Morgunblaðið - 15.09.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 15.09.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 49 LÁRA JÓNSDÓTTIR + Lára Jónsdóttir fæddist á Gunn- laugsstöðum í Stafholtstungna- hreppi 21. ágúst 1911. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, laugardaginn 9. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jón Þórólfur Jónsson, f. 25. júní 1870 í Lækjarkoti, Þverárhlíðarhreppi, d. 9. mars 1959, og Jófríður Ásmun- dsdóttir, f. 29. aprfl 1881 á Höfða í Þverárhlíðarhreppi, d. 16. október 1977. Lára átti fímmtán systkini og var hún sjötta í röð- inni. Systkini Láru voru: Friðjón, f. 6. maí 1903, látinn; Ásbjörg Guðný, f. 30. nóvember 1904; Oddur Halldór, f. 17. janúar 1906, látinn; Guðmundur, f. 1 janúar 1908, látinn; Kristinn, f. 30. maí 1909 látinn; Leifur, f. 31. október 1912, látinn; Guðjón, f. 13. desember 1913; Sigrún, f. 10. september 1915; Fanney, f. 1. október 1916; Guðmundur Ósk- ar, f. 25. janúar 1918, látinn; Magnús, f. 29. júlí 1919, látinn; Svava, f. 31. janúar 1921; Ágústa, f. 8. ágúst 1922; Gunn- laugur f. 30. júlí 1924; Svanlaug, f. 15. janúar 1928. Lára ólst upp hjá foreldrum sinum á Gunnlaugsstöðum. Hún vann við heim- ilið en auk þess var hún kaupakona viða í Borgarfirði. Árið 1950 fluttist Lára til Akraness og giftist Gísla Guðmunds- syni, f. 31. ágúst 1909, d. 2. janúar 1988, sjómanni og verkamanni á Akranesi. Lára starfaði í nokkur sumur á rólu- vellinum við Laugarbraut en hóf siðan störf við Barnaskóla Akra- ness og starfaði þar við ræsting- ar í mörg ár. Hún vann mikið að barnaverndarmálum, sat í stjórn Barnaverndarfélags Akraness og tók þátt í að barnaheimilið Vorboðinn var stofnað. Hún var í byggingarnefnd fyrir barna- heimilið sem tók til starfa haust- ið 1964. Utför Láru fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Minningin um Láru er samofin bemsku minni. Ég var ekki há í loft- inu er ég var send að Gunnlaugsstöð- um til afa og ömmu til sumardvalar. Þá sá ég Láru, föðursystur mína, fyrst. Ekki var laust við að mér stæði dálítill ótti af þessum kvenskörungi. Hún var svo ákveðin og stjórnsöm, vaskleg í framgöngu og talaði tæpi- tungulaust. Lára var sterk kona, ósérhlífin og harðdugleg til allra verka, bæði úti og inni og vandvirk eftir því. Hvar sem hún tók hendi til mátti greina að hún hafði farið hag- virkum höndum um heimilið. Hurð- arhúnar voru gljáfægðir, gluggar, hurðir og húsgögn og gólfin tandur- hrein. A Gunnlaugsstaðaheimilinu var mikill myndarbragur, glaðlyndi og gestrisni í fyrirrúmi. Strax fyrsta daginn minn á Gunn- laugsstöðum tók Lára ákveðið og þéttingsfast um litla hönd mína og klæddi mig í þykka lopasokka. Það vom traust og hlý handtök. Ég fyllt- ist öryggiskennd, óttinn hvarf sem dögg fyrir sólu og urðum við mestu mátar upp frá því. Á síðkvöldum eftir mjaltir tylltum við okkur stundum á eldhúsborðið. Lára átti þá til að troða í pípu og í daufu skini olíulamp- ans miðlaði hún mér ýmsum fróðleik úr sveitinni. Hún var alltaf svo heil- brigð í hugsun, lifandi og kát. Lára giftist seint, yfirgaf þá bemskuheimilið sitt og fluttist til Akraness. Guðlaugsstaðir voru þó ætíð ofarlega í huga hennar. Lára var mikil fjölskyldumanneskja og sá um