bæði bekkjarkennari og sérkennari hans að fá Magdalenu til að trúa að sonur hennar væri latur og ætti við einbeitingarskort að stríða. Fjölskyldan skipti um bæjarfé- lag en þar tók ekki betra við og sonur hennar varð fyrir hörkulegu einelti. Skólinn kom heldur ekkert til móts við vanda hans og kennar- ar nýttu sér ekki þá augljósu gáfu hans að geta auðveldlega lært það sem hann heyrði. Áherslan var önnur, t.d. á stafsetninguna hjá honum, sem var afleit. Drengnum leið því illa og lagðist ævinlega til svefns með kvíða í brjósti. Aftur flutti fjölskyldan en úr- ræðaleysi skólanna hélt áfram og eineltið stöðvaðist ekki. Enginn kveikti á perunni og skólarnir mættu ekki nemenda sínum þar sem hann var staddur. Sonur Magdalenu fór síðan í Menntaskólann við Hamrahlíð og þá gerðist það í fyrsta sinn að drengurinn fann fyrir stuðningi skólans, þótt hann ætti eftir að lenda í einu hræðilegu atviki. Magdalena nefndi við námsráð- gjafa hugmynd sína um hvort son- ur hennar gæti verið með dyslexíu. Hún fékk það svar að hún skyldi bara senda hann í greiningu ef hún teldi það. Magdalenu hafði aldrei áður verið bent á þessa leið af skólafólki. Greining sýndi svo ekki þurfti um að villast að hann var J með slæma dyslexíu, og þ.a.l. hvorki heimskur né latur eins og skilaboð umhverfisins vora áður. Busavígslan í MH varð hins veg- ar martröð. Fyrrverandi skólafé- lagar hans úr grannskóla, sem höfðu lagt hann í einelti, króuðu hann af inni á klósetti og settu hon- um afarkosti: Annaðhvort að stinga höfðinu ofan í klósettið og sturta eða taka fullan hnefa af tó- baki í nefið. Pilturinn valdi tóbakið og fannst stuttu síðar í krampa- kasti og reyndist vera með tóbaks- eitran. Ömólfur Thorlacius rektor tók fast á málinu. Hann kallaði alla nemendur inn á sal og las yfir þeim. Síðan þegar óþokkarnir komu fram í dagsljósið voru þeir umsvifalaust reknir (tímabundið) úr skólanum. Sonur Magdalenu upplifði í fyrsta sinn á skólagöngu sinni að skólinn sem hann var í stóð með honum. Honum vora síðan veitt úr- ræði í skólanum og hann mætti góðvilja kennara. Seinna hætti hann í skólanum og fór á hönnun- arbraut í Iðnskólanum í Reykjavík, og mætti þar einnig vinsamlegu viðmóti. Núna er hann í vinnu og hefur lýst því yfir að hann ætli ekki aftur í skóla fyrr-en eitthvað kveiki með honum nógu brennandi áhuga á fagi sem er nógu mikils virði til að leggja á sig þetta erfiði sem nám lyrir dyslexíunemendur getur verið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.