Morgunblaðið - 15.09.2000, Page 37

Morgunblaðið - 15.09.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 37 Morgunblaðið/Golli Frá Gautaborg. sér fyrir að vera „erfiður höfundur“, hámódemískur og táknsær, hann hef- ur raunar sagt að sá sem vill vera viss um að geta gleymt honum eigi ekki að lesa bækumar hans, því „laser man sá glömmer man aldrig“ (Islándska Dagar, 1998). „Morgunþula í stráum“ er væntanleg í þýðingu Inge Knuts- son hjá forlaginu Bra Böcker, nú í september. Meistarafundir og nýliðar „Stjama fæðist" nefnist nýliðadag- skrá sem Andri Snær Magnason tek- ur þátt í kl. 12 á laugardaginn ásamt Christina Brönnestam, Elsie Petrén og Maria Kuchen. Enn er ekki ljóst hvað þau eiga sameiginlegt nema ferska reynslu af því að vekja athygli með fyrstu bók sinni á ólíkum sviðurn hvert um sig. Andri Snær sló í gegn á sviði barnabóka, með verðlaunabók- inni „Sagan af bláa hnettinum“ sem kom út í fyrra. Andri Snær hefur einnig gefið út ljóð og auk þess bókmenntafræðilegt verk um ljóð Isaks Harðarsonar. Leikfélag Menntaskólans við Hamra- hlíð sýndi „Náttúruóperuna“ eftir Andra Snæ 1999 og hann átti frum- kvæði að og ritstýrði „Bók í mannhaf- ið“ sem kom út í ársbyijun 2000, og var dreift með hvatningunni: látið hana ganga. Einar Kárason verður á dagskrá sama dag kl. 15 ásamt norska rithöf- undinum Roy Jacobsen sem sló i gegn með skáldsögunni „Segerherrama", og hlaut Ivar Lo-verðlaunin fyrir hana árið 1994. „Norrænn meistara- fundur“ er dagskráin nefnd en verk- efni Einars er að leiða athyglina að verkum hins norska skáldbróður síns og þá ekki síst að nýrri bók þar sem efni er sótt til orrustunnar um Stal- ingrad. Einar Kárason, sem seinast gladdi íslenska lesendur sína með skáldsögunni „Norðurljós", þar sem Svartur Pétursson segir farir sínar, ævintýralegar og ógnvekjandi, og sem kom út í kilju í ár, hefur áðm- kynnt sig og verk sín á stefnunni. Sænskur þýðandi hans er John Swedenmark. Og það verða fleiri norrænir meist- arafundir og nýliðadagskrár. Frá Danmörku kemur Klaus Rifbjerg sem kaus að fá Per Wastberg á sinn fund. Jens Christian Gröndal kemur einnig svo og handhafi Norrænu bók- menntaverðlaunanna í ár, ljóðskáldið Henrik Nordbrandt. Pia Tafdmp kemur, Sören Ulrik Thomsen, Suzanna Bfögger og Hanne-Vibeke Holst. Anne Marie Lön kemur einnig fi-á Danmörku, en hún sló í gegn sem rithöfundur með „Prinsesserne" árið 1996. Yngri meistaramir norsku Jostein Gaarder og Erik Fosnes Hansen hafa báðir verið kynntir á íslensku, sem og sakamáladrottningin Anne Holt. Hún mun hitta Danann Leif Davidsen á dagskrá um morðin í norðri. Og á annarri dagskrá hittir hún fyrir sænsku tryllisagnadrottninguna Liza Marklund. Norskur kvartett prósa- og skáldsagnahöfunda af yngri kynslóð höfunda hittast á fyrsta degi stefn- unnar þar sem Tore Renberg ræðir við skáldbræður og systur, Hanne Örstavik, Nikolaj Frobenius og vænt- anlega Linn Ullmann, verði hún kom- in í tæka tíð frá bókmenntahátíðinni á Islandi. Öll nema Frobenius sem er aldursforseti kvartettsins (f. 1965) hafa sent frá sér fyrstu verkin á ár- unum 1994 til 1998. Nikolaj Froben- ius gaf hinsvegar út ljóðabókina „Virvl“ árið 1986 og hefur síðan skrif- að fjórar skáldsögur og einnig kvik- myndahandrit. Finnskir höfundar munu m.a. ræða um femínisma og „kvennabókmennt- h-“ sem skammaryrði á dagskrá þai- sem brautryðjendur áttunda áratug- arins, Márta Tikkanen og Birgitta