Morgunblaðið - 30.09.2000, Side 1

Morgunblaðið - 30.09.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913 224. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fjöldamótmæli og borgaraandóf í Júgóslavíu Hart þrýst á um endurtalningu Belgrad. Reuters, AFP. VOJISLAV Kostunica, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Júgóslavíu, kallaði í gær eftir því að atkvæði úr forsetakosningunum sem fram fóru um síðustu helgi yrðu endurtalin undir alþjóðlegu eftirliti. Sagði hann sig með þessu vera að gefa eftir í deilunni við Slobodan Milosevic og menn hans um það hver raunvemleg úrslit kosninganna voru. Talsmenn DOS halda því fram, að Kostunica hafí fengið hreinan meiri- hluta atkvæða í kosningunum sl. sunnudag og hafa fordæmt ákvörðun hinnar opinberu kjörstjómar, sem að mestu er skipuð samherjum Mil- osevic, að önnur umferð kosning- anna skuli fara fram hinn 8. október. Samkvæmt opinberum úrslitum fékk Kostunica 48,2% atkvæða en Milosevic rétt um 40%. Mótmælafundir gærdagsins mörkuðu upphafið að víðtækum and- ófsaðgerðum, miðuðum að því að þvinga Milosevic til að viðurkenna ósigur og láta af völdum. „Við munum halda mótmælafund- um áfram um alla helgina og hvetj- um til allsherjai'verkfalls á mánu- daginn,“ sagði Zoran Djindjic, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar. En sumir borgarar hófu þegar í gær andófsaðgerðir. Vörubílstjórar lok- uðu þjóðvegum í miðri Serbíu, í bæj- um og borgum þar sem stjórnar- andstaðan hefur mest ítök hindruðu leigubílstjórar umferð, kennsla lagð- ist niður í sumum skólum og starf- semi ófárra fyrirtækja stöðvaðist er verkamenn lögðu niður vinnu. Einn- ig kom til lokana kvikmynda- og leik- húsa í Belgrad og víðar. Grísk málamiðlun rædd Tilraunir erlendra ríkja til að stuðla að friðsamlegri lausn á málinu halda áfram. Frakkar, sem fara fyrir Evrópusambandinu þetta misserið, Rússar og Grikkir - hefðbundnar vinaþjóðir Serba - könnuðu í gær gríska áætlun sem m.a. gerir ráð fyr- ir að Kostunica verði talinn á að taka þátt í annarri umferð forsetakosning- anna. Grikkir buðust líka til að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með end- urtalningu atkvæða. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÓSE, hef- ur einnig krafizt þess að fá að senda menn á sínum vegum til að sannreyna úrslitin. Stjómvöld í Belgrad höfðu bannað fulltrúum ÖSE að koma nærri framkvæmd kosninganna. Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands, bar í gær til baka fregnir þess efnis, að ráðamenn í Kreml væru að leggja á ráðin um að Milosevic fengi pólitískt hæli í Rússlandi. Sagði hann fulltrúa Rússlandsstjómar hafa fullvissað sig um að ekkert væri hæft í slíkum sögusögnum en Vedrine lauk í gær tveggja daga vinnuheimsókn til Moskvu. AP Námsmenn í Nis, næststærstu borg Serbíu, á mótmælafundi gegn meintum kosningasvikum Slobodans Milosevic og samheija hans í gær. Á-borðanum stendur slagorðið: „Hann er búinn að vera.“ Gengi evru og Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. STAÐA dönsku krónunnar styrktist lítillega í gær þrátt fyrir að meirihluti dönsku þjóðarinnar hefði á fimmtu- dag greitt atkvæði gegn aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Danski seðlabankinn hækkaði í gær inn- og útlánsvexti um 0,5%, í 5,6% sem er minna en búist hafði ver- ið við, að sögn Jorgen Birger Christ- ensens, aðalhagfræðings Danske Bank. Mogens Lykketoft fjármálar- áðherra ítrekaði í gær að ríkisstjóm- in myndi gera allt til að veija krón- una, „við ætlum ekki að refsa dönsku þjóðinni fyrir að greiða atkvæði gegn [evrunni]," sagði hann. Gengi evrunnar, rétt eins og krón- unnar, var stöðugt í gær og segir Christensen ástæðuna að markaður- inn hafi verið viðbúinn því að Danir myndu hafna aðild. „Ragnarök brjót- ast ekki út 29. september," sagði Ole Stavad, ráðherra skatta- mála, en svigrúm í efnahagsmálum væri nú minna. Ekki kom til óláta í Kaup- mannahöfn í kjölfar þjóðar- Poul Nyrup atkvæðagreiðsl- Rasmussen unnar eins og óttast hafði verið og danskir stjóm- málamenn höfðu einnig hægt um sig enda löng og erfið kosningabarátta að baki. Marianne Jelved viðskiptaráð- herra kvaðst í gær hafa upplifað versta dag póhtísks lífs síns er hún fundaði með starfsbræðmm sínum hjá Evrópusambandinu. Andstæðingar aðildar að Evrópu- Telja að menn geti lifað lengur en í 120 ár London. The Daily Telegraph. HÁMARKSÆVISKEIÐ manna hefur lengst í rúma