Morgunblaðið - 15.09.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.09.2000, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ryðsveppir f öspum og gljávíði Uðun með sveppalyfi gefur góða raun Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfmi 510 2500 Ráðherra hyggur á úttekt PÁLL Pétursson félagsmálaróð- herra upplýsti á blaðamannafundi um reynslusveitarfélög í vikunni að hann hygðist láta gera vísindalega úttekt á sameiningum sveitarfélaga undanfarinn áratug og hvernig til hefði tekist. í samtali við Morgunblaðið sagði Páll að samningur um þessa úttekt yrði kynntur á næstunni. Prófessor við Háskólann á Akureyri, Pétur Pór Eyþórsson, mun vinna verkefnið. „Það er mikil hreyfing á samein- ingum sveitarfélaga um þessar mundir og víða komin þónokkur reynsla. Okkur þótti því við hæfi að setja þessa vinnu í gang núna,“ sagði Páll. Atburðir við vatn Kerstin Ekman hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1994 fyrir þessa vinsælu spennusögu sem seldist upp, en er nú væntanleg aftur. Mál og menning||y|l maiogmenning.is 1P11 Fastur úti í miðju stórfljóti BETUR fór en á horfðist þegar fjallabíll af gerðinni Unimog rann út í Skyndidalsá skammt frá Ldnsöræfum í fyrradag, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. Bflstjórinn, sem var einn á ferð, komst greiðlega upp á þak bif- reiðarinnar og sakaði ekki og komu björgunarsveitarmenn frá Höfn honum síðan til aðstoðar. Á myndinni má sjá bflinn á kafi úti í ánni, sem og farangurskerru sem var aftan í honum, en uppi á þaki er björgunarsveitarmaður að tengja línu með það að markmiði að koma bflnum í land. Ausandi rigning var á svæðinu 1 fyrradag og getur Skyndidalsáin skyndilega breyst í beljandi stór- fljót þegar svo ber undir, að sögn kunnugra. Illa gekk að ná bflnum upp úr ánni en tókst að lokum. Bfllinn mun hins vegar nokkuð skemmdur. Sameiningar sveitarféiaga Urðun gæludýra hjá Sorpu Fjögur tonn urðuð á árinu UM TÍU tonn af skrokkum dýra leggjast til hjá Sorpu í mánuði hverjum. Alls hafa milli 60-70 tonn þannig verið urðuð á vegum fyrirtækisins það sem af er árinu, þar af tæplega 4 tonn af gæludýr- um, að sögn framkvæmdastjóra þess, Ögmundar Einarssonar. Ögmundur segir að dýrahræin komi alls staðar af höfuðborgar- svæðinu, t.d. frá svína- og kjúkl- ingabúum, en gæludýrin komi frá dýralæknum eða dýraspítölum, þar sem þeim hefur verið lógað. „Þetta er talsverður þáttur í starfsemi fyrirtækisins," segir Ögmundur og bætir við að sveiflur £ þessum efnum séu ekki mjög miklar og því megi gera ráð fyrir að um 120 tonn af dýrum falli til árlega hjá fyrirtækinu, þar af átta tonn af gæludýrum. RYÐSVEPPIR i öspum og gljávíði hafa breiðst út sunnanlands eftir að þeirra varð vart hér á landi fyrir nokkrum árum. Jóhannes Þór Ól- afsson hjá meindýravörnum Suður- lands telur sig hafa fundið öfluga vörn gegn sveppasýkingunum. Ryðsveppimir hægja á vexti trjánna og auka hættu á kalmyndun. „Það er hægt að bjarga þessu,“ segir Jóhannes. Hann hefur undanfarin tvö sumur gert tilraunir með að úða aspir og gljávíði með sveppalyfinu Baymat. Sveppalyfið hefur gefið góða raun og mikill munur á þeim plöntum sem hafa verið úðaðar með lyfinu og þeim sem enga meðhöndlun hafa fengið. Sveppalyfið vinnur mjög vel á ryðsvepp á öspum en erfiðara er að eiga við gljávíðinn. Uða þarf plönturnar 3-4 sinnum á sumrin. Jó- hannes segir afar slæmt ef fólk vel- ur þann kost að fella tré sem hafa orðið fyrir barðinu á ryðsvepp. Með því breytist yfirbragð íbúðahverfa og jafnvel veðurfar því trén veita skjól fyrir vindum. Jóhannes mælir ekki með því að fólk klippi gljávíðinn til þess að draga úr hættu á smiti. Það sé til lít- ils ef garðeigendur i nágrenninu grípa ekki til sömu aðgerða. Við mikla klippingu dregur úr mót- stöðustyrk plöntunnar og á hún því erfiðara uppdráttar ef hún síðan sýkist af ryðsvepp. Nýr skóla- meistari Kvenna- skólans BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra hefur skipað Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur í embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík til fimm ára frá 1. nóvember 2000 að telja. Þrjár umsóknir bárust um embættið sem sendar voru skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík til umsagnar og til- lögugerðar. Skólanefndin mælti í umsögn sinni til menntamálaráðherra einróma með því að Ingibjörgu yrði veitt embættið. Dómsmálaráðuneytið hafnar beiðni Verino Investment um kaup á Hótel Valhöll á Þingvöllum Hugsanlegi að Kruger geri tilboð DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur hafnað beiðni Verino Investment í Mónakó um undanþágu til að kaupa Hótel Valhöll á Þingvöllum. Verino Investment gerði tilboð í Hótel Valhöll fyrir Englendinginn Howard Kruger. Þar sem félagið er skráð í Mónakó, sem ekki er aðili að EES-samkomulaginu, þurfti það undanþágu til kaupanna. Hugsan- legt er að Howard Kruger geri sjálfur tilboð í Hótel Valhöll í kjöl- far viðbragða ráðuneytisins. í bréfi ráðuneytisins, sem Jóni Ragnarssyni, eiganda Hótel Val- hallar, barst í gær, segir að það geti ekki fallist á að veita félaginu umbeðna undanþágu á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja um eignina og féiagið. Jón Ragnarsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að BOKMENNTAHATIÐ 2000 það kynni að hljóma sem málið væri þar með úr sögunni en hann kveðst ætla að láta að skoða það betur. Jón hafði gert bindandi samning um sölu á hótelinu við Verino In- vestments og nemur kaupverðið 3,8 milljónum punda, eða jafnvirði 458 milljóna króna. „Mér finnst súrt í broti að vera íslenskur rflds- borgari og fá ekki að selja eignir mínir ef einhver vill kaupa þær. En lög eru lög og ég beygi mig undir þau en ég kem til með að láta skoða þetta mál,“ segir Jón. Jón segir að Howard Kruger hafi þrýst mjög á um lyktir þessa máls og þótt seinagangur á því. „Hann hefur leitað eftir því hvort hann gæti keypt hlutabréf í Hótel Valhöll en honum verið tjáð að það sé ekki hægt þar sem út- lendingar megi ekki kaupa hlutabréf í félögum hér sem eiga fasteignir. Þannig er búið að slá þann möguleika út úr myndinni. Það hefur verið dálítið leiðinleg umræða um þetta mál og Kruger hefur fylgst með henni og þótt þetta miður. Væntanlega heyri ég hans viðbrögð á morgun," sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.