Boucht, ræða við hinar yngri stöllur sínar Anja Snellman, Tiina Pystynen og Sanna Thvanainen. Anja Snellman er höfundur bókar sem á sænsku nefnist „Radslans geografi" eða „Landafræði óttans“. „Allt mun hverfa þegar texti lestrarins máist út“ (14. október 1994, Marguerite Duras, úr C’est tout) Meistaramót væri örugglega rétt- nefni þegar Ijóðskáld frá Eystrasalts- löndunum flytja Ijóð sín á dagskrá seint á föstudag. Þar verður sænska skáldið Tomas Tranströmer ásamt Vizma Belsevica frá Lettlandi, Jaan Kaplinski frá Eistlandi og Tomas Venclova frá Litháen. Og Görans Tunström vérður minnst, bæði á dagskrá þar sem verk hans verða til umfjöllunar og fyrsta kvöld stefnunnar verður heiðruð minning vermlenska sagnaskáldsins með kvölddagskrá á Artisten. Cletus Nelson Nwadike er meðal þeirra sem þar koma fram. Ljóðabók- in „med ord kan jeg inte lángre be“, sem kom út hjá Heidrun-forlaginu í VeiTnlandi í ágúst, er önnur ljóðabók- in á sænsku eftir nígeríska skáldið sem kom til Svíþjóðar fyrir tíu árum og býr og starfar í Nássjö. Fyrir fjór- um árum sagðist Cletus helst þurfa að skrifa þrjú ljóð á dag til að vera með sjálfum sér. Og þegar hann kom á bókastefnu að kynna fyrstu bók sína, „En kort svart dikt“ (1998) heillaði hann þá sem á hlýddu með frásögnum úr heimalandinu ekki síður en með ljóðum sínum. Gautaborgarskáldið og greinahöfundurinn Ragnai- Ström- berg, sem einnig verðui' á dagskrá stefnunnar með nýútkomna ljóðabók, skrifar í gagmýni um bókina „med ord kan jag inte lángre be“ að oft heppnist Cletus Nwadike að ná fram „þeim mikla ótamda einfaldleika sem er aðal frumlegs ljóðs“. égfinnmigheima milli þess er ég skynja og þess er égveit segja ljóðlínur úr bókinni „med ord kan jag inte lángre be“, þegar ég ís- lenska þær. A minningardagskránni mun ekkja Görans Tunströms, listakonan Lena Granhagen, einnig koma fram, skáld- in Sara Lidman og Staffan Söderblom o.fl. ásamt kammerkór Gautaborgar undfr stjórn Gunnars Erikssonar. Agneta Pleijel fær ærið verkefni á vegum lestrarhreyfingaiinnar við að stjórna umræðum um helga texta síðla föstudags. Þar mæta rithöfund- ar úr hópi gyðinga, múslíma og krist- inna á pallborðsumræður um skil- greiningu á hvað er „heilög skrift“,hvemig slíkir textai- hafa orðið til, hvemig þeir hafa verið notaðir o.s.frv. Og í hverju gæðin liggja í talmud-hefð gyðinga annars vegar og súfismanum í Islam hins vegar. Agn- eta Plejjel á orðið langa sögu sem menningarpersónuleiki í Svíþjóð og starfaði m.a. sem prófessor við Dramatiska Institutet 1992-1996. En frá og með 1981 hefur hún sent frá sér Ijóð, leikrit og skáldsögur og undan- famar vikur hefur hún vakið athygli með sögulegri skáldsögu að nafni „Lord Newermore", sem hún mun tala um á annarri dagskrá. Majgull Axelsson og Theodor Kallifatides em einnig meðal fjölmargra sænskra höf- unda sem ber að nefna. Majgull hlaut fagui-bókmenntalegu August-verð- launin árið 1997 fyrir „Aprilháxan", um hina lömuðu Desirée sem nær sambandi við umheiminn með plast- röri og tölvu. I haust kemur skáldsag- an „Slumpvandring". Theodor Kall- ifatides flutti frá Grikklandi á sjöunda áratugnum, þá 25 ára skáld, sem hugðist flytja heim við fyrsta tæki- færi. Nú liggja eftir hann tugir bóka á sænsku sem er orðin hans tungumál, skáldsögur með bemskubæinn sem sögusvið, verk um innflytjendur í Sví- þjóð og svo margt annað. Einnig leið- beiningar fyrir þá sem skreppa til Aþenu um