Morgunblaðið - 15.09.2000, Page 58

Morgunblaðið - 15.09.2000, Page 58
58 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 > MORGUNBLAÐIÐ Liljur - III í SÍÐUSTU liljugrein var fjallað um liljur þær sem Einar Helgason garð- yrkjumaður nefndi í bók sinni, Björkum. Ein þeirra, L. chalcedon- icum, stóð þó í mér, þar sem ég fann hana hvergi í mínum bókum. Ég hefði betur athugað bókasafn Garðyrkjufé- lagsins. Þar er gott úr- val bóka um ýmiskonar ræktun og allir vel- komnir að glugga í þær á opnunartíma skrif- stofunnar, en bækum- ar eru ekki lánaðar heim. A bókasaftiinu fann ég L. ehalcedon- icum. Hún vex villt í Grikklandi, en eins og flestar aðrar evrópskar liljur er hún orðin mjög sjaldgæf villt og er líka iítið ræktuð. Blóm lilj- unnar eru túrbanlöguð líkt og á martagonliljunni en þó nokkuð stærri og mun fæm á hverjum stöngli. Þau eru lakkrauð á litinn og glansandi. Þótt til séu 80-100 liljutegundir eru það mest alls kyns blendingar, sem eru til sölu. Þessir blendingar eru harðgerðari, blómviljugri og gera síður sérkröfur en hreinu teg- undirnar. Blendingamir eru flokk- aðir í 8 flokka, en þeir eru miserfiðir viðureignar. Auðveldastir eru taldir blendingar sem tilheyra Asíu- og BLOM VIKUMAR 443. þáttur Martagonflokkunum og því næst trompet- og Austurlanda- (oriental) blendingar. Allar liljur gera þó þær kröfur að þær vaxi á vel framræst- um stað, því ef það er eitthvað sem liljur hata þá er það að standa í bleytu. Flest- ar liljur þola frost. Allar liljur eru laukjurtir og lauka þekkjum við vel, a.m.k. matarlaukinn ómissandi. Þeir era fáir sem vilja ekki lauk í pylsubrauðið og sumir vilja „eina með öUu“, bæði hráum og steiktum. Utan um laukinn era þunn og þurr hlífðarblöð eða „hýði“, skæni, sem ver laukinn fyrir hnjaski eða ofþornun og fyrir innan eru þykkari og safarík blöð sem era eins og í hring hvert innan í öðra. Blómlaukamir, hvort heldur era páskaliljur, túlipanar eða krókusar, hafa líka svona hlífðarblöð eða skæni, en það hafa liljulaukamir ekki. Laukblöðin era þykk en frem- ur stutt og tiltölulega laus hvert frá öðra. Laukkakan - þar sem lauk- blöðin sameinast - og ræturnar nið- ur úr henni era líka viðkvæmar. Þess vegna þarf að meðhöndla lilju- lauka sérstaklega varlega og þeir era erfiðir í geymslu. Ilmsjún Sigríilur lljartar Trompet-lilja í fallegum potti, sannkallað skraut á sólpallinum. Þegar grisja þarf liljulauka er venjan sú að grafa þá upp þegar blómin era búin og laufið farið að sölna. Þá er um að gera að leggja laukana sem íýrst í moldu á nýjum stað til að þeir hafi góðan tíma til að festa rætur á ný. Ég hef sjálf reynslu af haustgróðursetningu á eldliljunni gömlu og góðu, túrbanlilj- unni og fjallalilju. Erlendis er talið best að gróðursetja liljur á haustin, en það er sárasjaldan, sem liljulauk- ar fást hérlendis þá, þeir koma í verslanir með vorlaukunum. Túrb- anlilja er þó iðulega á haustlauka- lista Garðyrkjufélagsins. I Blóma- vali verður unnt að fá í haust a.m.k. tvær liljutegundir og hjá Garðheim- um verða að líkindum nokkrar teg- undir á boðstólum. Það er ákaflega freistandi að reyna haustgróður- setningu á harðgerðustu blending- unum þar sem liljulaukamir geym- astjafnilla og raun ber vitni. A vorin er töluvert úrval af lilju- laukum og þeim er þá gjarnan pakk- að í mómold eða hálm til varnar