að fjölskylduböndin rofnuðu ekki. Trygglyndi hennar og systkin- anna var með eindæmum. Hinn lífsglaði og stóri systkinahópur sýndi ætíð foreldmm sínum og gamla heimilinu mikla ræktarsemi, og var oft glatt á hjalla á Gunnlaugsstöðum. Frænka mín hverfur nú inn í eilífð- ina á fund foreldra, systkina og vina. Þó að ég sæi hana lítið á seinni ámm hélt hún áfram að vera í huga mínum sami skömngurinn og forðum og það er gott að eiga minningu um svona góða og skemmtilega frænku. Svanfríður S. Óskarsdóttir. Nú er hún Lára okkar lögst til hinstu hvílu. Minningarnar um þessa vönduðu og góðu konu hrannast upp. Við systurnar nutum þeirra forrétt- inda að alast upp í skjóli hennar en hún átti ásamt eiginmanni sínum, sem jafnframt var föðurbróðir okk- ar, heima í sama húsi og foreldrar okkar um áratugaskeið. Heimili þeirra Lám og Gísla var frá fyrstu tíð okkar annað heimili og þar áttum við margar ógleymanlegar og ómet- anlegar stundir. Þegar við uxum úr grasi tóku börnin okkar við og sóttu í tíma og ótíma til Láru og Gísla, sér- staklega elsta barnið, Ásdís Viðars- dóttir. Lára gætti hennar þegar hún var lítið barn og voru þær óaðskiljan- legar alla tíð síðan. Heimili þeirra Láru og Gísla í Ak- urgerði 19 var menningai’legt al- þýðuheimili og þau hjónin voru af- skaplega hlýleg við alla þá sem til þeirra leituðu. Oft var þar mikill gestagangur og fólki leið þar vel. Margir litu inn í kaffi en einnig dvöldu þar stundum um lengri eða skemmri tíma ættingjar og sveitung- ar úr Borgarfu-ðinum sem erindi áttu í kaupstaðinn. Við systurnar nutum góðs af og sóttumst eftir að taka þátt í og hlusta á fullorðna fólk- ið ræða saman um mannlífið og þjóð- málin, heyra fréttir úr sveitinni eða spila á spil. Stundum komu vinir okk- ai’ með og þeir voru velkomnir líka. Við lékum okkur oft tímunum saman hjá Láru og Gísla, lásum bækur, hlustuðum á útvarpið, lékum leikrit, spjölluðum og hlógum okkur stund- um alveg máttlaus. Þau hjónin voru ákaflega samrýnd og andrúmsloftið á heimilinu bar þess vitni. Þau voru félagshyggjufólk með brennandi áhuga á þjóðfélags- málum og trúðu á umbætur og rétt- læti. Þau bjuggu einnig bæði yfir mikilli þekkingu á þjóðlegum fróð- leik og höfðu góða frásagnarhæfi- leika. Gísli átti það til að fara með ljóð og rímur fyrir okkur krakkana, leggja fyrir okkur gátur eða segja sögur af skipsköðum og draugum. Lára sat þá gjarnan og prjónaði, skaut síðan kannski inn sögu af frægum hestamönnum í Borgarfii’ði og bauð loks upp á kaffi og kökur. Þau hjónin áttu líka gott bókasafn og þar kynntumst við krakkarnir bæði heimsbókmenntunum og mörgum af bestu innlendu bókmenntaverkum samtímans. Við fengum líka oft að fara með Láru í vinnuna þar sem hún skúraði í barnaskólanum. Þær ferðir höfðu alltaf yfir sér dálítinn ævin- týrablæ, því stórar byggingar eins og skólar breytast þegar skyggja tekur og fólkið er flest farið. Hús- vörðurinn og skúringakonurnar réðu ríkjum á þessum tíma dagsins og í litlu kaffikompunni þeiiTa fékk frá- sagnarlistin oft að njóta sín. Lára lét sér alla tíð mjög annt um velferð barna og átti meðal þeh’ra marga góða vini. Hún hafði sérstak- an áhuga á þeim börnum sem ein- hverra hluta vegna stóðu höllum fæti og varði alltaf málstað