Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 m---------------------------- MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HARALDUR PÁLSSON + Haraldur Páls- son fæddist á ísa- firði 24. aprfl 1927. Hann lést á líknar- deild Landspitalans 30. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvog- skirkju 7. september. I dag leikur geisli um Grafarvog um götur og nes og sund. Hann sendur er hæst- um himni frá á heilagri náðarstund. Sá geisli mun lýsa á giuggann þinn, þegar Guð er að vitja þín og benda á helga húsið sitt, þann himin, sm við þér skín. (Sigurbjöm Einarsson.) Vinur okkar hjóna, Haraldur Pálsson, hefur lagt upp í sína hinstu för, ferðlag sem hann hafði ekki gert ráð fyrir að væri á næsta leiti en enginn ræður för. Þrátt fyrir vitneskju um óvæginn sjúk- dóm í þrjú ár var það ekki fyrr en vor sem hann játaði sig veikan en ekki sigraðan en þá var hann kom- inn með farseðla fyrir þau hjónin og nú skyldi Haukur Páll sonur þeirra sóttur heim og jafnframt átti að aðstoða hann við flutning í nýtt hús. Læknarnir lögðust gegn þessari fyrirhuguðu ferð. Þá ákvað hann að sú ferð yrði farin síðar þegar hann væri búinn að safna kröftum á ný. Uppgjöf var ekki til umræðu. Hann var viðstaddur vígslu Grafarvogskirkju í sumar þó að hans nánustu efuðust um að hann gæti það. Hann sannaði að ef viljinn er með í för er hægt að sigrast á svo ótrúlega mörgu. I tvær vikur rétt fyrir andlátið var eins og stundaglas hans hefði hægt á sér og hann átti góða daga, svo góða, að vonir vöknuðu um að ný lyf væru að gera kraftaverk. Þessi veikindi hans sýndu okkur hversu sterkur hann reyndist vera. Það var ekki kvartað, þó að aug- ljóst væri að hann væri kvalinn. Við kynnumst honum og konu hans fyrir um það bil þrjátíu árum í Dansklúbbi Heiðars en þá var gaman að koma á heimili þeirra og kynnast börnum þeirra og eignast vináttu þeirra líka. Þá voru fundir haldnir til skiptis heima hjá okk- ur og hjá þeim hjón- um. Við erum nýbúin að rifja upp sumar- ferðir klúbbsins og þá ekki síst ferðina til Vestmannaeyja þegar stjóm klúbbsins tók Herjólf á leigu og reyndist það svo söguleg ferð að alltaf við og við hefur hún rifjuð upp. Svo mjög reyndi á samvinnu í þessari ferð að segja má örugglega að hún hafi lagt grunninn að vináttu þeirra og okkar. Það erfiðasta í þeirri ferð var að Herjólfur bilaði á sunnu- deginum þegar hann átti að sækja börn til Þorlákshafnar og ferja okkur síðan þangað. Þá var athugað með flug en ekki vildi betur til en svo að verkfallsað- gerðir voru þá á þann veg að ekki mátti selja eldsneyti eftir kl. 10. Þá voru góð ráð dýr og þeir vin- irnir hringdu í flesta sem þeir héldu að gætu liðsinnt hópnum. Svo var það að undanþága var gefin af sjálfum Guðmundi jaka og kættist hópurinn að vonum og haldið var upp á flugvöll. Börnin frá Vestmannaeyjum sem voru strandaglópar í Þorlákshöfn voru sett upp í rútu og brunað með þau til Reykjavíkur en áður en flugvélin komst í loftið skall á þoka í Eyjum. En heim komst hópurinn því Herjólfur komst í gagnið kl. 2 um nóttina. Er nema von að þessi ferð hafi verið tekin til upprifjunar annað slagið og alltaf mundum við eftir einhverju skemmtilegu bæði úr þessarri ferð og fleiri ferðum sem við förum í með þeim. Segja má að Halli vinur okkar hafl eignast hamingjuna þegar hann kvæntist henni Dísu, þau voru mjög samstíga, ekki aðeins í dansinum heldur flestu sem þau tóku sér fyrir hendur. Hann var mikill fjölskyldumaður og stoltur af börnum sínum og hafði vel efni á því, svo hlý og glæsileg sem þau eru. Eftir að þau fluttu í Hverafold- ina smíðaði Halli sólpalla, sólstofu og gróðurhús og naut þess svo að hjálpa til og fylgjast með Dísu þegar hún ræktaði glæsileg blóm eins og risadahlíur og fleiri blóm. I vor þegar vorsýning var á falleg- um görðum í Reykjavík og búið var að venja stóru blómin við úti- veruna kom ein hélunótt eftir sýn- inguna og öll blómstrin dóu þó í skjóli væru. Svona getur tilveran verið bæði hjá blómum og mann- anna börnum. Dísu og börnunum ásamt fjöl- skyldum þeirra vottum við hjónin og börn okkar dýpstu samúð. Ég treysti því að minningin um hann segi sorgina. „í faðmi fjalla blárra þar freyðir aldan köld, í sölum hamra hárra á huldan góð völd, sem lætur bysin blika um bládimm klettaskörð er kvöldsins geislar kvika og kyssa Isafjörð.