Morgunblaðið - 15.09.2000, Page 20

Morgunblaðið - 15.09.2000, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristj án Sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, Barbara J. Griffiths, opnar ameríska daga með formlegum hætti í Nettð á Akureyri í gær. Amerískir dagar í Nettó og Urvali BARBARA Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, setti „Ameríska daga“ formlega í verslun Nettó á Akureyri sí- ðdegis í gær en þeir standa yfir í verslunum Nettó og Urvais á Akureyri fram á sunnudag, 17. september. Eins og nafnið ber með sér er á þessum dögum lögð sérstök áhersla á að kynna amerískar vörur og eru mörg hagstæð til- boð í gangi. Verslanirnar eru skreyttar að ameriskum sið og viðskiptavinum boðið að fylgj- ast með ýmsum viðburðum þar sem amerískur andi svífur yfir vötnunum. Barbara Griffiths, sendiherra Bandaríkjanna, kom til Akur- eyrar í fylgd eiginmanns síns, David M. Schoonover, og fleiri góðra gesta. Þau notuðu fyrri hluta dagsins til að kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer á vegum KEA og fóru m.a. í heimsókn í verslunina Urval við Hrisalund þar sem verslunarstjórinn, Friðrik Sig- þórsson, og Sigmundur Ófeigs- son, framkvæmdastjóri Matbæj- ar ehf., tóku á móti þeim. Að því loknu skoðaði hópurinn MS- KEA í fylgd þeirra Agústs Þor- björnssonar og Hólmgeirs Karlssonar. Sem fyrr segir standa „Amer- ískir dagar“ yfir fram á sunnu- dag og þess má geta að sam- tímis verða „Amerískir dagar“ í Nettó í Reykjavík og á Akra- nesi. Hjálmar Árnason, formaður iðnaðarnefiidar Alþingis Miklir orkumögu- leikar á Norðurlandi Morgunblaðið/Kristján Iðnaðarnefnd Alþingis í heimsókn hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri. F.h. ísólfur Gylfi Pálmason, Guðjón Guðmundsson, Hjálmar Árnason, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Drífa Hjartardóttir og Hólmgeir Karlsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Mjólkursamlags KEA. IÐNAÐARNEFND Alþingis var á ferð í Norðurlandskjördæmi eystra í gær, fimmtudag, og á miðvikudag. Nefndarmenn heimsóttu m.a. fjöl- mörg fyrirtæki og áttu viðræður við forsvarsmenn þeirra svo og sveitar- stjómarmenn. Hjálmar Árnason, for- maður iðnaðarnefndar, var ánægður með heimsóknina og sagði hana mjög gagnlega. Hjálmar sagði að Norðlendingar hefðu alla möguleika til þess að skapa sér mikla velsæld og framsækið sam- félag með því að tengja saman mann- vit og náttúrulega orku. „Þegar við förum svo að fjalla um þau mál sem tengjast svæðinu í nefndinni hafa menn betri tilfinningu fyrir hlutunum eftir að hafa verið á staðnum, skoðað svæðið og talað við fólk á vettvangi." Heimsókn nefndarinnar hófst í Ár- teigi í Köldukinn, „þar sem er Mekka heimarafstöðva á íslandi", eins og Hjálmar orðaði það. Á Húsavík skoð- uðu nefndarmenn nýja orkustöð Orkuveitu Húsavíkur, fóru í heim- sókn í íslenskan harðvið og sátu há- degisverðarfund með bæjarstjóm Húsavíkur. Frá Aðaldalsflugvelli var haldið í útsýnisflug til Mývatns, yfir Þeistar- eyki, Kröflu, Mývatnssveit og Bjarn- arflag. „Með þeirri kynningu sem við fengum á leiðinni til Mývatns er ljóst að þama eru möguleikar á að fram- leiða gífurlegt magn af vistvænni orku á mjög ódýran hátt. Og sú sýn og sá kraftur sem er í mönnum hreif okkur mjög.“ í Mývatnssveit átti iðnaðamefnd fund með sveitarstjóm Skútustaða- hrepps og heimsótti Kísiliðjuna. „Við áttum þama afskaplega merkilegan fund með heimamönnum á Mývatni í sambandi við kísilgúrinn. Það vakti mikla athygli okkar þar sem þeir sýna með rannsóknum úr Ytri-Flóa að gróður er að ná sér mjög vel á flug aftur og ef eitthvað er er meira mý í dældunum sem myndast við kísilgúr- tökuna en verið hafði áður, þvert á allar hrakspár í upphafi vinnslunn- ar.“ Miklir möguleikar í vistvænni orku Á Akureyri heimsótti nefndin íyr- irtækin Plastos, Skinnaiðnað, Mjólk- ursamlag KE A og Víking Brugg, auk þess sem starfsemi Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarðar var kynnt fyrir nefndarmönnum. „Það er mikill kraftur í þessum fyrirtækjum á Ak- ureyri og það sem einkennir þau er þessi sóknarhugur á nýjum sviðum. Menn eygja mikla möguleika í tengsl- um við vistvæna orku og sjá mikla möguleika í því að tengja saman stór- iðju vísindanna í kringum háskólann ogþessa náttúrulegu orku.“ Þá var Iðnaðarsafnið skoðað og sagði Hjálmar að það mikla framtak að setja upp slíkt safn hefði hrifið nefndarmenn mikið. „Það er einstak- lega gott framtak að bjarga verð- mætum og koma upp þessu sögulega yfirliti í iðnaðarbænum Akureyri.