Morgunblaðið - 15.09.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 15.09.2000, Síða 59
MORGUNB LAÐIÐ UMRÆÐAN FOSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 % JL Rétturinn til að- gangs að opin- berum störfum ÞÖKK sé þeim sem haft hafa samband við mig vegna greinar minnar í Morgunblað- inu sl. laugardag, þar sem ég fann að síðustu skipan í embætti hæstaréttardómara. Meðal þess sem fram kom í viðbrögðum les- enda var að þeir höfðu ekki allir gert sér grein fyrir því að aðgangur að opinberum störfum á jafnræðisgrundvelli teldist til samnings- bundinna mannrétt- inda. Hef ég verið til þess hvött að gera svo- lítið nánari grein fyrir e-lið 25. gr. al- þjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem ég visaði til í greininni sl. laugardag og mun því fara um þetta ákvæði nokkrum orðum. ítarleg getur sú umfjöllun þó ekki orðið þar sem mér eru af blaðs- ins hálfu settar ákveðnar skorður um lengd greinarinnar. Réttur þessi var fyrst fram settur í Mannréttindayfir- lýsingu SÞ 1948, sem var yfirlýsing þáverandi aðildarríkja samtakanna um hvaða grundvallarréttindi bæri að tryggja íbúum heimsbyggðarinn- ar í framtíðinni. Þar vonj greind til- tekin borgaraleg, stjórnmálaleg, efnahagsleg, félagsleg og menning- arleg réttindi. í 21. grein yfirlýsing- arinnar var kveðið á um stjómmála- leg réttindi, sem talin voru forsenda lýðræðislegs þjóðskipulags. Ekki voru allir fulltrúar ríkjanna, sem unnu að samningu yfirlýsingarinnar, á einu máli um hvað í hugtakinu lýð- ræði fælist og því gert ráð fyrir því, að ríki hefðu frjálsar hendur um fyr- irkomulag kosninga. En það er önnur saga. Góð samstaða náðist um 21. grein en þar segir: 1. Hverjum manni er heimilt að taka þátt í stjóm lands síns, beinlínis eða með því að kjósa til þess fulltrúa frjálsum kosningum. 2. Hver maður á jafnan rétt til þess að gegna opinberum störfum í landi sínu. 3. Vilji þjóðarinnar skal vera grundvöllur að valdi ríkisstjórnar. Skal hann látinn í ljós með reglu- bundnum, óháðum og almennum kosningum, enda sé kosningaréttm- jafn og leynileg atkvæðagreiðsla við- höfð eða jafngildi hennar að frjáls- ræði. Við samningu greinaiinnar varð minnstur ágreiningur um 2. málsgrein. í fyrstu drögum að yfir- lýsingunni var gert ráð fyrir því að skipan í opinbert starf skyldi byggj- ast á úrslitum prófa en frá því var fallið. Mannréttindayfirlýsingin sjálf er ekki bindandi þjóðréttarsamning- ur enda þótt hún hafi haft gífurleg áhrif og sé af mörgum talin ígildi slíks samnings - hafi öðlast það gildi sem venjuréttur vegna þess hve oft er til hennar vísað í ræðum sem ritum stjórnmálaleiðtoga og fræðimanna. Er álitamál hversu háttar þjóðréttar- legum skyldum ríkja vegna yfirlýs- ingarinnar einnar. Árið 1966 voru hinsvegar samþykktir á vettvangi SÞ tveir alþjóðlegir þjóðréttarsamning- ar um mannréttindi, sem gengu í gildi tíu árum síðar. Þeir eru bind- andi að þjóðarrétti fyrir þau ríki, sem hafa fullgilt hann og ber stjórnvöld- um ríkjanna að sinna þeim skyldum gagnvart eigin þegnum, sem þau hafa undirgengist með fullgildingunni, hvort sem samningarnir teljast til landsréttar eða ekki. Báðir hafa verið fullgiltir af Islands hálfu en ekki inn- leiddir í landslög. Annai- þessara samninga fjallar um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi, hinn um efna- hagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. í stuttu máli sagt skyldi hinn fyrri koma sem fyrst til framkvæmda í aðildarríkjunum en sá síðari, sem sýnt var að krefðist meiri fjármuna, framkvæmast í áíongum eftir efna- hagsaðstæðum hvers ríkis. Flest réttindin í hinum fyrr- nefnda eru