Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 »---------------------------- MINNINGAR HELGA SJOFN FORTESCUE + Helga Sjöfn Fortescue fædd- ist í Reykjavík 19. janúar 1984. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensás- kirkju 23. ágúst. Elsku Helga, það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að þú sért farin frá okkur. Við sem vorum búin að ákveða að gifta okkur og eignast börn. En við gerðum þó það sem við bæði vildum og það var að trúlofa okkur. Já, þín er sko sárt saknað, eins og ég hef alltaf sagt „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Eg man bara eftir því þegar þú byrjaðir í 10. bekk, ég var svo hrifinn af þér, nema einhvern veg- inn sást þú það ekki og ég gekk á eftir þér eins og hundur. Og svo byrjaðir þú með Jeremy, ég var ekkert smá fúll. Og það var líka gaman að fara með Bjössa á rúnt- >inn. Eg á allar þessar góðu minn- ingar, eins og rómantískustu stund- ina okkar á gamlárskvöld þegar ég hélt utan um þig og við horfðum á flugeldana, og þegar þú gistir hjá mér og enginn vissi hvar þú varst, og það varð allt brjálað. En ég hef nú alltaf verið alger sjarmör, eins og þegar þú varst í fýlu og ég kom og sótti þig á limmanum, ha! Eg hef nú alltaf kunnað að segja fyrir- gefðu. En þú varst einum of gott til að vera satt. Pú varst draumakær- asta og besta dóttir sem nokkur hefði nokkurn tíma getað óskað sér. Og þú varst alltaf að gefa mér eitthvað sem kostaði mikinn pen- ing, þú þurftir þess ekkert, það eina sem þú þurftir að segja var, ég elska þig, og þá væri ég brosandi næstu vik- urnar. En sú besta og dýrmætasta stund í lífi okkar var London- ferðin. Hún var æðis- leg, það sem við gerð- um af okkur þar var alveg stórkostlegt. En það sem ég öfundaði þig mest yfir og geri enn er hvað þú átt stórkostlega mömmu, þó ég eigi aldrei eftir að elska hana jafn mikið og ég elska mömmu mína. Þú varst hreint og beint æðisleg stelpa, þú varst ekki bara kærastan mín heldur líka besti vinur minn. En núna kveð ég þig en ekki alveg, því að ég á eftir að sjá þig aftur, ég bara veit ekki hvenær. En ég mun alltaf elska þig af öllu mínu hjarta ef ekki meira og ég mun aldrei geta elskað neina eins og ég elskaði þig. Og ég votta samúð mína öllum sem þekktu Helgu Sjöfn. Ég elska þig og mun alltaf elska þig og ég mun aldrei hætta að fara heim til þín. Avallt þitt kirsuber, Rúnar. Elsku Helga Sjöfn. Ég get ekki enn skilið hvernig þetta gat farið svona. Það er eitthvað inni í mér sem neitar því að þú sért dáin. Það er svo stutt síðan við töluðum sam- an og ég sé þig fyrir mér, svo fal- lega og góða. Blái stussy-kjóllinn fór þér svo vel, hann undirstrikaði svo fallegu augun þín. Og nú ómar í höfðinu á mér þetta fallega lag Endalausar nætur... til hvers að lifa hér án þín... til hvers að fara á fæt- ur. Ég bið fyrir þér, elsku Helga Sjöfn, og öllum þeim sem sakna þín svo sárt. Það er erfitt að skrifa minningargrein um þig, því þetta getur ekki verið. En svona er það víst samt. Ég vildi að hægt væri að spóla til baka og að þú værir lifandi og hefðir ekki lent í þessu hræði- lega bílslysi. En nú ert þú hjá guði og við sem eftir erum eigum öll eft- ir að koma á eftir þér. Þetta er aðeins örstuttleið, ekki svipstund milli dauðans og lífsins (Þorgeir Sveinbjamarson.) Þín frænka, Millý. Elsku Helga, nú þegar þú fórst frá okkur streymdu inn gamlar og góðar minningar. Flestar voru þær frá því við vorum litlar þegar við vorum í sveitinni. Við brölluðum margt saman og höfðum við alltaf nóg að gera. Eftirminnilegast