hvernig komast má á magnaða stíga og annað sem ekki er að finna í venjulegum túristabókum. N æsta verk hans er sjálfsævisögulegt og mun bera nafnið Ett nytt land ut- anför mitt fönster". Öll virðast Norðurlöndin vel kynnt á stefnunni, nema hvað ég kem ekki auga á færeysku og grænlensku höf- undana í dagskrárblaðinu, hvemig sem á því stendur. Ymsir dagskrár- liðfr em þó hugsaðir sem samnorræn- ir og til að styðja lestrarhreyfinguna hafa ekki aðeins verið kallaðir til höf- undar heldur einnig Ijóðelski mark- vörðui-inn Thomas Ravelli og brokk- þjálfarinn Helen Johannesson. En rithöfundarnir mæta líka og Per Olof Enquist er raunar fyrrverandi há- stökkvari og skáldsagnahöfundurinn Bjöm Ranelid á sína fótboltafortíð. Meðal skálda sem lestrarhreyfingin fær til liðs við sig er ókrýndur SLAM- konungur Svía, Bob Hansson, en hann hefm- unnið hverja keppnina á fætur annarri og þykir bæði drama- tískur og hugljúfur. Bob Hansson er fæddur 1970, á sjónum, og komst á land í brauðkörfú, samkvæmt texta aftan á hans fyrstu bók, „Heja várld- en“. Sonur verkamannafjölskyldu á Skáni, og vill að eigin sögn frekar troða upp á sviði rokktónleika en bókasafna. Hann er sagður gegna álíka hlutverki á sviði ljóðlistar og Di Leva á sviði sænskrar tónlistar: Hann þorii’ að vera jákvæður í uppreisn sinni, nota hið naíva en sleppa háðinu og skrifa lífsglatt og kímið. Þeir sem sjá Bob Hansson á sviði halda kannski að hann sé að spinna. En sjái þeir aftui' og heyri kann hann að „spinna“ sama ljóð. í haust koma út tvær bækur frá hans hendi, ný ljóða- bók og safnrit sem hann ritstýrir með munnvænum textum eftfr ólíka höf- unda. Bob Hansson mun troða upp á bókastefnunni oftai’ en einusinni ásamt fleh'um sem helst fremja verk sín á sviði og skrifa Ijóð ætluð til að flytja upphátt (estradpoeter). „Rum för poesi“, þar sem ljóðskáld lesa upp eða flytja skáldskap sinn öll- um þeim er eiga leið um, er löngu orð- in hefð á bókastefnunni, og stendm- þá yfirleitt í fleiri daga. I ár er slík dagskrá þó aðeins á döfinni síðasta daginn, þ.e. sunnudaginn 17. Það er skánska bókaforlagið Ellerströms sem hefur tekið við umsjóninni af tímaritinu 90-tal. í ljóðaherberginu munu alls fimmtán skáld frá fimm af Norðurlöndunum koma fram á dag- skrá sem hefst kl. 9.30 og stendur fram eftir degi, þar á meðal áður- nefndur Mai-tin Enckell og hinn sænski Bob Hansson. Þess má geta að Ellerströms hafa sérhæft sig í að gefa út þýdd klassísk verk og alþjóðleg skáld í lipru vasa- bókarbroti, í ár má nefna sem dæmi „The Soul of Man under Socialism" eftir Oscar Wilde og „C’est Tout“ eft- ir Marguerite Duras. Klassískt, alþjóðlegt og tryllt Önnur hefð á bókastefnunni er að fjalla um nokkra sænska höfunda sem ekki tala lengur nema gegnum verk sín. Meðal þeirra er skánska skáld- konan Victoria Benedictsson (1850- 1888) sem birti ævinlega eftir sig und- ir nafninu Emst Ahlgren. Dagskrá um verk hennar er í umsjá Carin Mannheimer, leikrita- og sjónvarps- myndahöfundi m.m. og prófessor Ebba Witt-Brattström. Victoria Benedictsson er talin einn athyglis- verðasti höfundur Strindberg-kyn- slóðarinnar og kvikmyndun skáld- sögu hennai', „Fni Marianne", sem upphaflega kom út 1887, er á döfinni hjá sænska sjónvarpinu og verður sýnd sem framhaldsmynd í náinni framtíð. Þótt danski gagnrýnandinn og John S. Mill-aðdáandinn Georg Brandes væri lítt hrifinn af hinni skánsku hjónabandssögu með gesti