Morgunblaðið - 15.09.2000, Síða 84

Morgunblaðið - 15.09.2000, Síða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Tæplega sjötug kona úrskurðuð í gæsluvarðhald Grunuð um tugmillj - óna króna fjársvik HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær tæplega sjötíu ára gamla konu í gæsluvarðhald til mánudagsins 25. september næst- komandi að kröfu efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjórans en konan er grunuð um stórfelld fjár- svik gagnvart nokkrum einstakl- ingum. Eru þessi fjársvik talin nema tugum milljóna króna og munu hafa staðið í nokkur misseri. Rannsókn málsins stendur enn ^vfir og teygir anga sína um allt land. Konan er grunuð um að hafa beitt nokkra einstaklinga blekking- um og þannig haft af þeim tugi milljóna króna. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins mun heimild og skylda peningastofnana til þess að tilkynna um óeðlilegar peninga- greiðslur hafa haft verulega þýð- ingu við rannsókn málsins en enn er verið að taka skýrslur af hugs- anlegum fórnarlömbum konunnar. Liggur því endanlegur fjöldi þeirra ekki fyrir á þessari stundu né heildarupphæð fjársvikanna. Konan hefur áður komið við sögn lögreglunnar Konan, sem er búsett í Reykja- vík, hefur áður verið dæmd fyrir fjársvik og gengur rannsókn efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjórans m.a. út á það að athuga hvort þar hafi verið um sambæri- leg brot að ræða. Hún er grunuð um brot gegn 248. grein almennra hegningarlaga en greinin fjallar um fjársvik og getur brot varðað fangelsisvist, allt að sex árum. Fyrir um tveimur árum féll dómur yfir leigubílstjóra í Reykjavík sem blekkt hafði hóp fólks til að taka fyrir sig lán, eða skrifa upp á lán fyrir sig, og námu upphæðirnar samtals tugum milljóna króna. Var hann sakfelldur fyrir fjársvik og dæmdur í tveggja ára fangelsisvist enda þótti sannað að fólkið hefði ekki vitað hvað af öðru og að það hefði staðið í þeirri trú að maður- inn væri borgunarmaður fyrir þeirri skuld sem það hafði ábyrgst fyrir hann. Hann hefði hins vegar vitað sem var að hann gæti aldrei greitt öllum fórnarlömbum sínum þá fjármuni sem hann hafði haft af þeim eða látið þau ganga í ábyrgð fyrir. Pokemon ekki með í skólann Skiptin koma börn um úr jafnvægi í FRÉTTABRÉFI Mýrar- hdsaskóla eru foreldrar minnt- ir á að skólinn geti ekki tekið ábyrgð á Pokemon-spilum sem nemendur koma með í skólann. Skólastjórinn beinir þeim til- mælum til foreldra að spilin verði helst geymd heima. Fríða Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri Mýrarhdsaskóla, segir að Pokemon-spilin skipti gjarnan um eigendur í frímín- dtum. Ekki séu þó allir sáttir við viðskiptin og nokkuð ber á því að yngri nemendur telji sig hlunnfarna í viðskiptum við efribekkinga. Þetta hefur vald- ið börnunum hugarangri og Regína segir að börnin séu stundum miður sin það sem eftir lifir dags. í Mýrarhdsaskóla eru hátt í 500 nemendur og því erfitt um vik fyrir starfsmenn skólans að leysa öll álitamál sem koma upp í Pokemon-viðskiptum. Regína minnti því foreldra á að skólinn gæti ekki tekið ábyrgð á þeim leikföngum sem börnin koma með í skólann, þ.m.t. Pokemon-spil og því séu þau e.t.v. best geymd heima. Nemendur eru oft van- svefta eftir helgarfrí I fréttabréfinu hvetur Regína foreldra einnig til þess að sýna festu og gæta þess að börnin fái nægan svefn. Hdn segir að nemendur séu oft illa sofnir eftir helgarfrí eða lengri skólaleyfi. Vansvefta börn reynist gjarnan taugastrekkt og það taki þau langan ti'ma að jafna sig á svefnleysinu. Safnið . rekiðtil byggða UM ÞESS AR mundir standa yfir göngur um allt land. Smölun hefur víðast hvar gengið þokkalega en veður hefur þó verið nokkuð vætu- samt. Gangnamenn hafa því margir komið bæði blautir og þreyttir til byggða. Þessi mynd var tekin austan við Gullfoss af fjallsafni Hrunamanna en réttað verður í Hrunarétt í dag. Bændur eru almennt sammála um að féð komi í góðum holdum af fjalli. Sauðfjárslátrun er þegar haf- < Jtn og má nd