“ (Guðm. Guðm.) Við kveðjum vin okkar með söknuði en jafnframt með þakklæti fyrir öll góðu árin sem við fengum að eiga vinátta hans. Við biðjum honum blessunar og fararheilla á æðri stöðum. Guð blessi minningu hans. Þúrdís Kristinsdóttir. Það er alitaf erfitt að sjá á bak góðum vini. Haraldur Pálsson var nemandi í dansskóla mínum í 36 ár. Mánudagshópurinn var ailtaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Þangað fór ég með nýjustu sporin til að vita hvernig þeim líkaði þau og ég mat alltaf mikils þeirra álit á öllu sem varðaði dansinn. Haraldur sendi öll börn sín í dans, hann skildi þýðingu dansins og tvær dætur hans, þær Auður og Erla, luku danskennarapófi frá skóla mínum. Síðustu árin stjórnaði Haraldur dansklúbbi nemenda og gerði það af stakri prýði. Hann var mikill dansáhugamaður og og naut þess vel að vera í góðra vina hópi. Síðastliðinn vetur var ég farinn að gera mér grein fyrir því að þetta yrði hans síðasti vetur, en hann bar alltaf þrautir sínar af stakri karlmennsku og kvartaði aldrei. Nú að samferð lokinni kveðjum við hjónin Harald Páls- son og þökkum ánægjulega sam- fyigd. Innilegar samúðarkveðjur send- um við og starfsfólk Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar, Þórdísi og börnum þeirra. Heiðar R. Ástvaldsson. ÁSDÍS GUÐBJÖRG JESDÓTTIR + Ásdís Guðbjörg Jesdóttir fæddist á Hóli í Vestmanna- eyjum 29. ágúst 1911. Hún lést í hjúkrunarheimilinu Skjóli 23. ágúst síð- astliðinn og fór útfór hennar fram frá Áskirkju 31. ágúst. Elsku amma Dídí. Þegar ég var lítil stúlka fékk ég alltaf að gista hjá ykkur afa þeg- ar ég var í höfuðborg- inni. Mikið voru morgnamir góðir þegar ég fékk að skríða uppí hjá þér og kúra, og stundum færði afi okkur heitt súkkulaði með miklu hunangi og matarkex í rúmið. Mest spennandi fannst mér þó þeg- ar þú opnaðir svefnherbergisskápinn og tíndir þar fram alls konar gersem- ar og sýndir mér. Ein af þessum ger- semum var lítill svartur borði sem á var ritað með gylltum stöfum ,Ásdís“. Þú sagðir mér sögu borðans, sem ég hef nú gleymt, en sagðir jafnframt að þar sem ég væri íyrsta bamabarnið í beinan kvenlegg og héti þessu nafni mætti ég eiga borðann. Mikil upphefð fannst mér að titlinum, þótt ég hafi nú varla skilið hvað hann þýddi, og borð- ann hef ég varðveitt síðan og hver veit nema að ég geti einhvem tímann látið hann ganga til komandi kynslóða. Ég á margar minningar um þig, amma mín, þú bakaðir bestu súkkul- aðiköku í heimi, blandaðir besta djús í heimi og hvergi var súrmjólk með púðursykri og seriosi betri en hjá þér og þó að ég sé sjálf í sífelldri tilrauna- starfsemi með þetta þrennt þá tekst mér aldrei eins vel til og þér. Með þessum fáu minningarbrotum kveð ég þig að sinni, amma mín, þakka þér fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Þín Ásdís Guðný. Með örfáum orðum langar mig að kveðja þig, amma. Það er svo margt í minningunni sem tengist þér því æsk- an er full af minningum frá Laugar- ásveginum. Jólaboð með stóru jólatré og alvöru jólasveinum, afmælisveislur af stærstu gerð, kjólaleikir á háaloft- inu þar sem ég varð ástfangin í fyrsta sinn á ævinni, þá af frænda mínum honum Eyþóri, og ekki má gleyma kisunni Mósu sem virt- ist þola endalausan ágang bamabarnanna. En minningin sem mér er efst í huga er þegar ég var í pössun hjá ykk- ur afa, sjö ára gömul á meðan pabbi og mamma fóru til útlanda. Á sama tíma var Ingólf- ur frændi líka í pössun hjá ykkur. Margt lærð- um við af þér þennan stutta tíma sem við vor- um hjá ykkur og þú kenndir okkur meðal annars, að pijóna. Mikil pijónadella greip okkur Ingólf og strax eftir sundferðir, súrmjólk og bláber, voru prjónarnir teknir upp og með sérstöku leyfi frá þér fengum við að pijóna í stofunni. Utkoman úr prjónaskapnum var ormur hjá Ingólfi en kolkrabbi hjá mér, rauður og með dökkbláa derhúfu. Margar svona minningar á ég um þig og þess vegna er ég svo miklu ríkari. Ein fallegasta minningin um þig er teikning sem þú teiknaðir af mér í minningabókina mína