er þegar við vorum hjá garðhúsunum í Hveragerði og einhver hafði hent fullt af blómum bak við. Okkur fannst þetta mjög illa gert við blómin og tókum við okkur saman og ætluðum að bjarga blómunum. Við fundum líka gamla brúna blómapotta og tróðum nær öllum blómunum í pott, blómin voru fal- leg og við röðuðum þeim upp og síðan ætluðum við að rækta þau og síðan selja þau. En daginn eftir þegar við komum aftur var búið að fleygja þeim. Ég man líka eftir þeg- ar mamma þín gifti sig og var ég að skoða myndir af þér. Þú leist svo vel út þann dag og þegar við fórum bak við skálann í Hveragerði og þar voru kanínur, Við vorum að klappa kanínunum og þú dast og óhreink- aðir kjólinn. Þú varðst svo miður þín. Ó, Helga, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og mun ég aldrei gleyma þér. Nú ertu komin inn í ei- lífa paradís hjá Guði og munum við vonandi hittast þar að lífi loknu. Mér þykir alltaf vænt um þig. Þín frænka, Inga Bima. INGUNN KJARTANSDÓTTIR + Ingunn Kjartans- dóttir, húsmóðir í Flagbjarnarholti, Landsveit, fæddist í Reykjavík 24. maí 1923. Hún lést á likn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 4. september síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Skarðskirkju, Landsveit 9. septem- ber. Þú æskuskari á íslandsströnd, þú ert í flokki þeira er sækir fram í sólarlönd með sigri aókomastheim. Þetta var þér efst í huga í síðasta ■skipti sem við sáumst. Mér finnst þessar línur lýsa vel afstöðu þinni til lífsins og tilverunnar eins og ég upp- lifði kynnin af þér. Jákvæð afstaða til æskufólks og trú á framtíðina. Þú hafðir ánægju af að umgangast börn og unglinga, hvetja þau og miðla af reynslu þinni, varst oft eins og ein af hópnum. Hann var líka oft stór, krakkahópurinn sem naut sumarsins í Flagveltu hjá ykkur Teiti. Þú varst ung þegar þú komst í Landsveitina og tókst við af henni ömmu minni í Flagveltu, giftist hon- um Teiti og hjá ykkur átti hann afi • akjól meðan hann lifði. Ég fékk oft að koma í heimsókn á hestbaki með pabba, fyrir hann var það heim og hann fræddi mig um allt mögulegt, sem fyrir augu bar, þannig að mér fanst það líka svolítið heim, fór að þykja vænt um staðinn og fólkið, sem þar bjó. Ég man að þú sagðir að þó það J»/æri alltaf hvasst í Flagveltu, þá væri útsýnið svo fallegt að það bætti það upp. Ef til vill langaði þig til að vera „fín frú í borg“, þú sagðir það stundum í gamni, en í sveitinni varstu vissulega fín frú og bjóst ykkur einstak- lega fallegt og notalegt heimili. Ég man þig líka sem hrók alls fagnaðar, þar sem fólk kom sam- an, dillandi hlátur í saumaldúbb, eða skemmtiatriði á þorra- blóti, þú gast bæði sungið og leikið, ég held að þú hafir getað allt sem þú vildir. Manneskjur skjóta rótum ekki síð- ur en plöntur, trjágróðurinn í reitn- um ykkar Teits er sýnilegur, en ræt- ur mannfólksins ekki eins augljósar berum augum, og ekki efa ég að þær eru margar sem liggja í Flagveltu. Börnin ykkar, barnabörnin og allir krakkarnir sem nutu þess að kynn- ast ykkur fá í framtíðinni að njóta ávaxta uppbyggingar ykkar. Fallega húsið í skógræktarreitnum, sem þið réðust í að byggja á efri árum mun verða minnisvarði ykkar um ókomin ár og ræturnar sem liggja í Flagveltu munu eiga sinn jarðveg. Inga mín, að leiðarlokum vil ég þakka þér allt sem þú hefur verið mér og mínum. Kynnin af þér eru ein perlan í viðbót á minningabandinu. Elsku Teitur, Dúna, Billi, Magga og fjölskyldur. Einlægar samúðarkveðjur frá okkur Halla. Pálína Magnúsdóttir. Það eru mikil forréttindi að