Morgunblaðið - 15.09.2000, Síða 66

Morgunblaðið - 15.09.2000, Síða 66
86 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýtt merki Kennara- sambands Islands Morgunblaðið/Porkell Eirfkur Jónsson, formaður Kennarasambands Islands, afhendir Stephen Fairbairn teiknara verðlaunin. VERÐLAUN í opinni samkeppni um nýtt merki Kennara- sambands íslands voru afhent á þriðju- dag og hlaut þau Stephen Fairbairns teiknari. Hann er Breti og hefur búið og starfað hér á landi i þrjátiu ár. Merkið á að vera tákn fyrir nýtt stétt- arfélag kennara, Kennarasamband ís- lands, sem myndað er af sex félögum: Félagi grunnskóla- kennara, Félagi framhaldsskólakenn- ara, Félagi tónlistarskólakennara, Skólastjórafélagi Islands, Félagi stjórnenda i framhaldsskólum og Félagi kennara á eftirlaunum. Dómnefnd bárust ellefu tillög- ur. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu að aðeins ein þeirra upp- fyllti skilyrði í verkefnislýsingu og samþykkti einróma að sú til- laga hlyti 1. verðlaun, 150 kr. þúsund. Nefndin taldi að engin ýinnur tillaga væri verðlaunahæf. V'oru því hvorki veitt 2. né 3. verðlaun. Dómnefnd var sammála um að verðlaunatillagan, merkt „Stefán Vilhjálmsson", uppfyllti þær kröf- ur sem fram komu í verkefnislýs- ingu, hún gæti verið sterkt sam- einingartákn fyrir Kennara- samband Islands auk þess sem hún gerði ráð fyrir mögulegri að- greiningu félaganna sex en höfð- aði um leið til samvinnu þeirra í einu kennarasambandi, segir í til- kynningu. Þar kemur fram að Fairbairns segi að merkið sé myndað úr forminu sem skapast milli bók- stafanna K og I. Um leið sé borð- anum skipt i sex fleti sem tákna félögin sex. Þetta er sterkt og einfalt merki sem býður upp á fjölda útfærslumögulcika. Stjórn Kennarasambands Is- lands hefur samþykkt að unnið verði að gerð merkis á grundvelli verðlaunatillögunnar. Ráðherra átti viðræður um öldrunar- þjónustu INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, átti fyrir skömmu fund með Þórunni Sveinbjörnsdóttur, for- manni Öldrunarráðs Islands og 1. varaformanni Eflingar, og nokkr- um forystumönnum Öldrunarráðs í höfuðstöðvum Eflingar til að ræða þann vanda sem uppi er á öldrun- arstofnunum. „Á fundinum skiptust ráðherra og forystumenn Öldrunarráðs á skoðunum um málið og reifaðar voru hugsanlegar aðgerðir til að leysa þann erfíða vanda sem heim- ilin kljást nú við. Viðræðurnar voru afar gagnlegar og vonast heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra til að framhald verði á þeim til hagsbóta fyrir vistmenn við- komandi stofnanna og það ágæta starfsfólk sem vinnur á öldrunar- stofnunum," segir í frétt frá ráðu- neytinu. Ákveðið var að kynna betur ný menntunarákvæði kjarasamninga sem kemur starfsmönnum til góða í launum, að efna til ráðstefnu um umönnun aldraðra og önnur úr- ræði fyrir eldri borgara og að kanna nýjar leiðir í þjónustu við þá og reyna með því að gera störf- in eftirsóknarverðari. I framhaldi af fundinum skipaði svo heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra nefnd á vegum ráðuneyt- isins sem hefur það að markmiði að laða fólk til starfa í öldrunar- þjónustu. Nefndin er þannig skip- uð: Anna Birna Jensdóttir hjúkr- unarframkvæmdastjóri, sem er formaður nefndarinnar, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Öldr- unarráðs Islands of 1. varaformað- ur Eflingar, og Birna Svavarsdótt- ir hjúkrunarforstjóri. Eru þær tilnefndar af heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra. Vilborg