þeirra. Hún var á sínum tíma lífið og sálin á rólu- vellinum og lagði sitt af mörkum við uppbyggingu dagvistarmála í bæn- um. Hún vann ásamt öðrum ötullega að stofnun fyrsta barnaheimilisins á Akranesi og fylgdist vel með fram- gangi þess í mörg ár. Hún átti það t.d. til þegar leið að jólum að skella sér í jólasveinabúninginn til að gleðja litlu krakkana á bamaheimil- inu. Lára var líka mikill dýravinur. Um tíma fóðraði hún dúfur á stétt- inni fyrir framan eldhúsgluggann sinn og um margra ára skeið laðaði hún að sér villiketti. Sumir þeirra settust reyndar meira eða minna að hjá Láru og minntu lítið á villiketti eftir það. Hún hafði raunar yndi af öllum dýrum, búskap og íslenskri náttúru og margar bestu stundirnar átti hún þegar hún fór í heimsókn í sveitina sína. Lára fór ekki víða, hún kunni einna best við sig í eldhúsinu sínu og þangað kom heimurinn til hennar og trúði henni fyrir stóru og smáu. Það var ævinlega hægt að ræða við hana um alla skapaða hluti og skipti þá engu máli hvort í hlut áttu börn, unglingar eða fullorðið fólk. Hún var óvenjulega sjálfstæð og ræddi málin, hvort sem þau voru af persónulegum eða þjóðfélagslegum toga, ævinlega af glöggskyggni og hreinskilni og lét fátt koma sér úr jafnvægi. Lára var hógvær kona en víðsýn og frjálslynd. Þótt árin færðust yfir hélt hún áfram að fylgjast grannt með og láta sig málin varða. Hún hafði sjálf lítinn áhuga á veraldlegum gæðum, fannst þau reyndar óttaleg- ur óþarfi og bað ekki um mikið fyrir sig. En hún gladdist ævinlega þegar vinir hennar litu inn til hennar og einhvern veginn léttist alltaf lundin í návist Láru. Með Láru er horfinn enn einn full- trúi þeirrar kynslóðar sem kom í þennan heim þegar 20. öldin var ung. Þetta var sú kynslóð sem upplifði einhverjar þær mestu breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi á einni mannsævi. Lára átti það sam- eiginlegt með mörgum öðrum full- trúum þessai’ar kynslóðar að hafa til að bera verðmæta persónulega eig- inleika eins og hógværð, réttlætis- kennd, bjartsýni og trú á manninn. Nú við aldahvörf er gott að muna eft- ir slíku fólki og leitast við að gefa þennan menningararf áfram til kyn- slóða 21. aldarinnar. Megi kær vinkona hvíla í friði. Marsibil, Ólafía og Þórdís Sigurðardætur. í einfeldni minni hélt ég að hún Lára yrði alltaf til staðar. Tíminn hafði með töfrum sínum gert það að verkum að hún virtist aldrei breyt- ast. Lára var viðstödd þegar ég kom í heiminn og var mér til halds og trausts alla tíð eftir það. Þegar ég var minni sat ég oft við eldhúsborðið hjá þeim Láru og Gísla og vildi fá kaffi eins og gestirnir sem komu í heimsókn. Þau Lára og Gísli fylgdu mér í skólann þegar ég var sex ára og of lítil í mér til þess að fara ein. Ég og allir mínir vinir vorum alltaf velkomin til þeirra á hvaða tíma sólarhringsins sem var. Við vin- konurnar ég, Kristín og Kristrún komum þó hvað mest. Við fengum t.d. að baka þegar okkur datt í hug og þar sem við sulluðum bara ein- hverju saman var niðurstaðan kannski misgóð en þetta var alltaf borið fram ef gesti bar að garði og borðað með „bestu lyst“. Við gerðum árlega jólahreingerningu hjá þeim Láru og Gísla sem oft tók svona tvær vikur, þannig að ekki varð þverfótað fyrii’ dóti sem