Morgunblaðið - 15.09.2000, Side 18

Morgunblaðið - 15.09.2000, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Foreldrar í Breiðholtsskóla eru óánægðir með aukinn kostnað Borga allt að 30% meira en foreldrar í öðrum skólum Breiðholt FORELDRAR barna í 1.-4. bekk í Breiðholtsskóla borga allt að 30% hærri daggæslu- gjöld en foreldrar bama í öðr- um skólum. Erla Bjömsdóttir, einstæð móðir sex ára barns í Breiðholtsskóla, sagði þennan mun vera alltof mikinn og að hún borgaði hærra gjald fyrir skóladaggæslu í þrjár klukku- stundir á dag, en hún gerði fyrir heilsdagsvistun barns á leikskóla. Erla sagði að rekja mætti hinn aukna kostnaði til þess að nú stæði yflar tilraunaverkefni í skólanum á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, þ.e. að í stað þess að skólamir sæju um gæsluna gerði ÍTR það. Auk Breiðholtsskóla, taka þrír aðrir skólar í Breiðholti þátt í verkefninu þ.e. Fellaskóli, Seþaskóli og Ölduselsskóli. „Maður spyr sig að því af hveiju þeir era með sína gjald- skrá svona miklu hærri heldur en skólarnir," sagði Erla. „Eg ræddi um þetta við nokkra for- eldra um daginn og þá kom fram megn óánægja með þennan aukna kostnað. Við ræddum við starfsmenn ITR, en þeir vísuðu þessu frá sér. Eg er búin að reyna að tala við forsvarsmenn ÍTR, en þar var mér vísað á borgarfull- trúana og Helga Hjörvar, sem er formaður verkefnisstjómar tilraunaverkefnisins. Ég talaði við Helga, en fékk í raun enga skýringu á þessum kostnaðar- mun.“ Borgar 32 þúsund krónum meira á ári Erla sagði að hennai' barn nýtti sér þjónustuna í þrjá tíma á dag frá klukkan tvö til flmm. Hún sagði að hjá ÍTR þyrftu foreldrar ekkert að greiða fyrir tímann frá tvö til þrjú, en hins vegar þyrftu þeir að borga 340 krónur á klukku- stund frá klukkan þrjú til fimm, sem gerði samtals 680 krónur fyrir þrjár klukku- stundir. Erla sagði að þar sem skól- inn sæi sjálfur um gæsluna greiddu foreldrar 170 krónur á klukkustund frá klukkan tvö til fimm, sem gerði 510 krónur fyrir þrjár klukkustundir. ,Á mánuði borga ég því 14.280 krónur í gæslu fyrir barnið mitt á meðan foreldrar í öðram skólum borga 10.710 krónur. A ári borga ég því rúmlega 32 þúsund krónum meira en þeir og ég veit ekki til þess að bamið mitt sé að fá neitt meiri þjónustu á hjá ITR. Maður veltir því líka fyrir sér hvers vegna sé verið að hafa þennan gjaldftjálsa tíma á milli tvö og þijú. Er verið að láta okkur sem þurfum að hafa börnin okkar í gæslu tfi klukk- an fimm borga fyrir þá sem þurfa bara að hafa börnin í gæslu til klukkan þijú?“ Nýtt hús við hlið Laugar- dalshallar Laugardalur STOFNFUNDUR nýs hluta- félags um byggingu og rekst- ur fjölnota íjirótta- og sýning- arhúss í Laugardal verður haldinn á næstu vikum, en það era Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins sem standa að hinu nýja félagi. Eiríkur S. Svavarsson, full- trúi borgarlögmanns, sagði að borgarráð hefði nú á þriðju- daginn, samþykkt stofnun fé- lagsins og lagt 5 milljónir í stofnfé. Samtök iðnaðarins hafa einnig lagt fram 5 millj- ónir og er stofnframlagið því 10 milljónir og verður pening- unum varið í hönnunar- og þróunarkostnað. Fulltrúar frá Samtökum iðnaðarins og Reykjavíkur- borg munu hittast í næstu viku til að ræða næstu skref í málinu og ákveða stofndag nýja hlutafélagsins. Hann sagði að á stofnfundinum yrði kosið í fimm manna stjórn og að hlutverk hennar yrði að fara í frumvinnu á uppbygg- ingu hússins. Fyrsta verkefni stjórnar verður að afla fjármagns Eiríkur