alast upp á tvíbýli, því þú átt þá raunveru- lega allt að því tvenna foreldra. í Flagveltu var það alténd svo að við systkinin eyddum oft meiri hluta frí- tíma okkar „uppfrá". Eftir á að hyggja undrast ég og er þakklátur fyrir langlundargeð Ingu sem aldrei setti ofan í við okkur svo eftir sat, þó stundum hafi gengið nokkuð á. Æskuminningin tengist efri bæn- um ekki síður fyrir það, að ég aðstoð- aði Teit veturlangt við mjaltir og oft- ar en ekki borðaði ég með honum í eldhúsi Ingu að mjöltum loknum. Á leiðinni ofan að minnist ég þess sér- staklega á kyrrum vetrarkvöldum að ég settist niður á bæjartröppurnar heima og silúettan af Heklu og jökl- unum fallegu þar vestur af og Vest- mannaeyjar í hásuðri mynduðu út- línur endamarka veraldar. Stjörnur suðurhiminsins aðstoða mánann í sköpun þessarar leikmyndar, sem var umgjörð um þá veröld barnsins, þar sem bræður tveir fóru fyrir og konur þeirra óaflátanlegir leiðbein- endur ungviðisins. Inga gaf sér tíma með okkur krökkunum til að fílósófera um hvað- eina og er mér einkar minnisstæð heilmikil rökræða um það þegar við yrðum orðin foreldrar, hún amma og börnin okkar jafnvel eins gömul og við vorum þá. I huga hins unga sveitasnáða var þessi tilhugsun jafn framandi og Kína, í ljósára fjarlægð. Nú erum við löngu komin framhjá þessum punkti tilverunnar. Etir að ég flutti í bæinn og þó einkum hin síðari ár, hef ég af og til komið við og stundum gist heima í Flagveltu, þó allt of sjaldan. Ævinlega var tekið á móti manni með því einstaka viðmóti sem lét mann skynja gleðina yfir því að maður hafi komið við. Og ilmur æskuáranna magnaðist upp í jafn hversdagslegum hlut og heimagerðu kæfunni hennar Ingu. Ég trúi því að öll upplifun móti mann til frambúðar. Því mun Inga lifa áfram, ekki aðeins í sínum eigin afkomendum, heldur einnig í systur minni og mér, sem hún átti sinn hlut í að móta. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Örn Svavarsson. Eiginmaður minn, ÓLAFUR ÞÓRMUNDSSON, Bæ, Bæjarsveit, verður jarðsunginn frá Bæjarkirkju, laugardaginn 16. september kl.14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er beint á Sjúkrahús Akraness eða Barnaspítala Hringsins. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Auður Þorbjörnsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN GUÐBRANDSSON forstjóri, Smárarima 108, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 15. september, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Þórarinn Kristinsson, Kristinn Kristinsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Sigurður Þór Kristjánsson, Ágústa Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓREY D. BRYNJÓLFSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 18. september kl. 15.00. Leifur Pétursson, Elsa Vilhjálmsdóttir, Ottó Ö. Pétursson, Sigríður Hannesdóttir, Guðrún Bergmann, Árni B. Guðmundsson, Þórður H. Bergmann, Sigríður Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BÁRÐUR GUNNARSSON, Lyngholti 6, er lést mánudaginn 4. september, verður jarð- sunginn frá Glerárkirkju miövikudaginn 18. september kl. 14.00. Halldóra Guðmundsdóttir, Guðmundur Bárðarson, Steingerður Steinarsdóttir, Jóhanna Bárðardóttir, Guðni Þórðarson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS PÁLSSONAR frá Litlu-Heiði. Guðrún Jónsdóttir, Páll Heiðar Jónsson og fjölskyldur. Lokað verður vegna útfarar KRISTINS GUÐBRANDSSONAR forstjóra eftir kl. 12.00 föstudaginn 15. september. Björgun ehf., Sævarhöfða 33, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.