við rifum úr skápum og hillum. Ég tautaði þá stundum í Láru yfii’ draslinu og rak hana kannski út með harðri hendi, því ég var að taka til! Við vinkonurnar klæddum okkur í fötin hennar Láru, fórum svo út í Kaupfélag og þótt- umst vera fínar frúr í innkaupaleið- angri. Við læddumst stundum inn á morgnana og kitluðum þau hjónin í tærnar, eða lögðum undir okkur stofuna þegar við þurftum að læra og síðan heimtaði ég kaffi handa okkur. Aldrei sagði Lára nei, eða skammaði mig yfir uppátækjum mínum. Þegar ég varð eldri og Lára var orðin ein sátum við oftast í eldhúsinu og spjölluðum saman um allt milli himins og jarðar. Lára var alltaf for- dómalaus og ég gat ævinlega létt á hjarta mínu við hana. Eftir að ég flutti til Svíþjóðar var Lára ein af ástæðunum fyrir tíðum heimkomum mínum og í hvert einasta skipti sem ég kom spurði hún alltaf hvenær ég kæmi næst. Ég ætlaði að koma heim núna um jólin því það er svo margt búið að gerast í lífi mínu sem mig langaði að deila með henni. Oftast fannst mér ég fá að ráðsk- ast með hana Láru mína en stundum varð engu tauti við hana komið. Segja má að andlát hennar hafi ein- mitt verið eitt af slíkum skiptum. Lára var mér sem móðir, traustur vinur og fastur punktur í lífinu. Ég kveð hana með sárum söknuði. Ásdís Viðarsdóttir. Fyrir 25 árum kynntist ég Láru Jónsdóttur er ég tengdist fjölskyldu hennar. Við urðum strax góðir vinir og var alltaf notalegt að sækja hana heim. Hún hafði alltaf nógan tíma til að ræða málin yfir kaffibolla eða líta eftir börnum ef þannig stóð á. Hún var sérstaklega barngóð og nutu synir mínir þess í ríkum mæli. Lára var ekkert að þvælast um eins og hún orðaði það. Henni dugði útvarpið og þær fréttir sem hún fékk frá þeim fjölmörgu sem litu við í litla eldhús- inu í Akurgerði. Þar var alltaf heitt á könnunni. Að vísu naut hún þess að skreppa á heimaslóðirnar í Borgar- firðinum til að fylgjast með heyskap bændanna. Annað þurfti hún ekki að fara. Fram á hinn hinsta dag var minnið óbrigðult þó líkaminn væri svolítið farinn að gefa sig. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni þó ákveðnar skoðanir hefði hún á mönnum og málefnum. Ekki sóttist hún eftir glingri heimsins. Mér finnst lýsa henni vel þegar hún flutti úr Akurgerðinu á Dvalarheim- ilið Höfða, þá var hún tilbúin um leið og ákvörðunin var tekin. Aldrei spurði hún um gamlar eigur sínar. Hún var ánægð á Höfða, þar leið henni vel. Reyndar var hún þannig að henni virtist alltaf líða vel og fólki leið vel í hennar návist. Megi Lárá hvíla í friði. Elmar Þórðarson. SIGRIÐUR JONSDOTTIR + Sigríður Jóns- dóttir fæddist á Meiðavöllum í Kelduhverfi 26. júlí 1909. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Húsa- víkur 29. ágúst síð- astliðinn og fór útfór hennar fram frá Garðskirkju í Keldu- hverfi 9. september. Elsku amma mín. Kveðjustundin rann upp hinn 29. ágúst sl. Síðan þá hef ég sinnt mínum daglegu störfum en oft staldrað við, verið örlítið fjarhuga, stundum með tár á hvarmi en oftar hefur bros leikið um varirnar. Söknuður hefur valdið tárunum en allar minningarnar um þig bros- unum. Minningar sem eru svo mikilvæg- ar því þær lifa með okkur að eilífu, minningar sem gera okkur að því sem við erum. Með þig mér við hlið