Morgunblaðið - 15.09.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 15.09.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 211. TBL. 88. ÁBG. FÖSTUDAGUR16. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Aung San Suu Kyi frjáls ferða sinna Rangoon. AP. HERFORINGJASTJÓRNIN í Burma tilkynnti í gær að Aung San Suu Kyi, helsti leið- togi lýðræðis- sinna í land- inu, væri frjáls ferða sinna á ný, en hún var hneppt í stofu- fangelsi fyrir tveimur vik- um. Átta aðrir stjórnarand- stæðingar, sem höfðu setið í stofufangelsi frá því í byrjun þessa mánað- ar, voru einnig látnir lausir. Herforingjastjórnin svipti Aung San Suu Kyi og átt- menningana ferðafrelsi eftir að þau reyndu að sækja fund Lýðræðisfylkingarinnar (NLD) í bænum Kungyaone 24. ágúst síðastliðinn. Þau voru stöðvuð á leiðinni og höfðust við í bílum sínum í níu daga, áður en þau voru flutt nauðug aftur til höfuðborgar- innar Rangoon. I yfirlýsingu stjórnarinnar í gær segir að þau „séu ekki lengur skyldug til að hafast við á heimilum sínum“. Forsvarsmenn NLD sögðu að á það myndi reyna í dag, þegar höfuðstöðvar fylk- ingarinnar verða opnaðar á ný, en þeim var lokað af yfir- völdum 1. september. Breskir stjórnarerindrekar sem heimsóttu Aung San Suu Kyi síðdegis í gær sögðu í samtali við fréttastofu BBC að hún hefði verið „létt í skapi“, þótt nokkuð virtist af henni dregið. Mótmælaaðgerðum flutningabflstjóra í Belgíu hætt á miðnætti Eldsneytisdeilurnar í Evrópu virðast í rénun MÓTMÆLIN í Evrópuríkjum gegn háu verði og sköttum á eldsneyti virðast vera í rénun en flutn- ingabflstjórar í Belgíu tilkynntu í gærkvöldi að þeir myndu aflétta aðgerðum sínum á miðnætti. Dreif- ing eldsneytis hófst að nýju í Bretlandi í gærmorg- un og í gærkvöldi höfðu flestar birgða- og hreinsi- stöðvar í landinu verið opnaðar. Aðgerðir belgískra flutningabflstjóra stóðu í fimm daga og höfðu lamað umferð í miðborg Bruss- el og á mörgum helstu þjóðvegum landsins. Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, lýsti því yfir í gær að ríkisstjómin myndi ekld verða við kröfiim mótmælenda um að lækka skatta á eldsneyti en bauð flutningabflstjórum þess í stað ýmsar ívilnan- ir, þar á meðal að vegatollar og skattar á bifreiða- tryggingar yrðu lækkaðir. í kjölfarið ákváðu þrjú helstu félög flutningabflstjóra að hætta aðgerðum sínum en vöruðu við því að þau myndu áfram þrýsta á stjómvöld um að lækka álögur á eldsneyti. Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, lýstu sig í gær reiðubúin að íhuga frekari aukningu á olíuframleiðslu ef markaðsaðstæður krefðust þess. En samtökin vísuðu því á bug að þau bæra ábyrgð á háu bensínverði. „Þær ríkisstjómir sem telja ástæðu til að leggja gríðarlega skatta á eldsneyti bera alla sökina á þessu háa verði“, segir í yfir- lýsingu OPEC. Friðsamleg mótmæli í Þýskalandi Flutningabílstjórar og bændur í Þýskalandi stóðu fyrir friðsamlegum mótmælum í gær og hyggjast halda þeim áfram næstu daga en mót- mælafundir hafa verið skipulagðir um allt landið 26. þessa mánaðar. Þýska ríkisstjórnin hefur, eins og stjórnir annarra Evrópuríkja, útilokað að skatt- ar á eldsneyti verði lækkaðir. Mótmæli hafa verið boðuð næstu daga á Spáni, Ítalíu og írlandi, í Danmörku, Noregi, Hollandi og Póllandi en nú þykir óvíst að gripið verði til aðgerða á borð við þær sem skapað hafa öngþveiti í Frakk- iandi, Bretlandi og Belgíu. ■ Mótmælaaðgerðum/28 AP Ibúar Brussel gátu ótruflaðir spilað knattspymu