S. sagði að fyrsta verkefni stjórnarinnar yrði að afla fjármagns í verkið. Hann sagði að síðan yrði farið út í hönnun og að gerðir yrðu verktakasamningar í fram- haldi af því og að eftir það yrði hægt að hefja fram- kvæmdir. Hann sagði ómögu- legt að segja nokkuð til um það hvenær framkvæmdir myndu hefjast, þar sem engin sérstök tímamörk væra á byggingu hússins. Auk þess að standa að byggingu nýja hússins mun hlutafélagið gera sérstakt samkomulag um rekstur Laugardalshallarinnar og taka að sér rekstur hennar. Hann sagði að nýbyggingin myndi rísa á lóðinni austan við Laugardalshöllina og að byggingarnar myndu tengj- ast með einhvers konar tengi- byggingu. Eiríkur sagði að stærð hússins lægi ekki fyrir, þar sem hönnun væri ekki hafin, en að húsið yrði líklega eitthvað minna en Laugar- dalshöllin. ÍBR dró sig út úr viðræðunum Upphaflega áttu Reykja- víkurborg, Samtök iðnaðarins og íþróttabandalag Reykja- víkur viðræður um stofnun hlutafélagsins en Eiríkur S. sagði að síðari stigum hefði IBR dregið sig út úr viðræðn- um. Hann sagði að forsvars- menn ÍBR hefðu talið að hagsmunir þess væru tryggð- ir með eignarhluta Reykja- víkurborgar, en að hugsan- lega myndi það gerast hlutahafi síðar, þegar hlutafé jirði aukið. • • # Forráðamenn Orva í Kópavogi kvarta undan slæmri umgengni Morgunblaðið/Golli Forráðamenn Orva í Kópavogi hafa barist fyrir bættri umgengni á baklóðinni í mörg ár. „Mikið af bílflökum og ónýtu drasli“ Kópavogur UMGENGNI við Örva, verndaðan vinnustað á Kársnesbraut 110 í Kópa- vogi, hefur verið ábóta- vant í nokkur ár og hefur Kristján Valdimarsson, forstöðumaður Örva, allt frá því í maí 1997 óskað eftir því að umgengnin verði bætt. „Ég sendi heil- brigðiseftirlitinu fyrst bréf fyrir þremur árum þar sem ég vakti athygli á þessu og fór fram að lóð- areigendurnir yrðu skikk- aðir til að bæta umgengn- ina,“ sagði Kristján. „Hérna hefur oft verið geysilega mikið af bflflök- um og ónýtu drasli og það er mjög óþrifalegt að hafa þetta í bakgarðinum hjá sér.“ Kristján sagði að um væri að ræða umgengnina vestan megin við húsið, en hann sagði að sú lóð til- heyrði ekki og væri ekki í eigu Örva, heldur aðila sem stunduðu bflaviðgerð- ir og annað slíkt. Örvi fékk skammir fyrir misskilning Kristján sagði að reyndar hefði komið upp misskiin- ingur hjá bæjaryfirvöldum í Kópavogi fyrir stuttu, því þau hefðu sent Svæðis- skrifstofu Reykjaness, fé- lagsmálaráðuneyti og Rík- isfjárhirslu bréf, þar sem Örvi hefði verið sakaður um slæma umgengni á svæðinu. Hann sagði að bæjaryfirvöld hefðu hrein- lega ekki gert sér grein fyrir því að baklóðin væri í cigu annarra aðila. Kristján sagðist hafa leiðrétt þenn- an misskilning og hvatt menn enn frekar til dáða við að hreinsa lóðina. Hann sagði að forráðamenn Örva hefðu alla tíð lagt í það metnað að halda lóðinni austan við húsið þannig að sómi væri að fyrir þá starf- semi sem þar færi fram. Umsögn Reykj avíkurborg-ar um skipulagstillögur á Vatnsenda Skoðað verði að um- hverfí vatnsins hald- ist sem mest obyggt Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sá hluti Vatnsendalandsins sem er milli vatns og vegar er nú til umíjöllunar vegna gerðar nýrrar deiliskipulagstillögu sem gerir ráð fyrir íbúðabyggð með fjölbýlishúsum í hverfinu. Vatnsendi í ATHUGÁSEMDUM Reykjavíkurborgar við tillög- ur að breyttu aðal- og deili- skipulagi við Vatnsenda er lögð áhersla á að mikilvægt sé að líta á vatnið í heild sinni og skoða þann kost að nánasta umhverfi þess