átti ég æsku mína og er óendanlega þakklát fyrir það. Það var ekki amalegt að eiga heima í skjóli ömmu og afa á mótun- arárum ævinnar, barnæskunni. Þegar þetta var áttu amma og afi heima í Krossavík í Þistilfirði, nokk- uð afskekkt, engar samgöngur yfir vetrarmánuðina öðruvísi en að fara gangandi, ekkert af svokölluðum nútímaþægindum til staðar. Það sem stendur upp úr í minn- ingunum um þennan tíma er að mér fínnst ég alltaf hafa verið í hlýja eld- húsinu hjá ömmu, hlýju vegna þess að þar var kolaeldavélin og amma. Amma að sinna sínum verkum og ég að snudda í kring, við að spila eða leggja kapal og alltaf var amma að raula barnagælur sem börnin mín kunna núna. Við eldhúsborðið lærði ég að skrifa og stafa. Alltaf var tími til að sinna stelpuskottinu þrátt fyrir að verkin væru mörg. Það var líka amma sem kenndi mér bænir og gaf mér þá sterku barnatrú sem ég bý að enn. Ekki man ég eftir áð hafa verið skömmuð að ráði þrátt fyrir ýmis uppátæki. Að vísu hef ég ömmu grunaða um að hafa frekar hvatt en latt til fyrstu og einu flengingarinnar sem ég fékk en hana átti ég líka svo sannarlega skilið. Eftir að amma og afi fluttu á Ár- skógssandinn en fjölskylda mín til Keflavíkur var farið á hverju sumri til þeirra og dvalið um lengri eða skemmri tíma. Stundum lá svo á að komast norður að ég fékk að taka prófin á vorin á undan öðrum. Margar góðar minningar eru í safninu frá þessum árum. Sérstak- lega eru ógleymanlegar kaupstað- arferðirnar okkar ömmu. Þá var farið inn á Akureyri með rútunni og ýmislegt keypt bæði þarft og óþarft. Amma í sínu fínasta pússi, alltaf með fínan hálsklút, fallega nælu í barmi og ilmandi af ilmvatni. Merkilegt hvernig ákveðin lykt og jafnvel bragð vekur upp minn- ingar. Ilmur af nýbökuðu flatbrauði, bragðið af nýsteiktum kleinum eða góðri skyrsúpu, allt vekur þetta upp endalausar minningar um ömmu. Þegar afi var nánast alveg búin að missa sjónina fluttu þau amma til Húsavíkur í skjól dvalarheimilis aldraðra þar. Það var yndislegt að sjá hvernig amma annaðist um afa, hún varð augu hans og gerði honum hið daglega líf eins auðvelt og hægt var. Mikill var söknuður ömmu þeg- ar hún missti lífsförunaut sinn árið 1989. Enn sárari var söknuðurinn þegar hún missti yngsta barnið sitt í sjóslysi árið 1971. Nú hafa ástvin- irnir sameinast á ný. Minning eða frekar mynd sem kemur sterklega upp í hugann frá seinni árum er af ömmu í íslenska búningnum sínum dansandi á ætt- armóti sem haldið var í fæðingar- sveit hennar, Kelduhverfi, árið 1992 og amma þá á 83. aldursári. Glæsi- leg sjón sem aldrei gleymist. Alveg fram á síðustu daga fylgd- ist amma vel með fólkinu sínu þó minnið væri farið að gefa sig. Spurði ævinlega frétta af því hvað hver og einn væri að fást við þegar komið var í heimsókn og sagði fréttir af öðrum fjölskyldumeðlimum. Elsku amma mín, þau forréttindi féllu mér í skaut að fá að vera hjá þér bæði fyrstu ár minnar ævi og síðustu stundir þinnar ævi. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Þakk- lát fyrir allt það góða sem þú kennd- ir mér, þakklát fyrir friðsældina sem hvíldi yfir þér þegar þú kvadd- ir. Megi góður Guð varðveita og geyma þig. Freyja Gunnarsdóttir. • Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.