Morgunblaðið - 30.09.2000, Side 26

Morgunblaðið - 30.09.2000, Side 26
26 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mat stjórnmálaskýrenda á úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu Dana um evruaðild Danmörk kyrrstæð en Evrópa geysist áfram Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Nær engra áhrifa gætir af niðurstöðu þjóðar- atkvæðagreiðslunnar í Danmörku en að mati stj órnmálaskýrenda sem Urður Gunnars- ddttir ræddi við í Kaup- mannahöfn á það eftir ________að breytast.__________ DANIR vöknuðu í gærmorgun upp við óbreytt ástand, daginn eftir þjóð- aratkvæðagreiðslu þar sem aðild að evrópska myntbandalaginu var felld með meiri mun en búist hafði verið við. Danska krónan heldur velli, gengi hennar hækkaði meira að segja lítil- lega, hinar efnahagslegu afleiðingar eru sáralitlar, stjórnin situr og engin krafa hefur komið fram um að hún segi af sér. Þetta gerist þrátt fyrir það sem Toger Seidenfaden, ritstjóri Politiken, kallar „risa-kjaftshögg“ fyrir stjómvöld og þingið, sem lögðu hart að almenningi að greiða evr- unni, hinum sameiginlega gjaldmiðli Evrópu, atkvæði sitt. Svo virðist hins vegar sem danskur almenning- ur hafi ákveðið að láta það sem vind um eyru þjóta, margir hafa haldið því fram að Danir hafi tekið ákvörð- un þrátt fyrir stjómmálamennina. Styrk staða krónunnar Afleiðingar þjóðaratkvæða- greiðslunnar virðast í fljótu bragði litlar og þeir sem greiddu atkvæði gegn aðild hafa sagt það styðja það sem þeir hafi haldið fram; að með því að hafna aðild hafi Danir valið óbreytt ástand og að staða dansks efnahags verði áfram sterk. Seidenfaden og yfirhagfræðingur Danske Bank, Jorgen Birger Christ- ensen, segja Dani hins vegar ekki munu komast hjá því að taka afleið- ingunum síðar meir, efnahagslega og pólitískt: „Ég óttast að þetta hafi takmarkað fullveldi og áhrif Dan- merkur þegar til lengri tíma er litið,“ segir Seidenfaden. Christiensen viðurkennir að fjár- málamarkaðurinn hafi verið óvenju rólegur enda hafi sérfræðingar verið viðbúnir því að Danir felldu aðild. Vextir hafi aðeins verið hækkaðir um 'Æ% sem sé minna en menn hafi óttast og raunar hafi staða dönsku krónunnar styrkst h'tillega. „Þetta er þó ekki til marks um að andstæð- ingar aðildar hafi haft rétt fyrir sér, heldur er aðeins skammgóður verm- ir. Á meðan efnahagurinn er í blóma gengur allt vel en um leið og syrtir í álinn mun danskur efnahagur hða fyrir að vera ekki hluti af mynt- samstarfinu. Staða krónunnar er ekki styrk þegar óróleiki er á gjald- eyrismörkuðum.“ . Engir timburmenn Danir vöknuðu sum sé ekki upp með timburmenn. Einn af þekktustu andstæðingum aðildar, rithöfundur- inn Ebbe Klovdal Reich, segist þó ekld syngjandi sæll og glaður. „Ég myndi vera fyllilega ánægður ef ég héldi að niðurstaðan væri til marks um hvað hinni dönsku þjóðarsál finnst í raun og veru.. Mér flnnst hún hins vegar því miður bera nokkum keim af hræðslu við hið útlenda og óþekkta og það veldur mér áhyggj- um.