Ingólfs- dóttir yfírhjúkrunarfræðingur og Aðalsteinn Guðmundsson læknir sem eru tilnefnd af Landlækni. Jó- hann Árnason framkvæmdastjóri, tilnefndur af Félagi stjórnenda í öldrunarþjónustu, og Sigþrúður Ingimundardóttir hjúkrunarfor- stjóri, sem er tilnefnd af Félagi ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Haustdagskrá Sálfræði- stöðvarinnar í HAUST heldur Sálfræðistöðin sjálfstyrkingarnámskeið fyrir starfs- fólk fyrirtækja og stofnana. Þessi námskeið hafa að markmiði að auka sjálfstyrk einstaklinga á vinnustað, efla sveigjanleika og öryggi í sam- skiptum. Einnig verða haldin tvö námskeið í sjálfstyrkingu fyrir ára- mót sem opin verða einstaklingum. Einnig verður boðið upp á vinnu- sálfræðinámskeið sem sérstaklega era ætluð þeim sem í starfi sínu þurfa að takast á við ýmiss konar sam- starfsmál og vanda á vinnustað. Markmið þessa námskeiðs er að auka hæfni þátttakenda til að ráða við flók- in samskipti og er í þeim tilgangi kennt ákveðið samskiptalíkan sem reynst hefur vel í þessum tilgangi. Nýjung í haust er sérstakt hjóna- námskeið sem byggist á langvarandi reynslu af vinnu sálfræðinganna í samskiptum hjóna. Námskeiðið hef- ur að markmiði að leiðbeina aðilum við að átta sig á eigin viðbrögðum, tengslum í fjölskyldu og samskiptum í sambúð, segir í fréttatilkynningu. Höfundur námskeiðs og leiðbeinend- ur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Tölvupósfang er psych.center@- mmedia.is Námskeið í listmeðferð NÁMSKEIÐ og fyrirlestrar í list- meðferð verða haldnir laugardaginn 16. september að Grand Hótel á veg- um Listmeðferðarstofu Unnar Ótt- arsdóttur. Kennarar eru tveir þekkt- ir fræðimenn á þessu sviði, dr. Janes Dubowski, yfirmaður rannsóknar- sviðs í listmeðferð við University of Hertfordshire og Richard Houg- ham, yfirmaður í Central School of Speech and Drama í London. Dr. Dubowski mun fjalla um listmeðferð og Hougham mun fjalla um leiklistar hreyfimeðferð. Síðustu áratugi, síð- an listmeðferð varð þekkt meðferð- arúræði á Islandi, Bretlandi, Banda- ríkjunum og fleiri löndum, hafa listmeðferðarfræðingar tekið virkan þátt í að aðstoða fólk undir tilfinn- ingalegu álagi. Listmeðferðarfræð- ingar vinna með skjólstæðingum sín- um á ýmsum stöðum svo sem á sjálfstæðum meðferðarstofnunum I skólum, á spítölum og á stofnunum sem aðstoða fólk í tilfinningavanda, segir í fréttatilkynningunni. NORDJUNEX 2000 FRÍMERKI Kjarvalsstöðum UNGLINGASÝNING Dagana 27.-30. júlí sl. SÖMU daga og sýning hinna full- orðnu, DÍEX 2000, var haldin, fór fram frímerkjasýning unglinga, NORDJUNEX 2000. Þessi sýning meðal norrænna unglinga var hin 16. í röðinni síðan hin fyrsta var haldin árið 1976. Síðan "'þá hafa NORDJUNEX-sýningar verið haldnar árlega til skiptis á Norðurlöndum. Nú var röðin komin að íslenzkum frímerkjasamtökum að halda unglingasýningu þessa í annað sinn. Því miður varð skarð fyrir ■skildi í röðum íslenzkra safnara, því ið enginn unglingur sá sér fært að halda merki Islands á lofti með sýn- ingarefni. Er það veruleg afturför frá fyrri árum og hlýtur að vera áhyggjuefni stjórnar Landssam- bands íslenzkra frímerkjasafnara og þeirra félaga og klúbba, sem standa að sambandinu. Þetta er því miður einnig vandamál á öðrum Norður- löndum og sem og víða annars stað- ar. Jafnvel norskir unglingar skár- ust einnig úr leik í þetta skipti. Unglingasöfn bárust frá Dan- mörku, Finnlandi og Svíþjóð, en þar í landi, hygg ég, að áhugi ungra frí- merkjasafnara sé einna mestur um þessar