Morgunblaðið - 15.09.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 15.09.2000, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Halldór Bjöm Runólfsson Málverkaröð eftir Javier Jil í Galleríi Reykjavík. Ofskynjana- myndir Blái hnött- urinn til- nefndur til verðlauna BÓK Andra Snæs Magnússonar, Blái hnötturinn, varð fyrir valinu hjá Börnum og bókum - íslandsdeild IBBY til að keppa um bók- menntaverð- laun, sem veitt eru annað hvert ár til heiðurs pólska mann- vininum Janusz Korczak. Janusz Korczak var bamalæknir og þekktur rithöf- undur. Hann var gyðingur og lét lífið í helförinni, í fangabúðum nasista í Treblinka, ásamt 200 munaðarlausum bömum sem hann hafði áður stofnað heimili fyrir. Verðlaunin era veitt núlifandi höf- undi fyrir bók sem er þess megnug að auka vináttu og skilning milli barna víðs vegar um heim og IBBY deildum í hverju landi er boðið að til- nefna bók. MYJVDLIST Gallerí Rejkjavík, Skólavörðustíg MÁLVERK& TEIKNINGAR JAVIER JIL Til 18. september. Opið virka daga frá kl. 13-18, en Iaugardaga frá kl. 11-16. SUÐURAMERÍSKI listamaður- inn Javier Jil sýnir um þessar mundir í Galleríi Reykjavík. Hann er fæddur í Montevideo í Uruguay, merkilegri og heillandi borg við norðanvert Plata-fljótið. Það er miklu nær að ætla að heimkynni listamannsins hafi haft áhrif á im- yndunarafl hans en Reykjavík. Ef ekki væri að finna undin og af- mynduð reykvísk mótíf í kolateikn- ingum hans væri ekkert til að tengja list hans við Frónið. Reyndar er draumkennt töfra- raunsæi listamannsins - en hug- heitið „töfraraunsæi" er alltaf hengt á suður-ameríska list eins og gauðrifin klisja með svipuðu hugs- unarleysi og expressjónisma er alltaf þrengt upp á list okkar ves- alings Norðurlandabúa - mun lík- ara ofskynjanalist nýrómantísku bóhemíunnar evrópsku á ofan- verðri 19. öldinni en suður-amer- ískum súrrealisma okkar aldar. Það leiðir hugann að þeirri merkilegu staðreynd að þrjú önd- vegisljóðskáld Frakka fædd á öld- inni sem leið litu heiminn fyrst augum í Montevideo. Þetta voru auðvitað þeir Isidore Ducasse (1846-1870), Jules Laforgue (1860- 1887) og Jules Supervielle (1884- 1960). Sumar teikningar Jil mundu hreint ekki sóma sér svo illa sem myndskreytingar við ljóð hins síð- astnefnda. Þá grunar mig, ábyrgð- arlaust, að málverk listamannsins séu sumpart undir áhrifum prósa- bálka Isidore Ducasse. Halldór Björn Runólfsson Söngrödd á uppleið TOIVLIST Salurinn EINSÖNGSTÓNLEIKAR Lög eftir Carissimi, Parisotti, Grieg (Haugtussa), Brahms, Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfsson, Markús Kristjánsson, Tsjækovskíj, Gluck og J. Strauss. Jóhanna Ósk Valsdóttir mezzosópran; Krystyna Cortes, píanó. Þriðjudaginn 12. september kl. 20. EKKI var alveg ljóst hvort Jó- hanna Ósk Valsdóttir þreytti foiTn- lega framraun sína hérlendis á tón- leikum þeirra Krystynar Cortes á þriðjudagskvöld. Alltjent var ekkert tekið fram um það, hvorki í forkynn- ingu né í hinni miðlungi nákvæmu tónleikaskrá, er titlaði Jóhönnu sópr- an á forsíðu og mezzosópran á s. 2. En með tilliti til þess að söngkonan, er áður nam söng 2 ár í Tónskóla S.D.K., 3 hjá Sieglinde Kahmann og 1 við óp- eradeild Tónlistarskólans í Stuttgart, hyggst hefja framhaldsnám við ljóða- deild Tónlistarháskólans nú í haust, mætti kannski líta á tónleikana sem e.k. stikkprufu, eins og eigi mun ótítt meðal lengra kominna söngnemenda á seinni áram. Ytt var úr vör með tveim ítölskum „antík“ aríum, Vittoria, vittoria! og Se tu m’ami eftir Carissimi og Parisotti, sem Jóhanna söng blátt áfram og lát- laust. Næstur var átta laga söng- flokkur Griegs, Haugtussa Op. 67 frá 1898 við samnefndan 70 ljóða flokk Ames Garborg. Grieg kvað hafa litið á þennan flokk sem merkasta afrek sitt í sönglagagerð, og þó að lögin virðist láta lítið yfir sér, lögð eins og þau era í munn ungrar en skyggnrar smalastúlku um fegurð náttúrunnar og fyrstu ástina, þá era þau ekki öll þar sem þau era séð. Undir niðri koma átök góðs og ills við sögu, og í seinni lögunum bregður fyrir sterk- um tilfinningum. Trúlega viðfangs- efni við hæfi yngri en bráðþroska söngkvenna sem