sem sundrar og sameinar, og gæfi Fi-u Marianne neikvæðan dóm, héldu Svíar áfram að lesa hana. Victoria Benediktsson stytti sér aldur á hótelherbergi í Kaupmanna- höfn árið 1888, þá aðeins 38 ára göm- ul. Dagbækur hennar frá 1882-1888 (Stora Boken I—III) sem geyma per- sónulegar og menningarsögulegar heimildir kom út á árunum 1978-1985. Utgáfa Bonniers-forlagsins á verk- um „Emsts Ahlgrens" í byrjun aldar segja sitt um vinsældir verka hennar, því Fru Marianne kom í sjöttu útgáfu 1918. Bonniers gaf einnig út „Saml- ede Skrifter av Emst Ahlgren" í sex bindum. Eftir því sem ég best veit hefur enginn ski-ifað nútímaverðlauna- skáldsögu um hinstu stund „Emsts Ahlgrens". I bókinni „The Hours“ sækir hinn kalífomíski Michael Gunningham hinsvegar, eins og kunnugt er, efnivið til Virginiu Woolf (1882-1941), henn- ar verka og hinstu daga. Fyrfr þá bók hefur Gunningham ekki aðeins hlotið Pulitzer-verðlaunin heldur einnig PEN/Faulkner-verðlaunin og bókin hefur nú komið út í 500.000 eintökum, sem höfundurinn segir að sé sér alger ráðgáta, því að í bókinni sé ekki að finna eina einustu kynlífslýsingu né heldur bflaeltingaleik. Hún fjallar nánast um það að skrifa og lesa, er haft eftir Gunningham í viðtali í hinu danska Politiken. Á bókastefnunni kemur hann við og verður með eigin dagskrá en bókin kemur út bæði í danskri og sænskri þýðingu nú í haust. Michael Gunningham sem er fæddur 1952 og er nú búsettur í New York hefur fengið athygli og viður- kenningar í heimalandi sínu allt frá árinu 1990 þegar skáldsaga hans )rA Home at the End of the World“ kom út. Sjálfur segist hann eingöngu hafa áhuga á bókum sem bera vott um að höfundurinn reyni eitthvað annað og meira en hann eða hún í rauninni er fær um. Og að lokum: Lítil saga um kanad- íska konu sem kyssti Elvis Presley og varð tryllisagnahöfundur. Joy Fielding er höfundur sem sló í gegn í heimalandinu Kanada árið 1980 með bókinni „Kissing Mommy Goodbye". Hún kemur og kynnir nýj- ustu sögu sína sem hefst á þessa leið: „Hún var að spá í hvernig hún ætti að drepa manninn sinn.“ Joy Fielding sem einnig er handritshöfundur kvik- og sjónvarpsmynda segir að sér hafi alltaf þótt gaman að skrifa: „Ég sendi fyrstu frásögn mína til tímarits þegar ég var átta ára. Henni var hafnað. Tólf ára skrifaði ég fyrsta sjónvarps- leikritið mitt. Það fjallaði um tólf ára stúlku sem myrðir foreldra sína. Því var líka hafnað. En tilhugsunin ein um yrkisefnið olli foreldrum mínum miklum andvökum. Síðasta árið í „high school“ tilkynnti kennari minn öllum bekknum að ég ætlaði að verða rithöfundur, sjálf var ég óákveðin." Joy Fielding las síðan bókmenntir við háskólann í Toronto og ákvað að verða leikkona. Hún flutti til Los Angeles og hóf sinn feril í Hollywood. Þar fékk hún lítið hlutverk í „Gun- smoke“ og í hlutverkinu fólst að hún kyssti Elvis Presley. Hún kyssti Elvis Presley og eftii- það var enginn efi: Rithöfundarhlutverkið tók yfirhönd- ina. Sögur hennar gerast yfirleitt í út- hverfum eða nágrenni stórborga og eru skilgreindar sem sálfræðilegir tryllar eða jafnvel hryllingssögur, æv- inlega með konur í aðalhlutverkum. AZINC ^ ^ Menopause Sérstök blanda bætiefna: • • Þorskalýsi • Kvöldvorrósarolía Arkopharma . Soja lecitin • Kalk Fæst í apótekum -Betakarotin • E-vítamín • Zink Faest í stórmörkuðum og apótekum » Niko heildverslun hf, sími 568 0945

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.