of- þomun. Þá þarf að hafa hraðar hendur og koma laukunum sem fyrst í mold inni. Að ýmsu er þó að gæta. Liljur era taldar viðkvæmai- fyrir sveppasjúkdómum og því vilja margir setja laukana í lausn með sveppalyfi áður en þeir eru lagðir í moldu. Mikilvægt er að gott af- rennsli sé í botni ílátsins s.s. lag af smásteinum eða brot af gömlum leirpottum. Rætur lauksins era sett- ar út til hliðanna og síðan er fyllt með léttri og loftkenndri mold upp að efri enda lauksins. Þá era pott- amir látnir standa á svölum stað, helst við ekki meira en 5-7 gráður, meðan vöxturinn er að taka við sér. Svalinn er góður fyrir rótai-þrosk- ann. Hins vegar er ekki þörf á mikilli birtu á þessu vaxtarskeiði. Ef lauk- amir era strax settir í hita og birtu verður vöxtminn of hraður og ár- angurinn stendur ekki undir vænt- ingum. Blómhnappamirviljajafnvel þoma upp, svo lítið verður úr allri dýrðinni sem vonast var eftir. Mikil- vægt er að moldin haldist smávegis rök en alls ekki blaut. Best er að vökva með veikri áburðarblöndu þegar stöngullinn fer að vaxa. Þá er smám saman bætt í meiri mold, því mjög margar liljur mynda stoðræt- ur út úr stönglinum. Madonnuliljan gerir það samt ekki og hún er gróð- ursett mjög gnmnt, laukbroddurinn er hafðui' alveg við yfirborð moldar- innar. Þegar stöngullinn er farinn að taka vel við sér þolir liljan fulla bh-tu en best er að hún vaxi við lágan hita uns hún er gróðursett úti eftir að hættan á næturfrostum er Uðin hjá. Það má líka rækta liljur í pottum allt sumarið. Þá þarf að nota mjög stóra potta. Gott er að undir laukn- um séu 15-20 sm fyrir framræslu og mold og yfir honum pláss fyrir a.m.k. 10 sm moldarlag. Fjarlægð milli lauka er háð stærð þeirra, æskilegt að hún sé minnst 5 sm. Ávarpar barnaþing SIGRIÐUR Anna Þórðardóttir, for- seti Norðurlandaráðs, og Nana Moskouri frá UNICEF ávarpa þátt- takendur á ráðstefnu um málefni barna, Child Foram2, sem haldin verður í Tallinn í Eistlandi dagana 17. og 18. september næstkomandi. Meðal þess sem verður í brenni- depli á ráðstefnunni er sú spurning hvemig skólarnir geti unnið betur með nemendum í baráttunni gegn glæpum og fíkniefnum, hvaða leiðir séu færar til að vekja áhuga ungs fólks til að taka þátt í mótun samfé- lagsins í gegnum pólitískt starf og hvemig hægt sé að virkja ungt fólk við mótun atvinnustefnu. Child For- um 2 er framhald af ráðstefnu sem haldin var í Stokkhólmi í árslok 1998 en niðurstaða hennar var sú að skól- inn gegni lykilhlutverki í lífí barna og ungling og því beri að nýta skól- ann enn markvissar en gert er til að styðja við bakið á ungu kynslóðinni. Ráðstefnan er samvinnuverkefni Norðurlandaráðs, Baltneska þing- mannaráðsins og UNICEF en gert er ráð fyrir að þátttakendur verði um 200 talsins, flestir frá Eystra- saltslöndunum. Haustþing Kennarasambands Norðurlands vestra Fjallað um fjölgreindar- kenningu Gardners HAUSTÞING Kennarasambands Norðurlands vestra verður haldið í Árskóla á Sauðárkróki í dag, föstu- daginn 15. sept. n.k Aðalfyrirlesarar á þinginu verða Erla Kristjánsdóttir lektor við Kennaraháskóla íslands og Esther Ágústsdóttir enskukennari við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra. Þær fjalla í fyrirlestrum sínum um fjölgreindarkenningu Gardners út frá hagnýtingu hennar í skólastarfi. Kenning Gardners um fjölgreind hefur vakið mikla