raddlega eru ný- famar að „springa út“, en samt þegar komnar með tækni og túlkunargetu sjóaðs atvinnumanns. Ýmsir myndu því kalla viðfangs- efnið djarflega vahð, ef ekki beinlínis vanþakklátt, enda var ekki við öðra að búast en að nokkuð skyrti upp á nauðsynlega fjölbreytni, dulúð og til- finningarhita í söng Jóhönnu, sem átti til að vera fremur einsleitur. Einnig vantaði allnokkra fyllingu á neðra sviði, einkum á veikustu nótum, auk þess sem samhljóðin í textafram- burði, líkt og í öðram erlendum lög- j um dagskrár, hefðu mátt vera mun || hvassari. I Brahmslögunum tveimur, O wusst’ ich doch den Weg zuriick (Op. 63,8) og Dein blaues Auge (Op. 59,8), naut einkum hið fyrra góðs af laglegu miðsviði í söngrödd Jóhönnu. Þrátt íyrir nokkuð afturstæðan textafram- burð var sem röddin opnaðist merkj- anlega í hinum fjóra íslenzku lögum. Hið stutta lag Kaldalóns, Leitin, tókst allvel, og Spjallað við spóa Karls O. 1 Runólfssonar var hæfilega kankvíst, en í Betlikerlingin (Kaldalóns) magn- aðist ekki upp sú kaldhæðna spenna á lægra sviðinu sem vænta mátti, og löngu tónar hins líðandi Kvöldsöngs Markúsar Kristjánssonar hefðu mátt skarta fjölbreyttari litum í stað hins heldur tilbreytingarlausa öra víbr- atós, sem setti mark sitt á nær allan söng á efra sviði, þar sem víðar. Erlendu atriðin í tónleikalok buðu upp á tvær óperaaríur og lag úr þýzkri óperettu. Þrátt fyrir smá |j óstöðugleika á stöku stað var þokka- fullur glans yfir aríu Pálínu úr Spaða- drottningu Tsjækovskijs, en for- mræn mótun í hinni frægu aríu úr Orfeo Glucks, Che faro senza Eur- idice, var á hinn bóginn fremur óskipulögð og hefði mátt vera mark- vissari. Aría Orlovskys úr Leður- blöku Strauss, „Chanson [sic (fyrir Chacun)] á son goút“ lukkaðist allvel, þótt byði kannski upp á ögn hvassara háð í túlkun en hér var að heilsa. Söngrödd Jóhönnu Óskar Vals- dóttur virtist eftir þessum sýnishorn- um kvöldsins að dæma í mörgu efni- leg, enda þótt töluvert sé enn eftir sem þroska þarf og móta betur, ekki sízt í jöfnun tónsviða og fjölgun lit- brigða. Ætti þar væntanlegt ljóða- söngnám að koma í góðar þarfir, enda rúmur tími enn framundan. Skerpa þyrfti m.a. framburð og tilfinningu fyrir heUdarformi og dramatískri framvindu, en að þeim áfongum liðn- um ætti líka sá málmklingjandi mezzotónn, sem glytti í þegar bezt lét, að ná að blómstra í umgjörð við hæfi. Undirleikur Krysztynar Cortes var glimrandi góður út í gegn, fylginn og tillitsamur, og þótt eilítið hamr- andi væri á forte-köflum í Gluck, skartaði hann víða fallegum tóni, t.a.m. í Kvöldsöngnum og jafnvel á of- urveikustu stöðum í Tsjækovskíj. Ríkarður Ö. Pálsson Urvals skemmtikraftar heiðra „þjóðareignina“! Sumargleðin: Raggi Bjarna, Hemmi Gunn, Þorgeir Ástvaldsson, IVIagnús Ólafsson, Þuríður Sigurðar- dóttir og Bessi Bjarnason. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar - Rúnar Júlíusson Sigrún Hjálmtýsdóttir „Diddú“ - Bubbi - Bergþór Pálsson - Helga Möller - Karlakór Reykjavíkur Að því loknu stígur afmælisbarnið sjálft á svið og skemmtir gestum á sinn óviðjafnanlega hátt, ásamt Hauki Heiðari og fleirum. Borðhald hefst kl. 19:00, en skemmtun kl. 21:30. Verð miða í mat og skemmtun: kr. 4500, á skemmtun: kr. 2500 BROADW8 RADISSON SAS, HÓTEL ISLANDI u HV Sfl| H ■ ■ Br% m ■af| Forsala mióa og boróapantanir * g g | || n i DU fll árm Sími 533 1100 • Fax 533 1110 * ^ ■■■■■§ Wm ™ BWi Veffang: www.broadvvay.is • E-mail: broadvvayC“ broadvvay.is List og hönnun TILFELLI heitir sýn- ing, sem hefur verið opnuð á Hverfísgötu 20, þar sem tengd eru saman list og hönnun. Sýningin er haldin í tilefni 25 ára afmæl- is Epal, sem fékk systurnar Hrafnhildi og Báru Hdlmgeirs- dætur til að sjá um framkvæmdina. Þær völdu Gabríelu, Har- ald Jdnsson, Daníel Magnússon, Stephan & Einar Örn, Hall- grím Helgason, Huldu Hákon, Húbert Nda, Hrafn- kel Sigurðsson og Gjörningaklúbbinn, sem aftur völdu sér hluti til þess að vinna út frá. Myndin var tekin þegar unnið var að uppsetningu sýning- arinnar í gær. Morgunblaðið/Kristinn Eirún og Jdní í Gjörningaklúbbnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.