öld í iðnríkjunum og ekkert bendir til þess að sú þróun stöðvist, samkvæmt rannsókn banda- rískra og sænskra lýðfræðinga sem telja að ekkert sé hæft í kenningum vísindamanna um að fólk geti ekki lifað lengur en í um 120 ár. „Hámarksæviskeið manna er að breytast," sagði John Wilm- oth, lýðfræðingur við Kalifom- íu-háskóla. „Sjaldgæft er að fólk lifi lengur en í 110 ár en komandi kynslóðir gætu lifað enn lengur en erfitt er að meta hvort þetta geti haldið áfram endalaust." Bætt heilsugæsla aðalástæðan Rannsóknin byggðist á sænskum gögnum um há- marksævilengd Svía allt frá ár- inu 1861. Wilmoth og sam- starfsmenn hans frá Svíþjóð og Bandaríkjunum segja að sænsku gögnin séu mjög áreið- anleg og góð vísbending um þróunina í öðram iðnríkjum. Niðurstaðan var birt í vis- indatímaritinu Nature og þar kemur fram að á sjöunda ára- tug 19. aldar vom elstu Svíarn- ir um það bil 101 árs. Hámarks- ævin lengdist næstu áratugina og var um 105 ár á sjöunda ára- tugnum og 108 ár á síðasta ára- tug. Wilmoth segir þessa þróun stafa af framfömm í læknavís- indum og bættri heilsugæslu. AP Palestínskur múslimi fylgist með er ísraelskir óeirðalögreglumenn skjóta gúmmíkúlum að óeirðaseggjum á Musterishæð í Jerúsalem f gær. Harkaleg átök í A-Jerúsalem Jerúsalem. Reuters. FJÓRIR Palestínumenn létu lífið á götum Jerúsalemborgar í gær, er óeirðaseggjum og ísraelskri lög- reglu laust saman í grennd við helg- ustu byggingar borgarinnar annan daginn í röð. Auk þess var ísraelsk- ur hermaður skotinn til bana á Vest- urbakkanum. Að minnsta kosti 200 Palestínu- menn og ísraelar, auk fimm er- lendra ferðamanna, slösuðust í óeirðum gærdagsins sem era þær verstu sem hafa orðið á svæðinu á síðustu mánuðum. Hefur þessi of- beldisbylgja þegar orðið til þess að draga úr vonum um að sögulegt samkomulag um lausn á 52 ára deilu þjóðanna sé í sjónmáli. Shmuel Ben-Ruby, talsmaður lög- reglunnar í Jerúsalem, greindi frá því að lögreglumenn hefðu gert áhlaup á al-Aqsa-moskuna í elzta hluta borgarinnar og skutu gúmmí- húðuðum málmkúlum að hópum ungra Palestínumanna sem höfðu kastað grjóti að fólki sem var að biðiast fyrir við Grátmúrinn. Ospektimar upphófust í kjölfar hefðbundinna föstudagsbæna músl- ima. Vísaði lögreglan um 22.000 múslimum, sem höfðu sótt hádegis- guðsþjónustu í moskunum á Must- erishæð, á brott til að hún gæti tekið óeirðaseggina höndum. Að sögn lækna á næriiggjandi sjúkrahúsum vora fjórir látnir og yfir 200 slasaðfr meðal þeirra sem nutu aðhlynningar vegna óeirðanna í gær. Sumir hinna særðu höfðu orðið fyrir byssukúlum. Yehuda Wilk, yfirmaður ísraelsku lögreglunnar, neitaði því að vopn lögreglunnar hefðu verið hlaðin málmkúlum. Ben-Ruby sagði að tugir lögreglumanna hefðu slasazt vegna steinkasts óeirðaseggja. Þrír hefðu hlotið alvarleg meiðsl vegna þessa. Saka hverjir aðra um að eiga upptökin Stjómmálaleiðtogar ísraels og Palestínumanna sökuðu hverjir aðra um að bera ábyrgð á því að óeirðirn- ar brutust út. Til átaka kom einnig á einöngrað- um svæðum á Vesturbakkanum. ísraelar lýstu yfir banni við ferðum ísraelskra borgara til yfirráðasvæða Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza. Er búizt við því að spenna verði áfram mikil í dag, laugardag. Heim- astjórn Palestínumanna hefur lýst yfir allsherjarverkfalli á yfírráða- svæði sínu og þeir sem létu lífið í gær verða bornir til grafar. krónu stöðugt sambandinu hafa krafist viðræðna við flokksleið- toga og nýrra áherslna í Evrópu-umræð- unni í Danmörku og nær allir flokksleiðtogar eru sammála um þörfina á því að setjast niður og ræða stöðuna ít- arlega. Fylgismenn EMU-aðildar og stjómmálasérfræðingar era þó svartsýnir á að umræður um evrópu- mál leiði til nokkurs. Til marks um það er að Niels Hel- veg Petersen utanríkisráðherra ákvað í gær að fresta um óákveðinn tíma öllum áformum um þjóðarat- kvæði um varnarsamstarf ESB en ráðherrann hafði vonast til þess að það gæti orðið árið 2002. Hogni Hoydal, varalögmaður fær- eysku landstjómarinnar, kvaðst í gær óttast að úrslit þjóðaratkvæðis- ins hefðu slæm áhrif á viðræður Fær- eyinga og Dana um sjálfstæði. Telur Hoydal að Danir verði því andsnúnari en fyrr að sleppa hendinni af Færeyj- um, jafnvel þótt ótti þeirra við að tapa fullveldisrétti til ESB ætti með réttu að auka skilning þeirra á afstöðu Færeyinga. ■ Danmörk ky rrstæð/26 MORGUNBLAÐID 30. SEPTEMBER 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.