Morgunblaðið - 14.10.2000, Page 1

Morgunblaðið - 14.10.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 236. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR14. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dregur úr átökum á hernumdu svæðunum Jerúsalem, Washington, Gaza. AP, AFP, The Daily Telegraph. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær búast við því að ráðamenn Israela og Palestínumanna hittust á við- ræðufundi í Egyptalandi innan tveggja sólarhringa til að reyna að koma á friði. Talsmaður Bills Clintons Bandaríkjaforseta sagði í gær að slíkur fundur „gæti orðið ár- angursríkur" en áður höfðu Banda- ríkjamenn lýst efasemdum um hug- myndina. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu, krafðist þess að stjórn Ehuds Bar- aks, forsætisráðherra ísraels, drægi vopn og herlið á brott frá hernumdu svæðunum, aflétti um- sátri um borgir Palestínumanna og samþykkti að alþjóðleg rannsóknar- nefnd kannaði tildrög óeirðanna síð- ustu vikur. Var búist við því að Ara- fat gæfí endanlegt svar um þátttöku í nótt eftir fund með ráðherrum sín- um. Lokuðu leiðum að al-Aqsa Enn kom til átaka á svæðum Pal- estínumanna í gær og féll einn Pal- estínumaður en tugir særðust. Heimildarmenn bentu á hinn bóginn á að átökin í gær hefðu ekki verið jafnhörð og blóðug og undanfarnar tvær vikur og væru því auknar líkur á að takast myndi að stilla til friðar. Föstudagur er bænadagur músl- ima og Israelar hindruðu múslima undir 45 ára aldri í að halda til al- Aqsa-moskunnar í Jerúsalem. Beitt var táragasi til að stöðva grjótkast nokkurra úr mannfjöldanum. Hjálmklæddir lögreglumenn röð- uðu sér upp við þröngar göturnar í Gömlu borginni til að stöðva fólkið sem jós yfir þá skömmum. Síðan lögðu múslimar bænamottur sínar á götuna og báðust þar fyrir. Arafat hefur harmað morð á tveimur ísraelskum hermönnum á Vesturbakkanum á fimmtudag en þeir eru sagðir hafa villst inn á svæði Palestínumanna. Tjáði hann Robin Cook, utanríkisráðherra Breta, að hinir seku yrðu handtekn- ir. Mótmæli voru á Gaza-svæðinu í gær og til skotbardaga kom milli mótmælenda og ísraelskra her- manna í varðstöð í Hebron. Felldu hermenn 22 ára gamlan Palestínu- mann. ísraelar fullyrtu að vopnaðir menn hefðu leynst innan um mann- grúann og skotið á hermennina. ■ Barak boðar/32 Júgdslavía Rætt um kosningar í desember Belgrad. AP, AFP. BANDAMENN Vojislavs Kostunica, forseta Júgóslavíu, tilkynntu í gær að fulltrúar Sósíalistaflokks Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta, hefðu fallist á nýjar þingkosningar í desem- ber. Þeir áttu þó eftir að ráðfæra sig við flokksforystuna en þar eru nú uppi kröfur um, að Milosevic verði bolað burt. Vladan Batic, fulltrúi stjórnarand- stöðunnar, sagði í gær, að talsmenn Sósíalistaflokksins hefðu samþykkt að efnt yrði til þingkosninga 24. des- ember nk. Staðfesti Nikola Sainovic, talsmaður flokksins, það en sagði, að flokksforystan yrði einnig að leggja blessun sína yfir kosningadaginn. Þjóðemisöfgamaðurinn Vojislav Seselj, sem er aðstoðarforsætisráð- herra Serbíu, hefur hvatt Kostunica til að skipa strax nýjan forsætisráð- herra sambandsríkisins Júgóslavíu en hann á að vera frá Svartfjallalandi vegna þess, að Kostunica er Serbi. Milo Djukanovic, forseti Svartljalla- lands, sem er hlynntur Vesturveldun- um, hunsaði hins vegar kosningamar 24. september og hefur ekki viður- kennt Kostunica sem forseta Júgó- slavíu. Vegna þess hefur Kostunica snúið sér til fyrrverandi bandamanna Milosevic í Svartfjallalandi og hyggst bjóða þeim forsætisráðherrastólinn. Kostunica