á auðum götum í miðborginni í gær, því mót- mælaaðgerðir flutningabflsljóra höfðu lamað bflaumferð. Forseti S-Afríku efast um að HlV-veiran valdi alnæmi Hvattur til að skipta um skoðun Höfðaborg.AFP. FORSETI Suður-Afríku, Thabo Mbeki, hefur á síðustu mánuðum legið undir ámæli fyrir að halda því fram að HIV-veiran sé ekki eina or- sök alnæmis, gagnstætt því sem al- mennt er talið. Nú er svo komið að samflokksmenn forsetans hafa séð sig knúna til að fara þess á leit við Mbeki að hann falli frá þessari af- stöðu sinni. Dagblaðið The Cape Timcs birti í gær útdrátt úr trúnaðarskjali frá heilbrigðismálanefnd Afríska þjóð- arráðsins, þar sem Mbeki og heil- brigðisráðherrann, Manto Tshabal- ala-Msimang, eru hvattir til að viðurkenna opinberlega að HIV- veiran valdi alnæmi. Að sögn dag- blaðsins var skjalinu dreift til flokksfélaga fyrr í vikunni og mun efni þess hafa valdið nokkurri ólgu innan flokksins. Mbeki hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að skipa um- deilda vísinda- menn í ráð sem fjallar um varnir gegn alnæmi, en þeir telja að ýms- ir aðrir þættir en HlV-veiran valdi sjúkdómnum, til dæmis fátækt, vannæring og ítrekaðar sýkingar á borð við malaríu eða kynsjúkdóma. Talið er að þeir hafi haft áhrif á þá ákvörðun stjómvalda í október á síðasta ári að neita að veita barns- hafandi konum, sem smitaðar eru af HlV-veirunni, lyfið AZT, sem rannsóknir sýna að minnki líkurnar á að veiran berist frá móður til bams. Einn af hveijum tíu Suður- Afríkubúum er smitaður af HIV- veirunni. Japanar fordæma refsiaðgerðirnar Tökýö. AFP, AP. JAPÖNSK stjómvöld fordæmdu í gær fyrirhugaðar refsiaðgerðir Bandaríkjastjómar gegn hvalveið- um Japana. Sjávarútvegsráðherra Japans, Yoichi Tani, varaði Banda- ríkjastjórn við því að gera alvöra úr því að banna veiðar japanskra skipa í bandarískri landhelgi og sagði það stangast á við alþjóðalög. Tani sakaði bandarísk stjómvöld um að byggja afstöðu sína til hval- veiða á tilfinningasemi og hvatti tfl þess að Qölþjóða viðræður yrðu hafn- ar um hvalveiðar, þar sem gengið yrði út frá alþjóðalögum. Hann lagði áherslu á að hvalveiðar Japana væra eingöngu stundaðar í vísindaskyni og væra því í fullu samræmi við sam- þykktir Alþjóðahvalveiðiráðsins. Japanskir embættismenn hafa hótað að taka málið upp við Heims- viðskiptastofnunina ef Bandaríkja- stjórn grípur til efnahagslegra refsi- Vara Banda- ríkjastjórn við að gera alvöru úr hótunum sínum aðgerða vegna hvalveiðanna. Lögfræðingar hafa bent á að miklar líkur séu á að Japanar vinni sigur í slíku máli, því Bandaríkjamenn flytji ekkert hvalkjöt inn frá Japan og þeim sé því ekki heimilt að taka upp viðskiptaþvinganir. Aðgerðum yrði svarað Embættismenn hafa jafnframt lát- ið að því liggja að hugsanlegum að- gerðum Bandaríkjamanna verði svarað og benda á að Japanar flytji mikið af fiskafurðum inn frá Banda- ríkjunum. Japanar hófu veiðar á búrhval og skorureyði í vísindaskyni í sumar, til viðbótar við hrefnuveiðar, en Banda- ríkjastjórn telur að þeir hafi þar með brotið samþykktir Álþjóðahvalveiði- ráðsins. Bill Clinton Bandai-íkjafor- seti tilkynnti á miðvikudag að hann hefði falið ríkisstjórn sinni að undir- búa refsiaðgerðir gegn Japan vegna þessa og tiltók sérstaklega að jap- önsk skip yi-ðu útilokuð frá veiðum í bandarískri lögsögu, en víðtækari aðgerðum var einnig hótað. ■ Bandarikin hefja/29 MORGUNBLAÐH) 15. SEPTEMBER 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.