mundir, enda eiga þeir dug- mikinn leiðbeinanda, sem er Bengt Bengtsson. Hann er enn fremur for- maður norrænna unglingasamtaka, sem nefnast á sænsku Samarbets- organet för Nordisk Ungdoms- filateli, SNU. Hefur Bengt öðlazt mikla reynslu í þessu unglingastarfi. Hann ritar nokkui- orð í sýningar- skrá NORDJUNEX 2000 og kemst m.a. svo að orði: „Takmarkið með þessari samvinnu er að efla og þróa norrænt samstarf. SNU á að stuðla að því, að haldnar verði NORDJUN- EX-sýningar, og jafnframt, að hald- in verði spurningakeppni meðal unglinga um þekkingu þeirra á frí- merkjum og ýmsu öðru þeim skylt.“ ^Þá nefnir Bengt sérstaklega, að árið 1999 hafi í fyrsta skipti verið haldinn sameiginlegur fundur með fulltrúum frá SNU og fulltrúum frá norrænum samtökum eldri safnara. Fundinum stýrði forseti Alþjóðasamtaka frí- merkjasafnara, FIP, Daninn Knud Mohr. Sýnir þetta, að Alþjóðasam- tökin leggja mikla áherzlu á ungl- ingastarf innan hreyfinga frímerkja- safnara. Sigurður R. Pétursson, formaður LIF, ritar í sýningarskrá um tilgang þessara unglingasýninga og segir m.a.: „Auðvitað koma upp margar spumingar um sýningar af þessu tagi, en álit okkar sem höfum unnið í þessu samstarfi er að það örvi þekk- ingu á frímerkjum og auki samskipti ungmenna á Norðurlöndum." Þá leggur Sigurður áherzlu á sýningu sem þessa og segir: „Það er von okk- ar að gestir sýningarinnar njóti þess að skoða söfn unga fólksins og sjái í leiðinni það mikla menningargildi sem felst í því að safna frímerkjum." Undir þessi orð hljóta íslenzkir safn- arar að taka heils hugar. Eins og áður er komið fram, bár- ust einungis unglingasöfn frá þrem- ur Norðurlandanna, og er það auð- vitað áhyggjuefni og ekki sízt fjarvera íslenzkra unglinga. Fram að þessu hafa þeir átt fulltrúa alllengi á NORDJUNEX-sýningum og oft með góðum árangri. Unglingum var skipt í flokka eftir aldri. Eðlilega var frímerkjaefni þeirra mismunandi, en að mínum dómi sýndi það mikla gleði og oft mikið hugmyndaflug um söfnun þess og uppsetningu. Svo má ekki heldur gleyma því, að hér eru unglingar á ferð, sem eru að feta sig áfram hægt og hægt á frímerkjabrautinni. f A-flokki voitj 15 ára og yngri. Urðu þar 14 sýnendur og flestir frá Danmörku eða 9 og lofar það vissu- lega góðu fyi-ir frændur vora Dani. Frá Svíum voru 5, en enginn frá Finnlandi. Hér hlaut Lene Poulsen frá Dan- mörku 81 stig og gyllt silfur og auk þess heiðursverðlaun frá LÍF fyrir safn frá Tékkóslóvakíu. Annar Dani, Janus Clausen, hlaut 77 stig og stórt silfur fyrir safn frá Perú í Suður-Ameríku. Ljósmynd/Hjalti Jóhannesson Norrænir unglingar gli'ma við erfíð viðfangsefni í tvísýnni spurninga- keppni. Af þessu má sjá, að jafnvel hinir yngstu binda sig ekki við mótíf- eða minnasöfnun, sem er annars algengt efni í þeirra hópi, svo sem við er að búast. Flestir í þessum flokki fylgdu samt þeirri braut. Hér mátti t.d. sjá efni um knattspyrnu, gamla bíla, um hunda, sem beztu vini mannsins, og eins var brugðið upp með frímerkj- um, hvert gagn menn geta haft af hundum í daglegu lífi. Þá voru frí- merki tengd jólahátíðinni. Ungling- ar eru einnig hrifnir af myndefni með fuglum og dýrum og eins alls kyns ævintýraefni. í B-flokki (16-17 ára) voru 15 söfn. Sænskir unglingar áttu þar 12 söfn, en danskir tvö og eitt kom frá Finn- landi. Hér voru viðfangsefnin að vonum fjölbreyttari og efnismeiri en í yngri flokknum. í C-flokki (18-19 ára) voru ellefu söfn, þrjú frá hvoru landi um sig, Danmörku og Finnlandi, en fimm