fékk í gær kærkominn stuðning við viðleitni sína til að mynda stjórn fyrir sambandsríkið er James O’Brien, sérlegur erindreki Bandaríkjastjómar í málefnum Balk- anskagans, lýsti því yfír að bandarísk stjómvöld væm mótfallin því að Svartfjallaland segði sig úr lögum við Júgóslavíu og lýsti yfir sjálfstæði. A fundi með Djukanovic í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands, hvatti O’Brien forsetann til að ganga til við- ræðna við Kostunica um leiðir til að viðhalda sambandsríkinu. Vilja Milosevic burt Innan Sósíalistaflokksins heyrast nú háværar kröfur um, að Milosevic verði sparkað, og hafa t.d. áhrifamikl- h’ menn eins og Borisav Jovie og Zor- an Lilic hvatt til hreinsana í foryst- unni. Segja þeir, að flokkurinn eigi enga framtíð með hann í fararbroddi. Búist er við, að úr þessu verði skorið á þingi flokksins í næsta mánuði. Reuters fsraelskur lögreglumaður og Palestínumaður í Gömlu borginni í Jerúsalem skiptast á skammaryrðum í gær. Lögreglumenn meinuðu Palestínumönn- um undir 45 ára aldri að fara í al-Aqsa-moskuna til bæna. Flestir Palestínumenn sem tekið hafa þátt í óeirðunum að undanfömu eru ungir að árum. Rannsókn á sprensiutilræðinu sreen bandaríska tundurspillinum Cole heldur áfram Böndin sögð bein- ast að bin Ladem Aden, Washington. AP, AFP. ÖLLUM sendiráðum Bandaríkj- anna í Mið-Austurlöndum og N-Afr- íku, auk nokkurra sendiráða í viðbót í Afríku og Asíu, var lokað tímabund- ið í gær vegna ótta við frekari hryðjuverk. Lokunin kom í fram- haldi af sjálfsmorðsárás á banda- ríska tundurspillinn USS Cole á fimmtudag í höfninni í Aden í Jemen. Sjö sjóliðar létust í árásinni, tíu er saknað og eru þeir taldir af. Einnig var sprengju varpað að breska send- iráðinu í Jemen í gærmorgun en eng- an sakaði. Fjöldi bandarískra sérfræðinga frá alríkislögreglunni (FBI), utan- ríkisráðuneytinu og Pentagon var mættur til að rannsaka vegsum- merki í höfninni í Aden í gær. Haft var eftir vestrænum stjórn- arerindrekum í gær að sprengingin virtist vera verk vel skipulagðs hóps sem hefði góð sambönd á staðnum. Tvenn hryðjuverkasamtök höfðu lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér í gær, svonefndur Her Múham- eðs og áður óþekktur hópur, Ógnar- liðsmenn Islams. Fulltrúar fyrr- nefnda hópsins hringdu í Omar Bakri Mohammed, leiðtoga AI- Muhajiroun, sem eru herská samtök araba með aðsetur í London, og lýstu yfir ábyrgð á verknaðinum. Her Múhameðs hefur hingað til eingöngu verið þekktur fyrir að starfa í fyrr- verandi lýðveldum Sovétríkjanna. Bakri tengist hryðjuverkamannin- um Osama bin Laden en grunur Bandaríkjamanna féll strax á hann. Bandaríkin saka bin Laden um að hafa skipulagt net hryðjuverka- manna um Mið-Austurlönd og segja hann standa að baki sprengjutilræð- unum í sendiráðum Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu fyrir nokkrum árum sem kostuðu 224 lífið. Bandarískir sérfræðingar í hryðjuverkum sögðu í gær líklegt að bin Laden hefði komið við sögu í sprengingunni. í samtali við The Washington Post sagði Harvey Kushner, sérfræðingur í hryðju- verkum við Long Island-háskóla, að verkið væri öruggiega a.m.k. að hluta til á ábyrgð bin Laden. Auk hans eigin manna væri fjöldi hryðju- verkamanna á þessum slóðum sem væru undir áhrifum frá honum. Kushner benti einnig á að bin Laden hefði lengi reynt að finna leið til að ráðast á herskip. „Hann hefur lengi leitast við að kaupa lítinn kafbát, nú nýlega í gegnum ættingja sinn í Bandaríkj- unum, en komið var í veg fyrir það.“ MORGUNBLAÐH) 14. OKTÓBER 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.