svokölluð borgaraleg réttindi en 25. gi’. hans kveður sér- staklega og nánar á um stjómmálalegu réttind- in í 21. gr. Mannrétt- indayfirlýsingarinnar. Enda þótt skoðanir væra nokkuð skiptar um orðalag 25. greinar náðist fljótt um hana sátt. Fram kemur þar (í c-lið í stað 2. mgr. í yfir- lýsingunni) að á grand- velli hinnar almennu jafnræðisreglu og án ósanngjamra takmark- ana skuli sérhver borg- ari eiga rétt á og hafa tækifæri til að Mannréttindi Val í störf á að byggjast á hlutlægu hæfnismati, segir Margrét Heinreksdóttir. hafa aðgang að opinbera starfi í landi sínu á almennum jafnréttisgrand- velli. Þetta orðalag (on general terms of equality) var beinlínis hugsað til þess að koma í veg fyrir að forrétt- indahópar einokuðu opinbera þjón- ustu. Þó ber að athuga, að réttinum er ekki ætlað að ná til allra einstakl- inga innan vébanda viðkomandi ríkis. Þar segir ekki að allir eigi þennan rétt, heldur má takmarka hann við þá sem hafa ríkisborgararétt (skal sér- hver borgari eiga rétt á o.s.frv.). Orðalagið „án ósanngjarnra tak- markana“ sýnir einnig, að réttinn má takmarka t.d. við tiltekin aldursmörk og binda hann nauðsynlegum skilyrð- um um menntun og hæfni til viðkom- andi starfs, sbr. 6. gr. laganna um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins, sem beita ber með hliðsjón af ákvæði 65. gr. stjómarskrárinnar um að allir skuli jafnir fyrir lögunum. Mai-kmiðið á að vera að fá sem hæf- asta starfskrafta til að annast ríkis- reksturinn hverju sinni. En skilyrðin verða að vera málefnaleg, fagleg og sanngjörn. Grandvallarregla er að öll opinber störf séu auglýst til þess að allir, sem uppfylla hin tilteknu skil- yrði, hafi tök á að neyta þessa réttar síns - og gildir hún jafnt þótt ráðið sé til skamms tíma. Val í störf á síðan að byggjast á hlutlægu hæfnismati. Ekki má mismuna umsækjendum vegna kynþáttar, litarháttar, kyn- ferðis, tungu, trúarbragða, stjórn- málaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernisupprana eða félagslegs upprana, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna - nema hvað svokölluð tímabundin, jákvæð mismunun er heimil í sérstökum tilvikum í því skyni gagngert að leiðrétta misrétti og stuðla að jafnrétti í reynd. Það háttalag, sem tíðkast hefur hér á landi, að ráða fólk til opinberra starfa eftir stjórnmálaskoðunum eða á grundvelli ættemis, sifja- og/eða vinatengsla umfram aðra hæfari um- sækjendur er því brot á skyldum stjórnvalda við íslenska ríkisborgai’a samkvæmt c-lið 25. gr. alþjóðsamn- ingsins um borgaraleg og stjóm- málaleg réttindi. í fyrri grein minni var g;etið um túlkun Mannréttinda- samningsnefndarinnar á ákvæðinu og er ekki ástæða til að endurtaka það. Á það skal hinsvegar bent, að ís- lendingar geta vísað málum til nefnd- arinnar að tilteknum skilyrðum upp- fylltum, sem of langt mál yrði að rekja hér, en þeirra á meðal er að þeir hafi áður leitað allra leiða heima fyrir til að ná fram rétti sínum. Höfundur er lögfræðingur og sér- fræðingur í mannréttindamálum. Margrét Heinreksdóttir Samband kjósenda og þingmanna ÞÆR era réttar ábendingar Morgun- blaðsins í leiðara sl. laugardag að breyting- ar á kjördæmaskipan sem taka munu gildi við næstu kosningar kalla á „vandamál í samskipt- um við kjördæmi og kjósendur", eins og blaðið kemst að orði. Þetta var að ég hygg mörgum þingmönnum ljóst og margir létu ein- mitt í ljósi sömu áhyggj- ur og þær sem Morgun- blaðið viðrar nú í ritstjómargreininni. Sérstök nefnd undir forystu Friðriks Sophussonar, fyrrv. fjármálaráðherra, undirbjó kjör- dæmabreytinguna. Nefndin skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í októ- ber 1998. Þar lagði hún til eftirfar- andi: „Verði tillögur nefndarinnar að lögum er ljóst að aðstaða þingmanna til að sinna kjósendum i hinum land- fræðilega stærri kjördæmum verður önnur en áður. Með hliðsjón af því hvetur nefndin til að aðstoð við þingmenn úr þessum kjördæmum verði aukin, t.d. þannig að þingmenn fái styrk til að njóta lið- sinnis starfsmanns eða til annars kon- ar aðstoðar.