“ Afhendingu Hólmadrangs seinkar Morgunblaðið/Kristján Hólmadrangur rennur inn í flotkvína á Akureyri í gær. A Ur síðasta veiði- túr á vegum UA Nýtt Jafnréttis- ráð skipað Jafnréttis- stofa form- lega opnuð á Akureyri PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra hefur skipað Jafnréttisráð, en hlutverk þess er að stuðla markvisst að jafnri stöðu og jöfn- um rétti kvenna og karla á vinnu- markaðnum og skal ráðið gera til- lögur til félagsmálaráðherra um aðgerðir á því sviði. Þá er Jafn- réttisráð stjórnvöldum til ráðgjaf- ar um jafnréttismál í vinnumark- aðsmálum og getur jafnframt gert tillögur um úrbætur í jafnréttis- málum á öðrum sviðum samfélags- ins. í nýskipuðu Jafnréttisráði eiga sæti Gunnar Páll Pálsson, tilnefnd- ur af ASÍ, Þórveig Þormóðsdóttir, tilnefnd af BSRB, Þórhallur Vil- hjálmsson, tilnefndur af fjármála- ráðuneyti, Guðni Elísson, tilnefnd- ur af Háskóla íslands, Helga V. Rósantsdóttir, tilnefnd af Kvenfé- lagasambandinu, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, tilnefnd af Kvenrétt- indafélaginu, Sigurður Jóhannes- son, tilnefndur af Samtökum at- vinnulífsins, Sigrún Stefánsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Formaður Jafnrétt- isráðs er Elín R. Líndal, tilnefnd af félagsmálaráðherra. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra mun opna nýja Jafnréttis- stofu á Akureyri formlega í dag og af því tilefni mun nýskipað Jafn- réttisráð koma saman til fyrsta fundar síns á Akureyri í dag. HOLMADRANGUR ST 70, frysti- togari Útgerðarfélags Akureyringa hf., kom til Akureyrar sl. miðviku- dagsmorgun úr sinni síðustu veiði- ferð á vegum félagsins. Afli skipsins var um 220 tonn af karfa og grálúðu og aflaverðmætið um 36 milljónir króna eftir tæplega mánaðartúr. Eins og fram hefur komið hefur ÚA selt Hólmadrang til fyrirtækis í Suður-Afríku fyrir 225 milljónir króna. Öllum 17 skipverjum Hólma- drangs hefur verið sagt upp störfum en um helmingur þeirra mun sigla skipinu niður til Suður-Afríku á næstunni. Kvóti skipsins, 2.345 tonn, verður fluttur yfir á önnur skip fé- lagsins. Hólmadrangur var tekinn upp í flotkvínna á Akureyri í gærmorgun þar sem fram átti að fara hefðbundin botnskoðun og botnmálun fyrir brott- förina til Suður-Afríku. Þá kom í Ijós leki og tæring í stýrishring og því er ljóst að afhending skipsins mun tefj- ast eitthvað, að sögn Sæmundar Friðrikssonar útgerðarstjóra ÚA. Upphaflega stóð til að skipið héldi áleiðis suður á bóginn í byrjun næstu viku en ferðinni mun seinka eitthvað sem fyrr segir. Siglingin til Capetown í Suður-Afríku, þar sem skipið verður afhent formlega, tekur um einn mán- uð. Hólmadrangur mun sigla út undir íslenskum fána og er ráðgert, að sögn Sæmundar, að skipið hafi viðkomu á Kanaríeyjum á leiðinni þar sem tek- inn verður kostur og olía. BT opnar nýja versl- un við Glerárgötu BT OPNAR nýja verslun á Glerárgötu 30, þar sem áð- ur var til húsa verslunin EST, næstkomandi laugar- dag, 16. september. Flutningurinn er liður í að bæta þjónustu BT við landsbyggðina enda hefur verslunin fyrir löngu sprengt utan af sér hús- næðið á Furuvöllum 5. Vöruúrval mun aukast og við- skiptavinum er því gefinn enn betri kostur á að kaupa það nýj- asta í tölvum, raftækjum og af- þreyingu á lægra verði en almennt gerist og gengur. Sérstök athygli er vakin á nýju „Barnahorni-BT“ sem er sérhann- að með þarfir yngstu kynslóðar- innar í huga auk þess sem í versl- uninni verður boðið upp nýjungar í salernisferðum viðskiptavina, seg- ir í frétt um opnun verslunarinnar. Fjölmörg tilboð verða í tilefni af opnuninni og er ekki ólíklegt að margir viðskiptavinir BT noti tækifærið til að ná sér í vörur þó svo að standa þurfi í biðröð, því eins og venjan er í BT gildir regl- an „fyrstir koma, fyrstir fá“. Því er búist við lengri biðröð en nokkru sinni fyrr. Leikfélag Akureyrar Y etrardagskráin kynnt á opnu húsi LEIKFÉLAG Akureyrar kynnir vetrardagskrá sína á laugardag, 16. september, á opnu húsi leik- hússins. Þar verður gestum og gangandi boðið upp á atriði úr „Stjörnum á morgunhimni" og „Sæma sirkusslöngu,“ leiklesið verður úr „Gleðigjöfunum" en frumsýning á því verki verður um 20. október. Skoðunarferðir verða í boði um leikhúsið, barnahorn, Skralli trúður verður á ferðinni og börn- um boðið upp á andlitsmálun. Veitingar verða í boði Sól-Vík- ing, Kaffibrennslunnar, Kex- smiðjunnar, Dominós pizzu og heildverslunar Valgarðs Stefáns- sonar Þennan sama dag hefst sala á aðgangskortum leikhúss- ins en þau gilda á fjögur verkefni vetrarins og kosta 5.900 krónur. Opna húsið hefst kl. 13.00 og stendur til kl. 15. mmm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.