“ Þar á rithöfundurinn vísast við að hluti andstæðinga evrunnar kom úr hópi stuðningsmanna Danska þjóð- arflokksins, sem vill m.a. takmarka straum innflytjenda til Danmerkur. Reuters Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins fagnar hér úrslitum kosninganna, en flokkur hennar er meðal þeirra sem andsnúnir eru evruaðild. atkvæðið 1992 er nú spennt enn fastar en fyrr. Stjórnin er lömuð,“ segir Seidenfaden. Þrátt fyrir að Evrópusambandið hafi verið rætt í þaula í Danmörku undanfarna mánuði og andstæðing- ar aðildar að EMU hafi krafist þess að breyting verði á Evrópu-umræð- unni hjá ríkisstjóminni em efasemd- ir um að sú verði raunin. Niels Jorgen Nehring segir ekki raunhæft að búast við endumýjaðri Evrópu-umræðu. „Það er ekki hægt án þess að taka tillit til þeirra breyt- inga sem eiga sér stað í Evrópu. Við höfum hins vegar greitt atkvæði með undantekningum frá því. Danir verða nú að búa sig vel og vandlega undir leiðtogafund ESB sem haldinn verður í Nice í desember.“ Seidenfaden er á sama máli, segir ekkert benda til þess að breyting verði á Evrópu-umræðunni, enginn flokkanna hafi lýst því yfir að hann vilji út úr Evrópusambandinu. Hann gagnrýnir andstæðinga aðildar harðlega, segir þá hafa stimplað sig út úr hefðbundnum stjómmálum og að þeir séu ekki reiðubúnir að axla ábyrgð.Yfirlýsing hans er í sam- ræmi við orð Lene Espersen, tals- manns íhaldsflokksins í Evrópumál- um, sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum er úrslitin vom ljós. „Þegar morgundagurinn rennur upp,“ sagði hún og vísaði til leiðtoga andstæð- inga aðildar, „verður Dmde Dahle- rap farin til Stokkhólms, Jens Peter Bonde til Brassel og Holger K. Nielsen og Pia Kjærsgaard, sem hafa verið í innilegu pólitísku faðm- lagi, hlaupa nú æpandi hvort frá öðra.“ Bæði ritstjórinn og stjómmála- maðurinn vísa til þeirrar staðreynd- ar að helstu talsmenn Júníhreyfing- arinnar era báðir búsettir erlendis en snera heim til að stýra baráttunni gegn evranni. Ennfremur þess að þeir stjómmálaleiðtogar sem hafa farið fyrir andstæðingum standa fyrir flokkana yst til hægri og vinstri í dönskum stjórnmálum. Klpvdal Reich hafnar þessu alger- lega, segir ekkert benda til þess að andstæðingar evrannar muni ekki axla ábyrgð. „Meiri ástæða er til að Reuters Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, ræðir við fjölmiðla eftir að ljóst var að Danir höfðu hafnað evruaðild. Niels Jorgen Nehring, forstöðu- maður dönsku utanríkismálastofn- unarinnar, lýsir niðurstöðunni sem svo: Danmörk ákvað að standa í stað á meðan Evrópa geysist áfram. Kveðst hann ekki telja um sögulega atkvæðagreiðslu að ræða, hún hafi verið fyrirséð og niðurstaða hennar komi ekki á óvart. Seidenfaden segir niðurstöðuna staðreynd, staðreynd sem snerti al- menning ekki svo mjög í nánustu framtíð en öðra máli gegni um stjórnvöld. „Þetta er gríðarleg nið- urlæging fyrir ríkisstjómina, þingið og fjölmörg samtök, félög og stofn- anir sem lögðu allt undir til að beij- ast fyrir aðild. Nú era hendur stjómvalda bundnar, sú spenni- treyja sem þau lentu í eftir þjóðar- spyrja hvaðan stjórnin og meirihluti þingsins hafi umboð sitt?“ Tala ekki máli þjóðarinnar Sú staðreynd að þrátt fyrir að mikill meirihluti þingmanna hafi verið fylgjandi aðild féllu atkvæði þjóðarinnar á annan veg verður ekki túlkuð á annan hátt en sem ósigur fyrir stjórnina og þingið. Seidenfaden segir ríkisstjómina og þingið verða að horfast í augu við þá staðreynd að í þessu máli hafi hvorki stjórn né þing talað máli Dana. „Ég á von á því að stjómvöld bregðist við með því að reyna að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu í framtíðinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þjóðin greiðir atkvæði á allt annan hátt en þingið. Við eram í afar erfiðri stöðu.