“ I samræmi við þessar tillögur var sett á laggimar önnur nefnd sem undirritaður var formaður fyrir. Hafði nefndin það tvíþætta hlutverk að gera tillögur um aðgerðir í byggða- málum og varðandi starfsaðstöðu þingmanna. Sú nefnd skilaði af sér skýrslu og tillögum um hvorttveggja, sem dagsett var 5. mars 1999. Hverjar voru tillögurnar? Hvað starfsaðstöðu þingmanna í hinum stóra kjördæmum varðar sér- staklega, lagði nefndin það til að þing- mönnum landsbyggðarkjördæm- anna, þai’ sem kosnir verða 30 alþingismenn, verði lögð til vinnuað- staða í kjördæmunum og að þeir geti ráðið til sín starfsmenn með eftirfar- andi reglum: 1. Fyrir einn þingmann hvers stjórnmálaflokks í kjördæmi komi einn starfsmaður. 2. Fyrir hvern þingmann umfram einn komi hálfur starfs- maður. Nefndin lagði líka til að fyrri töluliðurinn kæmi til framkvæmda um mitt næsta ár en til- lögumar verði fram- kvæmdar að fullu eftir næstu kosningar. Það var mat okkar að miðað við þáverandi upplýs- ingar mætti ætla að fyrri töluliðurinn þýddi 10 stöðugildi, en 20 þeg- ar það hefði verið fram- kvæmt að fullu. Á það var lögð áhersla ráðning starfs- mannanna væri á for- sendum þingmannanna og hafi aðset- ur þar sem þingmennimir ákveði. Sérstök ástæða er til þess að undir- strika það að tillögur beggja nefnd- anna nutu almenns og þverpólitísks stuðnings. í báðum nefndum vora þingmenn úr öllum þeim þingflokk- um er þá áttu sæti á Alþingi. I starfi að þessari stefnumörkun um aðstoð við þingmenn í kjördæmunum, var lögð áhersla á að ná sem víðtækastri sátt. Er óhætt að segja að slíkt hafi tekist að fullu. Mikil breyting Það er augljóst að þótt þessar til- lögur verði framkvæmdar, verður mikil breyting á samskiptum þing- manna og kjósenda. Sá sem hér stýrir penna, var meðal annars af þeim sök- um, andsnúinn kjördæmabreyting- unni. 1 umræðum í þinginu benti ég þráfaldlega á mikilvægi þess að tryggja sem best og milliliðalausast samband þingmanna og kjósendanna. Benti ég á það að slíkt ætti líka að vera almennt leiðarljós við mótun nýrrar löggjafar um kjördæmaskipan og kosningar í landinu. I því sam- bandi vakti ég sérstaklega athygli á að í hinni viðurhlutamiklu athugun sem fór fram af hálfu breskra stjórn- valda um líkt leyti, hefði sérstaklega verið vikið að þessu og lögð áhersla á það rík áhersla að eitt meginmark- miðið með kjördæmaskipan hverju sinni væri að tryggja sem best tengsl kjósenda og þingmanna. Umræðan legið á milli hluta Því miður hefur umræða um þenn- Kjördæmaskipan Tillögur þessar miða að því, segir Einar K. Guðfínnsson, að koma til móts við þau sjónar-v mið, að viðhalda beri sem mestu og bestu sambandi þingmanna og umbjóðenda þeirra. an þátt málsins oft legið á milli hluta hér á landi. Menn hafa um of horft til spumingarinnar um vægi atkvæða þegar rætt er um breytingar á kjör- dæmasldpan eða á kosningalöggjöf- inni. Aðrir þættir sem fræðimenn, stjómmálamenn og almenningur er- lendis benda á í þessu sambandi hafa lítt verið ræddir. Þar á meðal spurn- ingin um áhrif kjósenda og sambanS1 þeirra við þingmenn. Sætir þetta vissulega nokkurri furðu. Ætla má að breytingar sem veikja samband þingmanna og kjósenda, styrki stöðu þrýstihópa og þykir þó ýmsum