athygli og nýtur mikilla vinsælda meðal skólamanna víða um heim. I fyrirlestrum sínum munu þær Erla og Esther m.a. velta því fyrir sér hverjar séu skýr- ingar þesara vinsælda og gefa dæmi um beina nýtingu fjölgreindarkenn- ingarinnar við kennslu og stjórnun, segir í fréttatilkynningu. Á haustþinginu verða haldin fjöl- breytt námskeið um nýmæli í kennslu- og skólastarfi og kynning á nýju kennsluefni í ýmsum grein- um. I tengslum við haustþingið verð- ur haldinn aðalfundur Kennarasam- bands Norðurlands vestra. Aðal- ræðumaður á fundinum verður Guðrún Ebba Olafsdóttir, formaður Félags gi’unnskólakennara. HÚSNÆÐI í BOE3I Barcelona íbúöirtil leigu í hjarta borgarinnar. Laus- ar strax. Einnig lausar frá sept. til des. Uppl. í síma 0034 659 030 863 (Helen). FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 17. sept. kl. 10.30. Hof- mannaflöt — Hrafnabjörg — Tintron, austan Þingvalla. 5— 6 klst. ganga, fararstjóri Sigrún . Huld Þorgrímsdóttir. Verð 1.400. 17. sept. Id. 13.00 Hellaskoð- unarferð i Gjábakkahraun með Hellarannsóknafélaginu. Takið með ykkur Ijós og hjðlm eða húfu. Verð 1.200. Frítt fyrir 15 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum. Munið haustferðir í Þórs- mörk. www.fi.is. textavarp RUV bls. 619. utivist.is Vetrarstarf hefst hjá Komið og dansið í HAUST hefja samtökin Komið og dansið sitt 10. starfsár. í vetur verð- ur boðið upp á tveggja daga nám- skeið undir yfirskriftinni „Lærðu létta sveiflu á tveim dögum“. Nám- skeiðin fara fram í húseign samtak- anna Danshöllinni Drafnarfelli 2. í vetur verða einnig línudansar í boði á sama stað. Einstaklingar sem ekki hafa dansfélaga era einnig vel- komnir. I boði eru námskeið fyrir grunn- skóla og í haust verður gerð tilraun með námskeið fyrir börn og íbreldra sem heita „Verum saman“. Á þess- um námskeiðum leggja einnig lið fulltrúar lögreglu, kirkju og félags- þjónustu. Fyrirmynd námskeiðanna er byggð á námskeiðum „Vær Sammen" í Noregi. Þá munu samtökin halda nám- skeið í framhaldsskólum þar sem saman fara dansnámskeið og fræðsla um undirbúning vímulausra skemmtana. Samtökin hafa gefið út fræðslubækling sem komið getur að Kammertónleikar í Garðabæ 16. SEPTEMBER kl. 17:00 | Cuvilléskvartettinn Strengjakvartett Sigurður I. Snorrason Klarinettleikari (2 0 0 0 Verk eftir J.Haydn, W.A. Mozart, L. v. Beethoven. ^ Menningarmálanefnd Garðabæjar Tónleikarnir verða haldnir I Kirkjuhvoli, safnaðarheimlli Vídalínskirkju í Garðabæ. Aðgöngumiðasala hefst einni klukkustund fyrir tónleikana. TONLIST í GARÐAEÆ 2 0 0 0 Dansað á Ingólfstorgi. gagni við undirbúning hvers konar skemmtana. Samtökin hafa víða kynnt starf- semi sína og m.a. staðið fyrir dans- leikjum á Ingólfstorgi á sunnudög- um í júnímánuði sl. þrjú ár. Reynt verður að sinna starfs- mannafélögum og vinahópum ásamt námskeiðshaldi á landsbyggðinni eftir því sem leiðbeinendafjöldi sam- takanna leyfir, segir í tilkynningu. Starfandi leiðbeinendur á Norður- og Austurlandi verða einnig með námskeið. Viðurkenndir leiðbeinendur Kom- ið og dansið era nú 10 talsins. Sam- tökin standa fyrir danshátíð að Laugalandi í Holtum helgina 13.-15. október. Dansæfingar era í Danshöllinni öll fimmtudagskvöld. Fyrstu almennu svignámskeiðin hefjast í Reykjavík helgina 16. og 17. september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.