finna í kjötborðum verslana drvals dilkakjöt af nýslátr- uðu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Salmonellubaktería hefur valdið faraldri á höfuðborgarsvæðinu 50 manns hafa sýkst NÆRRI 50 manns hafa veikst af salmonellusýkingu síðustu daga og líklegt er talið að allmargir til viðbót- ar hafi sýkst að sögn Haralds Briem sóttvarnalæknis. Sumir hafa þurft að leggjast á sjúkrahús. Hann segir þetta faraldur og nauðsynlegt sé að komast að uppruna sýkingarinnar. Sýkingamar eru að mestu bundn- ar við höfuðborgarsvæðið og greind- ust 26 sjúklingar frá mánudegi og þar til síðdegis í gær og sagði Haraldur í gærkvöldi að um 20 til viðbótar væru nokkuð örugglega sýktir. Þeir eru flestir á aldrinum 20 til 30 ára og hafa sumir þurft á sjúkrahúsvist að halda. Hann segir suma hafa legið nokkra daga á spítala. Flestir hafa snúið sér til bráðamóttöku og nokkrir verið lagðir inn í framhaldi af því. Haraldur Briem segir að margir þeirra sem veiktust hafi sótt veitinga- og skyndibitastaði en aðrir ekki. Bendir flest til þess að sýkt matvara sé í umferð og segir hann menn yfir- leitt ekki sýkjast öðruvísi en gegnum matvæli eða drykki. Spuming væri hvort seld hefðu verið einhver mat- væli sem sýking stafaði af, hvort ein- hver efni eða fæða sem blandaðist annarri gæti borið bakteríur. Neysla sjúklinga kortlögð Hann sagði geta orðið snúið að finna upprunann og allt kapp væri lagt á að leita hans. Það er einkum gert með því að kanna hvar sjúkling- ar hafa verið, hvað og hvar þeir hafa snætt og hugsanleg tengsl við aðra sjúklinga. Þá eru fengnar upplýsing- ar hjá samanburðarhópi. „Þannig reynum við að sjá hvort sjúklingar eiga eitthvað sameiginlegt og hvort upplýsingar geta beint okkur á ákveðna braut,“ sagði Haraldur. Sýkingin er af völdum salmonella typhimurium, sem Haraldur segir að sé af öðram stofni en sú salmonella typhimurium sem valdið hafi salmon- ellusýkingu hér undanfarið ár. Þá segir hann það sérstakt áhyggjuefni að bakterían sé ónæm fyrir mörgum algengum sýklalyfjum en þó hafi fundist lyf sem gagnist. Haraldur segir að þeir sem veikjast illa séu settir í sýklalyfjameðferð en annars sé reynt að gefa aðeins vökva í æð ef sjúklingar eiga erfitt með að halda niðri fæðu. Einkenni era ógleði, upp- köst, magaherpingur og jafnvel blóð í hægðum. Hann segir marga hafa haft þessi einkenni í viku til tíu daga. Auk sóttvamalæknis standa sýkla- fræðideild Landspítalans, Hollustu- vernd ríkisins, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og yfirdýralæknir að rannsókn á upprana faraldursins. Einnig veita læknar sjúklinganna mikilvægar upplýsingar. Haraldur sagði að þetta væri slæm baktería sem menn vildu ekki sjá hérlendis. Hún hefur herjað í Evrópu. Brýnt sé að fólk vandi meðferð matvæla og þeir sem finni einkenni um matarsýk- ingu leiti læknis. Hafi menn gran- samlegar matarleifar undir höndum geta þeir snúið sér til Heilbrigðiseft- irlitsins vegna nánari rannsókna. Setti upp vef um þýska kafbáta Þúsundir heimsókna ádag EITT stærsta vefsetur í eigu Islendings er einkaframtak Guðmundar Helgasonar, uboat.net. Það er efst á blaði hjá Yahoo!, AltaVista og öðram leitarvélum ef spurt er um þýska kafbáta og kafbátahern- að í heimsstyrjöldinni síðari. Á fimm árum hefur vefurinn stækkað jafnt og þétt og er nú orðinn sjö þúsund síður með krosstengingum og tilvísunum hvar sem borið er niður. Vefurinn er keyrður frá Bandaríkjunum og skoða hann um sex þúsund manns á dag, þar af er aðeins 1% heimsóknir frá íslandi. Að sögn Guðmund- ar ráða gróðasjónarmið ekki ferðinni í rekstri uboat.net enda hefur vefurinn aldrei skil- að arði. ■ Gerir út á þýska kafbáta/6D ¥ OSTUR ER GÓÐUR FYRIR TENNURNAR Ostur er kalkríkur og kalkiS styrkir tennur og bein. fi.uk þess er gott að enda hverja máltíð með osti því hann skapar ákjósanlegt sýrustig ( munninum og ver tennumar þannig fyrir skemmdum. OSTURINN A ALLTAF VIÐ ISLENSKIR Xf OSTAg / ■ „0INME, I ú/ ^ J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.