nóg um þegar. Greinileg merki má sjá að slík samtök hafa ver- ið að eflast á síðustu áram, sem í mörgum tilvikum hefur orkað mjög tvímælis, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Komið til móts við sjónarmiðin Tillögur þær sem íjallað hefur ver^ ið um í þessari grein, miða að því að koma til móts við þau sjónarmið, að viðhalda beri sem mestu og bestu sambandi þingmanna og umbjóðenda þeirra. Um slíkt hefur verið ágætt samkomulag í þjóðfélaginu. Þessar tillögur era ennfremur í samræmi kröfur um beinni þátttöku almenn- ings í mildlvægum ákvörðunum í þjóðfélaginu. Þeim er því ætlað að mæta þeim eðlilegu áhyggjum sem Morgunblaðið hefur af þessum mál- um og koma fram í ritstjómargrein blaðsins laugardaginn 9. september sl. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vesttjörðum:" Einar K. Guðfínnsson Pólitískur lögfræðingur ÉG HEF í sjálfu sér margt betra að gera við tíma minn en að standa í karpi við Jón Steinar Gunnlaugsson, sem titlar sig sem hæsta- réttarlögmann, en er, þegar betur er að gáð, innsti koppur í búri Sjálfstæðisflokksins. Sem slíkur hefur hann m.a. gegnt stöðu for- manns yfirkjörstjórnar í Reykjavík. Það er slæmt, að menn, sem gefa sig út fyrir að vera lögfræð- ingar, skuli blanda saman starfi sínu og pólitík með þeim hætti, sem Jón Steinar gerir. Trúverðugleiki hans sem lögfræð- ings bíður hnekki við það. Auðvitað kemur það við kaunin á Jóni Steinari, þegar hann er minntur á afskiptin af máli Heklu hf. á sínum tíma, ekki vegna þess, að hann hafi staðið ranglega að málum þá, heldur vegna hringsnúnings hans nú. Til upprifjunar fyrir lögfræðing- inn, svo að öllu sé til skila haldið, hugðist þáverandi fjánnálai’áðherra beita kæranefnd útboðsmála til að stöðva fyrirliggjandi samning Reykjavíkurborgar og Heklu hf. um kaup á túrbínu fyrir Nesjavallavirkj- un. Borgarráð greip þá til þess ráðs að koma saman að kvöldi 2. dags páska til að samþykkja samn- inginn. Þar með hafði fjármálaráðherra ekld lengur neina aðkomu að málinu. Með nákvæmlega sama hætti samþykkti borgarráð nýlega samning milli Fræðslu- miðstöðvar Reykjavík- urborgar og Línu.Nets og þar með hafði fjár- málaráðherra, eins og í fyrra skiptið, ekki leng- ur neina aðkomu að því máli, þar sem samning- ur var kominn á. Varðandi þann samning er ekki deilt um það, að hann sé innan þeirrar fjárhæðar, sem er útboðsskyld samkvæmt E E S-samningnum. Þrátt fyrir það, að enginn hafi kært þann samning, enda er hann ekki kæranlegur, ákveður settur fjármálaráðherra, í þessu tilviki Björn Bjarnason menntamála- ráðherra, að úrskurða í málinu. Þarna fer Björn Bjarnason langt út fyrir valdsvið sitt og verður ekki annað ráðið af því en að um pólitíska hefnigimi hans sé að ræða í garð borgaryfirvalda. Venjulegur heiðvirður lögfræð- ingur myndi aldrei álykta, að Alfreð Þorsteinsson Stjórnmál Það er slæmt, að menn, sem gefa sig út fyrir að vera lögfræðingar, segir Alfreð Þorsteinsson, skuli blanda saman ------------------------j-f— starfí sínu og pólitík með þeim hætti, sem Jón Steinar gerir. Reykjavíkurborg hefði brotið lög vegna þessa svokallaða úrskurðar Björns Bjarnasonar heldur benda á augljósar veilur í málatilbúnaði ráð- herrans. En þess er auðvitað ekki að vænta af hálfu Jóns Steinars, sem virðist líta á sig sem eins konar trúboða Sjálfstæðisflokksins sem allt er leyfilegt. Um vitsmuni Jóns Steinars læt ég lesendur Morgunblaðsins dæma, en ekki hafa þessi síðustu afskipti hans af málefnum Sjálfstæðisflokksins aukið hróður flokksins, nema síður sé. Höfundur er borgarfulltrúi í Reykjavík. xr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.