“ Engin krafa um afsögn Hver verða svo áhrifin á dönsk stjómmál þegar það er haft í huga að allir stjómmálaflokkarnir klofnuðu í afstöðu sinni til evrannar? „Allt heldur áfram eins og venjulega. Þetta hefur sáralitlar afleiðingar á dönsk innanríkismál en það sama verður hins vegar ekki sagt um utan- ríkismál og Evrópumál,“ segir Seid- enfaden. Eins einkennilega og það nú hljómi verði tæplega krafa um að stjómin segi af sér. „Halda mætti að það væri fullkomlega eðlileg krafa en flokkarnir hafa ekki lagt hana fram. Nú munu þingmennimir reyna að komast að málamiðlun, fjölmargir andstæðingar aðildar styðja stjórnina og ég á ekki von á að það breytist. Þeir munu væntanlega krefjast meiri áhrifa." „Þjóðin er að vissu leyti klofin, það er engin ástæða til að fela það. Nú verður ríkisstjómin að breyta um tón í Evrópuumræðunni, færa hana upp á annað plan,“ segir Klpvdal Reich sem er þó á sama máli og Seid- enfaden, hvað stöðu stjórnarinnar varðar, telur ekki að mikilla breyt- inga sé að vænta á stjómarheimil- inu. „Þingið er kjörið á öðram for- sendum en þeim sem hafa verið til umræðu síðustu mánuði. Þess vegna á ég ekki von á því að menn krefjist afsagnar stjómarinnar. Hins vegar vonast ég til þess að stjómvöld skilji þau skilaboð sem þjóðin sendi þeim og að það verði breytingar á umræð- unni um Evrópumál.“ Misst trúverðugleika erlendis Seidenfaden er ómyrkur í máli er talið berst að viðbrögðum erlendis. „Við höfum misst allan trúverðug- leika erlendis. Nú hljóta menn að spyrja dönsk stjómvöld fyrir hvem þau tali eiginlega?“ Klpvdal Reich kveðst hins vegar vona að erlendis líti menn svo á að lítil, vel upplýst þjóð hafi hafnað of hröðu sameiningarferli. „Ég geri mér þó fyllilega grein fyrir því að niðurstaðan gefur tilefni til að ætla að Danir séu varir um sig gagnvart útlendingum og því miður er nokkuð til í því.“ Nehring segir niðurstöðuna vond- ar fréttir fyrir aðildarlög mynt- bandalagsins og telur hún þetta verða vopn í höndum þeirra sem vilja svokallaða tveggja hraða Evrópu: nánari samvinnu þeirra ríkja sem það vilji en hin standi að nokkra leyti utan við. Slíkt muni svo aftur koma í bakið á Dönum síðar- meir, þar sem þeir muni standa ut- andyra. „Áhrifanna gætir hins vegar ekki fyrr en eftir nokkur ár, engar breytingar verða á hinu hefðbundna Evrópusamstarfi." Nokkrir talsmenn nei-hreyfingar- innar hafa lýst því yfir að þeir telji sig hafa gert öðrum Evrópubúum greiða með því að fella aðild og Iýsa á þann hátt yfir andstöðu sinni við hraðann á sameiningu Evrópu en Seidenfaden tekur ekki undir það. „Hjálpa öðram? Þetta gerir evrópskri samvinnu að minnsta kosti ekkert gott. Hún snýst ekki um það að segja já eða nei, heldur um mála- miðlanir. Að segja nei í atkvæða- greiðslu sem þessari hefur enga þýð- ingu nema maður vilji segja sig úr ESB en ég hef varla heyrt nokkum mann lýsa þvi yfir. Og það sem verra er, við höfum ekkert um það að segja hvort Evrópusambandið fer sér hægar eða hraðar.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.