þegar ég var sjö ára og svo fal- leg er hún að ég gaf þér bestu ein- kunn og er hún afar réttmæt. Mig langar að nota orð sem þú notaðir svo oft þegar ég þakkaði þér fyrir mig, „fyrirgefðu mér“. Fyrirgefðu mér amma hve orð mín eru fátækleg til að þakka þér fyrir ailt. Guð blessi þig elsku amma. Þín Ragnheiður Ingunn. Nú hnígur sól að hrannar sæng, og höfði stingur undir væng hver fugl á grænni grein. Sjá, bjarrai roðar fold og Qörð, en friðarenglar halda vörð ogsvæfamannamein. Nú leitar hugur heimi frá í himindýrðar sæiu þá, hvarelskaogalvitbýr. Hann sækir þangað sælu gnótt og safnar þreki í alla nótt ogupprísafturnýr. (Steingr. Arason.) Elsku amma, við þökkum þér fyrir allar samverustundimar. Guð blessi þig- Þorsteinn Freyr Bender, Ingólfur Hreiðar Bender, Eyþór Ingi Bender. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins me3 þjónustu allan es. ».? sólarhringinn. % Ji 4 s ¥ Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. f "■ ..................... ............ v ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. 'óri, 8242 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 + Gunnar H. Krist- insson, fyrrv. hitaveitustjóri, fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1930. Hann lést St. Jósefs- spftala í Hafnarfirði 27. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 1. september. Kveðja frá Ferðafé- lagi Islands Það var laust fyrir 1970 að Feðafélagi ís- lands barst góður liðsauki er Gunnar H. Kristinsson verkfræðingur kom til liðs við félagið. Gunnar var ætíð fús til að leggja félaginu lið ætti hans þess kost. Hann tók oftsinnis þátt í haust- ferðum þess er unnið var að frágangi sæluhúsanna undir veturinn. Gat það stundum verið mikil vinna í misjöfn- um veðrum. Dró Gunnar þá ekki af sér enda duglegur til líkamlegrar vinnu eins og iðulega kom fram í ferðum þessum. Hann hafði mikla ánægju af að starfa að endurbót- um í Þórsmörkinni. Vann hann þar að nauð- synlegu verkeftii sem hann gerði að mestu leyti einn. Kom þá fram hve mikið líkamlegt þrek hann hafði á þess- um árum. Þannig var að þegar skáli FÍ í Þórs- mörk var byggður 1952 var ekki rennandi vatn í skálanum, og urðu gestimir að nota lækinn hvort heldur var til matar- gerðar eða hreinlætis. Þetta gekk blessunarlega meðan ekki var mjög fjölmennt í Mörkinni. En upp úr 1970 fara gestakomur að aukast verulega og fóru þá að skapast vandræði hvað þetta varðaði. Var þá farið að huga að því að koma rennandi vatni í skálann um leið og öll hreinlætisaðstaða var stórbætt enda þörfin orðin brýn. Var nú leitað til Gunnars með alla fram- kvæmd verksins. Nálægt 200-300 metra ofan við skálann er uppsprettu- lind en hæðarmunur lítUl. Taldi Gunnar engin vandkvæði á að koma vatninu að skálanum og hreinlætis- húsinu. Þetta kostaði töluverða vinnu við skurðgröft, sem grafa varð með höndum. Dró Gunnar ekki af sér við skurðgröftinn. Hef ég það fyrir satt að hann hafi grafið fyrir vatnsleiðsl- unni að mestu einn yfir eina helgi. Þori ég að fullyrða að vatnslögnin í Langadal er að mestu hans verk. Þeg- ar ákveðið var að leggja hitaveitu í skála félagsins í Hrafntinnuskeri var leitað tU Gunnars um þá framkvænd. Stóð ekki á liðsinni hans fremur en vant var. Gunnar átti stóran þátt í að gera útgáfu Ferðafélagsins á bækl- ingnum um HengUssvæðið 1996 mögulega. Hann er ætlaður göngu- fólki sem fer um HengUssvæðið. Hér er aðeins minnst á stærstu verkefnin sem hann vann félaginu en upptaln- ingin er ekki tæmandi. Um nokkurra ára skeið var heUsu Gunnars þannig varið að hann átti ekki þess kost að taka þátt í starfsemi félagsins eins og hann hefði kosið en var ávallt reiðu- búinn að leggja félaginu lið ef tíl hans var leitað. Gunnar var ágætur ferða- félagi og prúðmenni í allri framkomu. Fyrir þau störf er Gunnar vann Ferðafélagi íslands var hann sæmdur guUmerki félagsins á hátíðarfundi þess er félagið varð 70 ára 1998. Nú að leiðarlokum þökkum við honum samfylgdina heils hugar. Grétar Eiríksson. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formái- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. GUNNAR H. KRISTINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.