haldist sem mest óbyggt, opið svæði þar sem því verður við komið. Einnig leggur borgin áherslu á að bestu tæknilegu lausna verði leitað í frárennslismál- um til að lágmarka áhrif byggðar á vistkerfi vatna- svæðisins, enda sé vatnasvæði Elliðaánna viðkvæmt fyrir mengunarálagi. Þannig verði rotþrær aflagðar og allt skólp leitt til sjávar. Borgin óskar eftir viðræðum við Kópavog um ýmis sameiginleg mál á svæðinu. Umsögnin var samþykkt í borgarráði sl. þriðjudag en hafði daginn áður hlotið staðfestingu skipulags- og umferðarnefndar borgarinn- ar. Athugasemdir borgarinnar era fjórþættar. Eins og fram hefur komið gerir aðalskipu- lag Kópavogs ráð fyrir um 5.000 manna byggð í Vatns- endahverfi og era deiliskipu- lagstillögur, sem m.a. gera ráð fyrir byggð í fjölbýlishús- um, nú til meðferðar innan sveitarfélagsins, en frestur til að gera athugasemdir rennur út í dag. Hvað varðar íbúðarbyggð við Elliðavatn segir í umsögn Reykjavíkurborgar að sam- kvæmt aðalskipulagi borgar- innar falli Elliðavatn og um- hverfi þess undir borgar- vemd og gert sé ráð fyrir vatninu og umhverfi þess inn- an Reykjavíkur sem hverfis- vemduðu svæði, samkvæmt heimild í skipulagslögum. „Því er mikilvægt að líta á vatnið í heild sinni og skoða þann kost að nánasta um- hverfi vatnsins haldist sem mest óbyggt, opið svæði þar sem því verður við komið. Samræma þyi'fti einnig reglur um umgengni og um- ferð á vatninu og skoða þann kost að heimila ekki umferð vélbáta á vatninu að öllu jöfnu,“ segir í umsögninni. Rannsaka þarf lífræna mengun Hvað varðar frárennsli og mengun segir að á vegum borgarinnar hafi verið gerðar ítarlegar rannsóknir á lífríki Elliðaánna og mengun á vatnasviði þeirra sem í borg- arlandinu er. Vísbendingar hafi komið fram um neikvæð áhrif frá innstreymi lífrænna efna í Elliðavatn og sé bent á í tillögum um frekari rann- sóknir að athuga þurfi upp- rana lífrænnar mengunar í Elliðavatni. Þetta sé verkefni sem sveitarfélögin þurfi að taka á sameiginlega. „Ljóst er að vatnasvæði Elliðaánna er viðkvæmt fyrir mengunar- álagi og nota verður bestu tæknilegar lausnir í frá- rennslismálum til að lág- marka áhrif byggðar á vist- kerfi vatnasvæðisins. Rot- þrær verði aflagðar og að allt skólp, þar með talið frárennsli frá landbúnaði og húsdýi'a- haldi, verði leitt til sjávar. Notaðar verði bestu fáanlegar aðferðir til að meðhöndla of- anvatn áður en því er veitt út í Elliðavatn," segir ennfremur. Vatnsendavegur tengist ekki Breiðholtsbraut Einnig er vikið að umferð- arskipulagi og sagt að eðli- legt væri að leita leiða í tengslum við breytingu á að- alskipulagi Kópavogs á svæð- inu til að ákveða endanlega legu Arnarnesvegar niður á Breiðholtsbraut og í sam- vinnu við Reykjavíkurborg. „I samskiptum sveitarfélag- anna hefur ítrekað verið ósk- að eftir að ná lausn í þessu máli án niðurstöðu. Vatns- endavegur verður aflagður skv. skipulagi sem vegteng- ing inn á Breiðholtsbraut og nauðsynlegt er að ná skipu- lagsniðurstöðu um aðrar tengingar, ekki síst þar sem fyrirséð er umtalsverð aukn- ing umferðar með stækkaðri byggð,“ segir í umsögninni. Loks er tekið fram að eðli- legt væri að skoða byggð í Vatnsendalandi í samhengi við byggð í Norðlingaholti, samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur, en endurskoðun þess standi yfir. Þá er óskað eftir viðræðum við Kópavogs- bæ um þau mál sem varða hagsmuni beggja sveitarfé- laganna og athugasemdirnar taka til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.