frá Svíþjóð. I D-flokki (20-21 árs) voru fimrn söfn, tvö frá Danmörku og tvö frá Svíþjóð, en svö eitt frá Finnlandi. Eg hef aðeins vikið að örfáum at- riðum í hverjum flokki, enda tel ég víst, að nákvæm skrá um verðlaunastig sýnenda verði birt í Frímerkja- blaðinu. Hér framar var minnzt á spuminga- keppni meðal unglinga. Þrjú lið, skipuð þremur unglingum hvert, tóku þátt í keppninni. Til stóð, að íslenzkt lið yrði með í keppninni, en því miður brást það á síðustu stundu. Var leitt til þess að vita, ekki sízt fyrir það, að íslenzkir unglingar höfðu oft staðið sig vel í keppni sem þessari og sigrað í nokk- ur skipti. Bengt Bengtsson og Jón Aðalsteinn Jónsson höfðu samvinnu um gerð spurninganna, en Rúnar Þór Stefánsson var dómari. Að þessu sinni var spurningum beint að frímerkjum, tengdum höf- uðborgum Norðurlanda, og myndum af þeim brugðið upp á skjá um leið. Voru fjórir valmöguleikar um rétt svar myndefnis. Svöruðu keppendur hverri spurningu skriflega. Keppni þessi varð hin bezta skemmtan, og oft var mjótt á munum milli liðanna. Þá fengu liðin til greiningar sams konar frímerki frá mörgum löndum og áttu að raða þeim rétt upp á blað. Eins var reynt á vitneskju þeirra um mismunandi tökkun frímerkja. Sænska liðið fór með sigur af hólmi og hlaut 36 stig. Danska liðið hlaut 32 stig og hið finnska 28 stig. ÖIl fengu þau að lokum ágæt verð- laun fyrir þátttöku sína og frammi- stöðu. Jón Aðalsteinn Jónsson Börn í umferðinni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Umferðarráði: „Nú er haustið í nánd og fyrsta skóladeginum fylgir mikil spenna og eftirvænting hjá börnum. Umferð bifreiða eykst á þessum tíma árs, samkvæmt reynslu fyrri ára, og því er nauðsynlegt að foreldrar undirbúi börn sín sem best undir komandi ferðir í skólann. Við upphaf skóla- göngu er nauðsynlegt að finna ör- uggustu leiðina í skólann. Rétt er að fylgja bömunum fyrstu skóladagana og þjálfa þau í að taka vel eftir og bregðast við öllum þeim hættum sem kunna að leynast í umferðinni. Foreldrum er vinsamlega bent á að endurskinsmerki á úlpum og skólatöskum auka öryggi barna í um- ferðinni til muna. Mörg böm koma með bfl í skólann. Þá er afar mikilvægt að hleypa þeim út úr bflnum á ömggum stað þannig að þau þurfi ekki að ganga yfir ak- braut eða á milli bíla á bílastæði. Ökumaður skal gæta þess að allir í bflnum séu með viðeigandi öryggis- búnað og að barn undir 40 kg og 140 cm sitji ekki andspænis öryggispúða. Yngstu skólabörnin ættu að sitja á bílpúða í aftursæti. Ókumenn verða að sýna ýtrastu varkárni, einkum í nágrenni við skóla og þar sem búast má við að börn séu á ferð. Börn undir 12 ára aldri skynja ekki fjarlægð og hraða ökutækja og það verða ökumenn að hafa í huga. Mælst er til þess að börn fari ekki á hlaupahjólum eða reiðhjólum í skólann og gott er gefa sér nægan tíma þegar lagt er af stað í skólann. Börn sem eru að flýta sér taka síður eftir umhverfinu en þau sem hafa góðan tíma. Umferðarráð sendir í samstarfi við Námsgagnastofnun út námsefni til allra barna sem eru að hefja skóla- göngu í fyrsta sinn og foreldra þeirra. Námsefnið heitir Á leið í skól- ann og óskar Umferðarráð eftir því að foreldrar fari vel yfir það með bömum sínum. Umferðamáð hvetur foreldra og fon-áðamenn barna og ökumenn til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að auka öryggi barna í umferðinni. Settu öryggi barnanna í fyiirrúm og láttu ekki þitt eftir liggja."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.